Þjóðviljinn - 22.04.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.04.1980, Blaðsíða 8
8 SIPA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. april 1980 Þriöjudagur 22. april 1980 ÞJÓÐVILJINN - SIDA 9 0 Þjóðleikhússtjóri stofnar Listdanssjóð # Úthlutað úr Menningarsjóði og Egner-sjóði Afmælisveisla starfsmaima Diskótek og grimuball var fyrir leikarana I Óvitum. anna, og Þóra Einarsdóttir af- hjúpaöi verkiö sem komiö hefur veriö fyrir gegnt stiganum í and- dyrinu hægra megin miöaö viö inngöngu I húsiö. Mynd Balthazar er gerö eftir teikningu er hann geröi af Jökli er þeir voru aö vinna saman aö gerö Flateyjar- bókar, en þá var Jökull um þrítugt. I dagskrá sem flutt var siöar um daginn I aöalsal Þjóöleikhúss- ins bauö Sveinn Einarsson gesti og starfsmenn velkomna, en siöan fluttu ræöur Þórhallur Sig- urðsson formaöur Þjóöleikhúss- ráös, Vilhjálmur Gislason, fyrrv. formaöur ráösins og Valur Gisla- son, sem er elstur starfandi leik- ara viö húsiö. Að þvi búnu fluttu ávörp Ingvar Gislason mennta- málaráöherra, Gisli Alfreðsson formaöur Félags isl. leikara, Vig- dis Finnbogadóttir leikhússtjóri LR, Ornólfur Arnason formaöur Félags Isl. leikritaskálda, Erling- ur Gislason formaöur Félags leikstjóra á Islandi og Helga Hjörvar framkvæmdastjóri Bandalags isl. leikfélaga. 1 ræöum og ávörpum var fjallaö um stööu Þjóðleikhússins, áhrif þess i menningarlifinu og fram- tiöarviöhorf. Aö þessu loknu flutti Þorsteinn Sveinsson sem var formaöur Þjóöleikhússkórsins i 25 ár óö til leikhússins, en hann var einnig heiöraöur af Þjóöleikhússtjóra fyrir störf i þágu kórsins. Leikar- arnir Herdis Þorvaldsdottir, Ævar R. Kvaran og Róbert Arnfinnsson fluttu kvæöi, en þau hafa öll starfaö viö húsiö frá upp- hafi. Guömundur Jónsson sem sungiö hefur flest óperuhlutverk alira á sviöi Þjóðleikhússins söng einsöng og Helga Bernhardt sem verið hefur viö Islenska ballett- flokkinn frá upphafi dansaöi sóló. Þá flutti Þjóöleikhúskórinn nokk- ur lög undir stjórn Ragnars Björnssonar viö undirleik Carls Billich. Einsöngvarar meö kórn- um voru Ingveldur Hjaltested, Ingibjörg Marteinsdóttir og Guö- mundur Jónsson, og loks var sýnd mynd Óskars Gislasonar af vigslu Þjóöleikhússins. 1 lok dagskrárinnar fór fram afhending úr Menningarsjóöi hússins og Egner-sjóönum. Úr hópi þeirra sem starfaö hafa frá upphafi viö Þjóöleikhúsiö fengu nú viöurkenningu úr Menningar- sjóöi Bjarni Stefánsson formlista- maöur, Þorlákur Þorláksson leik- sviösstjóri Litla sviösins og Krist- inn Danielsson ljósameistari. Úr rööum yngri manna hlutu út- hlutun úr sjóönum Stefán Bald- ursson leikstjóri sem aö undan- förnu hefur leikstýrt mörgum at- hyglisveröum sýningum I húsinu og Siguröur Skúlason leikari sem þykir hafa vaxiö mikiö af hlut- verkum sinum siöustu misseri. 1 stjórn Menningarsjóös Þjóöleik- hússins eru Herdls Þorvaldsdótt- ir, Höröur Bjarnason og Sveinn Einarsson. Úthlutun úr Egner-sjóöi, sem Thorbjörn Egner stofnaöi á sin- um tima meö andvirði höfundar- launa sinna á Islandi, fengu aö þessu sinni norski dansarinn Viktor Trutt, sem hér hefur starf- aö meö Islenska dansflokknum, og Guörún Helgadóttir meö til- mælum um aö koma óvitunum á Þórhallur Sigurösson formaöur Þjóö- leikhúsráös var meöal ræöumanna. Ljósm.: — gel. Menntamálaráöherra og Þjóöleikhússtjóri heilsa gestum. Ljósm. — gel. framfæri í Noregi. Egner-sjóö- urinn var stofnaöur til þess aö efla leiklistarsamskipti Noregs og Islands. 1 stjórn sjóösins eru Klemens Jónsson, Halldór Ormsson og Sveinn Einarsson. I lok dagskrárinnar I Þjóöleik- húsinu i gær flutti Sveinn Einarsson ræðu og tilkynnti þá meöal annars stofnun Listdans- sjóös. Byrjunarframlagiö er gjöf Þjóöleikhússtjóra til stofnunar sjóösins og er ætlunin meö sjóös- stofnuninni að tekjum veröi varið til þess aö styrkja listdansara til náms- og kynningardvalar er- lendis. Þeir sem vilja gerast stofnendur Listdanssjóös eiga þess kost næstu daga aö gefa sig fram viö forráöamenn Islenska dansflokksins og leggja fram fé til sjóðsstofnunarinnar. Starfsmenn Þjóðleikhússins skemmtu sér I Þjóöleikhús- kjallaranum I gær, en fyrr um daginn haföi veriö efnt til disko- teks og grimuballs fyrir börnin i óvitum Guðrúnar Helgadóttur, en starfsmenn viö þá sýningu voru þeir einu sem viö vinnu voru á þessari afmælishátiö. — «kh Ellnborg Magnúsdóttir lyftir glasi i tilefni 30 ára afmælisins, en hún hefur unniö viö húsiö frá upp- hafi. Ljósm.: —gel. Það var mikið um að vera í Þjóðleikhúsinu á sunnudag, en þá héldu starfsmenn hússins upp á 30ára afmælið. Leikhúsinu og starfsfólki þess voru færðar góðar gjafir og fluttar þakkir og árnaðar- óskir. Séra Jakob Jónsson og Þóra Einarsdóttir hafa gefið Þjóöleik- húsinu málverk af syni þeirra Jökli heitnum eftir Balthazár. 1 Þjóöleikhúsinu á sunnudag flutti séra Jakob ræöu fyrir hönd hjón- db Þjódfteikhúsid 30 ára á dagskrá Enn er þad svo i Alþýðubandalaginu, að í nefndir og stjórnir er aðeins kjörin ein og ein kona, svona til að hafa konu með og „til að gefa konum kost á að þjálfa sig Guðrún Hallgrimsdóttir 55 Að kvennaára- tugnum hálfnuðum A kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Mexico sumarið 1975 var samþykkt að helga einn tug ára baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. I sumar, á áratugnum hálfnuðum, munu Sameinuðu þjóðirnar halda ráðstefnu, þar sem samþykktirnar frá Mexico verða rifjaðar upp og reynt að glöggva sig á hverju hefur verið komið til leiðar og hvað er enn ógert. Vist verður hægt að tiunda ýmislegt, sem vel hefur verið gert, sérstaklega á sviði laga- setninga, forskrifta og reglna. En hætt er við, að niðurstaðan veröi sú, að sáralitið hafi áunnist við að útrýma fordómum og aldagöml- um venjum, sem byggja á hug- myndum umað kariar séu konum fremri. Og visast er, að innan SÞ sjálfra hafi fátt eitt skeö, sem hægt er að hrópa húrra fyrir, skipan manna i ábyrgðarstöður á þeim bæ er meira og minna pólitisk, og auðvelt er að geta sér til um hvort rikisstjórnir aðildar- rikjanna bera fremur traust til karla eða kvenna. I þessu sambandi er allfróðlegt að rif ja upp umræður frá kvenna- ráöstefnunni, sem samstarfs- nefndin um kvennaár gekkst fyrir á Hótel Loftleiðum, sumarið 1975. Þar var almennt álitiö, aö konur stæöu á timamótum. Aukin menntun kvenna og fækkun barn- eigna hefði breytt stöðu þeirra, þær þyrftu að gera það upp við sig, hvort þær hygðust ganga inn i karlmannasamfélagið óbreytt eða hvort nauðsynlegt væri að gera ákveðnar breytingar á sam- félagsgerðinni til þess að þær yrðu þátttakendur og jafnrétti næðist. Niðurstaða flestra um- ræðuhópa varð sú, að tómt mál væri að tala um jafnrétti kynj- anna, frjálst starfsval og mann- eskjulegt umhverfi nema veru- legar breytingar á þjóðfélaginu kæmu til. Forsenda þeirra væri gjörbreyttur hugsunarháttur og ný viðhorf gagnvart hefðbundinni verkaskiptingu. A þeim 5 árum sem siðan eru liðin hefur margt veriö ritað um stöðu kvenna. Og þaö veröur aö viðurkennast, að þvi gleggri mynd, sem dregin er upp, jafn- framt þvi að konur verða opin- skárri um tilfinningar sinar og draga fleiri þætti inn i umræðuna. þvi aapurlegra verður útlitiö og andstæöurnar viröast æ ósættan- legri. Mynd þjóðfélagsins af kon- um meö barn undir belti, annað á handleggnum og þriöja sér við hlið er ekki lengur raunveruleg, en mótar samt viðhorf kvenna til þátttöku I þjóðfélaginu og þá ekki siöur afstööu samféiagsins til kvenna. Ein og ein brjótast konur út úr hefðbundinni hlutverkaskip- an. þeirra biður ekkert annað en að ganga inn i karlmannasam- félagið, óbreytt eða gefast upp. I reynd eiga karlar ekki heldur annarra kosta völ, munurinn er bara sá, að sifellt fleiri konum er orðið þetta ljóst, aðeins sárafáir karlar virðastgera sér grein fyrir einkennum karlaveldisins og sinni stöðu. Hjá Alþýðubandalaginu i Reykjavik hefur i vetur farið fram nokkur umræða um stöðu kvenna. Haldnir hafa verið 4 fundir og sá 5. og siðasti verður n.k. þriðjudag. Umræður hafa verið frjóar, ekki aðeins tiundað það sem helst bjátar á, heldur einnig reynt að gera sér grein fyrir hvað er helst til úrbóta. Athyglisvert er, að þessa fundi hafa sárafáir karlar sótt. En um- ræða um stöðu kvenna jafnt innan flokksins sem utan sem eingöngu er haldið uppi af konum, er ekki vænleg til aö breyta miklu. Þaö er hollt aö konur geri sér grein fyrir, hvernig þær eru nánast leikskoppar i höndum þeirra, sem deila og drottna, en án þess aö konur og karlar taki höndum saman er ekki að vænta mikilla breytinga. Þaö er ekki nóg aö aö- eins konur geri sér grein fyrir vonlausri stöðu þeirrar konu, sem ein situr i fjölmennum hópi karla, opna verður augu þeirra karla, sem þar sitja með henni fyrir sér- stöðu hennar og erfiðleikum. Gott dæmi hér um er þátttaka kvenna á Alþingi.Þar er i hæsta lagi ein kona á þingi fyrir hvern flokk. Ekki er óliklegt, að þeim þyki raddir sinar hljóma hjáróma, hvergi er leikreglum karlasam- félagsins beitt af meiri list en ein- mitt þar. Fróðlegt er að heyra Guörúnu Helgadóttur, þingmann Reykvik- inga, bera saman reynslu sina af störfum i þingflokknum og í borgarmálaráði. 1 þingfloklTnum er hún eina konan, i borgarmála- ráði eru þær margar saman kon- urnar og styðja hver aðra og miðla af reynslu. Á kennaráðstefnu árið 1975 settum við okkur háleit markmið, við sögðum: „Styrkja þarf sjálfs- vitund kvenna, auka samheldni þeirra og hjálpa þeim til að sigr- ast á minnimáttarkennd sinni. Einnig þarf að hvetja konur til að tala um vandamál sin og hika ekki við að láta yfirvöld og aðra ráðamenn heyra óskir sinar og kröfur”. Við kærðum okkur kollóttar um alla heimskulegu brandarana sem gengu á kvennaári, og börð- umst i anda þessarar samþykkt- ar. Við töluðum um vandamál okkar, opinskár en áður. Við meira að segja skrifuðum i Þjóð- viljann. Þessi skrif hafa verið gagnrýnd og vist hefðu þau mátt vera betri, en það sem þar var fjallað um er hluti af okkar vandamáli og okkur ber að halda uppi umræðu, þrátt fyrir gagn- rýni og þrátt fyrir kauðska brandara, við höfum gert það áður. En höfum við árangur sem erfiöi? Enn er það svo i Alþýðu- bandalaginu, að i nefndir og stjórnir er aðeins kjörin ein og ein kona, svona til að hafa konu með og „til að gefa konum kost á aö þjálfa sig, öðlast reynslu o.s.frv.”. Enn eru það aðeins við, sérvitrar kvenréttindakellingar ásamt einum og einum vel þenkj- andi karli, sem sættum okkur ekki vð þessa málsmeðferö. Reynslan hefur sýnt, að við verð- um að standa saman og styðja hvert við annað. Annars verðum viö bara tæki i valdabaráttu, mál- um okkar til litils framdráttar. Það er i sjálfu sér merkilegt rannsóknarefni og ætti aö verða flokksfélögum, jafnt konum sem körlum til umhugsunar, að þær Alþýðubandalagskonur sem á kvennaári, áriö 1975, stóöu fremstar i bárattunni eru nú sem óöast að draga sig i hlé. Eru þær vonsviknar eða uppgefnar? BARNABÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR LAUGAVEGI 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.