Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 18
GW Það verður dæmalaust fjör í höllinni í kvöld. Þursaflokkurinn, Mezzoforte, Utangarðsmenn og Táragas tryggja stanslaust fjör. Og góðar vonir standa til að æskulýðurinn láti af þeirri iðju sinni þetta kvöld að angra lögreglu við skyldustörf og skundi með tölu i Laugardalinn til að rokka sér og þjóðinni allri i andstöðu við her og herstöðvar. I raun og veru er hér um tímamótaviðburð að ræða í baráttunni gegn hernum. I fyrsta sinn hér á landi beita vinstrimenn fyrir sig rokki sem bar- áttutæki og sveif la sér iandstöðu viö her og Nató. Herstöðvaandstæðingar hafa ekki legið á liði sínu að undanförnu við margháttað undirbúningsstarf. Fyrir utan tónlistina má nefna brúðugerð og málaralist til að skreyta Höllina isamræmi við málstaðinn. Einsog sjá má á meðfylgjandi myndum hafa herflokkar farið um borgina og ruglað fólk í daglegu rími, minnt á þá stað- reynd að herstöð er ekki langt undan. Nú má enginn láta sig vanta á tónleikana. Rokkið er baráttutæki Hér má sjá nokkra vlgamenn standa á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Sagt er aft fjölmargir herstöövaandstæbingar hafi hringt æfir i lögregluna og kvartaö yfir þeirri óhæfu aö bandariskir hermenn stunduðu æfingar á götum borgarinnar. Margt er starfið en eitt er bræörabandiö Brúöurnar liggja flatar og biöa þess aö hefjast á loft i kvöld Utangarösmenn veröa meö geislavirkt gúanórokk Rœtt við Þorlák Kristinsson fram- kvœmdastjóra Rokks gegn her „Brekkusniglar geta skriðið rólegir yfir Hallærisplanið í kvöld, það verður ekki hræða þar þvi fjöldinn verður hér að rokka gegn her", sagði Þorlákur Kristinsson framkvæmdastjóri tón- leikanna. „Það hafa hundrað manns verið á fullu undanfarið við að undirbúa atburðinn, til dæmis er brúðudeildin skipuð 8—10, myndlistar- deildina prýða fimm mál- arar, i leikhópnum eru 25 og ekki má gleyma tónlistarmönnunum. Viö reynum aö greiöa leiö sem flestra á tónleikana. Fatlaöir á stofnunum fá ókeypis inn og viö höfum samráð viö sérfrótt fólk til aö greiöa þeim leið inni húsiö, sem er ekki alltof auövelt hví aö akritektúrinn hér er andsnúinn þessu fólki, til dæmis eru klósett- in þannig úr garöi gerö aö þar komast þeir ekki inn.Enþó aö hús- iö sé heldur óvinveitt erum viö allir af vilja geröir. Til þess aö fyrirtækiö standi undir sér þurfum viö um fimmtánhundruö sálir og viö erum bjartsýnir á aö þaö takist og vel þaö. Hinsvegar einblinum við ekki á peningahliðina. Þessir tónleikar eru fyrst og fremst stórmerkileg pólitisk aksjón. I Englandi spratt heil hreyfing uppúr rokki gegn kynþáttastefnu. Hér hafa vinstri menn hinsvegar afgreitt rokkiö og ýtt þvi frá sér sagt sem svo, jú þaö er rétt aö fá einsog eina vinsæla hljómsveit handa unglingunum og gleymt þvi aö rokkiö getur veriö baráttu- tæki. Enda er þaö sprottiö uppúr neöanjaröar- og andófstónlist á borö viö blúsinn. Auðvitaö geta allir vinsælir hlutir oröiö söluvara og rokkiö meö, en hér veröa allir i baráttuham. Leikhópurinn sem farið hefur um götur borgarinnar i herklæö- um þótti standa sig framar öllum vonum. Þegar fólk keyrir eftir Miklubrautinni á leið i vinnuna eöa heim eftir strangan dag og alltieinu birtist herflokkur. Fyrstu viöbrögö eru aö fólk veröur skelfingu lostiö. Amerisk- ir hermenn á götum borgarinnar. Hvaö er á seyði? Enda séröu hver viöbrögö borgarapressunnar veröa. Timinn talar um grátt gaman herstöövaandstæöinga og Dagblaöiö veltir fyrir sér hvort flokkurinn hafi valdiö miljóna- tjóni. Ihaldiö þegir þunnu hljóöi og lætur einsog ekkert sé um aö vera. Borgarapressan gerir sér auövitaö grein fyrir þvi aö leikhópurinn kallar á hugsun sem reynt hefur veriö aö halda niöri allt frá þvi aö lsland gekk i Nató. Margir fara aö velta þvi fyrir sér i fullri alvöru hvaö þaö geti þýtt aö hafa bandariska herstöö í nábýli viö sig ” öt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.