Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. desember 1980 t>JÓÐVILJINN — SIÐA 3 Framkvæmdir hafnar við 3. áfanga verkamannabústaða 17 fjölbýlishús með 176 íbúðum Ibúðir í verkamannabústöðum kosta nú 11,2-23,8 miljónir i gær tók Svavar Gestsson félagsmáiaráð- herra fyrstu skófiustung- una fyrir 3. byggingar- áfanga verkamanna- bústaða í Reykjavik og verða það fyrstu verka- mannabústaðirnir sem byggðir verða samkvæmt nýsettum lögum um félagsiegar byggingar. Herinn fær aftur fullt starfslið í fréttatilkynningu, sem Þjóðviljanum barst I gær frá utanrikisráðuneytinu segir að frá og með 4. desember hafi verið aflétt þeim tak- mörkunum sem bandarisk stjórnvöld settu á manna- ráðningar hersins á Kefla- víkurfiugvelli 1. mars s.l. Var sú takmörkun liður i sparnaðarráðstöfunum Bandarikjastjórnar I opin- berum rekstri og var aðeins heimilt að ráða einn starfs- mann i stað hverra tveggja sem létu af störfum. Gilti þessi regla um allar her- stöðvar Bandarríkjamanna erlendis. Nú hefur verið gerð undan- tekning frá þessari reglu fyrir Island og virðist svo sem betlistafurinn eigi þar stærstan hlut að máli þvi i fréttatiklkynningunni segir: „Ölafur Jóhannesson, utan- rikisráðherra ræddi þetta mál við bandarisk stjórnvöld fyrir nokkru þar eð ráðstöfun þessi hefur valdið miklu álagi hjá islensku starfsfólki varnarliðsins.”!! —AI Borgarráð valdi þessum áfanga stað við Eiðsgranda og úthlutaði verkamannabústöðum þar lóð á sl. vori. A þessum staö er mikið jarödýpi og réði það miklu um skipulag og hönnun húsanna. Þarna verða byggö 17 mishá fjölbýlishús, tveggja til fjögurra hæða, með samtals 176 ibúðum. 43 ibúðir verða 2ja herbergja, 70 þriggja herbergja, 31 fjögura herbergja og 32fimm herbergja. Undir húsunum verða kjallarar með rúmgóðum geymslum og leikherbergjum. Húsunum er raðað i fjórar samstæður um- hverfis sameiginlegt garð- og leiksvæði, en undir þeim eru neðanjarðar bilskýli, þar sem hver ibúð fær rétt fyrir eitt bifreiðarstæði. Hverri samstæðu fylgir mjög fullkomið þvottahús. Innangengt verður úr bila- geymslu i öll húsin og einnig i þvottahús. Jarðvinna við 5 fyrstu húsin er nú að hefjast. Hún var boðin út fyrir stuttu og var tilboði lægst- bjóðanda, Háfells hf., tekið. Upp- steypa i þessum áfanga hefst næsta vor og verða fyrstu ibúðirnar væntanlega afhentar fyrri hluta árs 1982. í fyrsta áfanga verkamanna- bústaða voru 308 ibúöir afhentar á árunum 1974—78, allar i Selja- hverfi. 1 öðrum áfanga, sem byrjað var á 1977, eru 276 ibúðir i Hólahverfi. Framkvæmdir standa enn yfir við 2. áfanga. Þar hafa 180 ibúðir i fjölbýlishúsum verið afentar á þessu ári, en siðustu 36 ibúöirnar verða afhentar i janúar eða febrúar 1981. Verð á fullbúnum ibúðum i fjölbýlishúsunum er nú: 1 herb. ibúðkr. 11.200.000.-. 2ja herb. ibúð kr. 20.500.000.-. 3ja herb. ibúö kr. 23.800.000.-. A timabilinu mars — október 1981 verða væntanlega afhent 60 raðhús i Hólahverfi. Er að þvi stefnt að úthlutun þeirra ljúki fyr- ir næstu áramót. 1 kaffisamsæti, sem stjórn verkamannabústaða hélt i gær, sagði Rikharður Steinbergsson framkvæmdastjóri verkamanna- bústaðanna, að 3. áfanginn væri samtals 80 þúsund rúmmetrar, þar af um 14. þús. rúmmetrar i bilskýlum. Hann sagði að meðalibúð i þessum áfanga kostaði um 40 miljónir miðað við núverandi verölag. Þar af kostaði ibúöin sjálf 31 miljón, geymslu- rýmið 5 miljónir og hlutur i bilskýli 4 miljónir. Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra sagöi m.a., aö ein meginforsenda þess að þau stór^ Framhaid á bls. 13 Svavar Gestsson félagsmálaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að grunni verkamannabústaða við Eiðsgranda I Reykjavik. — (Ljósm.: — eik.) Sinfónian og söngsveitin Filharmonia flytja: íslands þúsund ár Sinfóniuhljómsveit islands, söngsveitin Filharmónia og cinsöngvararnir Ólöf K. Harðar- dóttir, Sólveig Björling, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson flytja á fimmtudagskvöld „tslands þúsund ár”, Alþingis- hátiðarkantötu Björgvins Guðmundssonar. Kantatan var samin við texta Daviös Stefáns- sonar fyrir Alþingishátiðina 1930 og er þvi 50 ára gömul A blaðamannafundi sem aðstandendur tónleikanna efndu til kom fram að langt er um liðiö siðan kantatan var flutt hér siöast. Hún hefur verið sungin viö pianóundirleik, en aldrei flutt i heild með hljómsveit. Jón Þórarinsson tónskáld hefur útsett verkið fyrir hljómsveitina og veröur sú gerð kantötunnar flutt nú,en Jón sagði frá þvi að þegar hann var i Menntaskólanum á Akureyri þá 15 ára gamall heyrði hann i gegnum þilið þegar Björgvin. varð að æfa þetta verk. Jón Þórarinsson sagði að Björgvin teldist ekki nýjungamaður i tónsmiðum, hann væri meir i ætt við Handel og gömlu meistarana, en væri andrikur og snjall höfundur. Mótmæla vörugjaldmu Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks i Reykjavik, afhenti i gær fjár- hags- og viðskiptanefnd alþingis undirskriftalista með mótmælum rúmlega 400 iðnverkafólks gegn framkomnu frumvarpi um vöru- gjald af sælgæti, öli og gos- drykkjum. Starfsfólkið varar i mótmæla- skjalinu við að atvinnuöryggi þess sé teflt i tvisýnu. Sagði Bjarni við afhendinguna, aö sam- þykkt frumvarpsins gæti haft i för meðsérsamdrátthjá viðkomandi fyrirtækjum og skoraði á nefnd- ina að taka tillit til sjónarmiöa iðnverkafólksins. Einkum hefði honum verið lagiö að skrifa kórsöngva, þeir væru tilþrifamiklir og glæsilegir. Æfingar söngsveitarinnar Fil- harmóniu hófust i lok september, en nýr stjórnandi, Debre Gold, tók við sveitinni i haust. Fulltrúar Filharmóniu á fundinum lýstu Alþingiskantötunni sem skemmtilegu verki og áhorfendur þyrftu ekki að vera hræddir þó ekki væri boöiö upp á Messias eða 9. sinfóniu Beethovens að þessu sinni. Jón Þórarinsson bætti þvi viö aö islensk tónlist væri ekki svo auðug aö við hefðum efni á þvi að láta verk eins og þetta liggja i þagnargildi. Kantatan var frumflutt i Winni- peg i Kanada árið 1930, en þar var Björgvin búsettur um skeið og var þetta siðasta verkið sem hann samdi þar vestra. Tónleikarnir á fimmtudag hefjast klukkan 20.30 og eru auka- tóníeikar Sinfóniuhljómsveitar- innar. Um 150 manns taka þátt i flutningnum sem stjórnað er af Páli P. Pálssyni. Askriftarkort gilda á tónleikana og miðar verða seldir við innganginn. — ká ISLANDI SKUGGA HEIMSVALDA- STEFNUNNAR JÓN GUÐNASON SKRÁÐI Forvitnileg og umdeild bók „Bókin skilur eftir meira af fróðleik en margar endurminningabækur annarra stjórnmáialeið- toga sem úthafa komið á undanförnum árum ... Það er ábyggilega gleði- og ánægjuefni fyrir áhugamenn um sagnfræði og stjórnmál að fá í hendur þessa bók enda hefur Einar víða komið við í þjóðfrelsis- og verkalýðsbaráttu undan- farna áratugi." Atli R. Halldórsson, Dagblaöiö. Afraksturinn eróneitanlega markverð bók. Einar lék, og sú fylking sem hann stóð í, það hlutverk hér á landi, að minningar hans hljóta að sæta tíðindum, hann er manna ósljóastur (og þarf ekki að miða við háan aldur hans til að segja það), ræður yfir mikilli þekkingu og yfirsýn og í ýmsum atriðum segir hann frá því af eigin reynslu sem ekki eru aðrar heimildir jafngildar um... í heild verðskuldar þessi bók að vekja mikla athygli, umræðurog i vissum atriðum andmæli. Helgi Skúli Kjartansson, Helgarpósturinn. „Það er aldeilis óskiljanlegt hvað svona menn eru að gera í pólitík ... það er hálf hjákátlegt að æðstiprestur Moskvuflokksins á íslandi skuli hafa fallið tvisvar í formyrkvan persónudýrk- unarinnar. Fyrst með því að fórna Stalín flestum árum ævi sinnar og jafnframt, á sama tíma, að dýrka Ólaf Thors. Og þess sjást ekki merki að Einar sjái þversögnina í þessu öllu saman." Alþýöublaöiö. „Það er merkilegt að lesa frásögn Einars um það, hversu náin tengsl urðu milli hans og Ólafs Thors í sambandi við myndun nýsköpunar- stjórnarinnar, hvernig þessir fornu andstæðing- ar slíðruðu sverðin og létu framar öðru þjóðar- heill ráða ferðinni ... í þessari ágætu bók Einars Olgeirssonar er sögð mikil og margslungin pólitísk saga íslendinga á umbrotatímum ... fyrir komandi kynslóðir er hér mikil fróðleiksuppspretta að ausa af.“ Einar Laxness, Þjóöviljinn. Verö kr. 19.885. Félagsverö kr. 16.900. Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.