Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.05.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16. — 17. mal, 1981 shammtur Af mannlífinu í miðbænum Ég lenti í vikunni í svolitlu sjónvarpsstússi niðrí miðbæ. Þetta varð til þess að ég fór að rifja upp svona eitt og annað í sambandi við æsku- stöðvar mínar/ sem svo sannarlega eru mið- bærinn, þvf þar er ég fæddur og hef raunar alið þar allan minn umtalsverða aldur. Ég var að vísu ekki fæddur þegar „Langa- stétt" var á þeim slóðum sem nú heitir Austurstræti, en Bankastrætið var aldrei kallað annað en Bakarabrekka, þegar ég var krakki og heitir það raunar enn í mínum huga. Satt að segja er mér óskiljanlegt af hverju Austurstræti var ekki látið heita Langastétt, Bakarabrekkan Bakarabrekka, Klambratúnið Klambratún og svona mætti lengi telja. En það var nú eiginlega ekki þetta sem ég ætlaði að drepa á hér, heldur Austurstrætið sjálft á þessum fagra sólskinsdegi, sem ég lenti f sjónvarpsstússinu. Það mátti með sanni seg ja að hér ættu Ijóðlínur Tómasar vel við: Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn, af bernskuglöðum hlátri strætið ómar, þvf vorið kemur sunnan yfir sæinn, Sjá, solskinið á gangstéttunum Ijómar. Satt að segja var mannlífið í miðbænum á þessum hlýja og bjarta vordegi ekki aðeins bernskuglatt, það var æðisgengið. Víst voru Austurstrætisdæturnar þarna í göngugötunni „með æskuléttan svip og granna fætur" og þarna voru svo sannarlega „ungir sveinar" í hrönnum, en þeir voru að pæla í allt öðru en að „bjóða í bíó", eins og Tómas kvað í vísunni forðum. Einhver óræð gleði virtist ríkjandi þarna í göngugötunni. Eða eins og sagt er nútildags: Obbinn af mannskapnum á skall- anum, en hinir á herðablöðunum. Hér voru veislusiðir Egils Skallagrímssonar hafðir í hávegum. Kveisur miklarog uppsölur, eins og hjá Ármóði bónda forðum, tómum flöskum þeytt f loft upp, pústrar og stympingar, glóðarauga hér, sprungin vör þar, og hrikaleg ölteiti meðal þeirra, sem ekki voru sofnaðir á götunni. I rökræðum beittu menn bæði orðum og aeði, eins og vera ber. Miðaldra gleðimaður kastaði af sér vatni í anddyri Útvegsbankans. „ Ég hef nú aldrei séð annað eins" sagði Sig- rún, „ekki einu sinni á Akureyri", þegar tóm flaska lenti á hausnum á henni og skaII svo á stéttina og brotnaði þar í þúsund mola. Já, hve vel áttu hér ekki við Ijóðlínurnar: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur". Útá Hallærisplani fannst mér að vísa Tómasar hefði átt að vera svona: Og það var gnægð af alls kyns vondum vfnum á vélaplani hallæris hjá Mogga, þar ungir sveinar buðu af bokkum sfnum blöndu væna af hárspíra og kogga. Slík alsherjar alsæla virtist ríkjandi þarna í göngugötunni að um tíma fannst mér asfaltið hættað vera jarðneskt, þar byggju ekki neinar sorgir og þess vegna væri gleðin ekki nauðsyn- ls|. Þar ríkt: fegurðir. ein cfar hverri kröíu. Hin háleita hugsjón að lífga miðbæinn við hafði tekist, draumurinn hafði ræst: Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn, af bernskuglöðum hlátri strætið ómar. Og ég fór að velta því fyrir mér, hverju og hverjum það væri nú helst að þakka að Austurstrætið hefði aftur endurheimt það hlutverk sitt að vera vettvangur ástarinnar í Reykjavík. Þá rif jaðist upp fyrir mér, að þegar fyrst kom tiltalsað gera Austurstræti aðgöngugötu voru tveir æskulýðsfulltrúar strax sendir til Evrópu þeirra erinda að kynna sér göngugötur stórborganna. Mennirnir fóru, eins og vera ber, með nesti og nýja skó til Hamborgar og fundu þar fljótlega göngugötu lokaða í báða enda. Þar framkvæmdu þeir ýtarlega vett- vangskönnun, sem sagt er að tekið hafi f jöru- tfu daga og fjörutíu nætur. Og þarna mun. semsagt hafa fæðst f rumhugmyndin að Austurstræti í núverandi mynd. Sfðan fóru æskulýðsfulltrúarnir beint til Amsterdamm, þar sem manni skilst að önnur hver gata sé lokuð í báða enda, til að náttúru- unnendur geti athafnað sig í friði. Götukönn- uðirnir komu síðan, eins og ráð hafði verið fyrir gert, úr þessari vettvangskönnun úr- vinda, en jafnframt öllum mönnum fróðari um það, með hvaða hætti breyta mætti Austurstræti í göngugötu. Þegar þeir voru búnir að ná sér eftir þessa þolraun, skiluðu þeirskýrslu þar sem lagt var til að nafninu á göngugötunni yrði breytt úr Austurstræti í Ástarstræti og síðan yrði því lokað í báða enda, til samræmis við það sem best gæfist meðal menningarþjóða. Og ef einhver leyfir sér að efast um að kynnisför æskulýðsfulltrúanna hafi borið til- ætlaðan árangur, þá ætti sá hinn sami að leggja leið sína niður í Austurstræti á fögrum sólskinsdegi og sjá hvernig ástin og gleðin blómstrar, nú þegar vegfarendum og úti- vistarfólki hafa loks verið búin viðunándi skil- yrði. Aðei ns eitt er ógert, svo að Austurstræti geti endanlega orðið Ástarstræti, eða eins og segir i skýrslu æskulýðsfulltrúanna: Sérfræðinga sjónarmið sýnast til þess benda að láðst hafi að Ijúka við að loka í báða enda. Nýtt forsetaefni i Skáksambandi Islands hefur nú skotiö upp kolli, en aöalfundur þess veröur hald- inn i lok mánaöar eins og sagöi i slöasta skrárgati. Hann heitir Pétur Eiriksson, framkvæmda- stjdri hjá Alafossi, og eitt sinn formaöur Taflfélags Reykja- vikur. Er hann talinn leppur Einars Einarssonar sem rær nú öllum árum aö þvi aö fella núver- andi stjórn. Eins og sagöi einnig frá I siöasta skráargati hefur stjdrn Taflfélags Reykjavlkur samþykkt aö fela Guöfinni Kjart- anssyni einræöisvald um val full- trúa á skáksambandsþingiö. Eru margir félagsmenn sáróánægöir meö þessa ákvöröun og nú hafa nokkrir þeirra óskaö eftir þvi aö haldinn veröi almennur félags- fundur I félaginu þar sem tekin veröi ákvöröun um aöferö til þess aö kjósa fulltrúa TR á þingiö. Meöal þeirra sem skrifa undir þessa áskorun eru Guömundur Pálmason, Asgeir Þór Amason, Jdhann Þórir Jónsson, Jón Þor- steinsson, Þorsteinn Þorsteins- son, varaformaöur Skáksam- bandsins, Sævar Bjarnason og Elvar Guömundsson. Er erfitt aö sjá hvernig stjórn TR getur Pétur Eirfksson: Forsetaefni Einars. hafnaö sllkri ósk þó að meirihluti hennar, meö Guöfinn Kjart- ansson og Hólmstein Steingrims- son I fararbroddi, vilji aö sjálf- sögöu hunsa hana. Fulltrúar vinstri manna i stjórn Félags- stofnunar stúdenta og fram- kvæmdastjdri hennar hafa nú látiö af störfum eftir aö nýr meirihluti myndaöist I stúdenta- ráöi. Nýja aflið I háskólanum, Umbótasinnar, fengu I sinn hlut formannsembætti stúdentaráös, en létu Vökumönnum eftir önnur feit embætti, þar á meðal stööu stjdrnarformanns Félagsstofn- unar. A stúdentaráösfundi þegar kjósa skyldi nýja stjórn stofn- unarinnar báru Vökumenn upp formannsefni sitt, Kjartan Gunn- arsson framkvæmdastjóra Sjálf- stæöisflokksins. Brugöust þá Umbótasinnar hinir verstu viö þessari umbót og varö háreysti á þinginu eins og segir I fornum sögum. Neituöu þeir aö fallast á þessa upphefö Kjartans og horföi Hvers á Kjartan aö gjalda? svo um hrlö sem fulltrúi vinstri manna myndi ná kjöri. Var þá gert fundarhlé og hringdu Vöku- menn I örvæntingu Ut um bæ I leit aö kandidat. Náöu þeir loks sam- bandi viö Pétur J. Eiriksson hag- fræöing og framkvæmdastjóra Frjáls framtaks h.f. og gekkst hann undirokiö I gegnum simann. Létu þá Umbar af mótþróa slnum. Veltu menn þvi mjög fyrir sér hvers Kjartan ætti aö gjalda. Hann þekkti þó altént til I Háskól- anum en þar hefur Pétur aldrei stigiö fæti inn fyrir dyr. Umbar kusu hins vegar einn af helstu spámönnum frjálshyggjunnar og bróður Hannesar Hólmsteins I andanum, fremur en Kjartan, til æöstu áhrifa i málefnum stúdenta. Pétur J. Eirfksson: Aldrei komið nálægt háskólanum. bænarskjal til stjórnar Háskóla- biós um aö þeir fái þar fritt inn á sýningar. Stjórn biósins hafnaöi þessu lítilræöi. Veröa þvi háskólamenn að sitja heima og horfa á Dallas og lööur á kvöldin. En kannske veröur þetta tekiö inn ifélagsmálapakka tilhanda BHM á næstu samningum. Arni Bergur: Iðnrekandi f stjórn N eytendasamtakanna. þaö reginhneyksli aö iönrekandi ætti sæti í stjórn neytendasam- taka. Annars var téöur þáttur alls ekki á vegum þeirra samtaka. Llklega hafa einhverjir góöir vinir Arna hjá sjónvarpinu bara fengiö hann slsona til aö stjórna þættinum. Árni Staða Ef marka má fréttabréf félags háskólakennara frá i vetur er nú ekki kræsilegt aö vera prófessor. Til aö drýgja sultartekjur og láta þær hrökkva hafa þeir nú sent Bergur Eiríksson heitir maöur nokkur sem stjórnaöi umræöu- þætti I sjónvarpi I vikunni um neytendamál. I þættinum var mikiö rætt um kosti þess aö neyt- endasamtök væru frjáls og óháð. NU vill svo til aö Arni þessi Bergur er I stjórn Neytendasam- takanna. En hann er ekki bara neytandi, heldur hefur hann þaö aö aöalstarfi aö vera iönrekandi og framleiðir Vilkó-súpur sem eru hvaö mest auglýstar I sjon- varpi, Arni Bergur er þvl bæöi neytandi og framleiöandi. Hvar- vetna I hinum vestræna heimi — nema kannski á Islandi — þætti tónlistarstjóra útvarpsins var auglýst laus til umsóknar á sinum timaog sóttu fjórir um, þau Ingi- björg Þorbergs tónskáld, Jón örn Marinósson aðstoöardagsskrár- stjóri, Soffía Guömundsdóttir tónlistarkennari og Þurlöur Páls- dóttir óperusöngkona. Af ein- hverjum ástæöum var umsóknar- frestur framlengdur og þegar slöast fréttist höföu tveir umsækjendur bæst viö, þeir sr. Gunnar Björnsson I Bolungarvik og einn sem baö um nafnleynd. - Ekki kæmi skrárgatinu á óvart þó aö sá siöasti væri sá sem hnossiö hlýtur, einhver stórsnillingur sem beöinn hefur veriö aö sækja um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.