Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.08.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fintintudagur 6. ágúst 1981 f ÚTBOЮ Tilboð óskast i uppsteypu og fullnaðarfrá- gang á 3. áfanga bækistöðvar Hitaveitu Reykjavikur við Grensásveg. Útboðs- gagna má vitja til Innkaupastofnunar Reykjavikur Frikirkjuvegi 3, gegn 2 þús- und kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. sept. n.k. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Eftirtalin ráðuney ti Stjórnarráðsins verða lokuð éftir kl. 14.00 6. ágúst vegna jarðar- íarar Magnúsar Kjartanssonar, fyrrv. ráðherra. Félagsmálaráðuneyti Iðnaðarráðuneyti Fjármálaráðuneyti Fjárlaga- og hagsýslustofnun Rikisendurskoðun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Áburðarverksmiðja rikisins óskar að taka á leigu 3 - 4 herbergja ibúð frá 1. septem- ber n.k. Tilboð ásamt viðeigandi upplýsingum leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 11. ágúst. Áburðarverksmiðja rikisins S júkrahús, Akraness Staða yfirlæknis Staða yfirlæknis við fæðinga- og kvensjúk- dómadeild Sjúkrahúss Akraness er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsi Akraness. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sjúkrahússins i sima 93-2311. Sjúkrahús Akraness Auglýsing Kennara vantar að grunnskóla Eskifjarð- ar. Æskilegar kennslugreinar stærðfræði, ungbarnakennsia, leikfimi stúlkna og um- sjón með bókasafni skólans. Nánari upp- lýsingar hjá skólastjóra i sima 97-6182 og hjá íormanni skólanefndar i sima 97-6239. Vegna jarðarfarar verða skrifstofur okkar lokaðar i dag frá kl. 14—17. MOÐVIUINN Norræna húsið: Dr. Sigurður Þórarinsson í opnu húsi Opið hús i Norræna húsinu verðurnæst siðasta skiptiá þessu sumri, i kvöld 6. ágúst kl. 20.30. Þá mun dr. Sigurður Þórarinsson prófessor flytja erindi með litskyggnum um eldvirkni á íslandi. Hann flyturþað á sænsku og nefnir „íslands vulkaner”. Eftir kaffihlé verður sýnd kvik- myndOsvaldar Knutsens „Surtur fer sunnan”, sem tekin var 1963 á timabilinu þegar Surtsey var að myndast. Kaffistofa og bókasafn verða opin. 1 anddyri er ennþá sýning á islenskum steinum, sem Náttúru- fræðistofnun íslands hefur sett upp. Sumarsýningin i sýningar- sölum er opin daglega kl. 14—19 og fer senn að ljúka, en siðasta sýningarhelgin er 15—16. ágúst. Bókasafn Kópavogs Tölvueftirlit með bókum Bókasafnið i Kópavogi hefur tekið upp nýttkerfi við bókaútlán. Mynd er tekin á örfiimu af skir- teini og bókarvasa með tölvu- miða. Bókavörður tekur tölvu- miðann úr bókinni þegar henni er skilað. Þess vegna leggur bóka- safnið áherslu á að miðinn sé alls ekki fjarlægður úr bókarvasan- um. A tölvumiðann er stimplaður siðasti skiladagur. Notuðum tölvumiðum er siðan safnað saman og þeir sendir til úrvinnslu i Reiknisstofnun bank- anna. Þaðan eru upplýsingar sendar i vinnslu i tölvu Kópavogs- bæjar. Úr henni kemur loks listi yfir þá sem ekki hafa skilað bók- um á réttum tima og þeir þvi rukkaðir. Glatist tölvumiðinn þarf að borga einnar krónu sekt, en ef skirteinið glatast eða skemmistþarf aðborga lOkrónur fyrir nýtt. Útlánsreglur i Bókasafni Kópa- vogs eru óbreyttar þrátt fyrir inn- reið nýju tækninnar. —óg Gigtarþing í París Heilsa handa öllum árið tvöþúsund Atta Islendingar sátu 15. al- þjóðaþing gigtarfélaga, sem haldið var i Paris i siðasta mán- uði. Þingið sátu nær 4500 fulltrúar frá flestum löndum heims, lækn- ar og visindamenn voru fjöl- mennastir. Af tsiands hálfu sátu þingið sex læknar, lyfjafræðingur og fulltrúi Gigtarfélags Islands. Fjórir þeirra þeir Ingvar Teitsson, A1 freð Arnason, Helgi Valdimars- son og Jón Þorsteinsson — lögðu fyrirþingið skýrslu um rannsókn- irá 147 íslendingum, sömuættar, með háa tiðni gigtar. Rannsókn- imar fóru fram á Lyflækninga- deildLandspitalans, Blóöbankan- um og önæmisdeild St. Mary’s sjúkrahússins i London. 1 máli frummælandsns, Ingvars Teits- sonar kom fram að rannsóknum þessum erekki lokið vegna skorts á rannsóknaraðstöðu á Islandi. Mál hans fékk góöar undirtektir og rannsóknir þeásar taldar mai’ka áður ókunna stefnuá sviði gigtrannsókna. Alþjóðasamband gigtarfélaga hefur nú stóraukið samband við Alþjóða heilbrigðisstofnunina undir kjöroröinu, „Heilsa handa öllum árið 2000.” (Frá Gigtarfélagi Isiands). Keimlngar Piaget Avegum Námsgangastofnunar er nú komin dt bók um kenningar svissarans Jean Piaget, eins kunnasta uppeldis-og sálfræðings þessarar aldar. Bókin er ætluð öllum áhugamönnum um uppeldi barna, en telst kærkomnust kenn- urum, fóstrum og þroskaþjálfum. Höfundur bókarinnar heitir C.M. Charles, en Jóhann S. Hannesson þýddi. t bókinni segir m.a.: „Börn hugsa ekki eins og full- orðið fólk: hugsanaform þeirra eru öðruvisi. Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorönu fólki heldur lita þau sinum eigin augum á tilveruna og gera sér sinar eigin hugmyndir um heim- inn I kringum sig.” Piaget telur, að andlegum þroskaferli barna megi skifta i tiltekin þróunarstig, sem hvert um sig einkennist af ákveðnum hæfileikum og getu. Vi'st er að foveldrar og aðrir uppalendur muni fagna útkomu þessarar bókar,en hún er 60 siður með tveimur bókaraukum, vel uppsett,og kostar40kr. útúr búð. Askrifendaþraut Þjóðviljans Aukaverðlaun vikunnar Dregin hafa verið út aukaverð- launin i áskrifendaþraut Þjóð- viljans. Þessi nöfn voru dregin Ut og geta hinir heppnu vitjað vinn- inganna til okkar i Siðumúlann og orðið formlegir eigendur að hljómplötum frá Steinari h/f. Arni Björnsson Fálkagötu 8. Lilja og Pálmi Blikahólum 2. Erlendur S. Baidursson Háagerði 43. Jóhann Þ. Löve Bræðratunga 16. Við þökkum þátttökuna og minnum á að enn er hægt að skila inn lausnum til að geta verið með þegar dreginn verður út aðal-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.