Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.09.1981, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. september 1981 Karl Guðmundsson, Steindór Hjörleifsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Siguröur Karlsson og Jón Hjartarson i hlutverkum sinum i Ofvitanum. Fyrstu bækur um Rasmus á íslensku Bókaútgáfan Orn og Orlygur hefur gefið út tvær fyrstu lit- prentuöu teiknimyndabækurnar i bókaflokknum um Rasmus klump og félaga, nefnast þær Rasmus klumpur smiðar skip og Rasmus klumpur skoðar pýramida. Höf- undar bókanna eru þau Carla og Vilhelm Hansen en Andrés Ind- riðason þýddi textann á Islensku. Teiknimyndabækurnar um Ras- mus klump og félaga hafa veitt ánægju miljónum barna um allan heim og islensk börn munu kann- ast við undraveröld þessara sak- leysingja úr dagblöðum og ÆSK- UNNI þar sem sögurnar hafa oft birst sem framhaldsþættir á undanförnum árum. SKOÐAR PÝRAMÍDA Samhliða útgáfu framan- nefndra bóka hefur bókaútgáfan einnig sent á markaö litlar gúmmibrúður af helstu söguper- sónum bókanna og fást þær i öllum bókabúöum og viðar. Orka Framhald af bls. 9. voru lagöar fram á Orkuþingi 1981 i júni sl. I samanburði við orkulindir margra annara þjóða, t.d. oliuútflutningslanda, eru is- lenskar orkulindir sáralitlar. Allt nýtanlegt vatnsafl á Islandi er til að mynda innan við 2% af þegar virkjuðu vatnsafli i heiminum og aðeins um 0.1% af virkjanlegu vatnsafli heimsins. Vatnsafl er á hinn bóginn einungis 6% af orku- notkun f heiminum i dag. Á hinn bóginn er það rétt, að miðað viö fólksfjölda býr tsland yfir mjög umtalsverðum orku- lindum. Enn mikilvægara er {xi, að þessar orkulindir eru mjög langlifar og raunar endurnýjan- legar að vissu marki. Samkvæmt áætlunum sérfræð- inga virðist nýtanlegt vatnsafl og jarövarmi á tslandi til raforku- framleiðslu nema vel yfir 100 TWh árlega, en það samsvarar tæplega 70 Búrfellsvirkjunum að orkuvinnslugetu. Talsverðan hluta þessa orkumagns virðist þó vafasamt að virkja bæði með tilliti til kostnaðar og náttúru- verndarsjónarmiða. Þá er hag- nýting jarðvarmans mikilli óvissu háð. Sé gert ráð fyrir þvi að hag- kvæmt sé að virkja 30 TWh af vatnsafliog annað eins af gufuafli má slá grófri mælistiku á hið hag- ræna umfang þessara orkulinda miðað við okkar þjóðarbúskap. Að gefnum vissum forsendum um kostnað við orkuframleiðslu, og þau nettó-verömæti, sem sér- hver órkueining myndi að likind- um skila til þjóðarbúsins, væri hún hagnýttlstóriðjuverumiinn- lendri eigu, og að framkvæmdum ýmsum útreikningum, sem á- stæðulaust er að þreyta áheyr- endur á að rekja, kemur i ljós, að hvor orkulindin fyrir sig gæti skilað beinu framlagi af stærðar- gráðunni $400 miljónir i þjóðar- búið. Þessi tala samsvarar um 16% af áætluðum þjóðartekjum i ár eða 32% samanlagt. Til frekari glöggvunar má einnig geta þess, að þetta hlutfall samsvarar þvi, að hvor orkulind- in fyrir sig gæti nokkum veginn tekið undir sig það umfang i þjóðarbúskapnum, sem sjávarút- vegurinn hefur núna. Meginniðurstöður þessarar um- ræðu, þótt hún hafi verið með stórkarlalegra móti, hygg ég að séu einkar traustar. Þær eru: (1) Almenn lifskjör á Islandi eru nú lakari en i nágrannalönd- unum og munu halda áfram að dragast aftur úr, verði ekki að gert (2) Þess er ekki að vænta, að sjávarútvegur geti orðið undir- staða viðunandi hagvaxtar á Is- landi, nema i 10 ár i hæsta lagi, jafnvel þótt fyllstu hagræöingu verði náð, sem raunar er ólíklegt. (3) Hagnýting islenskra orku- linda getur sennilega orðið undir- staða umtalsverða efnahags- framfara hér á landi i allmarga áratugi og skilað þjóðinni inn á braut varanlegra efnahagsfram- fara. Skynsamleg hagnýting inn- lendra náttúruauðlinda hlýtur þvi að verða einn af homsteinum efnahagsstefnu þeirra, sem bæta viija lifskjör almennings. Ég fæ þvi ekki annaö séð, en að okkar flokkur hljóti að taka orkunýt- ingarstefnuna uppá sina arma og leggjai það talsverða vinnu að Ut- færa hana i smærri atriðum. Þetta er sérlega mikilvægt nú, þegar tækifæri gefst til að marka upphafsspor þessararstefnu, sem vel geta orðið mótandi fyrir að- feröir á komandi áratugum. Ráðstefnuslit Hér verður, rúmsins vegna, að láta staðar numið i bili með það að birta glefsur úr framsöguer- indum þeim, sem flutt voru á ráð- stefnunni en framhald mun koma hér I blaðinu einhvern næstu daga. En að erindaflutningnum loknum og umræðum um þau skipuðu menn sér i þrjá umræðu- hópa, er störfuðu á laugardags- kvöld og fyrir hádegi á sunnudag. Alit þeirra og ábendingar voru siðan lagðar fyrir ráðstefnuna til frekari umræðu og athugunar.* Um kl. 17 á sunnudag sleit svo formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, ráðstefnunni og sagði við þaö tækifæri m.a.: — Við höfum nú i tvo daga fjallað um eitt mikilvægasta og vandasamasta mál þjóðarinnar um þessar. Það er mikilvægt vegna þess að þ-óun iðnaðar á Is- landi með öruggum yfirráðum landsmanna sjálfra miðar að þvi að tryggja efnahagslegan grund- völl þjóðlffsins og þar með sjálf- stæði þjóðarinnar gagnvart öörum þjóðum og Htskjör til jaíns við þær. En það er vandasamt verkefni vegna þess, að hér er fjallað um miklar náttúruauð- lindir i heimi, sem orkukreppan setur mark sitt á. Erlendir aðilar sækja i þessi is- lensku verðmæti eins og dæmin sanna og litilþægir þjónar hins er- lenda málstaðar eru jafnan reiðu- búnir til þess að stiga fram. Nýj- asta dæmið er afstaða Mbl., Visis og Alþbl. i súrálmálinu svo- nefnda. Við höfum valið þá leið i þessum efnum að leggja áherslu á það að orkufrekur iðnaður þjóni sameiginlegum hagsmunum þjóðarinnar og fái sess sem is- lenskur atvinnuvegur. Það eitt er i samræmi við þau fyrirheit, sem gefin voru þjóðinni i sjálfstæðis- baráttu hennar. Megininntak iðnþróunarstefnu Alþýðubl. m iðar að þvi að tryggja efnahagslegan grundvöll þjóðlifs- ins og þar með sjálfstæði þjóðar- innar gagnvart öðrum og til jafns við þá. Til þess að sú stefna verði að veruleika þarf efnahagslifið að vera þróttmikið og bjóða svipuð kjör og tiðkast með grannþjóðum okkar, — að öðrum kosti verðum við vanþróað svæði. Við skulum ekki imynda okkur að velmegun- inséeitthvert varanlegtástand ef ekki verður starfað af fyrir- hyggjuograunsæi. Þarþarf til að koma sameiginlegt átak þjóðar- innar allrar, þar þarf stöðugt að vera vel á verði. SU stefna, sem við höfum beitt okkur fyrir iorku- og iðnaðarmál- um, hefur nU stuðning vaxandi hluta þjóðarinnar, stefna okkar er að sigra. Þann viðtæka skiln- ing, sem skapast hefur verðum við að hagnýta til að gera stórátak undir merkjum þjóð- legrar reisnar. Þessvegna skiptir það öllu máli að samstarf við Ut- lendinga sé á jafnréttisgrund- velli og þannig, að forsendur þe ss falli að öllu ley ti að islensku stjórnkerfi, eins og það er á hverjum tima. Við erum þeirrar skoðunar, að til þess að ná varanlegum árangri verði andstæður starfsmanna og fjármagns að hverfa. Þá glæðist áhugi launamanna á meðferð og nýtingu fjármuna, á hagkvæmum rekstri. Abyrgð, ákvörðunar- réttur og skyldur haldast i hendur og fylgja starfi mannsins. Framandleiki og firring taka að hverfa. Það er maðurinn sjálfur og kjör hans sem eru grund- vallarþáttur allrar þeirrar iðn- þróunar, sem við höfum verið aö fjalla hér um. Iðnaður er ekki markmið iönaðarins vegna heldur vegna þeirrar verðmæta- sköpunar, sem þar getur átt sér stað,hann ereinn þátturaf mörg- um i fjölþættu þjóðlifi. Ráðherrann lauk svo máli sinu með þvi'að þakka mönnum mikið og gott starf, skemmtilega kvöld- vöku, sem siðar verður sagt frá, — forráðamönnum hússins fyrir lánið á þvi, Vigni Sigurbjarnar- syni og fjölskyldu fyrir aðbUnað allan og þeim Guðmundi Alberts- syni, Agústi Sæmundssyni og Guðrúnu Haraldsdóttur á Hellu fyrir aðstoð þeirra við undirbún- ing ráðstefnunnar þar eystra. — mhg Breytingar á búvöruverðinu: Kartöflur lækka — mjólkin hækkar Tilkynning um breytt búvöru- verð barst frá Framleiösluráði Landbúnaðarins s.l. iaugardag og taka þær verðlagsbreýtingar gildi frá og með mánudeginum 21 september. Verðhækkun mjólkur er til- komin vegna leiðréttingar á út- reikningi verðlagsgrundvallar frá 6. september sl. Þá var ákveð- in 7% hækkun verðlagsgrund- vallarins, en nú kemur i ljós, að hún skal vera 7.67%. Lækkun kartaflanna stafar af þvi, að nú leggst af sérstakt sumarverð á jarðeplum. 1 sumar voru greiddar 6.70 kr. til fram- leiðenda fyrir hvert kilógramm en héðan i frá verða greiddar 5.21 kr. fyrir sama magn. Af þessu leiðir, að 5 kg poki sem kostaði i smásöluverði 31.50 kr. lækkar i 22.45 kr. 36 þúsund hafa séð Ofvitann Á fimmtudagskvöldi verður OFVITINN eftir Þórberg Þórðar- son og Kjartan Ragnarsson sýndur i 163. sinn hjá Leikfélagi Reykjavikur, en þessi sýning er fyrir iöngu komin i hóp vinsæl- ustu sýninga leikhússins. Sextán leikarar koma fram og fara flestir með fleiri en eitt hlut- verk, en aðalhlutverk eru i hönd- um þeirra Jóns Hjartarsonar og Emils Gunnars Guðmundssonar. 1 vor tók Sigrún Edda Björns- dóttir við hlutverki Liiju Þóris- dóttur, sem hefur i sumar leikið i kvikmynd á vegum danska sjón- varpsins, og nú i haust tekur Aðalsteinn Bergdai við hlutverki Haralds G. Haraldssonar. OFVITINN er sjálfsævisaga Þórbergs frá árunum 1909—12, en Kjartan Ragnarsson hefur hlotið mikið lof fyrir leikgerð sina og leikstjórn. Atli Heimir Sveinsson hefur samið tónlistina við sýning- una, en leikmynd gerir Steinþór Sigurðsson. Vert er að taka fram, að ein- ungis verða örfáar sýningar á OFVITANUM að þessu sinni. Hægri sveifla Framhald af bls. 5 friðarsinni. Hann telur fyrri reynslu sina aö stundum geti norskir Hægrimenn verið næmarí á nýjar staðreyndir I heimsmál- um en Verkamannaflokkurinn. I annan stað geti það svo verið jákvætt, að Verkamannaflokkur- inn gerist róttækari. Ekki kannski fyrst og fremst vegna þess að nú fer flokkurinn i stjórnarandstöðu, heldur vegna þess að ný kynslóð æskumanna kemur i flokkinn sem mun ekki endurtaka ýmisleg fyrri heimskupör flokksins i alþjóða- málum. Vinstri-sósialistar Sósialiski vinstriflokkurinn fékk fjögur þingsæti i kosningun- um en hafði tvö'áður. Galtung var spurður að þvi hvort hann teldi ekki að SV hyrfi i skuggann af aukinni róttækni Verkamanna- flokks I stjórnarandstöðu. Hann bjóst ekki við þvi. Hann taldi að samstarf myndi aukast milli SV og hins róttækari arms Verkamannaflokksins. Meö þeim hætti, aö hinn róttæki armur Verkamannaflokksins muni sækja lengra inn i flokkinn og að sjónarmið Sósialista muni ná betur en áður til vinstrisinna i Verkamannaflokknum. áb tók saman. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélag Keflavikur Fundur með Svavari Gestssyni Fundur verður haldinn með Svavari Gestssyni i Tjarnarlundi Kefiavik miðvikudaginn 23. septem- ber kl. 20.00. Fundarefni: 1. kosning þriggja starfsnefnda. 2. Almennar stjórnmálaumræður. 3. önnur mál Flokksfélagar á Suðurnesjum eru hvattir til að mæta. stjórnin Svavar Gestsson Breytt heimilisföng Félagar i Alþýðubandalaginu i Reykjavik eru hvattir til að tilkynna skrifstofu félagsins (simi 17500) um nýheimilisföng. — Stjórn ABR. Alþýðubandalagsfélagar i Reykjavik Giróseðlar vegna árgjalds fyrir 1981 hafa veriö sendir til félags- manna. Hvetur stjórn félagsins félaga til að greiða árgjöldin við allra fyrstu hentugleika. — Stjórn ABR. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins Austurlandi: Flokksstarfið og kosningaundir- búningur Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðubandalags- ins i Austurlandskjördæmi verður haldinn i barnaskólanum á Seyðisfirði helgina 26. - 27. september nk. og hefst kl. 13 á laugardag. Aðal- umræðuefni fundarins er flokksstarfið og undir- búningur undir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Einnig verða rædd byggðamál og drög að stefnumótun i þeim efnum. Helgi Seijan alþingismaður og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðhera flytja ávörp I upp- hafi fundar. Einar Már Sigurðsson og Stefán Thors hafa framsögu um flokksstarfið og kosningaundir- búning. Halldór Arnason fjallar um byggðamál, drög að stefnuskrá i atvinnu-, félags- og samgöngu- málum. Fundarslit eru áætluð kl. 16 á sunnudag. Hjörleifur Guttormsson Helgi Seljan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.