Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 24
,'jr Aí'íV Vi'i'.'.’fA'i'í'Vi.J StÐA — ÞJÓÐVILJINN \rJiidé1 ,:i — .05 njgt'íH Helgin 20. — 21. febriiar 1982. sendir Samvmnuhreyfingunni ámaðaróskir í tileíni aí 100 ára afmœlinu. Konudagurinn er á morgun Lítið við í næstu blómabúð j^Blóma- bændur um helgina Nytjalist- sýningu lýkur á sunnudag Á Kjarvalsstöðum hefur undan- farið staöið yfir sýning á danskri nytjalist, en lýkur nú á sunnudag- inn. Á sýningunni eru sýnd húsgögn og fleiri munir eftir tvo af kunnustu húsgagnahönnuðum dana af ungu kynslóðinni, Rud Thygesen og Johnny Sörensen. Harpa Bergs- dóttir sýnir í Gallerí 32 Harpa Bergsdóttir sýnir 47 blý- ants-og pastelmyndirf Galleri 32, Hverfisgötu 32. Sýningin stendur frá 20. feb. n.k. til 5. mars n.k. og er opið frá kl. 12.00 til 18.00 alla daga vikunnar, og kostar ekkert inn. Þetta mun vera fyrsta einkasýning Hörpu. Tauþrykk í Gallerí 'sýningu Guðrúnar Auðuns- dóttur tauþrykkjara lýkur um heigina, en hún hefur undanfarið iíV Það er húsgagnaverslunin Epal i Reykjavik, sem stendur að þessari sýningu, en sú verslun flytur inn muni frá þessum aðilum og fleiri. HérerHarpa Bergsdóttir viö eina mynd sina. Langbrók sýnt verk sin i Galleri Langbrók. Opið verður til kl. 6 i dag, en þá lýkur sýningunni. Langbrókarkynning á mánudag Nýlega tóku meölimir Galleri Langbrókar á Bernhöftstorfu upp þá nýbreytni að hafa viö og við svokallaðar La g-n b r ó k a r - kynningar i þvl skyni að kynna það nýjasta sem þær eru að vinna við hverju sinni. Mánudaginn 22. febrúar hefst ein slik kynning i Lagnbrók. 1 þetta sinn er það Sigrún Guðmundsdóttir, sem sýnir barnafatnað, sem unninn er á nýstárlegan hátt. Eins konar þróun forms og litar yfir i flik. Verkin á þessari Langbrókar- kynningu eru hluti af sýningu „Islensk nytjalist” sem haldin var i Fredrikshavn óg Tönder i Danmörku nýlega. Kynningin mun standa yfir til 4. mars. Auk þess eru i galleriinu verk annarra Langbróka til sýnis og sölu, bæði textill, keramik og grafik. Galleri Langbrók er opið frá kl. 12—18 virka daga, og 2—6 helgina 27. og 28.febrúar. Rúri í Nýlistasafninu Núna stendur yfir sýning á verkum Rúriar I Nýlistasafninu við Vatnsstig I Reykjavík. Þetta er fyrsta einkasýning Rúriar á Islandi, en hún hefur áður haft þr jár einkasýningar er- lendis. Hún helur auk þess tekið þátt i f jölda samsýninga heima og erlendis og jafnframt flutt fjölda performansa (gerninga). Verkin á þessari sýningu eru frá árunum 1979-1982, en hafa ekki verið sýnd fyrrá Islandi. 011 verkin flokkast undir þrívíða myndlist, og eru flest þeirra unnin i gler, en jafn- framt sýnir hún eitl umhverfis- verk (environment). Sýningin stendur til 28. febrúar og er opin virka daga kl. 16—22 en kl. 14—22 um helgar. leiklist Yið skulum þreyja þorrann og hana góu ....og flykkjast i Alþýðuleik- húsiö og láta óvenjulega kimni- gáfu og einstaka orðsnilli breska leikritahöfundarins JOE ORTON smjúga gegnum merg og bein. Þetta er ógleymanlegur farsi á borð við „Stjórnleysingi ferst af slysförum” og „Við borgum ekki”. Vegna nýrra verkefna fer þó sýningum fækkandi. Hugsið ykkur ekki tvisvar um. Hringið STRAX og pantið miða. Þetta er ósvikin skemmtun. (Eöa eins og stúlkan sagði: Illur fengur? þrælgott!) Alþýðuleikhúsið sýnir áfram leikritið „Elskaðu mig” eftir dönsku skáldkonuna Vita Anders- en. Sýningir. fékk frábæra dóma og nýtur gifurlegra vinsælda. Æfingar standa nú yfir á harmrænum gleðileik sem segir frá ferðalögum þeirra kumpána Don Kikóta og Sankó Pansa og baráttunni viö vindmyllurnar. Græna lyftan í Grindavík 1 dag, 20, febrúar frumsýnir Leikfélag Grindavikur farsann „Græna lyftan” eftir Averu Hopwood, i þýðingu Sverris Thoroddsen. Leikstjori er Þórir Steingrimsson. Æfingar hafa staðið að undanförnu af miklum krafti i samkomuhúsinu „Kvennó”, þar sem félagið kemur til með að sýna verkið. Er þetta með þekktari gamanleik- ritum sem hafa verið sýnd úti á landi, hjá áhugamannaleik- félögum. Með helstu hlutverk fara Lúðvik P. Jóelsson, Olga ólafsdóttir, Guðrún Jóhannes- dóttir.Pétur Vilbergsson, Jóhann Ólafsson, Kolbrún Tobiasdóttir, Jón Guðmundsson og Asmundur Guðnason. Alls taka u.þ.b. 16 manns þátt i uppsetninguleikritsins og erVal- gerður Þorvaldsdóttir aðstoöar- maður leikstjóra. önnur sýning verðurá sunnudaginn 21. febrúar og sú þriðja fimmtudaginn 25. og siðan sunnudaginn 28. Karlinn í kassanum í Tónabæ Garöaleikhúsiö sýnir leikritið Karlinn i Kassanum eftir Arnold og Bach i Tónabæ i Reykjavik á sunnudagskvöld kl. 20.30 Leik- stjóri er Saga Jónsdóttir en i aðal- hlutverkunum eru Magnús ólafs- son,Sigurveig Jónsdóttirog Aöal- steinn Bergdal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.