Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 32
n/ornum Helgin 6. — 7. mars 1982. nafn vihunnar Helgi Agústsson Helgi AgUstsson deildar- stjdri Varnarmáladeildar ut- anrikisráöuneytisins er nafn vikunnar aö þessu sinni. Framkoma hans gagnvart sveitarstjórnarmönnum á Suöurnesjum hefur vakiö nokkra furöu þar sem Varn- armáladeild hefur einhliöa ákveöiö i samráöi viö Bandarikjaher, en án nokk- urs samráös viö sveitarfélög i nágrenni Keflavikurflug- vallar, aö beina stóraukinni umferö orrustuþota hersins yfir byggöina i Njarövikum og hunsa þar meö endur- teknar kvartanir ibUa i Njarövikum vegna hávaöa- maigunar af völdum hers- ins. Þjóöviljinn haföi samband viö Helga i gær, og lagöi fyrir hann þá spurningu, hvort is- lensk skipulagslög giltu ekki um Keflavikurflugvöll eins og aöra landshluta. ,,Eg tel ekki eölilegt aö umræöa um þetta mál fari fram i dagblööum”, var svar Helga Ágústssonar, og er nú gikksháttur embættismanna oröinn allnokkur, þegar þeir frábiöja sér umræöur um is- lenska löggjöf i fjölmiölum. Heigi Agústsson sendir sveitarstjórnarmönnum á Suöumesjum kaldar kveöjur i Dagblaöinu & Visi i gær og ásakar þá um skinhelgi og aö þeir séu aö búa til kosninga- mál, en viöurkennir jafn- framt i sömu andránni, aö áformin um hina stórauknu þotuumferö yfir byggöinni i Njarövikum hafi ekki veriö kynnt i samstarfsnefndinni um skipulagsmál fyrir Keflavik, Njarövikur og Keflavikurflugvöll, sem hannáþósætif. Þaö erviöurkennt,aö þessi þotuumferö um austur-vest- ur flugbrautina á Keflavlk- urfiugvelli muni raska skipulagi Keflavikur, Njarö- víkur og Keflavi'kurflugvall- ar, þar sem gert er ráö fyrir aö núverandi tankasvæöi veröi framtiöar byggöarland fyrir Njarövíkur. Skipulag þetta er þóundirritaö af ráö- herra, og hefurþvilagagildi. Ráöherrann sem undirritaöi þetta aöalskipulag Keflavlk- urfhigvallar, Keflavikur og Njarövikur, var Björn Jóns- son, sem var félagsmálaráö- herra þegar skipulagiö var samþykkt 2. nóvember 1973. Þaö er kannski von aö Helgi Agústsson telji ekki ástæöu til þess aö ræöa is- lensk lög viö fjölmiöla eins og málum er nú komiö. Framferöi hans I þessu máli hefur leitt i ljós, aö hann gengur i einu og öllu erinda bandariska hersins og viröist yfir þaö hafinn aö ræöa viö islenska aöila, hvort sem um er aö ræöa sveitarstjórnar- menn á Suöurnesjum eöa fjölmiöla. Helgi Ágústsson er einn af þeim mönnum, sem vilja gera Keflavikurflugvöll og herstööina þar aö riki i rikinu. Sjálfur viröist hann lita á sig sem smákóng i þessu riki. Spurningin er hversu lengi sá konungdóm- urvarir. ólg Aöalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins í þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroí 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Þær voru ánægöar meö brúöuleikhúsiö, en kváöust enga fordóma hafa gagnvart þeim fötluöu, Elisabet, Herdis, Frföa, Sif, Aslaug, Sigrún og Iöunn. Þær eru allar i9 ára deild Alftamýrarskóla. „Krakkarnir í götunni” Litiö inn á sýningu Hallveigar Thorlacius og Helgu Steffensen ,,Allt frá því í nóvember höf um viö verið meö þessa sýningu í grunnskólum landsins. Viö höfum ekki einskorðaö okkur viö Stór-Reykjavíkursvæðiö, heldur einnig farið út á land. Höfum sýnt bæði á Akureyri og Akranesi. Við erum með sýningar einu sinni á dag og reynum að ná til krakka allt frá 7 ára aldri og til 12 ára aldurs." . Svo mæltist þeim stöllum, Hallveigu Thorlacius og Helgu Steffensen orö, er blaöamaöur og ljósmyndari Þjóðviljans voru mættir á eina af sýningum þeirra á brúöuleikritinu „Krakkarnir I götunni”. Brúðuleikritiö er einn anginn af iiönu ári fatlaðra, leik- ritiö sjálft er samiö af bandarisk- um sálfræöingi, Barböru Aiello, fjárstyrkurinn er kominn frá þeirri alþjóölegu nefnd sem tók aö sér aö undirbúa ár fatlaöra og þaö kom i hlut Hallveigar og Helgu aö færa leikritiö I islenskan búning, þýöa þaö og endursegja og gera þaö sem aögengilegast fyrir yngstu kynslóöina. Markmiö leiksins er aö vekja krakkana til umhugsunar um málefni fatlaöra, eyöa fordómum sem fyrir eru, ein einmitt fordómarnir eru eitt það erfiöasta i hlutskipti fatlaöra. Leikurinn fjallar um blinda barniö Rögnvald, Markús þann lamaða, Ellu Jóns sem er vangefin, Margréti sem er heyrnarlaus og samskipti þeirra viö heilbrigöu börnin I götunni. Leikurinn tekur eina kennslu- stundj og áhorfendum, þ.e. nemendum,er gefinn kostur á aö spyrja krakkana á sviöinu. Hvernig klæöir þú þig? Hvernig boröar þú? Er ekki erfitt aö kom- ast á klósettiö? Þetta voru al- gengustu spurningarnar. „Krakkarnir i götunni” hefur fariö viöa. Leikurinn var fyrst sýndur i Bandarikjunum; en siöan sýndur i Kanada, Japan, Astraliu og fleiri íöndum. Brúðurnar eru aösendar, hannaðar af nokkrum þeim aöiljum sem sjá um vinsælan þátt fyrir bandarisk börn, „Sesam Street”. Helga og Hallveig kváöust hafa veriö meö þessa sýningu allt frá þvi i nóvember og gengiö vel, viötökurnar væru hinar ágæt- ustu. „Viö munum halda ótrauöar áfram jafnvel þótt ár fatlaöra sé liðiö. Meiningin er aö fara meö leikinn i skólana allt til loka mars. E.t.v. veröur þráöurinn tekinn upp aftur i haust, en þaö fer allt eftir hvort fjárstyrkur fæst.” — hól. Markús ræöir viö Hörpu um landsins gagn og nauösynjar. i leiknum er tæpt á vandamáli sem er islensk um börnum óþekkt, kynþáttafordómum. Harpa er þeldökk á hörund.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.