Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 22.04.1982, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. april 1982 „Island er sælt af snilli hans”. Varla þarf nokkur Islendingur að velta þvi lengi fyrir sér um hvaða samtfðarmann okkar þessi orð voru rituð, eða velkjast i vafa um að þau muni standa i fullu gildi löngu eftir að við sem feng- um að lifa á öld Halldórs Laxness erum öll. En þegar i hönd fer stórafmæli verður þaö lika okkar vandi að sýna og sanna, að við séum þóa.m.k. menn til að þakka fyrir okkur. Og þá er að setja allt á annan endann eftir þvi sem hugmyndaflugið framast leyfir: færa upp leiksýningar út um borg og bý, flytja dagskrár i útvarpi og samkomuhúsum, taka viðtöl við skáldið og samferðamenn hans, skrifa ritgerðir og afmælis- greinar, semja sönglög, halda ræður — við lyftum glösum, já frést hefur að það eigi jafnvel að slá upp balli! — Innst inni er okkur þó mæta vel ljóst, að allt þetta hátiðarbram- bolt er i reynd einungis fyrir sjálf okkur gert. Nú sem endranær er Halldór Laxness veitandi i þessari dúfnaveislu, enn sem fyrr megum við una þvi að ólikindum hvað hann er viða heima; þann kann að hvarfla að lesendum hans að hann hafi bók- staflega lesið allt, hafi vald á öllu, kunni allt. Hann fer liklega nokk- uð langt i þvi. Og þó er það eitt sem hann ekki kann og aldrei get- ur lært: að vera leiðinlegur. t viðkynningu er Halldór manna kurteisastur og Ijúfastur, án þess þó nokkru sinni að missa nokkurs i af þeirri reisn sem er honum inngróin. Þótt hann sé maður hreinskiptinn og alls órag- ur viö aö segja og skrifa hvað sem honum finnst þá og þá stundina, efa ég það ekki að hann hafi um dagana þurft að taka oftar á þolinmæði sinni en hann hefði sjálfur kosið; þetta fylgir þvi að vera umsetinn. Ætli islenzk þjóð hafi nokkurn- tima átt betri fulltrúa gagnvart umheiminum en einmitt Halldór Laxness; ég held ekki. Hér er ég ekki einvörðungu að tala um rit- verk hans þýdd á aðrar þjóðtung- ur, heldur jafnframt manninn sjálfan. Vitanlega er ófrjótt mjög að bollaleggja hvað væri eða velkj- beru umræðu. Þar skiptu greinar hans um samtimaviðburði, menningarmál og þjóðmál, ekki minna máli en skáldsögurnar. Hvorttveggja varð tilefni kraum- andi umræðu og deilna, sem ekki hljóðnuðu fyrr en eftir að viður- kenningin barst að utan i formi nóbelsverðlauna. Sjálfur hefur Halldór sagt okkur, hvers virði honum voru sviptivindarnir, sem um hann léku og þjóðin er svaraði orðum hans og áslætti eins og komið væri við kviku, og skiptist i fylkingar um nafn hans og við- horf. Þar tókust á vinstri og hægri þess tima, afturhald og róttækni, heimóttarskapur og viðsýni. Það segir mikið um áralag Halldórs og skaphöfn, að einmitt þessi ólgusjór samtimans og iðuköstin sem hann átti sjálfur drjúgan þátt i að magna umhverfis sig með orði og athöfn, gáfu skáldinu byr og urðu kveikjan að mörgu i hin- um episku verkum. Skarpari and- stæðu er vart hægt að fá við fila- beinsturninn fræga, og þótt Halldór hafi ekki gerst stór i veraldlegu umstangi og tæpast difið hendi i kalt vatn að fyrri formaður Bandalags islenskra listamanna. Allt hið islenska „establisment” þeirrar tiðar sem kennt var við „helmingaskipti” ihalds og Framsóknar var fjarri, og þurfti ekki skýringa við. Sá aldarfjórðungur sem siðan er liðinn hefur verið mikill upp- skerutimi hjá nóbelsskáldinu, með breyttum áherslum og viðfangsefnum, burt frá þjóðfélagsádeilu yfir á sléttari sjó með endurmati á kreddu- bundnum hugmyndakerfum en áherslu á húmanisk, sammannleg gildi. Margir fyrri baráttufélagar Halldórs sakna átakanna og ádeilunnar, sem einkenndu hin stóru episku verk hans. Þau standa hins vegar fyrir sinu og njóta stöðugrar og vax- andi hylli, sumpart i umsteyptu formi leikhúss og kvikmynda. Halldór hefur hins vegar fært okkur enn á ný heim sanninn um lifsþrótt sinn og sköpunarmátt með nýju landnámi i skáldsögum, leikritun og heillandi bernsku- minningum. Ungur lagði hann upp i ferð á vit hins ókunna, leitandi og ótrauður um viðáttur A ttræður á morgun þiggja, — að launa virðist alls ekki á okkar færi. Þá er hugfró i þeirri trú, að slikt lifsverk sem okkur er gefið að njóta hljóti sjálft að bera i sér þá umbun höfundi sinum til handa, sem ein er nokkurs verð. Er allt þetta verk ekki einmitt sú leit að guðsriki, sem á er minnt i fornu orði, kenndu Kristi, og þvi heitið fyrir, að allt annað muni veitast að auki? Unum þvi sæl við snilli hans — til hamingju með daginn! Briet Iléðinsdóttir. Mér hafa orðið minnisstæð um- mæli um Halldór Laxness sem Magnús skáld Asgeirsson lét falla i min eyru fyrir margt löngu; ég held ég muni þau orðrétt enn: ,,t raun er stórfurðulegt að þessi maður skuli vera íslendingur.” Þegar þau orð voru töluð var nýjust bók frá Halldórs hendi lokabindi tslandsklukkunnar; mörg viðamestu verk hans ó- skrifuð. Þó var það ekki aðeins rithöfundurinn i þrengstu merk- ingu orðsins, sem Magnús ræddi svo lengi og ýtarlega um þennan eftirminnilega vordag i Kaup- mannahöfn ’47, heldur jafnframt og ekki siður persónuleikinn, maðurinn á bakviö snilldarverk- in, sá óhemju duglegi, reglusami og markvissi athafnamaöur og lærdóms, sem þá þegar hafði um langt árabil unniö slik afreksverk I bókmenntum að nægt hefðu til varanleika og stórrar frægðar, þó svo að höfundurinn hefði ein- hverra hluta vegna ekki skrifað stafkrók meir. Má vera að ég hafi á stað og stundu séð Halldór af nokkuð öðrum sjónarhóli en fyrr; að ég ekki segi lika islenzka þjóð. En óneitanlega mátti þá þegar vera ljóst hversu óvenjulegur Islend- ingur Halldór hefur löngum verið; að fleiru en einu leyti; án efa gæddur þvi sem amma mln nefndi farsælar gáfur. Og hafði lært lifskúnstina flestum löndum sinum betur. Það er t.d. engu lik- ara en hann hafi alla stund getað forðazt flest það sem verða má dragbítur á þroska og frama islenzks listamanns; eða alveg eins: hann gat gert sér beinan á- vinning úr þvi öllu. Þegar aðrir létu sér nægja að ljúka prófum var honum löngu oröið ljóst að lærdómi og þekkingarleit verður aldrei lokið; að leitin mikla gefur engin fyrirheit um það að menn öðlist stórasannleik einn góðan veðurdag. Hitt er svo vitað að Halldór er fyrir löngu orðinn einna lærðastur islenzkra manna og lestur hans um dagana ekki bundinn við það eitt að vita hvað stendur I bókum skálda, lifs eða liðinna. Manni getur fundizt með ast kynni ef sitthvað hefði farið öðruvisi en fór. Þá væri sjálf ver- aldarsagan önnur en hún er. I bezta falli eru slikar vangaveltur i ætt við þann skáldskap sem er gjörsneyddastur öllu raunsæi. Eigi að siður gæti það verið stundargáman rétt eins og hvað annað að velta þvi fyrir sér hvað kynni að hafa oröið úr Halldóri frá Laxnesi ef hann hefði forðum tið gefizt kirkjunni allur og fórnað sér ævilöngu munklifi... Með hliðsjón af þeirri staðreynd að rómarkirkjan hefur eftir margra alda hlé gerzt svo viðsýn og djörf að velja i sæti Pét- urs postula mann upprunninn ut- an landamæra Italiu, þá er máski ekki fráleitt með öllu að láta sér til hugar koma, að Halldór kynni nú áttræður að skipa öllu virðu- legri og áhrifameiri sess en aðeins litilmótlegan svefnbálk I klausturklefa. Svo óvenjulegrar gerðar er þessi maður. Elias Mar. . Fögnuður, hátiö og þökk, eru orð sem efst eru i huga nú er Halldór Laxness stendur á áttræðu. Fögnuður yfir þvi að hafa notið samfylgdar hans og eiga hann enn að i fullu fjöri. Timamót i ævi hans eru um leið hátið Islenskra bókmennta og menningar, sem hann hefur reynst bestur liðsmaður á þessari öld. Þökk fyrir það sem hann hef- ur reynst þjóð sinni og gefið öldum og óbornum með fordæmi sinu og verkum. Enginn Islend^ ingur hefur gerst jafn nærgöngull við samtið sina og Halldór, enginn lokið upp jafn mörgum gluggum, enginn veitt mönnum slikan aflgjafa og vegarnesti á striðandi stund og til langferða. 1 honum hefur ræst skáldið sem samviska þjóðar og „tilfinning heimsins” með þeim hætti, sem hann sjálfur hefur m.a. talið hlut- skipti góðs rithöfundar. Ævistarf Halldórs er slikt að vöxtum að með ólikindum verður að teljast. Það vitnar um elju- manninn sem sjaldan fellur verk úr hendi. Um gæði verka hans hafa verið felldir dómar, sem enginn getur skellt við skollaeyr- um, hvorki aðdáendur eða and- stæðingar. Þær fylkingar eru ekki lengur afmarkaðar sem fyrr, styrrinn sem um nafn hans stóð aö mestu horfinn úr opinberri umræðu, viðurkenningin almenn, a.m.k. á yfirborðinu. Lif Halldórs og lifsviðhorf endurspegla fjöl- breytni og átök aldarinnar. Þátt- taka hans i iðandi lifi og deilum samtimans hafa sett mark sitt á feril hans lengst af og okkur lesendum veldur það oft á tiðum furðu, hvernig skáldinu tókst að skapa sér andrúm til hugverka mitt i darraðardansi hinnar opin- tiðar mati, er varla goðgá að minna á likindin við Snorra Sturluson og þær deilur er um Snorra léku, á meðan hann lifði. En það er eins með Halldór og Snorra, að enginn þarf að efast um langlifi þeirra með þjóðinni vegna bókmenntaafrekanna einna á meðan Islenska er töluð, en sagnfræðin mun þó eflaust einnig halda hlut Halldórs i samtiðinni til haga engu síður en þætti Snorra i Sturlungaöld þeirra tima. Snorri var höggvinn en Halldór hefur komist á kyrrari sjó og situr nú á eins konar friðar- stóli, ókrýndur húmaniskur leiðtogi og merkisberi islenskrar menningar heima sem heiman. Minir jafnaldrar sem eru að feta sig upp eftir fimmtugsaldrin- um náðu þvi að skipa sér i fylk- ingar um Halldór, nálægt 1950, i framhaldi af útkomu Atóm- stöðvarinnar, svo ekki sé minnst á þá sem eldri eru. Af engum manni hef ég þegið jafn mikið fyrr og siðar eftir að ég komst á bragðið af Kiljan fyrir alvöru i fyrsta bekk menntaskóla. 1 föður- garði var hann bannorð sam- kvæmt formúlu Jónasar frá Hriflu og hreppsbókasafnið I Vallahreppi var dauðhreinsað af öðru en Nokkrum sögum frá 1923 og Vefaranum mikla frá Kasmir, sem slæðst hafði þangað áður en höfundur var lýstur i bann af „Maddömunni” og talinn óalandi i flestum sveitum og á heimilum flestra góðborgara. Þau undur gerðust hins vegar, að i Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað urðu verk Halldórs kvöld- vökulesning kringum 1940 að boði föðursystur minnar, skólastýr- unnar Sigrúnar Blöndal, sem Halldór hafði kynnst persónulega á ferðum sinum eystra og gæti raunar hafa sótt til vissa drætti I Rauðsmýrarmaddömuna. Stærstu fagnaðarstundir á æskuárum minum tengdust Nóbelsverðlaunum til handa Halldóri i vetrarbyrjun 1955. Sá var minn eini vetur i Reykjavik, áður en ég lenti á þing löngu siðar. Ég var staddur niðri á Lækjartorgi siðdegis i haust- sudda, er fregnin barst um ákvörðun sænsku akademiunnar. 1 stað þess að taka strætó hljóp ég austur i Hliðar til að flytja hjón- unum sem ég leigði hjá tiðindin. Aldrei hef ég verið eins léttur i spori. Siðan fylgdi heimkoma skáldsins með Gullfossi og sá haustkaldi en bjarti morgun, er hljóður aðdáendahópur, ekki sist hafnarverkamenn, stúdentar og listamenn, tóku á móti skáldi sinu, sem var i förum erlendis er kastljós heimsins féllu á nafn þess og íslands sem aldrei fyrr. Þar við höfnina ávörpuðu skáldið Hannibal Valdimarsson ný- kjörinn forseti ASÍ og Jón Leifs heimsins, að byggðum og óbyggðum Islands meðtöldum. Enginn nútíðarmaður hefur lyft þvi sem islenskt er með jafn af- dráttarlausum hætti og bónda- sonurinn frá Laxnesi og treyst um leið stöðu okkar meðal þjóða i þvi sem máli skiptir. Attræður miðl- ar hann okkur af visku og geislandi ró úr túninu heima, þar sem mætast þrir lækir. Mættum við vænta þess að hann verði okkur samferða út öldina, sem hann hefur öðrum Islendingum fremur sett mark sitt á og láti til sin heyra, tiræður úr djúpa stólnum viö gluggann með Auði sér við hlið. Með Halldóri og Auði fögnum við i dag á þessari hátið islenskra bókmennta og þökkum allt liðið. Hjörleifur Guttormsson. Ef allar þær persónur sem Haildór Laxness hefur skapað i bókum sinum söfnuðust saman til þess að hylla hann áttræðan, yrði það álitlegur hópur og fjöl- skrúðugur. Og það sem meira er: flestir íslendingar sem komnir eru yfir miöjan aldur mundu eiga þar stóran hóp kunningja, fólk sem þeir þekktu betur en obbann af þeim samtiðarmönnum sem þeir hafa umgengist i þvisa ljósi. Sú var tiðin að ýmsar persónur Islendingasagna voru mörgum tslendingum ekki siður ljóslifandi en nágrannar þeirra eða nánustu forfeður. En fáum hefur tekist siðan að búa til skáldsagna- persónur sem yrðu að sama skapi eftirminnilegar, þangað til Halldór Laxness kom til sög- unnar; og enginn hefur skapað annan eins fjölda. Og það eru ekki persónurnar einar; vandamál þeirra, þjáningar þeirra og gleði, lifsbarátta þeirra og örlög, allt kemur þetta okkur við, það snert- ir eínhverja þá strengi i brjóstum lesandans sem hann vissi kannske ekki af, fær hann til þess að sjá tilveruna I nýju ljósi. Hvernig þetta má verða er iþrótt skáldsins, sú list og sá galdur sem skilur á milli feigs og ófeigs i bók- menntum, en um leið sá leyndar- dómur sem seint verður út- skýrður til hlitar, þrátt fyrir elju bókmenntafræðinga. Vist er að sá heimur, sú mynd af islensku mannlifi sem Haildór hefur skapað I bókum sinum, hef- ur orðið ólitill þáttur i vitund samtiðar hans. Orðsnilld hans og listræn ögun i framsetningu hefur verið þvilik að hún hefur engan látið ósnortinn, jafnvel þegar harðast var deilt um skoðanir hans og margir urðu til þess að fordæma bækur hans af annar- legum hvötum. Það kann að virðast torskilið þeirri kynslóð sem nú er að vaxa upp hversu heiftarlegar deilur bækur Halldórs vöktu á sinum tima, en ein af ástæðunum var að þær voru skrifaðar af þeirri snilld sem ekki hafði áöur borið fyrir augu islenskra lesenda; þær komu eins og sprengja i lognniollu Islenskra samtiðarbókmennta. Menn kom- ust einfaldlega ekki hjá þvi að taka afstöðu til þeirra, enda þótt forsendurnar væru ósjaldan æði fjarlægar listrænu mati. Mér liður seint úr minni hver áhrif sögur Halldórs höfðu á mig, allt frá þvi að ég las Vefarann nýútkominn, og likt var á komið um fjölda minna jafnaldra. Nokkru siðar átti það fyrir mér að liggja að verða um alllangt skeið handgenginn bókum Halldórs á nokkuð annan hátt en venjulegur lesandi, þar sem ég var að bera mig að þýða bækur hans á dönsku i hálfan annan áratug. Þessi sér- stöku kynni af bókum Halldórs og margar samræöur við hann um vandamál þýöandans urðu mér sú lifsreynsla og sá skóli sem ég fæ aldrei fullþakkað. Fátt sýnir manni eins ljóslega stilsnilld höfundar og þeir óviðráðanlegu erfiðleikar sem þýðandi verður æ ofan I æ að glima við án þess að geta fundið fullnægjandi úrlausn. En I öllu þessu umstangi urðu persónur bókanna og örlög þeirra einn sá þáttur i lífsreynslu minni sem ég vildi sist af missa. Á meira en sextiu ára höfundarferli hefur Halldór Laxness hafið islenskar bók- menntir I æðra veldi en nokkur einn höfundur annar. Hann hefur ekki aðeins skapaö islenskum höfundum nýja mælistiku, nýja viðmiðun i orðsins list, heldur hefur hann sýnt og sannað að episka skáldsagan er fjarri þvi að vera dauð og grafin, þrátt fyrir hrakspár sumra samtiðarmanna. Og þessi áhrif hans ná ekki aðeins til Islendinga. Með verkum Halldórs hefur það undur gerst að skáld þjóðarkrilis á hjara ver- aldar hefur eignast lesendur og aðdáendur um allar jarðir; ennþá einu sinni hefur það sannast að „öll almennileg skáld eru bæði þjóðleg og alþjóðleg i senn”. Frásagnarlist Halldórs er svo mögnuð að jafnvel I misgóðum þýðingum verða persónur hans lesendum hugfólgnar; með ólik- ustu þjóðum finna lesendur i þeim eitthvað af sjálfum sér, eitthvað sem alla varðar, hvar sem þeir eru á hnettinum. En einmitt þetta hefur alla tið verið aöal mikils episks skáldskapar. Þvi eru það ekki aðeins Islend- ingar sem eiga Halldóri Laxness þakkir að gjalda og hafa ástæðu til að hylla hann við þessi tima- mót ævi hans. Ef allur sá vina- hópur sem sögupersónur Halldórs hafa eignast fylgdi þeim til þess að tjá honum árnaðaróskir er hætt við að þröngt yrði I túninu heima. Jakob Benediktsson. Halldór Laxness er endalaust umhugsunarefni og þvi meiri ráðgáta sem meir er hugsað um hann. ómetanlegur er leiðarvisir Peter Hallbergs, Vefarinn mikli (1954) og Hús skáldsins (1956), alls fjögur bindi, sem þýdd hafa verið á islensku og komu út á árunum 1957—1971. Verkið hefst á æsku Halldórs, rakinn þroska- ferill og frumbirtir útdrættir úr bréfum sem hann sendi kunningj- um i byrjun þriðja áratugarins:’ Einari ólafi Sveinssyni, Jóni Helgasyni, o.íl.. Þar eru lika fjöl- margar tilvitnanir i greinar sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.