Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 3
Helgin 15.— 16. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi: Opnað á fimmtudag A uppstigningardag verður Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi tekið i notkun og um leið opnað 22 sjúklingum en siðar bætast 16 við. Opnun Hjúkrunarheimilisins verður haldin hátiðleg á fimmtu- daginn með fagnaði, þar sem boðið verður upp á kaffi og kökur um leið og húsnæðið verður sýnt. öllum Kópavogsbúum er boðið að koma, svo og hinum fjölmörgu vinum og velunnurum sem Hjúkrunarheimilið hefur eignast. Er óhætt að fullyrða að sjaldan hafi meiri fjöldi verið boðið til vigsluhátiðar hérlendis þvi þús- undir manna hafa lagt hönd á plóginn við fjársöfnun og sjálf- boðaliðastarf til þess að gera byggingu Hjúkrunarheimilisins að veruleika. Fyrsta skóflustungan að Hjúkr- unarheimilinu var tekin 26. jan. 1980, og siðan hefur verkið gengið samkvæmt áætlun allar götur siðan. Er stefnt að þvi að nýta aðstöðuna með dagvistun fyrir aldrað fólk sem býr i heima- húsum. Hjúkrúnarheimili aldraðra i Kópavogi er byggt fyrir frjáls framlög bæjarbúa i Kópavogi og annarra velunnara. Riki og bær hafa einnig iagt hönd á plóginn. Enn er ekki að fullu séð fyrir end- ann á fjármögnun þessara fram- kvæmda. Frambjóðendur ræða um kirkjuna í dag t dag 15. maí gengst Reykja- vikurprófastdæmi fyrir fundi með fulltrúum frambjóðenda við borgarstjórnarkosningarnar i vor. Munu oddvitar listanna flytja ávörp og siðan sitja fyrir svörum. Fundurinneropinnöllum þeim, sem hafa áhuga á stöðu kirkj- unnar i borginni og vilja fræðast um afstöðu frambjóðendanna til hins kirkjulega starfs og þeirra menningar- og lfknarmála, sem kirkjan telur miklu skipta. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis og verður i Safnaðarheimili Bústaðakirkju við Tunguveg, og eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fatlaðir boða fram- bjóðendur til fundar Nokkur félög fatlaðra hafa tekið sig saman um að boða fram- bjóðendur i komandi Borgar- stjórnarkosningum á sinn fund. Þar munu talsmenn allara flokk- anna halda stutta ræðu og sitja fyrir svörum um málefni fatl- aðra. Fundarstjóri verður Sigurður Magnússon, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. mai kl. 20.30 i Domus Medica við Egilsgötu. Þau félög sem standa að þessum fundi eru, Sjálfsbjörg, félag fatlaðra i Reykjavik og nágrenni, Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Félag heyrnarlausra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktar- félag vangefinna. Diskósönghópurinn „Verónika”. Gina og Gaby Kreuty, Lis'a og Mandred Köhler. „Veronica” syngur í Broadway í kvöld 1 kvöld troða upp i veitingahús- inu Broadway skemmtikraftar frá meginlandi Evrópu, söng- og danskvartettinn Veronica, sem syngur rokkað ,,popp-diskó”. Ekki er þó alveg rétt að hér sé eingönguum Evrópubúa að ræða, þvi að aðalsöngkonan er áströlsk (og auk þess góð söngkona). Restin er þýsk, einn karlmaður og systur tvær. I.Veronica” hefur átt nokkur lög á vinsældarlistum á megin- landinu og i Japan, og varð i öðru sæti i sönvakeppni sem haldin var i Hong Kong i fyrra. LmM . dier pepsi SYKURLAUST 1 1 MN VEGNA! Ertþúáréttrí tínu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.