Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.07.1982, Blaðsíða 9
Helgin 24.-25. júli 1982 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Tveir hárgreiöslumeistarar sem áöur hafa rekiö stofur sitt I hvoru lagi, hafa nú sameinast um stofu og fengiö til liös viö sig tvo snyrti- sérfræöinga. Þau hafa nú opnaö glæsilega stofu i Hótei Esju. Hár- greiöslumennirnir eru þeir Matti og Dúddi, sem klippt hafa og greitt mörgum bæjarbúanum undanfarin ár, en snyrtisérfræö- ingarnir heita Erla Gunnarsdóttir og Ólöf Wessman. Þjónusta stof- unnar veröur bæöi fyrir bæjarbúa og feröamenn, innlenda og er- lenda. Þá veröur sólbaösstofa og rakarastofa einnig á stofunni. Á myndinni sjást þau Eria, Ólöf, Dúddi og Matti. Sýning á Kjarvalsstöðum: Oft hefur ellin æskunnar not „Oft hefur ellin æskunnar not” er yfirskrift sýningar, sem stend- ur nú yfir á Kjarvalsstööum i til- efni árs aldraðra. Þar eru sýnd málverk, sem öll eru I naivist- iskum stil eftir ýmist lifendur eöa látna, en höfundar þeirra eiga það allir sammerkt, að hafa gripið i pensilinn á gamals aldri. Eins er sýnt handverk eftir aldrað fólk, útskuröur, saumur, prjónles, söölasmíöi og járn- smiöi, og eins og nærri má geta, kennir margra grasa á sýning- unni. Friðrik G. Friðriksson hjá Handmenntaskóla Islands fór viða um landið fyrir þessa sýningu og tók upp á myndsegul- band vinnubrögð og handverk margs aldraðs fólks, og afrakst- urinn af þvi varð þriggja klukku- stunda löng myndbandsdagskrá, sem sýnd er tvisvar á dag i fundarsal Kjarvalsstaða, meðan sýningin er opin. Er þar áreiðan- lega um að ræða ómetanlega heimild um handverk og hugvit þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa af sjónarsviðinu. Sýningin er haldin að tilstuðlan þingkjörinnar nefndar vegna árs aldraðra, en Friðrik á sæti i henni og öldrunarráðs Islands. Sýningin stendur til 8. ágúst n.k., og er aðgangur öllum heimill og ókeypis. Meðfylgjandi mynd tók — eik — á sýningunni. Friðrik bendir þar á mynd Stefáns frá Möörudal, sem var upptæk gerð á Lækjartorgi af lögreglunni fyrir ósiðsemi sakir. Nú er hún sem sagt orðin sýningargripur á Kjar- valsstööum — og af þvi tilefni og segja „oft hefur æskan ellinnar not”? ~ jsj Listveisla í Rauða húsinu 1 Rauða húsinu á Akureyri hefur staðið yfir eins konar list- veisla undanfarna daga. Hún byrjaði um siðustu helgi og stend- ur yfir i tiu daga. Er þar boðið upp á 21 atburð á þessum tima, myndlistarsýningar (ein á dag), performance, ljóðalestur, upp- lestur, fyrirlestra og fleira. 1 dag opnar Kristinn G. Harðarson myndlistarsýningu og stendur hún yfir frá kl. 16—20 eins og allar hinar. A morgun opnar Magnús Pálsson myndlistarsýningu (og lokar henni kl. 20). Gisli Ingvars- son verður með uppákomu i kvöld. Enginn veit nema hann upp á hvað verður komið. Annað kvöld les Bárður Halldórsson menntaskólakennari úr þýðingu sinni á Cicero og Guðbrandur Magnússon og Jón Laxdal lesa frumort ljóö. Haraldur Ingi Haraldsson er einn af aðstandendum Rauða hússins. Hvernig hefur aðsóknin verið? „Hún hefur verið nokkuð góð. Það hefur komið fyrir að fólk hefur þurft að snúa frá. Við erum ánægð með útkomuna. Það má einnig koma þvi að, að við erum búin að reka þetta hús i tvö ár, en menningarskribentarnir fyrir sunnan vita ekki ennþá af okkur. Við teljum okkur vera að gera hér merkilega hluti t.d. eru sýning- arnar hér langflestar orginal.” Listveislunni i Rauða húsinu lýkur á mánudag. TRK-91 40 E. Stereo ★ Hljómmikið útvarps- og kassettutæki ★ Losanlegir hátalarar 2x10 wött ★ Tveir innbyggðir stereo hljóðnemar Tengill fyrir plötuspilara ★ Gengur fyrir 220v og rafhlöðum Verðaðeins kr. 7900. Vilberg & Þorsteinn Laugavegi 80 sími 10259 og 12622 HONDA HUinTET Fullkominn fjölskyldubíll með breytilega flutningsmöguleika Framhjóladrif, 5-gíra eða sjálfskiptur, útvarp, klukka, snúningsmælir, útispegl- ar, hiti og þurrka afturrúðu, sjálfstæð fjöðrun MacPherson. Verð frá 144.500 — gengi 15/7 ’82. Sýningarbíll á staðnum HONDA á íslandi, Suðurlandsbraut 20, s. 38772.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.