Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fyrsta skipti sem Norski verkamannaf 1. tekur afstöðu gegn NATO í mikilsverðu máli Ekkert fé í eldflaugaáætlun NATO Stjórnarfundur í Norska verkainannaflokknum ákvað á laugardag að flokkurinn skyldi greiða atkvæði gegn því að norska ríkið tæki þátt í kostnaði við undirbúning að staðsetn- ingu 579 meðallangdrægra eld- flauga í Evrópu, en mál þetta verður lagt fyrir norska Stór- þingið nú í mánuðinum. Sem kunnugt er ákvað NATO í desember 1979 að komið skyldi upp 579 meðallangdrægum eld- flaugum í Evrópu á árinu 1983 nema samningar hefðu tekist um það í millitíðinni að Sovétríkin tækju niður sínar meðallangdrægu eldflaugar af gerðinni SS-20. Norski verkamannaflokkurinn var við völd í Noregi er þessi ákvörðun var tekin, og átti Thorv- ald Stoltenberg, þáverandi varn- armálaráðherra, aðild að þessari ákvörðun með samþykki ríkis- stjórnarinnar. Andstaða gegn kjarnorkueldflaugaáætlun NATO hefur hins vegar verið mikil innan Verkamannaflokksins og norsku verkalýðshreyfingarinnar, og það er undan þeim þrýstingi sem stjórn flokksins hefur nú látið með því að taka upp breytta stefnu á þeim forsendum að of lítið hafi miðað í afvopnunarviðræðum Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í Genf. Sú ákvörðun, sem lögð verður fyrir norska Stórþingið í mánuðin- um varðar fjárveitingu til undir- búnings á framkvæmd eldflaugaá- ætlunarinnar. Byggja þarf eld- flaugapalla, vegi og önnur mann- virki, og á hlutur Noregs í þeim framkvæmdum að verða 49 mill- jónir norskra króna. Þjóðviljinn hafði í gær samband við ritstjórnarfulltrúa Dagblaðsins í Osló. Hann sagði að þótt Verka- mannaflokkurinn hefði nú tekið af- stöðu gegn þessari fjárveitingu þýddi það ekki að hann hefði end- anlega tekið afstöðu gegn hinni svokölluðu „tvöföldu ákvörðun" NATO. Hins vegar er þetta í fyrsta skipti í .sögu Norska Verkamann- aflokksins að hann tekur afstöðu gegn NATO í meiri háttar máli, sagði ritstjórnarfulltrúinn. Þingmenn sósíalista munu einnig greiða atkvæði gegn fjárveiting- unni. Óvissa ríkir um þá þingmenn borgaraflokkanna, sem hafa lýst sig andvíga eldflaugaáætluninni, en ritstjórnarfulltrúi Dagblaðsins sagði að þeir þingmenn Kristilega þjóðarflokksins, sem hafa verið andvígir áætluninni, myndu ekki verða til þess að fella stjórnina. Taldi hann sennilegt að stjórn hægri flokksins myndi ná fram meirihluta fyrir fjárveitingunni. Það eru hins vegar söguleg tíð- indi að stjórn Norska verkamann- aflokksins hefur tekið afstöðu gegn NATO í mikilsverðu máli í fyrsta skipti. -ólg. Með látbragði er margt hægt að gefa í skyn Nýstárlegt námskeið Því er ekki að neita að þeir tilburðir, seni við sáunt í fund- arsal Norræna hússins sl. mán- udag komu okkur kynlega fyrir sjónir. Þar var þá að byrja þriggja daga námskeið fyrir talkennara, talmeinafræðinga og starfsfólk við stofnanir fyrir þroskahefta. í stuttu kaflihléi tókst okkur að ná tali af Friðrik Rúnari Guðmundssyni, tal- kennara við Heyrnar- og talmeinastöðina, en Friðrik er jafnframt formaður Félags ís- lenskra talkennara, - og inntum hann frétta af því, sem þarna færi fram. Við spurðum hann fyrst að því, hver tilgangurinn væri með námskeiðinu. - Tilgangurinn með námskeið- inu er að kynna möguleika á að nota táknmál heyrnarlausra til málörvunar hjá þroskaheftum og málfötluðum, sem hafa heyrn. Eru táknin, sem við getum sagt að tekin séu þannig að láni notuð til stuðn ings, jafnframt talinu. Látbragð er hluti af tjáningu og það kemur að gagni þeim, sem erfitt eiga með að tjá sig með orðum éinum. - Hverjir eru leiðbeinendur á námskeiðinu? -Leiðbeinendur eru þau Lars Nygaard og Maríana Bjerregaard frá Árósum. Þau byrjuðu með svona námskeið í Danmörku fyrir 12 árum og hafa eirinig haldið þau í Noregi. Þykja námskeiðin hafa gefið ágæta raun. Þetta er hinvegar f fyrsta sinn, sem slíkt námskeið er haldið hér á fslandi, - Hvað eru þátttakendur margir? - Þeir eru 65 og hvarvetna að af landinu, en nokkuð vantar á, að allir kæmust að, sem vildu. Til þess að fá meiri breidd í námskeiðið fengum við með okkur starfsfólk við stofnanir þroskaheftra og einn- ig foreldra. Ætlast er til að námskeiðinu ljúki á rriiðvikudaginn en á fimmtu- dag verður Nýgaard með fund íyrir starfsfólkið í öskjuhliðarskóla. Síðan verður opinn fundur hér í Norræna húsinu á fimmtu- dagaskvöld, til kynningar á þessari startsemi, og vonumst við til þess að ná þá til sem flestra þeirra for- sldra, sem þetta mál snertir. Sam- vinna við Þroskahjálp um þetta námskeið, hefur verið mjög góð og ánægjuleg í alla staði, sagði Friðrik og bætti því við, að mikill skortur væri á talkennurum hér á landi. Auðvitað kostar svonanámskeið töluvert en Félag tlugfreyja Svöl- urnar gengust fyrir því, að styrkur fékkst hjá Flugleiðum í formi eftir- gjafar á fargjöldum. Menntamála- ráðuneytið hefur og sýnt málinu skilning og greitt fyrir því, að unnt yrði að halda námskeiðið. Félag talkennara er aðeins árs- gamalt. Með þessu námskeiði hef- ur það fært sjálfu sér verðuga og viðeigandi afmælisgjöf, en þó eink- urn þeim, sem hjálpar þurfa við í þessum efnum. -mhg Tilboðum í Ikarus hafnað „Ég lýsti mig ósamþykka þeirri greinargerð sem stjórn SVR lét frá sér fara vegna tilboðanna í Ikarus, en samþykkti engu að síður að hafna öllum tilboðunum", sagði Adda Bára Sigfúsdóttir í gær, en borgarráð samþykkti á þriðjudag með öllum greiddum atkvæðum að hafna tilboðunum sem bárust. Adda sagði að tilboðin hefðu verið alltof lág og hefði það því jafngilt gjöf að taka þeim. Hins vegar gæti hún ekki samþykkt að þessir vagnar væru ekki nýtanlegir fyrir SVR og því hefði hún ekki greitt atkvæði þeirri tillögu Sjálf- stæðisflokksins, sent einnig var samþykkt í borgarráði, að finna skyldi önnur verkefni fyrir vagnana innan borgarkerfisins. Sú tillaga hlaut 3 atkvæði Sjálfstæðisflokks- ins. -ÁI Bókagjöf Borgarráð hefur samþykkt að gefa Blindrafélaginu þann bóka- kost og gagnakost Borgarbóka- safnsins sem notaður hefur verið við Blindrabókasafnið. Rennur þessi gjöf inn í Hljóðbókasafn ríkisins, sem stofnað var með sér- stökum lögum frá í vor, en borgin hafði áður rekið sérstaka þjónustu við blinda í Borgarbókasafninu. Lausar fH stöður l|í Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Heilsugæslu- stöðina að Asparfelli 12, Reykjavík. 1. Meinatæknir, hlutastaða. Laus nú þegar. 2. læknaritari, tvær hálfar stöður. Lausar frá 1. desember 1982 Upplýsingargefa hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinn- ar aó Asparfelli 12, daglega kl. 9-17, í síma 75100, og framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva í Reykjavík í síma 22400. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47, eigi síðar en 10. nóverpber 1982. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Heilsugæslustöðinni að Asparfelli 12. HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR VILTU TAKA ÞER TAK? VIÐ LEITUM AÐ FÓLKI MEÐ HUGMYNDIR Ef þú ert að'velta fyrir þér hug- mynd um smáiðnað eða skyldan rekstur geturðu sótt um þátttöku í verkefni um stofnun og þróun smá- fyrirtækja. Kannski viltu líka reyna nýjung- ar í rekstri, sem þegar er hafinn. Ekki er krafist sérstakrar þekking- ar eða reynslu, aðeins brennandi áhuga á að koma hug- myndum í framkvæmd. Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig, en veitum aðstoð við að meta möguleikana og koma þér I startholumar. Samstarfsnefnd um iðnráðgjöf i landshlutunum skipu- leggur verkefnið í umboði iðnaðarráðuneytisins og I sam- starfi við iðnráðgjafa í landshlutunum. Verkefnið er m.a. styrkt af Iðnþróunarsjóði, Iðnrekstrar- sjóði og Byggðasjóði. Það miðar að því að fjölga litlum fyrirtækjum, efla þau sem fyrir eru og auka þannig f jölbreytni i atvinnulifinu. ÞU VERÐUR AÐ LEGGJA HART AÐ ÞÉR Þetta er ekkert venjulegt námskeið: Þú leggur sjálfur til efniviðinn og það er frum- kvæði þitt og vinna sem ræður úrslitum um árangur- inn. Þú átt auðveldlega að geta sameinað þátttöku I verkefninu núverandi starfi, en gerðu ráð fyrir að mikið af frítíma þínum fari í verkefnið. Við hittumst á fjórum vinnufundum um helgar með um þriggja mánaða millibili. Þar verður unnið I hópum og leið- beinendur aðstoða þátttakendur við að meta hugmyndir þeirra og skipuleggja starfið stig af stigi. Milli vinnufundanna þarftu að gltma við verkefni sem öll tengjast hugmynd þinni um stofnun fyrirtækiseða nýbreytni í rekstri. Þátttakendur verða valdir úr hópi umsækjenda. Áður en valið fer fram færðu tækifæri til að gera grein fyrir hugmynd þinni og aðstæðum i viðtali. UPPLÝSINGAR GEFA: Halldór Ámason Vinnusími 91-42411 Heimasími 91 -37865 Þorsteinn Garðarsson Vinnusimi 99-1350 Heimasimi 99-3834 Theodór Blöndal Vinnusími 97-2300 Heimasími 97-2260 SAMSTARFSNEFND UM IÐNRÁÐGJÖF í LANDSHLUTUNUM. Iðntæknistofnun fslands, Vesturvör27,200 Kópavogur, sími 91-42411.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.