Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 30.10.1982, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÚÐVILJINN Helgin 30.-31. október 1982 hvihmyndir Þaö kom dálítið undarlegt fyrir mig í þessari viku, þegar ég ætlaöi að fara í bíó. Ég las bíósíðuna í blaðinu aftur og aftur en fann enga mynd sem mig langaði að sjá. Samt var þetta allsekki versta bíósíða sem ég hef séð, þarna voru m.a.s. myndirsem undir venjulegum kringumstæðum hefðu vakið áhuga minn - eða a.m.k. einhvern vott af forvitni. Undirvenjulegum kringumstæðum hefði ég sennilega tekið strætó uppí Breiðholt og séð Atlantic City. En kringumstæðurnar voru ekki venjulegar. Það var eitthvað að mér. myndum var ein sem ekki er bandarísk. Ein mynd - og ég var löngu búin að sjá hana og skrifa um hana. Frelsið Ég fór ósjálfrátt að hugsa um frelsið. Þetta frelsi sem við erum alltaf að hreykja okkur af. Val- frelsið. I hverju er það eiginlega fólgið? Hinn frjálsi neytandi getur farið út í búð og valið á milli 20 tegunda af grænum baunum. Þær eru kannski allar eins á bragðið, en það er ekki aðalatriðið. Áðalat- riðið er að þær í mismunandi umbúðum og framleiddar í ótal löndum og við getum valið sjálf. Hugsið ykkur það ramakvein sem yrði rekið upp ef aðeins fengist ein tegund afgrænum baunum. Hinum frjálsa neytanda fyndist áreiðan- lega illa að sér vegið. Lesendadálk- ar blaðanna myndu fyllast af bréfum frá hneyksluðu og sárreiðu fólki í austur- og vesturbæ. Fólk segði: það er bara einsog það séu ekki framleiddr grænar baunir nema á einunt stað í heiminum. Hvar er frelsið?Búum við í Sovét- ríkjunum eða hvað? Ogsvoframvegis. Aumingja fólkið. Það er einsog það haldi að hvergi séu framleiddar kvikmyndir nema í Bandaríkjunum. Búum við í Bandaríkjunum, eða hvað? Nœringar- skortur Ef einhver spyrði fólkið hvers- vegna það vill aðeins sjá bandarísk- ar kvikmyndir yrðu áreiðanlega margir til að svara eitthvað á þessa leið: þær eru bestar. En hvað er góð kvikmynd, og hvernig getum við dæmt ef við sjáum aldrei nema eina tegund? Svo haldið sé áfram með grænu baunirnar: hugsum okkur að aðeins ein tegund væri fáanleg og hefði svo verið í heilan mannsaldur, og svo segði einhver að það væri allt í lagi, því þetta væru bestu baunirnar í heimi. Hvernig gæti hann verið svona viss í sinni sök? Hvað er góð kvikmynd? Við þessari spurningu hljóta að vera til ótal svör, kannski höfum við öll, hvert og eitt okkar, fleiri en eitt svar á reiðum höndum. Því fjöl- breyttar og sveigjanlegri semvænt- ingar okkar eru, því beturerum við Bíómyndir og grœnar baunir 0\\et b\#ða*n»& s'She/uíSaðfóí?^0 alan heim, oq whnínarTe armesta mvnríf a ð,a aðs' Þetta árið VÞað ^afdaríkJu' S/a. ®J'rnd kl. 3.05, 7 BUd SJO, ’°8 11. '•*tl. ®®t»i muðl 15. Ég held það hafi verið ofnæmi. Ég gat ekki hugsað mér að sjá bandaríska kvikmynd. Mér fannst ég hafa fengið of stóran skammt af bandarískum kvikmyndum og ég vildi ekki meira. Ég vildi hvíla mig á þeim. Ég leitaði og leitaði að ein- hverju öðru, einhverju evrópsku og afslappandi, eða bara einhverju sem væri ööruvísi en þetta venju- lega. A Stór-Reykjavíkursvæðinu eru hvorki meira né rninna en 11 kvik- myndahús, þaraf þrjú með fleiri en einn sal. Þriðjudaginn 26. október var veriö aö sýna 22 kvikmyndir í þessum húsum. Af þessum 22 kvik- Það er svo undarlegt með hug- ntyndir manna um frelsið. Fólkið sem dásamar frelsið og metur það öllu ofar þegar grænar baunir og utanlandsferðir og annað slíkt er á dagskrá, það virðist ekkert kippa sér upp við ófrelsið í kvikmynda- málunum. Það kýs m.a.s. ófrelsið á því sviöi. Það bregst sárreitt við þá sjaldan sjónvarpið sýnir einhvern lit til að opna landsmönnum sýn í fleiri áttir en þessa einu, engilsax- nesku. Og séu bíóstjórarnir spurður hversvegna þeir sýni ekki kvikmyndir frá fleiri menningar- svæðum hafa þeir svar á reiðum höndum: Fólkið vill bandarískar myndir. í stakk búin til að njóta kvikmynda. Ef við förum að setja skilyrði - einsog t.d. að kvikmyndin verði að vera bandarísk til að okkur þyki hún góð - þá er eitthvað meira en lítið að. Þá erum við komin með alvar- leg sjúkdómseinkenni. Andlegan næringarskort á háu stigi. Kannski höfum við verið heilaþvegin. Að skapa smekk Þetta með kvikmyndasmekkinn er flókið mál. Frakkar eiga máltæki sent segir eitthvað á þá leið að menn deili ekki um smekksatriði, og það er ntikið til í því. Hinsvegar gleymist stundum, að smekkur er ekki meðfæddur heldur skapaður. Þetta vita þeir manna best sem stjórna tískunni. Og það má vel deila um það, hvernig tískunni er stjórnað, líka kvikmyndatískunni. Á okkar menningarsvæði flokkast kvikmyndir nefnilega undir tísku- vörur. Nú skulum við einbeita okkur að Bandaríkjunum. Þar í landi eru kvikmyndaframleiðendur iðnrek- endur. Því meiri peninga sem þeir leggja í að framleiða ákveðna vöru, því stærri er áhættan, og þeim mun meira fé þarf að verja til að auglýsa vöruna. Það er ekki nóg að setja kvikmyndina á markaðinn og láta áhorfendur um að vega hana og meta. Fyrst þarf að sannfæra vænt- anlega áhorfendur um ágæti vör- unnar. Hæfilega mörgum mánuð- um áður en kvikmyndin er sett á markað fer allt í gang: fataiðnaður- inn, leikfangaiðnaðurinn, auglýs- ingaiðnaðurinn, fjölmiðlarnir. Fyrir tilstilli fjölmiðlanna fylgist allur hinn vestræni heimur með gangi kvikmyndatökunnar. Menn fá upplýsingar um kostnaðinn við gerð myndarinnar og einkalíf leik- aranna og leikstjórans. Handritið er gefið út í vasabókarbroti með litmyndum úr kvikmyndinni. Tón- listin kemur á plötu. Þegar myndin keinur er eftir- væntingin orðin mátulega mikil. Allir sem vilja teljast gjaldgengir í samkvæmislífinu verða að sjá hana. Það skiptir í sjálfur sér litlu máli hvort hún er góð eða slæm. Iðnaðurinn er orðinn svo þróaður að tæknilegur ófullkomleiki þarf ekki að vera neitt vandamál. Myndir sem framleiddar eru á þennan hátt eru alltaf tæknilega pottþéttar. Og hitt er allt smekks atriði: hvort myndin hefur eitthvað fram að færa, hvort leikar- arnir eru góðir eða vondir og hvort leikstjórinn hafi fengið út úr þeim það sem hann sóttist eftir. Um allt þetta geta ntenn verið ósammála, en til þess verða þeir að sjá mynd- ina og borga sig inn í bíóið, sem er náttúrulega það eina sem skiptir framleiðandann einhverju máli. Mannréttindi Nú sjá allir í hendi sér að þetta á ekki aðeins við um bandarískar kvikmyndir, þótt þar sé iðnaðurinn þróaðastur og þangað sé upphafið að þessu öllu rakið. Um allan hinn vestræna heitn (og kannski víðar) er verið að stæla þetta mynstur. Við fengum m.a.s. svolitla skopstælingu á því hér heima á s.l. sumri. Persónulega finnst mér þetta leiðinlegt. Mérhundleiðistað búa við slíkt ófrelsi. Þessvegna gerði ég svolitla uppreisn á þriðju- dagskvöldið. Ég sat heima og horfði á Derrick. Hann er þó þýsk- ur, fjandakornið. Vitanlega eru til góðar banda- rískar kvikmyndir. Margar af mín- um uppáhaldskvikmyndum eru bandarfskar. En ég vil líka sjá myndir sem gerðar eru annarsstað- ar í heiminum. Það flokkast undir grundvallar mannréttindi. Ég ntundi jafnvel vilja vinna það til að fá aðeins eina tegund af grænum baunum úti í búð, ef ég gæti valið úr bíómyndum frá öllum heimsálf- um, án þess að þurfa að bíða eftir næstu Kvikmyndahátíð. 10% afsláttarkort Ákveöiö hefur veriö að gefa félags- mönnum Kaupfélags Hafnfirðinga kost á 10% afslætti út á afsláttarkort. Kortin gilda frá október til 18. desem- ber, eitt kort fyrir hvern mánuð. Nýir félagar fá einnig að njóta þessara viðskiptakjara. Hægt er að gerast félagsmaður í versl- unum og skrifstofu Kaupfélagsins á Strandgötu 28, Miðvangi og Garðaflöt Garðabæ. Með félagskveðju og þökkum góð við- skipti. Kaupfélag Hafnfirðinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.