Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Blaðsíða 15
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 List í Ljósaborg Fríða R. Sigvaldadóttir skrifar frá París París er mjúk borg. Hún er líka erfið borg þ.e.a.s. ef maður býr í henni. En þar sem hún er mjúk þá er hún líka listhneigð. Ég ætla ekki að fjalla um hversu listhneigð hún er eða tala um listastríðið milli Parísar og New York í gegnum árin, læt mér nægja að fullyrða að í dag er engin borg öðrum fremri á listasviðinu. Ég fór í Nútímalistasafnið núna fyrir jólin og skoðaði mjög fallegar ljósmyndir eftir banda- ríska ljósmyndarann Duane Michels. Sýrilng hans var opnuð 9. nóvember og lauk 9. janúar. Hér fer á eftir ágrip af ævi Duane og til- raunum hans í listsköpuninni. Hann er fæddur 1932, kominn af tékkneskum ættum. Duane stundaði háskólanám upp úr 1950 og fór í her- inn í Kóreustríðinu („erfiðustu ár ævi minnar" segir hann); fór í myndlistaskóla 1956 og 1958 fer hann að vinna hjá Time-Life, og ferðast til Rússlands á vegum tímaritsins. Duane tekur með sér í ferðina ljósmyndavél, sem hann fær lánaða, Argus C3, og tekur þar sínar fyrstur myndir. Reynslan úr þessari ferð breytir lífi hans gjörsamlega, hann gefur sig upp frá því að ljósmynduninni. í rússnesku myndunum koma eiginleikar hans fram, hinn nákvæmi einfaldleiki og vitundin fyrir um- hverfinu. „Umhverfið sem manneskjan lifir í skiptir meira máli en útlit hennar í gær eða í dag“ segir hann. A sjöunda áratugnum fara hans eigin myndir að vekja athygli, sérstaklega myndraðirnar (sequences), sem hann hefur orðið frægastur fyrir, en þær voru fyrst sýndar í Underground Gallery 1968. Þekktust þessara raða frá blóm- atímabilinu er vafalaust The Young Girl’s Dre- am, 5 myndir af nakinni konu sem sefur í sófa og dreymir mann sem snertir á henni vinstra brjóstið, og hverfur; síðasta myndin sýnir hana vera að vakna með höndina á vinstra brjóstinu, mjög svo hugljúf sería! Ein ástæðan fyrir áhuga Duane á myndröðum er viðleitni hans til að draga úr gildi augans í ljósmyndinni. „Stund- um finnst mér að fólk haldi að við ljósmyndar- arnir höfum bara augu í höfðinu, ekkert ann- að“, segir Duane. Það er atburðurinn og innri veruleiki myndarinnar sem skiptir hann mestu máli. Frá 1974 fer Duane að setja eigin texta inn á myndirnar, þar verður vart aukins félagslegs áhuga. Textarnir eru hráir og sjálfkvæmir á sinn Ijóðræna hátt. Nýlega er Duane svo farinn að mála á myndir sínar, með olíulitum. Og nokkrar nýjustu myndraðirnar eru beinlínis pólitískar, þær tjá áhyggjur hans gagnvart „öfgum siðgæðismeirihlutans" í Bandaríkjun- um. Duane segir að þessar ólíku stefnur hafi stundum valdið aðhlátri og andúð. Hann hefur svar til þeirra sem vilja halda fast í eitthvað. „Hið mikilvæga er að leitast við að upplifa bæði árangur og mistök. Andstæðan við það er hrörnun". Það þýðir ekki að lýsa ljósmyndum. Ég vona bara að Þjóðviljinn geti birt með orðum mín- um eitthvað af myndum Duanes. Michel Fouc- ault, franski heimspekingurinn, á í svipuðum erfiðleikum þegar hann verður að skrifa um ljósmyndir Duane Michels í sýningarskrána. Hann segir á einum stað: „Ég er ekki fær um að ræða myndir Duane Michels tæknilega. Þær snerta mig eins og við- burðir (experiences); viðburðir sem Duane kemur sjálfur af stað og sem renna til mín án þess að ég skilji hvernig, og annarra, að ég held. Þeir vekja ánægjukenndir, óróleika, og tilfinningar sem ég hef upplifað eða finnst að ég eigi eftir að upplifa, ég spyr mig hvort þær koma frá mér eða honum, á meðan ég veit að þær eru honum að þakka. „Ég er gjöf mín til þín“ segir Duane Michels. Duane er hlynntur þessum ólíku „viðburðum“. Hann segir enn- fremur: „Allt er viðfangsefni í ljósmyndum, einkum hið erfiða í lífi okkar: angistin, sorgir barnæskunnar, þrárnar, martraðirnar. Hlut- irnir sem maður sér ekki hafa mesta merkingu. Maður getur ekki ljósmyndað þetta, aðeins gefið það til kynna". Mér geðjast að þessum vinnubrögðum sem leiða ekki til listaverks, heldur opnast af því að þau eru viðburðir”. Tilvitnun lýkur í Foucault, en hann nefnir annan listamann til dæmis um þennan eigin- leika: René Magritte. Einn hluti sýningarinnar er einmitt helgaður Magritte, sem Duane heimsótti 1966. Gefin hefur verið út bók með þessum myndum en hún er mjög falleg og nauðsynleg þeim sem elska Magritte. Það er svo margt annað sem hægt væri að segja frá, eins og t.d. myndbandinu sem Nýlistasafnið lét gera um Duane, en ég læt þetta nægja og kveð ykkur. Bless Fríða. Myndaröðin „Draumurungu stúlkunnar" og þessi andlits- mynd afbelgíska súrrealistanum Rene Magritte voruásýningu ijósmyndarans Duane Michals á Nútímalistasafn- inuíParís, en sýningunni lauk 9. janúar sl. Draumur ungu stúlkunnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.