Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. janúar 1983 ! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Hér má sjá leifamar af Þórðarhúsi. Rishæð hússins barst með snjóflóðinu tugi metra niður hlíðina og með þvi Halldóra Þórðardóttir og dætur hennar tvær, þær Guðflnna Ólina og Ingibjörg Eygló. MæSguraar sluppu án stærri áverka. Ljósm eik. 10 mairns lentu í snjóflóðunum 19 hús uröu fyrir Qkpminrfi im Fjórir fórust og 19 hús urðu fyrir meiri eða minni skemmdum er tvö geysimikil krapaflóð féllu úr gili fyrir ofan Geirseyri á Patreksfirði um miðjan dag á laugardag. 25—30 manns hafa misst heimili sín. 3 íbúðarhús fóru algerlega með flóðinu og eru nú ekki annað en brak, en önnur hús ýmist fylltust af snjó og eru sum gerónýt eða urðu að hluta fyrir flóðinu. Enn önnur urðu fyrir vatns- og aurskemmdum. Þeir sem fórust voru mæðginin Valgerður Jónsdóttir 77 ára og Marteinn Ólafur Pétursson 41 árs, bæði til heimilis að Aðalstræti 79, en það hús fór algerlega, Sigur- björg Sigurðardóttir 58 ára, Brunnum 13, en hún var á gangi er flóðið varð, og Sigrún Guðbrands- dóttir 6 ára, til heimilis að Hjöllum 2, en það hús fylltist af snjó. Um 10 manns aðrir lentu í flóðunum og eru nokkrir slasaðir, m.a. kól einn dreng lítillega. Hrein mildi var að sumir þeirra björg- uðust. Þannig var t.d. um Halldóru Þórðardóttur og dætur hennar Guðfinnu Ólínu og Ingibjörgu Eygló að Aðalstræti 79a. Þær bár- ust með risi hússins nokkra tugi metra og alveg niður í fjöru en sluppu með skrekkinn og nokkur meiðsl. Kristján Pétursson var einnig uppi á lofti í húsinu númer 79 við Aðalstræti og slapp ó- meiddur með undursamlegum hætti en það hús fór með flóðinu og gjör- eyðilagðist. Rósamunda Hjartar- dóttir lenti í flóðinu er hún var á gangi og barst með því að slátur- húsdyrum og þrýstist inn um þær. Það varð henni til lífs. Glynnis Duffin frá Nýja Sjálandi í Krist- jánsborg, Aðalstræti 77, en það hús fylltist alveg af snjó, var af til- viljun stödd í því eina horni húss- ins, sem snjór þrengdi sér ekki al- veg inn í. Hún slapp. Þórdís Thor- oddsen, Aðalstræti 78, var að vinna í eldhúsi en brá sér frá inn í annað herbergi til að svara í síma. Á meðan skall flóðið á húsinu og fyllti eldhúsið af leðju. - Svona mætti lengi áfram telja. Blaðamaður og ljósmyndri Þjóðviljans komu á staðinn á sunn- udag og þá voru allir vinnufærir menn á Patreksfirði auk hjálpar- sveita frá Reykjavík og Tálknafirði að moka og hreinsa, en lfk 3ja af þeim sem fórust höfðu fundist um morguninn með aðstoð hunda. Hið fjórða hafði fundist strax eftir að flóðið féll. Haraldur Karlsson, formaður bj örgunarsveitar Slysavarnafélags- ins á Patreksfirði sagði, að mjög erfitt væri um vik því flóðið væri orðið hart eins og steypa eftir að vatnið í því hefði sjatnað. Hann varð sjálfur vitni að flóðinu og sagði að ekki hefði verið hægt að líkja því við neitt annað en jökul- ^aup. Þetta var svart vatnsflóð sem hjóp fram með jakaburði, grjóti og krapi. og amk. 3 talin ónýt Þau hús sem fóru alveg eru Aðal- stræti 79, 79a, og 101. Þau önnur sem skemmdust mikið eru Hlíðar- vegur 2 Hjallar 2, Brunnar 1 og 2, Áðalstræti 78, og Bræðraborg. Auk þess fóru fjárhús, nokkrir skúrar og 10-15 bílar. Björgunarsveitarmenn frá Reykjavík fóru seint á sunnudags- kvöld en í gær var flestum gefið frí úr vinnu á Patreksfirði til þess að þeir gætu unnið áfram við björgun- arstörf. Gfr. -v. Viðlagatrygging íslands_____________________ Bætir tjón á húseignum og innbúi Ljóst er að eignatjón í náttúru- hamförunum á Patreksfirði er gíf- urlegt og ekki fjarri að áætla að það nemi tugum miljóna króna. En hvað bæta tryggingarnar? Og hver er sj álfskuldaábyrgð þeirra sem fyrir tjóninu urðu? Ásgeir Ólafsson hjá Viðlaga- tryggingu íslands sagði að viðlaga- tryggingin greiddi tjón á hús- eignum og innbúi. Þó næði trygg- ingin ekki til innbús nema það væri brunatryggt ellegar húsráðandi hefði keypt sér heimilistryggingu. Þá væri sjálfskuldarábyrgð húsráð- anda 5% af tjónsupphæðinni, þó aldrei minni en 5000 kr. Viðlagatrygging íslands starfar- samkvæmt lögum no. 88 frá 1982, en fyrst voru sett lög um viðlaga- tryggingu árið 1975. Matsmenn Viðlagatryggingar ís- lands munu fara til Patreksfjarðar strax og veður leyfir og meta tjón það sem snjóflóðin ollu. Nú er lok- ið skráningu allra sem hafa orðið fyrir tjóni og munu þeir síðan fá bætur eftir mati með fyrrgreindum skilyrðum. Viðlagatryggingin nær ekki til tjóns á bifreiðum en fjölmargar skemmdust í hamförunum á Pat- reksfirði. Venjuleg skyldutrygging bifreiða greiðir ekki tjón af þessu tagi. Til þess þurfa bifreiðar að vera í kaskótryggingu. -v. Á þessum stöðum féllu snjófióðin á PatreksQörð: Fyrra flóðið féll eftir gili úr fjallinu Brellum um kl. hálftjögur á laugardag og varð þremur mönnum að bana. Síðara flóðið féll tveimur timum síðar eftir farvegi! Litladalsár. Kona sem vir á gangi I við ána lést.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.