Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fp$tudagur 25. febrúar 1983 VísU'ó^' iVóUMvAaí' Áætlaðar meðaltekjur 27 þús. krónur Meðaltekjur vísitölufjölskyldunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í febrúarmánuði verða um 27.000 krónur. Þá eru framtaldar tekjur þeirra, er þátt tóku í neyslukönnun Hagstofunnar 1978, framreiknaðar til dagsins í dag. Þetta er semsé áætluð tekjubreyting og því getur munað þarna einhverju - en tekjurnar eru hvorki mikið fyrir ofan þessa tölu né mikið undir henni. ✓ Ur neyslukönnun Hagstofunnar: Þessar upplýsingar komu fram hjá Jóhannesi Siggeirssyni, hag- fræðingi Alþýðusambands Is- lands, er við leituðum hjá honum upplýsinga um neyslukönnunina og ýmislegt fleira, sem dagblöðin hafa gert sér mat úr í sambandi við ummæli Sighvats Björgvins- sonar um að meðaltekjur fjöl- skyldna yrðu milli 32 og 35 þús- und krónur í mars, en þar vitnaði Sighvatur í umrædda neyslu- könnun. Jóhannes sagðist ekki kannast við þær tölur sem Sighvatur hefði látið frá sér fara. Hagstofan væri ekki búin að reikna allt dæmið varðandi neyslukönnunina og því væru tölurnar, sem hér væru nefndar, bráðabirgðatölur. - Hversu áreiðanleg er þessi könnun? '„Mér sýnist ekki vera nokkur ástæða til þess að draga niður- stöður hennar í efa. Könnunin fór þannig fram, að 176 fjöl- skyldur hér á höfuðborgarsvæð- inu og nokkrar á Akureyri, ísa- firði, í Neskaupstað, á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum héldu bú- reikning í 28 daga. Þetta voru fjöl- skyldur úr stétt launafólks og það var sett sú regla, að heimilisfaðir skyldi vera fæddur árið 1912 eða síðar og að ekki skyldu vera ung- lingar 18 ára og eldri á heimilinu. Þær niðurstöður, sem við feng- um frá þessum fjölskyldum, koma heim og saman við aðrar upplýsingar sem við höfum. Það má sem dæmi nefna, að skv. skattframtölum þeirra fjöl- skyldna, sem í neyslukönnuninni lentu, af höfuðborgarsvæðinu voru meðaltekjur þeirra árið 1978 5.545.000 krónur (gamlar). Tekjur allrar fjölskyldunnar og horft framhjá vinnutímanum segir Jóhannes Siggeirsson hagfræðingur ASÍ Meðaltekjur kvæntra karla á skattframtölum ársins 1978 á höf- uðborgarsvæðinu reyndust vera 5.507.000 - og var þá reynt að hafa þennan hóp karla sem líkast- an vísitöluhópnum, m.a. hvað snerti aldur. Þarna munar ekki miklu og bendir það til þess, að könnunin sé marktæk, einnig hvað tekjur varðar." - Nú eru ákaflega margir sem hrista höfuðið yfir þessari tölu - 27.000 krónur - og segjast ekki kannast við hana. Jóhannes Siggeirsson, hagfræð- ingur ASI „Já, ég hef heyrt þetta líka. En það verður að hafa þrennt í huga, þegar þessi könnun er skoðuð: I fyrsta lagi þá er þarna unt að ræða tekjur allrar fjölskyldunn- ar. Það er æ algengara, eins og menn þekkja, að giftar konur stundi launavinnu. 142 konur í þessum 176 fjölskyldum á höfuð- borgarsvæðinu reyndust vinna utan heimilis og þær öfluðu að meðaltali um 25 prósent tekn- anna, karlinn 67 prósenta og ann- að voru ýmsar tekjur, t.d. váxta- tekjur, tryggingabætur og fleira. Þetta eru því fjölskyldutekjur. I öðru lagi segir þessi tala okk- ur ekkert um það erfiði, sem oft liggur að baki. Vinnutíminn kem- ur ekki þarna inní, en við vitum að hann er oft óheyrilega langur hér á landi. Sömuleiðis kemur ekki fram hversu mikils er aflað út á bóhus, vaktavinnu eða þess háttar. Þetta þarf að hafa sterk- lega í huga. í þriðja lagi verður síðan að skoða dreifinguna, því meðaltöl ein og sér geta oft verið mjög vill- andi. Og tekjubilið reynist vera mjög mikið. Þannig myndu 18 prósent fjölskyldnanna hafa tekj- ur í hilinu 9-20.000 nú í febrúar og 17 prósent fjölskyldnanna myndu hafa yfir 35.000 kronur. Þarna munar feikilega miklu, og þetta þarf auðvitað að hafa einnig sterklega í huga.“ ast Minna í mat meira í bíla Hagstófan hefur ekki sent frá sér neyslukönnunina frá 1978 í fullbú- inni mynd. Það er enn verið að vinna úr könnuninni og því má segja að allar tölur sem sjást á prenti séu bráðabirgðatölur. En tölur eru það samt og þótt eitthvað kunni kannski að breytast er ekkert því til fyrirstöðu að gefa lesendum nokkra mynd af því fræga fyrirbæri - vísitölufjölskyldunni. Gegnumsneitt lítur hún þannig út: Hún er 3,66 einstaklingar að stærð (var 3,98 árið 1964), meðalaldur heimilisföður er 36 ár og heimilismóður 34 ár, býr í eigin húsnæði, á einn bíl (54 prósent fjöl- skyldna áttu bíl 1964) og tæplega þriðjungur slíkra fjölskyldna fór í orlof til útlanda. { töflunni hér meðfylgjandi getið þið síðan borið saman gamla vísitölugrunninn og þann nýja. Eitthvað kunna þessir útreikningar að breytast, en eftir mun standa að mestu breytingarnar munu hafa orðið á því hversu miklum mun minna fólk eyðir nú hlutfallslega af launum sínum í matvörur en árið 1964 og hversu miklum mun meira í eigin bifreið. ast. Áætlaður nýr grundvöllur Gildandi Nýr framfærsluvísitölu grunnur grunnur % % Matvörur 29,9 20,6 Drykkjarvörur og tóbak 6,2 5,3 Föt og skófatnaður 11,2 8,2 Hiti og rafmagn 3,8 4,9 Húsgögn o.fl 7,3 8,8 Heilsuvernd 2,0 1,9 Eigin bifreið 11,7 16,2 Aðrar ferðir 2,7 3,3 Tómstundir og menntun 10,0 Aðrar vörur og þjónusta 15,4 8,8 Félagsgjöld 1,0 Húsnæði 9,8 11,0 100,0 100,0 Biskup íslands um ofbeldismyndafrumvarpið: Hæpið að flokka ofbeldis- kvik- myndir undir list Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, hefur sent mennta- málanefnd neðri deildar Alþingis álit sitt á frumvarpi til laga um bann við ofbeldiskvikmynd- um, en formaður nefndarinnar, Ingólfur Guðnason, óskaði eftir því áliti. Eins og lesendur kannski muna liggur frumvarpið nú fyrir Alþingi, en í því segir m.a.: „Ofbeldiskvikmynd merkir í lögum þessum kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrottalegar drápsaðferðir. Bannið tekur ekki til kvik- mynda, þar sem sýning of- beldis telst eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis kvik- myndarinnar eða listræns giídis hennar." Það skal einnig tekið fram, að með orðinu kvikmynd í frum- varpinu er átt við myndefni hvort sem ætlað er til sýningar í kvik- myndahúsum, sjónvarpi eða öðr- um myndflutningstækum. En víkjum nú að bréfi biskups. Það hljóðar svo: Mér þykir vænt um að mega tjá mig um frumvarp það til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum, sem liggur fyrir Alþingi og menntamálanefnd neðri deildar hefur nú til umfjöllunar. Eg hefi lengi fundið til vegna þess skaða, sem slíkar myndir hafa gert þjóðinni og þá sérstak- lcga yngri kynslóðinni. Það er margsannað, að slíkar myndir hafa mjög neikvæð áhrif, og til þeirra má rekja margt, sem mið- ur fer í þjóðfélaginu. Kirkjuþing samþykkti 1976 svohljóðandi ályktun: „Kirkjuþing beinir þeirri ein- dregnu ósk til forráðamanna sjónvarpsins, að gjalda varhug við sýningum á sjónvarpsþáttum, Biskup íslands leggur til, að frumvarp til laga um bann við ofbeldiskvikmyndum verði samþykkt hið fyrsta á Alþingi. sem einkum eru uppbyggðir á of- beldishneigð og hvers kyns glæpastarfsemi“.- Mig langar til að gera hér eina athugasemd við frumvarpið. I 1. grein er talað um, að bann við slíkum myndum nái ekki til mynda, sem taldar eru hafa list- rænt gildi. Mér finnst hæpið, að ætla sér að flokka ofbeldiskvik- myndir undir hugtakið list. Sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs merkir orðið list: „sú íþrótt að búa til fagra hluti“. Hér er reyndar um afstætt hugtak að vilja knýja fram sýningar á of- bcldismyndum (vegna gróða- hagsmuna) á þeim forsendum, að um „list“ væri að ræða. Legg ég til, að síðasti liður setningar í 1. gr. „eða vegna listræns gildis hennar“ - verði felldur niður. ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.