Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983 bókmenntír Nýgræðingar í Ijóðagerð 1970-1981. Ljóðasafn. Eysteinn Þorvaidsson valdi efnið og annaðist útgáfuna. Iðunn 1983. í þessa bók hefur Eysteinn Þorvaldsson valið ljóð eftir 36 af þeim skáldum sem gerðu vart við sig á árunum 1970-81 og lætur hann með fylgja greinargerð góðan formála um helstu einkenni þessa unga skáldskapar. Þar kemur meðal annars fram, að á þessum árum hafi komið út um 160 ljóðabækur. Það gefur því auga leið að erfitt verður að fella reynsludóm um það, nýgræðingaskáldskap og þeirri ljóðagerð sem næst fór á undan, að ættjarðarkvæðinu með innvirðulegri náttúruinnlifun þess er hafnað. Það kemur fyrir að hreinleiki landsins er nefndur til að sveia með hans tilstilli mengun, túrisma, framkvæmdagl- eði. En það gerist ekki oft í þessu safni. Hinsvegar segir Einar Már Guðmundsson: ég er orðinn leiður á fegurðinni sólin vorið og jöklarnir rnega vera í friði og við vitum kannski ekki í svipinn hvað við eigum að gera við slík mannalæti. Getur þetta verið rétt? Einar Már gefur í sama Fuglinn áður hann flaug Ljóöagerö síöastliöins áratugar hvort „rétt“ er valið. Látum þau úrtaksmál kyrr liggja, en tökum þess heldur fram, að sú eru fyrst heildaráhrif af lestrinum að vel hafi til tekist í þeim skilningi, að til skila er haldið helstu sérkennum ungra Ijóðasmiða á okkar dögum. Möguleikar Ijóðsins Eins og flestar skáldakynslóðir aðrar fjallar þesi hér um Ijóðið sjálft og mögu- leika þess. Hægur vandi er að koma auga á að mörg Ijóðanna fylgja pólitískri og sið- ferðilegri hneigð, en það er mjög sjaldgæft reyndar, að skáldin vilji tryesta á það sem baráttuhvöt eins og Jón gerir Daníelsson, en hann vill ekki flúra ljóð sitt rósum eins og þar segir, heldur er betur með það farið á þennan hátt hér: Skyrpum því blóði drifnu í andlit kúgaranna Nei, sjaldgæft er að menn taki svo mikið upp í sig (enda ekki von). Kannski eru orðin „öll úr sér gengin/afgömul og innihaldslaus/af ofnotkun" eins og Guðbrandur Siglaugsson segir - og er þar með kominn furðu nálægt stjórnmála- umræðunni sem nú er verið að kjósa um. Oftar er reyndar efast um að Ijóð heyrist, kannski hverfur það bakvið „umferðargný og rokk/færibönd og sjónvarp...bíngó moggann" (Einar Ólafsson: „í dag er öld ljóðsins") - og er þetta reyndar eitt af mörg- um dæmum í bókinni um að „okkar“ verð- mætum er stillt upp öndvert fjársjóðum þeirra-sem stjórna þjóðfélaginu. Sigurður Pálsson er meðal þeirra sem heldur áfram með þetta þema með „jákvæðum" for- merkjum. Hann mælir sterklega með hring- ferð um vegi Ijóðsins, á þeim brautum erað finna þau undur og stórmerki sem senda menn burt úr helvíti neysluskyldunnar sljóleika rnargtuggunnar. Ljóðið sem undrið mikla er víðar á ferli, m.a. hjá Ólafi Hauki Símonarsyni sem kall- ar það „fuglinn áður hann flaug en eftir hann sat á greininni". Leiður á fegurðinni Nú vita þá allir menn, að hver kynslóð skálda byltist um undir þungu fargi sem fyrri skáldskapur leggur á hana og sprettur kannski af striti þessu fullur fjandskapur. Er nú langt síðan fráhvarf frá ríminu góða og stuðlanna þrískiptu grein var þægilegt og einfalt sérkenni „nútímaskáldskapar". Sú spenna er víst búin að tæma sínar rafhlöður. Það getur svo gerst, að „nýgræðingar" úrv- alsins rími af mikilli list og yfirsýn eins og Þórarinn Eldjárn. En fordæmi hans boðar varla afturhvarf til fyrri skáldskaparsiða - þeim mun síður sem kvæði hans freista les- anda til að halda, að erfitt muni það reynast ungum mönnum að taka upp' rímbandið, nema þeir glotti við tönn um leið. Líklega er sá mestur munur á Uppgjörið við arfinn, við hefðarinar göf- uga ok, kemur mjög skemmtilega fram í meðferð Antons Helga Jónssonar á Detti- fossi, einmitt því náttúruundri sem oftar en flest önnur hefur fengið þjóðskáld til að koma upp um sig. Antoni Helga er nokkuð í mun að niðurlægja þennan garp, taka hann ekki alltof hátíðlega. „Þú dettur enn- þá Dettifoss" segir hann virðingarlaust og stríðir honum á rafvæðingu landsins: „þú bíðir færis að rísa upp á háspennumöstrin/ og flýja til byggða". Óg áfram heldur hann. Náttúruundrið er niðurlægt með því að bera það saman við hvunndagslegustu óþægindi borgarlífs: Mig snertu önnur vatnsföll dýpra lekur krani draup mér fyrrurn andvökum. Skýring er svo borin fram á slíkri uppá- komu sem er svipuð og sú sem Einar Már Guðmundsson gefur: það má svosem skoða „víðfræg fjöll og ástsæla fossa" en „hugsun- ih rennur í farvegi upprunans - borgar- iðunnar". Það er ekki alltaf til að lítillækka undur landsins eða skopast að þeirri lyftingu sem þau hafa fengið í skáldskap að staðreyndum borgarhvunndags og náttúru er stefnt saman. Það fer líka talsvert fyrir því, að þeim sé samfylkt um þá von, að lífið sé skáldskaparlega vaxið þrátt fyrir allt. Eða eins og þegar regn, vatn og laufskrúð hafa gengið í svofelld sambönd hjá Birgi Svan Símonarsyni: í höfuðborginni hefur kornflexregnið stytt upp á gulu trópikanavatninu laufskrúð morgunblaðsins liœtt að bœrast. Slík „blanda á staðnum" er reyndar meira áberandi í úrvalinu en að reynt sé einvörðungu að byggja á staðreyndum mal- biksins og svo slángri og slettum kynslóðar- innar - eins og þegar Einar Már kveður þennan dans: byltingin er á bömmer og frelsið er bara flipp Enda kæmust menn varla langt á því. Strit, ást, konur Úrvalið bendir til þess að „starfsmálin" hafi verið miklu oftar á dagskrá hjá ljóði skýringu sem er nothæf að vissu marki: dýr og jurtir hef ég aðeins séð í frystihólfum stórverslana Svo illa er reyndar enginn á vegi staddur en það er sama: Ijóðaúrvalið minnir mjög rækilega á það að til er orðin skáldakynslóð sem á sér aðrar raetur en allar aðrar sem lifað hafa í landinu. Snorri, Hannes, Þor- steinn frá Hamri, Ólafur Jóhann - þeir hafa einatt gert náttúruna að sínu tungutaki og siðgæðislögmáli, en þeir sem síðar koma hrökkva frá, sumpart vegna þess að þessi skáld hafa gert margt stórvel, sumpart vegna þess að þeir eiga sér blátt áfram annan „reynsluheim". Dettifoss og kraninn Staðreyndir borgarinnar sækja svo fram eftir ljóðakortinu, en menn ættu þá ekki að gleyma því að þær gegna ekki sam hlutverki og staðreyndir náttúrunnar í ofboðlítið eldri skáldskap. Þessum staðreyndum er ekki hagrætt til að byggja upp óð um fegurð borgarinnar og mannvirkjanna eins og einu sinni var reynt, þegar vélin virtist enn gjald- geng sem samherji mannsins. Nei. Þær eru áminningar um veruleika sem er hvim- leiður og sálardrepandi: „raunveruleikinn/ er grá steypan/grátandi barn/rigning og blankheit...lykt af soðnu káli/og geðvont fólk í strætó" (Magnea Matthíasdóttir). Og værum við betur komin annarsstaðar- „Nóttin er fögur" segir í sama kvæði og nú var til vitnað. ljóðasmiðum sl. áratug en á næstliðnum tíma. Birgir Svan er manna duglegastur við að ganga ofan í lúkar og inn í frystihús og segir ýmislegt eftirminnilegt af því striti sem niðurlægir mannfólkið og af nöturlegum tómstundum þess. Skáldkonur leggja og ýmislegt gott til um það lífsstríð sem háð er í þvottahúsi, yfir uppvaski eða í bónusæði, og það er í þeirra kvæðum sem þessi spurn- ing er áleitnust: komumst við í annan stað? Konur eiga semsagt drjúgan þátt í félags- legu raunsæi þessa úrtaks. Auk þess taka þær ástamálin upp með látlausari og beinskeyttari hætti en karlskáld flest í sömu bók. En þeir þurfa kannski á hálfkæringi að halda til að yfirstíga feimnina við tilfinningamálin, eða þá að þeir vilja sveifla sér upp í listrænar stórýkjur til að sanna að Undrið mikla hafi gerst: nekt þín gerir augu mín „að byggilegum stjörnum" segir Ólafur Haukur Símonarson. Þeir og við Þegar lýst er dagsins önn, ömurleika færi- bandsins, leiðindum skólastofunnar, tóm- legu skemmtanalífi, frekjulátum auglýsingaheimsins, yfirgangi fjölmiðla, ást sem hverfur inn í fokheld stöðutákn - í öllum þessum dæmum liggur gagnrýnin af- staðaskáldanna í augum uppi. Hún smýgur inn í myndmálið og í beina dóma, hún segir: þetta eru þeirra verðmæti, ekki okkar. En það sem er okkar, þeas. skáldanna, er ekki nema sjaldan staðfest í uppreisn, þaðan af síður í hverhvöt. Hin pólitíska og siðferði- lega reiði er eins og dempuð, því skáldin lifa á efasemdartímum og margur hugsjónafáni hefui upplitast í veðrum sögunnar. Það kvað vera í gangi endurmat allra gilda, eina ferðina enn. Andstæðurnar milli þeirra sem ráða þjóðfélaginu og forgangsröðinni og þá meðreiðarsveina þeirra annarsvegar og skáldanna hinsvegar en fyrst og síðast fólgnar í þessari athöfn: orð eru fest á blað, menn yrkja. Og það er eins og menn vita, þessi athöfn er ekki arðbær í statistík, hún kann líka að gleymast á skemmtanatímum sem eiga sinn volduga frelsisdraum í tólf sjónvarpsrásum. Skáldin elska fólkið, von- andi - en það er svo eins víst að hugur fólksins sé annarsstaðar. Þetta er gömul saga en þó alltaf ný, eins og segir í ástar- kvæði eftir Heine - og það er eins og fyrri daginn, að þeim sem fyrir verður er þungt um hjartarætur... Árni Bergmann skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.