Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.09.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. september 1983 ÞJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Eramkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. . ____. Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. ■ Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsing.ar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Preint. Prentun: Blaðaprent h.f.; Ný samningasnara Enn á ný hefur Alusuisse tekist að flækja ríkisstjórn íslands í samningasnöru. Tvisvar áður hefur Jóhannes Nordal látið forstjóra Alusuisse snúa á sig í samning- um. í þriðja sinn kemur hann heim ásamt Guðmundi G. Þórarinssyni og Gunnari Schram og færir ríkis- stjórninni afarkosti. Deildarstjóri Alusuisse á íslandi, Ragnar Halldórs- son, tilkynnti þjóðinni fyrir helgi að umfjöllun ríkis- stjórnarinnar um þennan nýja samning væri í reynd bara formsatriði. Atburðarásin síðustu daga sýnir að hann hafði rétt fyrir sér. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins dinglar nú í samningasnöru sem forstjórar Alusuisse hafa ofið af mikilli kænsku. í fyrsta lagi hefur Alusuisse nú fengið fram fyrirheit um stækkun álversins og heimild til að selja helminginn í ÍSAL til að geta á ný stokkað upp lánafærslur sem voru orðnar Alusuisse sjálfu til mikils óhagræðis. Stækkunin og söluheimildin voru mesta kappsmál Alu- suisse og í þeim efnum náðu forstjórarnir í Zurich miklum árangri. í öðru lagi lætur Alusuisse í té minniháttar hækkun á rafmagninu og fær heimild til að taka þessabráðabirgða- hækkun alla til baka ef ekki nást á næsta ári samningar sem forstjórar Alusuisse geta sætt sig við. Eftirleikur- inn er því Alusuisse afar auðveldur. Þeir geta einfald- lega hótað því á næstu mánuðum að lækka rafmagnið aftur niður í 6.5 mills ef Nordal og ríkisstjórnin sam- þykkja ekki þau skilyrði sem Alusuisse kann að setja í næstu samningalotu. Þegar þær fréttir bárust í síðustu viku að rafmagnið til Alusuisse myndi hækka í 10 mills töldu allir íslendingar að náðst hefði óafturkallanlegur áfangi. Þegar Zúrich- fararnir koma heim kemur í ljós að Alusuisse getur strax á næsta ári lækkað rafmagnið aftur í 6.5 mills. Þótt Viðreisnarstjórnin og ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins 1974-1978 eigi marga afleiki í samningum við Alusuisse þá skarar þessi afleikur fram úr þeim öllum. Hann er hvað hagsmuni íslands snertir hrópleg heimska. En hins vegar gull- trygging fyrir Alusuisse. í þriðja lagi er hin tímabundna hækkun rafmagnsins j mun minni en efni stóðu til. Eins og leiðarahöfundur i DV hefur bent á hefði verið hægt að una hækkun í 9-10 | mills meðan álverð í heiminum var í algeru lágmarki. I Nú hefur það hins vegar hækkað úr 48 centum á pund í ! 76 cent. Þess vegna er það rétt hjá DV að upphafshækk- unin nú hefði átt að vera a.m.k. 13 mills. Ríkisstjórnin sættir sig hins vegar við hækkun sem nær ekki einu sinni 10 mills og lætur svo til viðbótar niðurlægja sig með ákvæði um að Alusuisse geti einnig kippt þessari hækk- un til baka og búið við lok ársins 1984 aftur við hneykslisverðið 6.5 mills. i í fjórða lagi er svo búið til flókið kerfi til að fjalla um ágreiningsefnin frá fyrri árum. Alusuisse fær rétt til að hafa sína eigin fulltrúa jafnréttháa við þau umfjöllunar- borð og fulltrúa íslensku ríkisstjórnarinnar. Það eru greinilega engin takmörk fyrir því hve langt ríkisstjórn- in er reiðubúin að ganga til að þjóna óskum hins er- lenda auðhrings. Fullveldisrétti íslensku þjóðarinnar er ýtt til hliðar og Alusuisse gert jafn hátt undir höfði og íslenska ríkinu. Lánleysi íslendinga í samningum við Alusuisse ætlar greinilega að verða samfelld sorgarsaga. Ríkisstjórnin hefur á fáeinum mánuðum fórnað sterkri stöðu. ór klippt Lokað fyrir Svarthöföi í DV er hrifinn af stjórnmálafréttariturum Morg- unblaðsins og Tímans sem fyrir helgi reyndu eins og borvélar að gera gatasigti úr stjórnarand- stöðunni. Aðrir töldu að um of- slátrun hefði verið að ræða, eða það sem Ameríkumenn kalla „overkill“. í sjónvarpsþætti þess- um var um það spurt hversvegna stjórnarandstaðan hefði haft svo hægt um sig í sumar. Svörin voru á þá lund að ekki hefði verið hægt um vik, þingið lokað og ríkisfjöl- miðlar ekki gert sér far um að leita eftir afstöðu fulltrúa stjórn- arandstöðuflokkanna. Er þá ekki annað eftir en samtöl við fólk og greinar í blöð, sem þó nokkrar hafa sést, ekki síst eftir forystu- menn Alþýðubandalagsins. Og raunar gefur Svarthöfði í DV oss þessa viðurkenningu: „Aftur á móti er stjórnarandstaðan skipu- legust í Alþýðubandalaginu eins og sést á Þjóðviljanum..." En þegar þingið er lokað og ríkisfjölmiðlar áhugalitlir um að auðvelda stjórnarandstöðunni að rækja lýðræðisskyldur sínar er ekki í mörg hús að venda. Alþingi götunnar er þó tekið til starfa, eins og Svavar Gestsson benti á, og má segja að þó stjórnarand- stöðunáttúran sé lamin með lurk þá leitar hún út um síðir. Svo lýðræðislega þenkjandi eru fs- lendingar þrátt fyrir allt. Ofslátrun Miklar framfarir hafa orðið í fréttamennsku ríkisfjölmiðlanna á síðustu árum. Kvöldfréttir út- varps eru t.a.m. oft á tíðum bæði fjölbreyttar og hressilegar. Fyrir nokkrum misserum var tekinn upp sá háttur að elta mál uppi með því að velta þeim úr einum fréttatíma í annan, og láta menn „kommentera" til skiptis á deilu- mál. Þetta vinnulag smitaði út frá sér í sjónvarpið. Og með þessum hætti sluppu fréttamenn undan ásökunum um varðhunds- eða línuvarðarhlutverk, en voru eðli- legur tengiliður, og hlustendur fengu viðhorf deiluaðila milli- liðalaust. Linnulausar skammir í Mogga og DV hafa greinilega haft nokk- ur áhrif á fréttastofur ríkisfjöl- miðla. í það minnsta brá svo við að eftir valdatöku ' núverandi ríkisstjórnar hafa verið teknir upp nýir hættir þar á bæ. í staðinn fyrir krítíska afstöðu, sem alltaf er holl, því að opinber lýgi er ekk- ert betri en hver önnur, og í stað- inn fyrir samspil sjónarmiða í stjórnmálum, jaðrar frétta- flutningurinn á stundum við það að stjórnin sé á eintali við þjóðina gegnum ríkisfjölmiðlana. Eðli málsins samkvæmt hljóta ráðherrar á hverjum tíma að hafa betri aðstöðu en aðrir til þess að kynna mál sem til ákvörðunar eru, en fyrr má nú rota en of- slátra. Ekki fylgt eftir Slíkri gagnrýni eiga jað sjálf- sögðu að fylgja dæmi ef hún á að teljast marktæk. Tökum þá fyrst húsnæðismálin þar sem gengið hefur á með yfirlýsingum, annað- hvort frá ráðherrum beint, eða með því að haft er eftir þeim upp úr stjórnarblöðunum. Út og suður hafa Framsóknarráðherr- arnir fimbulfambað um þessi mál í ríkisfjölmiðlunum án þess að vera nokkurntíma spurðir hvar þeir ætli og hvernig að afla fjár til úrbóta. í þessu máli hefur þó ríkisstjórnin mótpól sem eru áhugamenn um úrbætur í hús- næðismálum og er það vel. En þá kemur að dæmigerðu ráðherramáli sem er blessuð vís- italan, sem fer lækkandi. Ekki fékk Matthías Á. Mathíesen eina spurningu um það hvernig stæði á því að tekið væri að hægja á hækkun framfærslukostnaðar. Það er bara árangur, en ekki ár- angur af því að kaupið hefur ver- ið lækkað um þriðjung ef dæma á af fréttum ríkisfjölmiðlanna. Úr fréttum gærdagsins má svo taka það að aðalfrétt í morgunfrétta- tímum voru glefsur.upp úr stjórn- arblöðunum um innihald samn- ingsins við Alusuisse, en ekki var minnst einu orði á þá frétt Þjóð- viljans, að raforkuverðið myndi lækka aftur í 6.5 mills á næsta ári næðust ekki samningar þá. Það var þó frétt, en hitt mest gamlar lummur. Hið sama var upp á teningnum í hádegisfréttum þegar Rafn Jónsson las textann frá ríkis- stjórninni um niðurstöðu álvið- ræðna og þetta meginatriði kom fram í síðustu aukasetningu. Ráðherra flakar Til þess að leggjá lot meö lasti verður að viðurkenna að sú ný- breytni að fylgja ráðherrum eftir á vinnustaðafundi er góðra gj alda verð, og var gaman að sjá Hall- dór Ásgrímsson flaka. Vonandi verður framhald á þessu og ekki við sjónvarpið að sakast þó það hafi ekki vitað af vinnustaða- fundum Svavars Gestssonar á Norðurlandi, Hjörleifs og Helga á Austurlandi og Kjartans Jó- hannssonar á Suðurnesjum. Og dekkun ríkisfjölmiðlanna á friðarvikunni var til muna fyrirferðarmeiri en í Tíma, Mogga og DV, þar sem mest bar á vandræðalegri þögn. Sjálfum sér ósamkvœmir Það á að vera sama hvort á fréttastofum sjónvarps og út- varps eru fleiri eða færri tengdir ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ef á að meta störf þeirra sem þar starfa af sanngirni hlýtur að vera tekið mið af þeim reglum sem þeim eru settar og innbyrðis í samræmi í aðferðum og vinnu- brögðum. Það er alveg ljóst eftir þetta sumar, að gagnrýni fulltrúa stjórnarandstöðunnar á ríkis- fjölmiðlana er réttmæt. Fréttastofurnar hafa brugðið út af sínum eigin venjum og vinnur- eglum með þeim afleiðingum að stjórnarandstöðunni hefur verið gert erfiðara um vik en áður að gegna lýðræðisskyldum sínum. -ekh Fagnaðarerindið Það gekk mikið á hjá stjórnmálafréttariturum stjórn- arblaðanna, þegar þeir hugðust taka leiðtoga stjórnarandstöð- unnar á hné sér í sjónvarpi á dögunum, eins og við greindum frá hér á síðunni í gær. Sömu fréttaskörungar mættu vopnaðir pennum og segulbandstækjum um hádegisbil í gær í iðnaðar- ráðuneytið til að taka við boð- skap iðnaðarráðherra og álvið- ræðunefndar um fagnaðarerindið frá Zúrich. Öðrum frétta- mönnum til mikilla vonbrigða heyrðist lítið í umræddum stjórnmálafréttariturum ,á fund- inum. í stað þeirrar ákefðar sem einkenndi markvissar og rökvísar fyrirspurnir í sjónvarpssal talaði þögnin ein við skrifborð ráð- herrans. Tækin góðu sáu um að nema dásemdarlýsingar ráða manna á guðspjallinu frá Zúrich sem við fáum síðan að lesa með stóru letri í stjórnarblöðunum í dag. Hver var að tala um upplýsandi og hlutlægt frétta- mat??? Jábrœður í kór Það var ekki síður fróðlegt að fylgjast með hvernig iðnaðarráð- herra og fyrrum forstjóri Fram- kvæmdastofnunar og formaöur Álviðræðunefndar, formaður stjórnar Landsvirkjunar og Seðlabankastjóri tóku innilega undir orð hvors annars á um- ræddum fréttamannafundi. Að- rir álviðræðumenn kinkuðu síðan kolli þegar við átti. „Mikill á- fangi", „Verðmætur áfangi“, „Ú- trúlegt afrek“, „Mikilvægt skref“, „Gott frumskref“, eru dæmi um nokkrar þær yfirlýsing- ar sem hrutu af vörum ráðherra um innihald guðspjallsins frá Zúrich og formaðurinn kinkaði kolli og síðan lærisveinarnir. Það vantaði bara að forstjóri Álvers- ins væri á fundinum til að kinka kolli til að fullkomna leikinn. Hann hefur því miður fulla ást- æðu til að kinka góðlátlega kolli með félögum sínum í Zúrich. ______________- Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.