Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 24.-25. desember 1983 f ram 09 í blokk einni bjuggu 88 krakkar. Dag nokkurn fengu allir krakkarnir skyr í eftirmat, en þau höfðu áður borðað svo mikið af saltfiski að þau settu allt skyrið út á svalir fyrir jólasveinana. Skyrgámur rann fljótt á lyktina. Hann skaust með allt skyrið inn í göng, sem voru grafín inh í hól þar rétt hjá. Stúfur greyið rataði ekkert í þessum göngum, en hann iangaði ofsa mikið að fá smá skyr, bara smá... Viljið þið hjálpa honum til að fínna réttu göngin? V —z—1 [ Vorul: srf M/, /UUSG. JóLa- Kveöj A ÍLÁT LAMO 6ÚA TÍL- FoT MÍLL) 6RETL. T!L * /1 a æt Fluttíh \ V 1 FoRSCTi ISWKDS ) þýskA LANDS V EKKÍ SLÆMT RiSPA KANWSlý J 3 £ 5 s T 'o R A N s 0 P A ÚÞ , nóri /ÍAtAMA AIO/MMU FÆ.RA SAVULJ VAKtJA SKRlFAR Ætiss KULOA r Ris! - s 7 ú L K A SKEÍO - fyja OKAUCUR £KKl SÆT L^ÖS HEÍMSÍHS ÓHRÆSÍ — f? E T T FERÐ U ÓSKRA AR- ÚUNDRUe P Að búa til spil Á flestum heimilum er allt fullt af stórum pappakössum eftir jólin. Kassar undan stórum gjöfum sem enginn tímir að henda en eru samt ekki til neins. Klipptu nú eina hlið úr svona kassa og búðu til spil. Kóngsdótturspilið. Teiknaðu krókótta leið um allt spjaldið með 80 reitum. Svo skreytir þú þaðiiuðvit- að með teikningum og úrklippum sem passa við spilið. Spilið byggist svo á því að kasta teningum og reyna að vera fyrgtur í mark. Markið er að geta leyst allar þrautirnar og fá að giftast kóngsdótturinni. Númerin sem kom hér á eftir skuluð þið lita í sérstökum lit, því þá koma einhverjar þrautir, sem þarf að leysa til að geta haldið áfram. Númer 1: Þú ert fátækur fiskimannssonur sem þarf að draga fram lífið á trosi. Bíddu hér meðan faðir þinn veiðir í soðið. Eina umferð. Númer 3: Kóngsdóttirin í ríkinu vill eng- um giftast nema hann geti leyst 3 mjög erf- iðar þrautir. Þú vilt reyna en kemst ekki af stað. Bíddu eina umferð. Númer 5: Þú laumast út að næturlagi og rænir reiðhesti riddarans. Þú kemst 6 reiti áfram. Númer 7: Á leiðinni hittir þú önd, sem er föst í neti. Þú hjálpar henni til að losna og hún ætlar að hjálpa þér seinna. 2 reiti aftur á bak. Númer 11: Þú verður fyrir stríðni á þjóð- veginum og neyðist til að fara krókaleið. Bíddu eina umferð. Númer 13: Krókaleiðin var þá ekki svo slæm, því þar hittir þú skraddara, sem saumar þér ný föt. En þú verður að fara á veiðar fyrir hann á meðan. 3 reiti aftur á bak. Númer 17: Þú þeysir af stað í nýju fötun- um með pokann úttroðinn af nesti. Ferðin gengur vel og þú kemur í kóngsgarð. 5 reiti áfram. Númer 19: Þar er allt fullt af mönnum sem eru komnir til að freista gæfunnar. Þú reynir að troða þér fremstur í röðina, en lendir í slagsmálum. Kjáninn. Bíddu tvær umferðir. Númer 23: Þú kemst loksins að og kóngs- dóttirin segir þér fyrstu þrautina. Þú átt að klifra upp á hæsta fjallið og sækja egg frá stærsta fugli í heimi, sem á þar hreiður. 2' reiti áfram. Númer 29: Eftir langa og stranga göngu kemur þú loksins að fjallinu. Það er allt klettótt og mjög erfitt að finna leiðina upp. Farðu 4 reiti aftur á bak. Númer 31. Á leið þinni hittir þú snák, sem engist og snýst undir trjágrein. Þú ert dauðhræddur við snákinn, en bjargar hon- um samt. Hann löfar að hjálpa þér seinna. Bíddu eina umferð. Númer 37: „Það vildi ég að ég gæti flogið", segir þú á leið upp fjallið. Og það er sem við mannipn mælt. Ándahópur kemur fljúgandi og ber þig alla leið upp í einu vetfangi. 7 reiti áfram. Númcr 41: Næsta þraut er öllu erfiðari. Þú átt að finna gullið, sem dvergarnir stálu og færa það heim í höllina. Þeir fóru með það inn í dimm og þröng göng, sem þú getur alls ekki komist inn í. Nú skaltu bíða eina umferð og hugsa málið. Númer 47: Þú gengur af stað í áttina að göngum dverganna. Á leiðinni sérðu fisk, sem skolað hefur á land í óveðri. Þú hjálpar honum út í hafið aftur. Tvo reiti aftur á bak. Númer 53: Þar sem þú situr hugsandi við dvergaholuna eftir að hafa reynt árangurs- laust að fá þá til að færa þér gullið, þá heyrist allt í einu hvæsandi hljóð og þú stekkur á fætur. Þar er þá snákurinn vinur þinn kominn með gullið. Hann vissi um bakdyr inn í göngin og gat tekið gullið á meðan þú reifst við dvergana. 6 reiti áfram. Númer 59: Kóngsdóttirin verður hirpin- lifandi að fá gullið. Það á að nota það til að skreyta vagninn hennar, en þú færð hana til að senda það heim í þorpið þitt, svo fiski- mennirnir geti smíðað sér betri báta. Þetta var mjög erfitt og tímafrekt. 5 reiti aftur á bak. Númer 61: Næsta þraut er líklega ófram- kvæmanleg. Kóngsdóttirin vill fá fallegustu skelina í sjónum. Hvar er hún? Bíddu tvær umferðir. Númer 61. Þú ert orðinn mjög þreyttur og vilt helst hætta við allt saman. Þú kemur að bóndabæ, þar sem þú getur fengið vinnu og haft nóg að bíta og brenna. Þú ræður þig til 3 mánaða og nýtur þess að vera laus úr ævintýru'm í bili. 7 reiti aftur á bak. Númer 67: Þú heldur nú samt aftur af stað til að leita skeljarinnar. Þegar þú kem- ur að hafinu, kemur fiskurinn sem þú hjálp- aðir, kvartar undan því að hafa þurft að bíða lengi og gefur þér fallegustu skel sem þú hefur nokkurn tíma séð. 5 reiti áfram. Númer 77: Á leiðinni ræðst á þig hópur ræningja og í átökunum brotnar skelin. Þú verður að byrja að leita aftur. Farðu til baka á reit 30. Númer 80: Þú kemur heim í kóngshöllina með skelina fögru. Þú giftist auðvitað kóngsdótturinni og átt með henni yndislega ævi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.