Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Svívirtir áhorfendur Búnaðarbankamótið verður væntanlega haldið í Hollywood Hugsanlegt er að veitingastaður- inn Hollywood verði vettvangur al- þjóðlegs skákmóts Búnaðarbank- ans sem hefst á undan Reykjavíkur- skákmótinu. Mót Búnaðarbankans hefst um mánaðamótin janúar/ febrúar og verða þátttakendur 12 talsins þar af 5 útlendingar. Meðal þeirra sem rætt hefur verið við um þátttöku eru stórmeistararnir Hort, Sax og Nunn, sem allir eru meðal þeirra fremstu í skákheimin- um í dag. ur upp kollinum hjá undirbúnings- nefnd mótsins, en hana skipa þeir Margeir Pétursson alþjóölegur meistari og Leifur Jósteinsson skákmeistari og starfsmaður Bún- aðarbankans. Kassetta frá ísafirði Fimmtudaginn 29. desember kl. 20.00 frumsýnir Stúdentaleikhúsið í Tjarnabæ leikverkið „Svívirtir áhorfendur“ (Publikums beschim- pfung) eftir Peter Handke. Leik- stjóri er Kristín Jóhannesdóttir og þýðingu annaðist Bergljót Krist- jánsdóttir. Peter Handke er rúmlega fer- tugur Austurríkismaður og hefur vakið mikla athygli sem rithöfund- ur, ljóð- og leikritaskáld. „Svívirtir áhorfendur" var frumsýnt í Berlín 1966 og vakti stórkostlegt umtal og jafnvel hneyksli. í sýningu Stúdentaleikhússins koma fram fjórir leikarar, Andrés Sigurvinsson, Edda Arnljótsdóttir, Soffía Karlsdóttir og Stefán Jóns- son. Leikmynd og búninga gerðu Haraldur Jónsson, Kristín Jóhann- esdóttir, Ástríður Helga Ingólfs- dóttir, Halla Helgadóttir ög Magn- ús Loftsson. Lýsing er í höndum Egils Árnasonar og hljóð annast Sveinn Ólafsson. Önnur sýning á „Svívirtir áhorf- endur“ verður föstudaginn 30. des- ember kl. 20.00. Miðapantanir eru í síma 17017 og 22590. Á þeim tíma sem mótið verður haldið eru flestir samkomusalir í höfuðborginni uppteknir að meira eða minna leyti og hefur af þeim sökum reynst erfitt að finna hent- ugan keppnisstað. Rætt hefur verið um að halda mótið í Tjarnarbúð, Oddfellow-húsinu eða Snorrabúð. Skemmtistaðurinn Hollywood er nýjasta hugmyndin sem skotið hef- ísfirska útgáfufyrirtækið „Isa- fjörður uber alles" hefur gefið út kassettuna ísfirskar nýbylgju- grúbbur (dauðar og lifandi). Þar er að finna verk sjö ísfirskra nýbylgju- hljómsveita en þær eru: Andstæða, Allsherjarfrík, Tilviljun, Haltu- kjafti, Þras, Tilbrigði og Skröltið. Kassettan er seld í Gramminu og Gallerí Lækjartorgi í Reykjavík. Þú getur .orðið cinn af ymiungs- liöfkim á næstaárl En til þess að það geti gerst þarftu að eiga miða. Hann kostar 100 kr. á mánuði. Eigir þú miða getur allt gerst. — það er bara spuming um heppni þína hvort og hvenær þú hlýtur vinning. Nú er hæsti vinningur 1 milljón. Hvemig væri að slást í hópinn. Yið drögum þann 10. janúar. Happdrætti SIBS1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.