Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. desember 1983 Sveinbjörn Jónsson frá SúgandafirÖi skrifar: Landeyðingarstefnan Úr dreifbýlisins draumastélum dregnar skulu fjaðrir allar. Rœna oss með reiknivélum Reykjavíkur kerfiskallar. Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað mikil byggöaröskun á íslandi. Segja má að upphaf þess- arar uggvænlegu þróunar sé hægt að rekja til þess að íslendingar völdu sér þingstað í Reykjavík. Ef menn vilja skilja þessa skoðun verða menn að þekkja Párkinsons- lögmálið svokallað en það er á þessa leið: „Alltaf mun verða not- aður allur tími sem fáanlegur er til að ljúka ákveðnu verki“. Það er mín skoðun að lögmálið gildi ekki aðeins um tíma heldur einnig um alla aðra þætti framkvæmdar t.d. fjármagn, húspláss, tæki og fjölda starfsfólks. Auk þess er gott að hafa í huga að kerfisleg uppbygging allra framkvæmda á íslandi fer eftir hinni svonefndu pýramída-lögun. Ef menn líta á það sem sjálfsagð- an hlut, sem margir gera, að fólk miði sig hvort við annað í húsa-, bíla- og húsbúnaðareign verða þeir líka að viðurkenna að svipaðar kenndir kunni að búa í brjóstum þeirra sem sitja á oddum pýramíd- anna, enda gleyma þeir oftast fljótt til hvers apparötin voru búin til og allur krafturinn fer í að auka öll ytri táknin sem sýna mikilvægi þeirra. Sú staðreynd að oddar flestra pýra- mída í íslensku þjóðfélagi eru stað- settir á sama stað hefur valdið slíkri byggðaröskun að ekki er til hlut- fallsleg hliðstæða í veröldinni nema á styrjaldarsvæðum. Eitt af því sem olli því að þetta gat gerst er að stjórnmálaflokkarn- ir hafa í allt of litlum mæli verið tilbúnir að vinna á móti áhrifum markaðslögmálanna, enda slíkt andstætt stefnum sumra þeirra. Stór markaður sem myndaðist vegna staðsetningar þungamiðju kerfisins býður upp á fjölbreyttari og ódýrari vöru og þjónustu en annars staðar er hægt að bjóða nema að taka um það pólitískar á- kvarðanirsem oftmundu veraand- stæðar skyndihagsmunum mark- aðsins. Pví streymir nú fólkið til höfuðborgarinnar eins og fé af fjalli til slátrunar. Eins og ég sagði í upphafi er ríkisbáknið upprunalegur söku- dólgur þessarar þróunar. Upphaf pýramída er oftast á þessa leið: Ai- þingi íslendinga skipar nefnd „sér- fræðinga" til að kanna hvort og hvernig hægt sé að vinna að máli, hvert oftast er mjög þarft. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ráða þurfi starfsmann, oftast úr nefnd- inni, og útvega honum starfsað- stöðu. Nú er boltinn farinn að velta og hlaða utan á sig. Duglegur mað- ur er fljótur að auka mikilvægi sitt og pýramídinn stækkar og stækkar um leið og upprunalegu verkefni er sinnt verr og verr. Við höfum nú hér á landi 13 ráðuneyti, öll í Reykjavík. Á toppum þessara pýramída sitja menn sem falla vel að framansögðu, enda hefur þeim tekist að hrúga upp slíku kerfis- bákni, að það er að hvolfa íslensku þjóðfélagi. Það að staðsetja allar valdastofnanir ríkisins á einum stað er náttúrulega algjör firra, sem hefur rutt brautina fyrir alla aðra miðjuvitleysu á öðrum svið- um íslensks þjóðfélags. Þáttur fjármagnsins í seinni tíð hefur Mammon hasl- að sér völl á markaði íslenskrar trú- arþarfar. Musteri hans eru engin smásmíði, þau minna helst á upp- gangstíma kaþólsku kirkjunnar í Róm á öldum áður. Þessi óskapn- aður er líka að mestu leyti staðsett- ur í Reykjavík. Par standa nú must- eri Mammons eins þétt og tré í skógi og erkibiskupinn getur ekki verið þekktur fyrir að messa úr ein- hverri smákapellu, nei, nú skal reisa dómkirkju á Arnarhóli sem hæfir höfðingjanum. Skyldi ekki vera kominn tími til að það birtist einhver Lúter innan íslenska bank- akerfisins? Ég hef engu við að bæta um ytra form íslenska bankakerfisins en ég . vil leyfa mér að benda á tvær stór- syndir sem það og höfuðpaurar þess hafa drýgt. A tímabili nei- kvæðra vaxta hefur verið rænt stór- fé af unglingum, gamalmennum og öðrum sparifjáreigendum og það flutt til gæðinga á hinum ýmsu svið- um þjóðlífsins. Og takið eftir því að á sama tíma og vextirnir voru neikvæðastir átti sér stað ógurleg- asta uppbygging á höfuðborgar- svæðinu. Þeir hafa líka beitt gjald- eyrisskráningarbrellum til að stela fjármagni frá útflutningsatvinnu- vegunum á landsbyggðinni og flytja það til innflutningsverslunar- innar í Reykjavík á niðursettu verði þannig hefur landsbyggðin ekki einungis orðið illa úti vegna markaðslögmála heldur hefur hún beinlínis verið rænd eins og hver önnur nýlenda. Þáttur auðhringanna íslenskir bændur voru lengi sjálf- stæðir enda starfið í upphafi við það miðað að framfleyta fólki burtséð frá duttlungum markaðs og verslunar. Bændurnir voru síðar helstu frumkvöðlarnir í stofnum kaupfélaganna og að lokum varð S.Í.S. til. Það sagði mér bóndi einn, mikill samvinnumaður, að það hafi gengið vel hjá kaupfélög- unumþangaðtilS.Í.S. fórað ann- ast aðföngog sölu afurða fyrir þau. Þetta er í sjálfu sér mjög auðskilið ef við höfum Parkinsons-lögmálið í huga. Það sem er merkilegt við þennan pýramída er það-að hann byrjar vöxt sinn neðan frá en ekki ofan frá eins og ríkisbáknin. Það er engu að síður orðin stað- reynd að straumar lýðræðisins hafa snúist við í honum og fjármagnið er látið streyma ofar og ofar í pýra- mídann meðan bændur og aðrir grunnþegnar eru gerðir að hálf- gerðum ölmusulýð. Auðhringur- inn S.Í.S. sem engu lýtur nema lög- málum hámarksgróða kaupir nú rándýrar gyllingarauglýsingar í sjónvarpi og víðar til að reyna að tengja nafn sitt hugsjónum sem hann er löngu búinn að svíkja. Hvernig gat þetta gerst? Hvernig gat auðhringur orðið til vegna þarf- ar fólks til að tryggja sér ódýr og örugg aðföng og sæmilega örugga markaðsstöðu fyrir afurðir sínar? Er mannskepnan virkilega svo ófullkomin að hún geti ekki tekið við valdi, framseldu úr höndum annarra, án þess að spillast og beita því eingöngu í eigin þágu? Og eru þar af leiðandi öll sköpunarverk al- þýðunnar dæmd til að verða að ó- freskjum og gleypa að lokum skapara sína? Stafar þetta ef til vill af því að fólk líti á lýðræðið sem tyllidagafyrirbæri? þ.e.a.s. til að nota einu sinni á ári eða á fjögurra ára fresti til að framselja vald eða umboð og flýti sér svo að gleyma að það beri nokkra ábyrgð á því sem gerist. Hefur hlutverk lýðræðisins virki- lega snúist við? Hafa þjónarnir tekið sér herravaldið og drottna þeir nú yfir umbjóðendum sínum í skjóli áhugaleysis þeirra? Síðustu þrem spurningunum má svara með jái, hinar eru flóknari og mörg okk- ar vilja halda í þá yon að þeim megi svara á annan hátt. Við verðum að sjálfsögðu að umbera þá galla sem fylgja óvirku lýðræði og hér hafa verið nefndir, og vona að breyting verði til batnaðar. En sem Vestfirðingi finnst mér það óþolandi að framagosarnir á toppum pýramídanna virðast ekki geta búið nema á einum stað í þessu stóra landi. Þeir eru lang- flestir í Reykjavík. Það er eins og þeir séu að þjappa sér saman til að leita öryggis hver hjá öðrum, eða er þetta ef til vill þeirra aðferð til að einangra sig frá lýðnum eins og hvíti aðallinn í Suður-Afríku gerir? Á umliðnum áratugum varð mikill uppgangur í íslenskum sjávarút- vegi og fiskvinnslu. Þetta stafaði af aukinni hlutdeild okkar í nýtingu eigin auðlinda. Forráðamönnum frystihúsanna varð það svo á að stofna með sér sölusamtök þ.e. S.H. Nú hafa margir þessara manna fengið að reyna það sama og aðrir undirmálsmenn í þessu þjóðfélagi. Þeir hafa verið gleyptir af sköpunarverki sínu. Örlögum þeirra er ráðið af valdaklíkum ofar í pýramídanum sem þykir hæfa að á sama tíma og fiskvinnsla getur ekki greitt mannsæmandi kaup og fisk- verði er haldið langt undir öllu vel- sæmi, hlaðast upp verksmiðjuhallir á erlendri grund. Flutningaskipin sigla hálftóm hvert í annars kjölfar milli landa og bera sig samt, og bankahallir og skriffinnskubákn þjóta upp eins og gorkúlur á höfuðborgarsvæðinu. Eru sérfræðingarnir virkilega búnir að finna aðferð til að láta stórhýsi fjölga sér? Hvaðan kemur þeim auður? Gauksunginn: íslendingar urðu fýrir því óhappi að erlendur auðhingur varp eggi í hreiður ís- lenskra atvinnuvega. Eftir að ung- inn kom úr egginu hafa ímynduð foreldri hans mátt hafa sig öll í frammj til að næra hann. Hann gleypir nú í sig helming allrar raf- orku landsins fyrir smánarverð og svindlar, svíkur og prettar af ó- smekklegri græðgi í viðskiptum sínumvið þjóðina. Þeirsem þekkja eðli gauka eru ekki hissa, en ímynduð foreldri og fylgjendur þeirra virðast ekki enn hafa áttað sig á tegundinni, og það lítur út fyrir að þeir haldi enn í þá von að unginn geti lært siði smáfugla. Sérfræðingarnir: Um þátt menntunarinnar er margt hægt að segja. Auðvitað hljóta margar spurningar að vakna um ágæti menntunar í veröld sem afrakstur menntunarinnar hefur ýtt fram á hengiflug gjöreyðingar. En við skulum halda okkur á heimaslóð. Til að tryggja sér gott sæti í velferð- arrútunni, hafa menntamenn hald- ið því mjög á lofti að „bókvitið verði í askana látið“, þessi fullyrð- ing er náttúrulega jafngild þeirri að skófla sé skurður. Það er vitaskuld algjör forsenda þess að vitið komi einhverjum að gagni að það sé not- að, en mjög margt í íslenskum þjóðmálum bendir til að svo sé ekki. Þó mér séfremur illa við tölur og sé þeirrar skoðunar að þær sanni yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hlut, langar mig að taka smá dæmi. Stofnun nokkur í Reykjavík (geri ég ráð fyrir) sem hefur það hlut- verk að framleiða tölur fyrir stjórn- endur landsins lét frá sér um það bil eftirfarandi á dögunum 3% sam- dráttur á þorskveiðum íslendinga mun leiða af sér rúmlega 3% sam- drátt þjóðartekna. Ég lít á þessar tölur sem móðgun við þá sem starfa við þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Ég sé ekki betur en þetta sé svipað og að segja að ef við veiddum engan þorsk á næsta ári mundu þjóðartekjur dragast sam- an um rúm 10%. Það má lengi fela sig bak við merkingu orða. Mér skilst nefnilega að mikilvægi starfa gagnvart þjóðartekjum fari ein- göngu eftir launum burtséð frá því hvort menn vinna við að veiða fisk eða að óhreinka pappír. Svona for- sendur hljóta að vera búnar til af mönnum sem vinna við hið síðar- nefnda. Að fínkemba: Nú skyldi maður ætla að í formi sköttunar, verslun- ar, vaxta og gjalda fyrir drottnun af ýmsu tagi fái höfuðborgin nóg rekstrarfé, en svo virðist ekki vera. Almenningur vítt og breitt um landið fær senda gíróseðla og happadrættismiða og það er höfð- að til fínustu þátta í mannlegu eðli til að fá fólk til að leggja fram fé til allskonar starfsemi. I því sambandi má nefna byggingu sjúkrastöðva, skóla og vistunarstofnana af öllu tagi og rekstur þeirra sem er sjálf- sagt fyrst skattarnir okkar fara í eitthvað annað brýnna. Þá má líka nefna byggingu flokksmiðstöðva og starfsemi stjórnmálaflokka alls- konar sem kann að vera í lagi ef það getur orðið til að snúa við þess- ari óheillaþróun. En hvers vegna allt til Reykjavíkur? Það er blóðugt að vita af fólki sem ekki getur veitt börnum sínum og gamalmennum lágmarks félagslega aðstöðu og er svikið um lögbundna þjónustu ríkisins á fjölmörgum sviðum, senda stórar fúlgur til höfuðborg- arinnar jafnvel á þessum forsend- um. Sveinbjörn Jónsson Súgandafirði Fjölskylda Haralds Blöndals. Talið frá vinstri: Sölvi, Lárus, Kristín, Margrét með Gunnar og Haraldur með Björn. Ljósmyndar- inn í þorpinu Árlega eru nú gefnar út nokkrar bækur á íslandi með gömlum ljós- myndum og munu þær vera einar þrjár á markaðnum fyrir þessi jól. Ein þeirra er Ljósmyndarinn í þorpinu með ljósmyndum Haralds Blöndal og er það Svart á hvítu og Metri sem gefa bókina út en Inga Lára Baldvinsdóttir mun að mörgu leyti haft veg og vanda að útgáf- unni. Inga Lára er sagnfræðingur að mennt og skrifaði prófritgerð um sögu ljósmyndunar á íslandi og býr þar að auki á Eyrarbakka en þar var Haraldur Blöndal ljós- myndari um árabil og af þeirri veru er nafn bókarinnar dregið. Haraldur Blöndal lærði ljós- myndaiðn sína hjá hinum þekkta ljósmyndaraBirni Pálssyni á ísafirði og starfaði síðan í Reykjavfk um hríð en flytur til Eyrarbakka árið 1912 og er þar til 1925 en þá flutti hann aftur til Reykjavíkur og lagði ljósmyndun jafnframt á hilluna. Plötusafn hans varð aftur á móti eftir í síðasta bústað hans á Eyrar- bakka, hinu fræga Húsi. Bretar hernámu Húsið og að sögn var hluta af ljósmyndasafninu fleygt í sjóinn en hluti af því brotnaði við flutninga. Leifunum var komið fyrir í kjallaranum í Einarshöfn á Éyrarbakka og í þessari bók er úr- val úr þessum leifum. Svona sorg- arsaga er því miður allt of algeng og plötusöfn ýmsra merkra ljósmynd- ara hafa jaínvel glatast með öllu og Guðjón Friðriksson skrifar um bækur þar með mikil menningarverðmæti farið forgörðum. í þessari snotru bók, Ljósmynd- aranum í þorpinu, eru 96 myndir og teknar allvíða á Suðurlandi. Fjölmargar eru að sjálfsögðu frá Eyrarbakka og Stokkseyri, enn- fremur stofumyndir af fólki, og þá sveitalífsmyndir úr mörgum hrepp- um Árnes- og Rangárvallasýslu og fleiri myndir t.d. frá Vestmanna- eyjum og Stykkishólmi. Er skemmst frá því að segja að hér eru á ferðinni ákaflega skemmtilegar þjóðlífsmyndir sem segja meiri sögu að mörgu leyti en langt mál á prenti. Heyskaparfólk, sjómenn, verslunarþjónar, börn, kvenfélag- skonur og brúarvinnumenn, baka- rar og bflstjórar gefa andblæ liðins tíma og einnig er gaman að sjá Sig- urjón Ólafsson með sína fyrstu myndlistarsýningu, Ólaf Túbals við málaratrönurnar og Ragnar í Smára á hestbaki ásamt föður sín- um. Ekki eru svo húsa- og götu- myndirnarsíðri. Gamli góði Eyrar- bakki er hérna meðan hann var enn og hét sem aðalverslunarstaður Suðurlands. Myndunum í bókinni er gefinn brúnn tónn og ef eitthvað mætti gagnrýna væri það að þær prentast dálítið dökkar sumar eða þá að myndirnar hafa verið unnar þann- ig. Myndgæðin eru líka dálítið mis- jöfn og er í sjálfu sér ekkert við þvf að segja. Svolítið ber á yfirlýsingu eða undirlýsingu í sumum mynd- anna. Það skyggir þó ekki á að bók- in í heild er mjög heillandi. Einn galla hefur hún þó og hann slæman að mér finnst. Undir hverri mynd er stuttur texti en í bókarlok eru svo ýtarlegri útskýringar á hverri mynd. Það er afskaplega taf- samt að þurfa alltaf að vera að fletta aftur í bókina til að sjá hverjir eru á myndunum og hætt við að margir gefist upp ef áhuginn er ekki því meiri. En þetta er sem sagt hin snotr- asta bók og sómir sér vel sem önd- vegisbók í hillu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.