Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 2
 , - / >Wi ■* **.•>.« ív.n 2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 6. mars 1984 Albert Guðmundsson og Lárus Jónsson um fjárlögin fyrir áramót Raunhæf, marktæk, rétt En nú er komið stórt gat í Það hefur veríð „meginmarkmið ífjárlag- agerðinrti að gera fjárlögin á ný að raun- hœfu, marktœku plaggi“, sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra er hann fylgdi fjárlagafrumvarpinu sem nú reynist með stóru gati, úr hlaði á alþingi 27. október sl. „Grundvallarstefnumið viðgerðþessara fjár- laga er að þau verði sem raunhœfust“, sagði Lárus Jónsson formaðurfjárveitinganefndar 13. desember á alþingi. Þegar stóra gatið er berað nú í byrjun marsmánaðar, rekur menn minni til yfirlýs- inga þeirra sem bera ábyrgð á fjárlagagerð- inni. Þegar fjárlagafrumvarpið kom til um- rœðu á alþingi 13 desember sl. sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra m.a.: „í fjárlagafrumvarpinu er gerð alvarleg hrein- gerning í þessu efni og reynt að áœtla raun- hœftfyrírþeim rekstrí sem áœtlaður er“. Þá sagði Albert m.a.: „Metið er á raunhcefan hátt umfang rekstrar miðað við haldbestar upplýsingar um hvað starfsemin raunveru- lega kostar“. Albert kvað uppúr um ná- kvœmni fjárlaganna „ekki mun á nœsta ári þýða að koma í fjármálaráðuneytið og biðja um aukafjárveitingar“. Lárus Jónsson sparaði haldur ekki yfirlýs- ingarnar þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði til annarrar umrceðu: „Eitt grundvall- arstefnumið við gerð þessara fjárlaga er að þau verði sem raunhcefust". Sagði hann að við fjárlagafrumvarpsgerðina hafi sú grund- vallarregla verið höfð í heiðri „að meta um- fang og kostnað á sem raunhœfastan hátt“. „Þau fjárlög sem hér er veríð að afgreiða marka ekki síst tímamót vegna þess að for- sendur þeirra eru jafnframt stefna ríkis- stjórnarínnar", sagði Lárus Jónsson, svo sú forsenda er nú brostin. -óg Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins Kemur á óvart „Já, vissulega kemur mér þetta mikla gat á fjárlögunum á óvart og það er greinilegt að vandinn er meiri en menn gerðu sér grein fyrir, þegar fjárlögin voru sam- þykkt“, sagði Þorsteinn Pálsson al- þingismaður og formaður Sjálf- stæðisflokksins í samtali við Þjóð- viljann í gær. Hvernig stendur á því að þetta kemur upp núna rúmum tveimur mánuðum eftir að fjárlög eru sam- þykkt? „Ja, við höfum ekki fengið nein svör við því ennþá“. Hefur þú einhverjar tillögur á takteinum um hvernig á að leysa málið? „Nei, en ég geri ráð fyrir því að fjármálaráðuneytið komi með ein- hverjar tillögur í þessu efni“. Borgarspítalinn og Rauði kross íslands efna til sjúkraflutninganámskeiðs dagana 30. apríl - 11. maí 1984. Kennsla fer að mestu fram í Borgarspítalanum frá kl. 08 -17 daglega, en eftir það gefst þátttakendum kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgar- spítalans og Slökkvistöð Reykjavíkur. Umsækjendur starfi við sjúkraflutninga og hafi lokið almennu skyndi- hjálparnámskeiði. Þátttökugjald er kr. 5.300.- Nánari upplýsingar og innritun á skrifstofu RKÍ í síma 91-26722 (Hólm- fríður eða Hörður). Umsóknarfrestur er til 24. mars 1984. Merkjasala á öskudag REYKJAVÍKURDEILD R.K.Í. afhendir merki á neðantöldum útsölustöðum frá kl. 10.00. Börnin fá 5 kr. í sölulaun fyrir hvert selt merki, og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. VESTURBÆR: Skrifstofa Reykjavíkurdeildar R.K.Í. Öldugötu 4. Melaskóli. AUSTURBÆR: Skrifstofa R.K.Í. Nóatúni 21. Hlíðaskóli Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Austurbæjarskóli SMÁÍBÚÐA- 0G F0SSV0GSHVERFI: Fossvogsskóli LAUGARNESHVERFI: Laugarnesskóli KLEPPSH0LT: Langholtsskóli Vogaskóli ÁRBÆR: Árbæjarskóli BREI0H0LT: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1, Fellaskóli Breiðholti III, Hólabrekkuskóli, Ölduselsskóli En þú sem formaður Sjálfstæðis- flokksins, leiðtogi annars stjórnar- flokksins. Viltu aukinn niðurskurð eða á að taka lán? „Við verðum að sjá hvaða til- lögur fjármálaráðuneytið kemur með í þessu sambandi og þetta er nú nokkuð nýtt og hefur ekki enn verið rætt í þingflokknum, en við munum gera það síðar í dag“, sagði Þorsteinn Pálsson. Matthías Bjarnason tryggingaráðherra Farið cftir fjárlögunum Lárus Jónsson formaður fjár- veitinganefndar sagði að vandinn varðandi gatið í fjárlögunum væri tryggingakerfið. Matthías Bjarna- son heilbrigðis- og tryggingaráð- herra var inntur álits á þessu. „Það hefur verið farið í einu og öllu eftir forsendum fjárlaga í trygginga- og sjúkrakerfinu um samdrátt, en það hefur áður skakkað æði miklu í fjárlögum varðandi tryggingamálin í heild“. Þú segir að farið hafi verið í einu og öllu eftir fjárlögum með sam- drátt, býstu við að meira verði skorið niður í heilbrigðis- og trygg- ingakerfinu? „Ég skal ekkert um það segja. Mín skoðun er sú að ekki eigi að draga úr þjónustukerfi sjúkrahús- anna, þar má ekki skera niður. En að sjálfsögðu verða peningar að koma einhversstaðar frá til að borga og vitaskuld verðum við að taka fullt tillit til þess vanda sem steðjar að þjóðfélaginu, þessi mikli samdráttur hlýtur að koma alls- staðar niður“, sagði Matthías Bjarnason. -S.dór. Lárus Jónsson formaður fjárveitinganefndar Trygginga- kerfið aðal-vandinn „Það er rétt að ég frestaði fundi í fjárveitinganefnd í morgun, þar sem ég þurfti að mæta á fund ríkis- stjórnarinnar vegna þess vanda sem við er að glíma í fjárlögum“, sagði Lárus Jónsson, alþingismað- ur og formaður fjárveitinganefnd- ar, í samtali við Þjóðviljann í gær. R.K.Í. leggur undir sig öskudaginn: Uppákoma á Torginu A morgun, öskudag, mun Rauði kross Islands og dyggir stuðningsmenn hans úr öllum félagsmiðstöðvum Reykjavíkur og Kópavogs lcggja undir sig I orgið og halda þar uppi skcmmtun frá.kl. 10.30-12.30. Oskudagurinn er árlegur merkja- söludagur RKÍ og í þetta sinn er ætlunin að kynna börnum og unglingum starf- semina og bregða á leik í tilefni dagsins. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni kl. 10.30, Karnivalgangaverðuroggeta þeir krakkar sem vilja, fengið að mála sig á staðnum. Þá koma krakkar úr fé- iagsmiðstöðvunum með leiki, skemmtiatriði og ýmsar þrautir og hljómsveitir af öllu tagi halda uppi fjör- inu. Allir eru velkomnir á Torgið! „Ég get ekki gefið upp neina tölu fyrr en búið er að ræða þetta í flokkunum, en það er ljóst að vandinn er meiri en menn gerðu ráð fyrir. Þó var tekið fram, þegar fjárlög voru afgreidd að í þeim væru nokkrir lausir endar, en í ljós hefur komið að þeir eru fleiri en við hugðum. Það eru nokkur atriði, sem aldrei komu uppá borð hjá okkur við fjárlagagerðina“, sagði Lárus. Hann var spurður hvar vandinn væri mestur. „Það er án vafa tryggingakerf- ið“. Þú sagðir við afgreiðslu fjárlaga að þetta væru ábyrgustu fjárlög sem lögð hefðu verið fram um ára- bil? „Já, ég sagði það og að stefnt væri að því að hafa fjárlagatölur allar sem raunhæfastar, miðað við það umfang sem ríkisbúskapurinn er í. Ég benti á nokkur atriði, sem væru óleyst í þeim efnum og var þar um tölur að ræða, sem námu nokk- ur hundruðum miljóna króna, en eins og ég sagði áðan hefur komið í ljós að þar var um að ræða meiri vanda en gert var ráð fyrir þá“. Hvernig hyggist þið leysa dæm- ið? „Það er til umræðu í ríkisstjórn- inni og það er hún sem tekur á- kvarðanir þar um“. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.