Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 9
7 X MM.ÆMA £jeak-sxiui ?iú'irí .££ íusuliíiíiiiííiil M/I’jjr/iíói^ — f Klarinettuleikur og flagarasögur Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskóiabíói 15. mars sl. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Einleikari: Einar Jóhannesson Sinfóníutónleikarnir hófust eins og svo oft áður á óperuforleik, að þessu sinni fáheyrðu unglingsverki Schuberts, Der vierjáhrige Posten og var það fremur hlutlaus byrjun á annars átakamiklum tónleikum. Næst kom svo Einar Jóhannes- son og spilaði klarinettukonsert Mozarts í A-dúr K 622. Pessi frægi konsert er eitt af síðustu verkum Mozarts, en því lauk hann síðla árs 1791. Mér fannst margt gott hjá Einari, hann hefur einstaklega fal- legan tón og leikur hans einkennd- ist af vandvirkni og léttieika. Pað sama er því miður ekki hægt að segja um hljómsveitina. Hún var alltof þunglamaleg, sem má kann- ski að einhverju leyti skýra út frá því að hún var allan tímann alltof aftarlega í slaginu og einsog dragn- aðist áfram. Það vantaði sumsé al- veg þá fágun, músikalitet og ryt- míska nákvæmni sem einkenndi leik Einars og það var eins og hijómsveit og einleikari væru tveir ólíkir fasar sem næðu aldrei að renna saman. Undirleikur er líka vandi og ekki skyldi vanmeta það hlutverk, en það var því miður engu líkara en að hljómsveitin væri að spara sig fyrir átök seinni hlut- ans. Það lifnaði líka yfir henni eftir hlé. Þá var frumfluttur nýr klarín- ettukonsert eftir John Speight sem saminn er fyrir Einar Jóhannesson og jafnframt tileinkaður honum. Þetta finnst mér býsna skemmtilegt og fallegt verk, sérstaklega þykir mér klarinetturöddin einkar vel smíðuð. Verkið er einþáttungur og mjög skýrt í uppbyggingu. Það er allt byggt á stefjaefni því sem klar- inettan kynnir í upphafi, þetta stefjaefni er nýtt til fullnustu og að mínu mati mjög vel úr því unnið. Einar spilaði þennan konsert af jafnmiklu næmi og hinn skilaði ein- leikshlutverkinu frábærlega með blæbrigðaríkri spilamennsku. Hann virðist vera jafnvígur á nýja og gamla tónlist, nýja og gamla tækni, því að í túlkun hans á þess- um konsert var ekki minni tilfinn- ing og líf en í konsert Mozarts. Það var greiniiegt á því hversu ákaft hljómsveitarmeðlimir æfðu milli verka að metnaðurinn var settur í Strauss, eða var það kann- ski hræðslan við hið tæknilega erf- iða? En það varð ekki betur heyrt en að æfingarnar bæru árangur því að í Don Juan náði hljómsveitin loks þeirri reisn sem átakanlega vantaði fyrir hlé. Tónaljóð Strauss senr er eins konar hermitónlist er athyglisvert dænii um það hvernig ákveðin hug- myndafræði, í þessu tilfelli hug- myndir karlmanna á seinni hluta 19. aldar um eiginleika kynjanna, endurspeglast í tónlist. Sagan um flagarann Don Juan hefur orðið mörgum að yrkisefni ekki síst á 19. öldinni þegar persónan Don Juan tók á sig hetjumynd karlmennsk- unnar í samræmi við hugmyndir borgarastéttarinnar um karlmann- lega eiginleika sem þá voru að taka á sig skýra mynd. Á sama hátt voru þá að mótast þær hugmyndir um kvenlega eiginleika sem við drögnumst að miklu leyti með enn. Það var reyndar þegar á síðasta þriðjungi 18. aldarinnar sem hug- myndir manna um kynin fóru að taka gagngerum breytingum. Farið var að skýra ólíka stöðu og hlut- verk kynjanna sem eðlislæg og „Einar Jóhannesson skiiaði ein- leikshlutverkinu frábærlega með blæbrigðaríkri spila- mennsku". náttúrulega ákvörðuð í mismun- andi karaktereiginleikum þeirra. Hugmyndir manna um karlmann- legu eiginleikana héldust í hendur við hetjudýrkun og einstaklings- hyggju hinnar upprennandi borg- arastéttar og hugmyndaleg skil milli guðdómleika og hinnar karlmannlegu hetju verða óljós. Þetta endurspeglast í tungumáli tónlistarinnar þar sem þeir tón- listarlegu þættir sem í kirkjulegum verkum túlkuðu lofgjörð til guðs, eru í veraldlegum verkum yfirfærð á karlmanninn, hetjuna. Þessir þættir sem kenna mætti við karl- mennsku og hetjuskap eru oftast: stór tónbilastökk, staccato, fjöl- breytt hrynjandi, fullur styrkur og notkun málmblásturshljóðfæra, slagverks eða fullskipaðrar hljóm- sveitar. Hugmyndafræði borgar- astéttarinnar skilgreindi konuna sem veikbyggða og ósjálfstæða til- finningaveru og kvenlega eigin- leika sem tilfinningasemi, ósjálf- stæði og þolandahátt. Þessa eigin- leika túlkuðu karlmenn með ljóð- rænum laglínum, legato, litlum tónbilum, jöfnum lengdargildum og hljóðfærunum flautu, hörpu og einleiksfiðlu. Þegar tónaljóðið Don Juan er skoðað í þessu ljósi er auðveldlega hægt að upplifa það ekki síður en sjálfa söguna um Don Juan yfirfullt af þessum hugmyndum karlveldis- ins. Inngangurinn að aðalstefinu sem kennst er við Don Juan er spil- aður með fullri hljómsveitarskip- an, blásurum, slagverki og svo strengjum sem taka hraðrísandi upphlaup sem leiðir útí aðalstefið sem spilað er af fiðlusveitinni með tilheyrandi fanfare í lúðrunum einsog sé verið að tilkynna komu hetjunnar. Fljótlega kemur fyrsta fórnarlamb flagarans til sögunnar en stef hennar er spilað við- kvæmnislega af einleiksfiðlu við. mjúkan hörpuundirleik. Næsta fórnarlamb er kynnt af einleiks- flautu sem spilar stef byggt á litlum tvíundum og þannig áfram og á eftir „velheppnuðu" rómantísku ástarævintýri má heyra sigri hrós- andi lúðraþyt og svo rís penisinn aftur og heldur af stað í leit að næsta fórnarlambi. En allt hefur sín endalok, hetjan syngur að lok- um sitt síðasta og það er vonandi að eins fari fyrir veldi karlmennsk- unnar fyrr en seinna. Aagot V. Óskarsdóttir skrifar um Ljós og skuggi vega salt tónlist Tónleikar Háskólakórsins í Félagsstofn- un stúdenta 17. og 18. mars sl. Stjórnandi: Árni Harðarson Það voru áhugaverð sýnishorn íslenskrar kórtónlistar sem fólki gafst kostur á að heyra á tónleikum Háskólakórsins. Efnisskráin sam- anstóð að stærstum hluta af ný- legum og nýjum íslenskum verkum og var gott dæmi um þá grósku sem verið hefur í samningu kórtónlistar hér á landi undanfarið. Þessa grósku má án efa að miklu leyti þakka bæði áhuga kórmeðlima og ekki síst kórstjórum, sem hafa ver- ið ötulir við bæði að panta ný verk og jafnvel semja þau sjálfir. Háskólakórinn hóf tónleika sína á stúdentasöngnum Gaudeamus igitur en sneri sér svo að íslensku lögunum, fyrst fjórum þjóðlögum, tveimur í útsetningu Jónasar Tóm- assonar eldra og tveimur í útsetn- ingu Róberts A. Ottóssonar. Á eftir fylgdu svo tvö lög úr Kiljans- kviðu eftir Gunnari Reyni Sveins- son. Þessi lög voru flest ágætlega flutt af kórnum, enda hefur hann kraftmikinn hljóm sem skilaði stemmningu íslensku þjóðlaganna vel. Þessi kraftmikli og harði hljóm- ur átti ekki vel við í kórölum Bachs og þar komu helstu veikleikar kórsins í ljós. Hann vantar mýkt og birtu í hlóminn og eins virtist mér vanta töluvert upp á raddþjálfun til að geta borið uppi langar og við- kvæmar hendingar. Sérstaklega er sópraninn brothættur og hættir mjög til að falla. (Annars finnst mér að það hefði að ósekju mátt sleppa Bach-kórölunum úr próg- ramminu, þeiráttu einhvernveginn ekki heima þar.) Sömu vandamála gætti í fallegu lagi Hjálmars H. Ragnarssonar, Gamalt vers, það vantaði herslumuninn að hljómur- inn héldi ljóstýrunni. Fyrri hluta tónleikanna lauk svo að Missa brevis eftir John Speight og eftir hlé flutti kórinn svo þrjú verk sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hann. Það voru tveir söngvar um ástina eftir fyrrverandi stjórnanda kórsins, Hjálmar H. Ragnarsson, nýtt verk eftir núver- andi stjórnanda, Árna Harðarson, sem ber heitið Is there...? ogfimm mansöngvar úr Kantötu IV eftir Jónas Tómasson yngri. Verk Hjálmars og Jónasar er að finna á hljómplötu kórsins sem kom út í vetur. Nýja verkið Is there...? er samið við ljóð breska skáldsins Mervyn Peake. í efnisskrá segir um verkið: „Hér er ljóðið ekki sungið í tíma- Jr 4A V 9 JPÍHHnp / • J 1 v Jón Óttar Ragnarsson, dósent. Sigríður Þorsteinsdóttir, hjúkrunar kennari. Fyrirlestur á vegum Geðhjálpar: „Næring og geðheilsa“ f kvöld, fimmtudaginn 22. mars heldur Jón Óttar Ragnarsson, dós- ent, fyrirlestur á vegum Geðhjálp- ar sem nefnist „Næring og geð- heilsa“. Fyrirlesturinn verður hald- inn kl. 20 á Geðdeild Landspítal- ans, kennslustofu á 3. hæð. Um helgina, 24. og 25. mars verður síðan haldið helgarnám- skeið fyrir aðstandendur þeirra er eiga við geðræn vandamál að stríða. Þar verður m.a. fjallað um viðbrögð við tilfinningalegu áfalli, fjölskyldutengsl, sjálfsvirðingu, heiðarleg tjáskipti og þær tilfinn- ingar og viðbrögð sem spretta af því að eiga sjúkan ástvin. Nám- skeiðið verður kl. 10-18 báða dag- ana í félagsmiðstöð Geðhjálpar að Bárugötu 11. Leiðbeinandi er Sig- ríður Þorsteinsdóttir, hjúkrunar- kennari. Þátttaka tilkynnist í síma 25990 föstudag kl. 17.30-19.00. Nánari upplýsingar fást í símum 73734 og 53627 á kvöldin. Hljómleikar í Safarí í kvöld: Konur í framlínu Aðrir hljómleikar Satt 1984 verða haldnir í Safarí í kvöld (fimmtudag). Fram koma kvennaböndin Dúkkulísur og Djellý-systur og beggjakynja- bandið Dá. í Dái er söngvarinn kvenkyns, Hanna Steina að nafni (litla systir Diddúar- Sig- rúnar Hjálmtýsdóttur - sem söng svo listavel með Spilverk- inu hér um árið). I Hljómleikarnir kefjast um tíuleytið.i / A í kvöld: Djass á Borginni í kvöld heldur Kvartett Guð- niundarl Ingólfssonar djasstón- leika á Hótel Borg - og ættu djassunnendur ekki að láta sig vanta. Auk Guðmundar skipa þeir Björn Thoroddsen, Skúli Sverrisson og Gtrðmundur R. Einarsson kvartettinn. röð á hefðbundinn hátt, því ein- ungis eru sungin valin orð eða sér- hljóðar. ...Tónlistinni er ætlað að spretta upp úr þeim hughrifum sem skáldskapurinn vekur og myndar eins konar ramma utan um ofðin.“ í samræmi við þetta er tónlistin heldur ekki eitt samhangandi ferli heldur sundurlaus hugmyndabrot, margt ágætar hugmyndir, sérstak- lega effektahugmyndirnar, en stundum fannst mér þær virka dá- lítið langdregnar, enda mjög tak- markað unnið úr þeim. Fimm mansöngvar Jónasar Tómassonar finnst mér vera eitt besta kórverk sem ég hef heyrt lengi. Fer þar sarnan firnagóður skáldskapur Hannesar Péturssonar og tónlist sem fellur sérlega vel að ljóðunum og túlkar stemmningu þeirra undravel. Verkið er samið fyrir kór og litla kammersveit og þannig er það flutt á hljómplötu kórsins. Á tónleikunum konr hins vegar píanó í stað kammersveitar- innar og skilaði píanóleikarinn Dagný Björgvinsdóttir sínu hlut- verki með ágætum. Það var margt ágætlega gert hjá kórnunr í þessum fjórum verkum, þó ekki væri hann alveg laus við falskheit á stöku stað. Stjórnand- inn Árni Harðarson sem tók við kórnurn síðatliðið haust er greini- lega mjög áhugasamur og dug- legur. Mér virtist hann hafa náð góðu valdi á slagtækninni, sérstak- lega hjó ég eftir rytmískri ná- kvæmni. llún skilaði sér líka í söng kórsins, en kannski stundum á kostnað mýktarinnar. En nú er slagtækni ein og sér enginn lykill að árangursríku kórstarfi, því það fel- ur kannski fyrst og fremst í sér þrotlausa þjálfun radda og heýrnar kórfélaga og eins og ég sagði áður fannst mér nokkuð vanta upp á að sá grunnur væri alveg traustur hjá Háskólakórnum. En framtakið og þetta stóra og erfiða prógramm sýndi að ekki skortir áhuga né dirfsku og fyrir áframhaldið er það fyrir mestu. Sinfóníuhljómsveit íslands: Kammertónlist í Gamla bíói Þriðju kammertónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða í Gamla bíói á morg- un fimmtudaginn 22. mars og hefj- ast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru eftirtalin verk: W.A. Mozart: Serenaða fyrir blásara, K.A. Hartmann: Ljóð fyrir trompet og blásara, Þorkell Sigurbjörnsson: Saman, K. Weil: Svíta úr Túskildingsóperunni. Stjórnandi tónleikanna er Páll Pampichler Pálsson. Hann hefur verið fastráðinn stjórnandi hljóm- sveitarinnar frá 1971. Einleikari á tónleikunum er Ás- geir Hermann Steingrímsson. Hann hóf tónlistarnám sitt á Húsa- vík. Síðar fór hann í Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk þaðan blásarakennaraprófi vorið Í978 og einleikaraprófi ári síðar undir handleiðslu Jóns Sigurðssonar. Einnig naut hann tilsagnar Lárusar Sveinssonar. Þá lá leiðin vestur um haf til New York, í The Mannes College of Music með styrk úr Friðrikssjóði og Menningarsjóði Kaupfélags Þingeyinga. Þar var að- alkennari hans John Ware, fyrsti trompetleikari New York Fílharm- óníunnar. Fundur hjá Amnesty International Mannréttindasamtökin Amn- esty International halda almennan félagsfund í kvöld, fimmtudags- kvöld, í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst hann kl. 20.30. Þar munu Jóhanna Jóhannes- dóttir og Sif Aðils skýra frá ferð til aðalskrifstofu samtakanna í London, þar sem þær sóttu fund hinn' 1.-3. mars s.l., ásamt fulltrú- um frá Finnlandi, Færeyjum, Grikklandi, írlandi, ísrael, Portú- gal og Spáni. Virkir félagar eru sér- staklega hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.