Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.03.1984, Blaðsíða 12
DJOBVIUINN Föstudagur 23. mars 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Ríkisstjórnin sveltir verkamannabústaðakerfið Verðum að Rœtt um að lífeyrissjóðir kaupi einungis skuldabréf af Byggingasjóði verkamanna „Það getur verið að verkalýðsfélögin hvetji sína lífeyrissjóði til að kaupa einungis skuldabréf af Byggingarsjóði verkamanna ef stjórnvöld ætla að halda til strcitu þeirri stefnu sinni að draga stórfelldlega úr félagslegum ■búarbyggingum og brjóta þar með það samkomulag sem gert var í samn- ingunum 1974 að minnst 1/3 af íbúðarbyggingum hverju sinni væru reistar á félagslegum grunni“, sagði Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna og formaður stjórnar Sambands almennra lífeyrissjóða í samtali við Þjóðviljann í gær. Ríkisstjórnin hefur lýst þeirri stefnu sinni í fjárlögum og lánsfjár- lögum að engar nýjar framkvæmd- ir verði heimilaðar við félagslegar íbúðarbyggingar á þessu ári og áður umsamdar framkvæmdir á ár- inu verði skornar niður um 25%. í kjarasamningum 1974 féllust verkalýðsfélögin á að lífeyrissjóðir þeirra nýttu 20% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum húsnæðiskerfisins til að standa undir félagslegum íbúðarbygging- um. Þessi fjárhæð var síðar lög- þvinguð upp í 40%. - Það hefur komið til tals í verka- lýðshreyfingunni að sem andsvar við þeirri ætlun stjórnvalda um að- för að verkamannabústaðakerfinu þá yrði reynt að hafa áhrif á það að ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna gengi einungis til kaupa á skulda- bréfum hjá Byggingarsjóði verka- manna. Við teljum fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar algjör brigð á því grundvallarsamkomulagi sem gert var 1974 og fyrst fór að verða virkt af hálfu ríkisvaldsins eftir 1978. Verkalýðsfélögin og lífeyrissjóð- irnir fyrir þeirra hönd hafa alltaf staðið við þetta samkomulag en nú hyggjast stjórnvöld hins vegar draga stórlega úr byggingu félags- legra íbúða og við því verður verkalýðshreyfingin að bregðast, sagði Benedikt Davíðsson. -•g- svara stjórninni! Framkvæmdir við verkamannabústaði i Artúnsholti sem annars staðar á landinu munu dragast mjög á langinn verði ríkisstjórninni að þvi ætlunarverki sinu að draga storlega úr framkvæmdum við félagslegar íbúðarbygg- ingar. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt harðlega og er tilbúin að grípa til sinna ráða. Fj öldauppsagnir hjá SS á Selfossi Óttast að unglingataxtinn eigi hlut að máli, segir Hreinn Erlendsson formaður Alþýðusambands Suðurlands „Hér á Selfossi er töluvcrt atvinnuleysi eða um 60 manns á atvinnuleysisskrá og nú hefur Slát- urfélagið sent 24 starfsmönnum uppsagnarbréf og beðið aðra um Mentholsniffíð komið aftur Innflutningui á inenthol- ncftóbaki er byrjaður aftur cftir cins árs hlé en innflutn- ingur á slíku tóbaki var stöðv- aður í fyrra eftir að k vartanir bárust um að unglingar sniff- uðu mcntholtóbak í óhófí og töldu sumir að það væri vana- bindandi. Þjóðviljinn hafði samband við ÁTVR vegna þessa máls og tjáði Svava Bernhöft okkur að mentholneftóbak hafi aldrei verið bannað hér á landi heldur hafi forstjóri ÁTVR tekið það út af mark- aðinum vegna þess umtals sem það hafði orðið fyrir á sín- um tíma. Svava sagði að fyrir um ári hafi fleiri tegundir mentholtóbaks verið í umferð og meðal þeirra efni sem komu ekki í gegnum ÁTVR en þau hafi fyrst og fremst ver- ið talin skaðleg enda þótt hún hefði ekki sönnur fyrir því. „Það voru allar tegundir af mentholtóbaki teknar af markaði í fyrra en nú hefur innflutningur á tegundinni Medicadet 99 verið leyfður aftur enda eftirspurnin mikil og ekkert athugavert við efn- ið“, sagði Svava Bernhöft að lokum. Þess skal getið að Heildverslun Albertó Guð- mundssonar er með umboð fyrir Medicated 99 mentholn- eftóbakið. RAÞ að minnka við sig vinnu“, sagði í sláturhúsinu og hann óttaðist að Hreinn Erlendsson formaður Al- nýi unglingataxtinn yrði til þess að þýðusambands Suðurlands í sam- unglingar yrðu látnir taka við af tali við Þjóðviljann í gær. þeim sem væru komnir með starfs- Hreinn sagði ennfremur að aldurshækkanir í framtíðinni. væntanlega yrði fækkað enn meira Hann taldi þó ekki að unglinga- taxtinn yrði til þess að hvetja ungt fólk til að fá sér vinnu í sumar en sumir neyddust eflaust til að taka það sem byðist hverju sinni. Þjóðviljinn hafði samband við Halldór Guðmundsson stöðvar- stjóra hjá Sláturfélaginu á Selfossi vegna þessa máls. Halldór sagði að 20-30 manns hafi verið sagt upp og væru þær uppsagnir þegar komnar til framkvæmda auk þess sem tveim starfsmönnum yrði gert að minnka við sig vinnu. „Það hefur verið samdráttur hjá okkur en það er ekkert nýtt að fólki sé sagt upp á þessum árstíma þótt að sumir vilji blása þetta upp núna sem eitthvert stórmál". Aðspurður um frekari uppsagnir sagði Halldór Guð- mundsson að það yrði ekki fleirum sagt upp á næstunni. R.A.Þ. Bœndum bjargað í land með lausaskuldirnar Aðrir skffldir eftir á köldum klaka uppboða sagði Ólafur Ragnar á Alþingi Frumvarpið um breytingar á lausaskuldum bænda í föst lán var afgreitt frá neðri deild Alþingis í gær..Við afgrciðsluna frá deildinni var felld tillaga frá Olafí Ragnari Grímssyni um að lausaskuldum launafólks almennt yrði einnig breytt í föst lán. Þá var felld tillaga Steingríms J. Sigfússonar um að skuldbreytingar til bænda yrðu fyrst og fremst mið- aðar við að leysa vanda ungra bænda, og þeirra sem staðið hafa í mikilli uppbyggingu eða eiga við sérstaklega erfiðan fjárhag að etja vegna fjölskylduaðstæðna. Tillaga Jóns Baldvins Hannibalssonar um að öllum skuldbreytingatillögum væri vísað frá vegna þess að ekki kæmi fram hvernig standa ætti undir kostnaði af þeim var felld. Ólafur Ragnar Grímsson sagði er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu að kjaramál bændastéttarinn- ar og launamanna almennt væru samtengd og það væri hættulegt að rjúfa þar tengslin á milli. Stjórnar- liðar hefðu nú tekið ákvörðun um að bjarga einum hópi sem ætti í miklum fjárhagsvanda í land, þ.e.a.s. bændum, en um leið hefðu þeir ákveðið að skilja launamenn almennt, og þá sérstaklega hús- byggjendur, eftir á köldum klaka nauðungaruppboðanna. Enda þótt kjör margra bænda væru kröpp þyrftu þeir nú ekki að óttast að missa eigur sínar um nokkurt ára- bil, en þúsundir manna í þéttbýlinu um allt land væru á sama tíma komnir á það stig að þeir væru að missa eigur sínar. Þeim væri nú vís- að á nauðungaruppboðin. -ekh Sókn boðar til vióræðna Vinnustaðafundir hafa skilað af sér kröfugerð Starfsmannafélagið Sókn fór í gær fram á samn- ingaviðræður við viðsemjendur sína og munu þær hefjast á þriðjudagsmorgun. Gengið hefur verið frá kröfum Sóknar og verða þær bornar undir félagsfund á mánudagskvöldið. Vinnustaðafundir hafa verið tíðir hjá Sóknarfólki að undanförnu og hafa kröfur'verið mótaðar á þeim að mestu leyti samhliða því sem kosið hefur verið í baknefnd. í dag eru áformaðir vinnustaðafundir á Borgarspít- alanum og Landspítalanum. Talið er fullvíst að höfuðkrafa Sóknar verði að unglingataxtinn verði felldur út auk þess sem farið verður fram á ýmsar sérkröfur. RAÞ Sterk vín og tóbak hækkar Verð á sterkum drykkjum hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur hækkað um allt að 24% en einstaka léttvínstegundir hafa verið lækkaðar í verði. Þá hefur tóbak hækkað að meðaltali um 20%. Flaska af íslensku brennivíni hefur hækkað úr 380 kr. í 470 eða um 24%. Algengar vískítegundir hækka úr 600 kr. í 680 kr. eða um 13% og vodka um 3%, eða úr 590 kr. í 610 kr. Létt rínarvín lækka úr 160 kr. í 120 kr. eða um 24% og sum freyði- vín fara úr 220 kr. flaskan í 180 kr. sem er 17% verðlækkun. Verð á sígarettupakkanum fer úr 44.10 í 53.50, hækkar um 21% og verð á píputóbaki hækkar að með- altali um 20.. -•g- 100 ára barna- frceðsla í Nes- hreppi utan Ennis Samkomur um helgina Nú um helgina mun verða minnst 100 ára afmælis samfelldrar barn- afræðslu í Neshreppi utan Ennis. Af þessu tilefni hefur skólanefnd og grunnskólinn á staðnum gefið út afar veglegt afmælisrit sem er til sölu hér syðra í Versluninni Nóa- túni. Á morgun, laugardag, verður sett upp söguleg sýning í Félags- heimilinu Röst á Hellissandi og hafa nemendur og kennarar skólans tekið efnið saman. Á sunn- udag verður samkoma í skólanum og þar verður þessa menningarvið- burðar minnst með fjölbreyttri dagskrá. Frá ritstjórn Af tæknilegum ástæðum er blaðið aðeins 12 síður í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.