Þjóðviljinn - 27.03.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.03.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. mars 1984 Byggingagleðin hefur líka komiö sér upp ágætu útsýni. Meinlaust sunnudags- rölt í Borgamesi Einhverntíma fékk sveinstauli í héraðsskólanum í Reykholti bæj- arleyfi út á þá góðu og gildu átyllu að þurfa að láta klippa sig. Leiðin lá niður í Borgarnes. Því miður tók það stuttan tíma að snyrta ein drengshaus, og það var heldur ekki lengi gert að eyða tíköllunum sem bekkjarfélagar höfðu gert hann út með til að hann keypti fyrir vínar- brauð og snúða. Svo var ekki ann- að eftir en að bíða eftir rútunni í kulda og trekki. Mikið hvað menn geta á þeim aldri verið herfilega einmana í ókunnu plássi. Þetta skiptir reyndar ekki miklu máli. Og því aðeins er á þessa gömlu klippingarreisu minnst, að á dögunum dró sýning á Dúfna- veislunni blaðamann upp í Borg- arnes og hann gat virt það fyrir sér með ró og spekt hve mikið þessi staður hefur breyst. Einstaka timb- urhjallur er þó á sínum stað, sem betur fer og kirkjan trónar yfir byggðinni úr háum sessi og virðu- legum. Og skammt fyrir neðan hana er samkomuhús sem er mjög lítið eitthvað og umkomulaust að utan og gluggalaust og virðist stinga mjög í stúf við niðurstöður þeirrar byggingargleði sem hefur þeytt upp verslunarhúsum, íþrótt- amiðstöð og hóteli. Þó reyndist þetta hús furðu stórt að innan ef svo mætti segja og dágott leikhús. Þar var haldin Dúfnaveisla og sal- urinn var fullur af samtíðar- mönnum, sem hlógu vinsamlega að pressaranum og öfunduðu hann pínulítið af því að þurfa ekki að taka mark á hagkerfinu og samfé- lagsmynstrinu. En datt náttúrlega ekki í hug að hægt væri að feta í Texti og myndir: ÁB. fótspor hans, því miður. Og þá kemur allt í einu upp í hugann annað byggðarlag sem kom sér upp sérdeilis glæsilegu samkomuhúsi, sem var svo fínt að það var parkett á sviðinu. Ekki nokkur vegur að festa leiktjöld á slíkt gólf. En það er semsagt önnur saga. Og gerðist ekki í Borgarnesi. Það gerist reyndar ekki margt á einum sunnudagsmorgni meðan vappað er um bæinn með ljós- mynda-vél. Egill Skallagrímsson ríður með son sinn dauðan út úr lystigarðinum, þungbrýnn sem fyrr. f matsalnum hélt annar að- komumaður ástríðumikið erindi um söngafrek Norðlendinga fyrr og nú. Tvær litlar vinkonur héngu eins og til þerris og vildu gjarna komast á filmu. Atkvæðamaður í Sjálfstæðisflokknum hélt eina af þessum sígiidu ræðum um yfirgang Framsóknarmanna,sem koma upp hátimbruðu milliliðakerfi og mergsjúga aumingja elsku vesal- ings bændurna. Ekki veit ég neitt um það. En hitt er víst, eins og sást á einni af þeim myndum, sem eru tilefni þessara fáu orða, að hér er Sjálf- stæðisflokkurinn einskonar útibú frá Framsókn: Kemst hæglega fyrir í smáannexíu á bakvið allveglegt Framsóknarhús. Skemmtileg sjón reyndar. Það var faðmað og kysst, það var Framsóknarvist.... Sá gamli hjallur er á sínum staö og kirkjan trónir yfir byggöinni. Ef pressarinn ættl heima hér, mundi hann ekki kjósa sér slíkt hús ... Tvær vinkonur hengdu sig upp til þerris ... Og sjálfstæöisflokkurlnn kemst fyrir I smáannexíu bakvlö Framsóknarflokklnn ...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.