Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINNl Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tímaer hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Þriðjudagur 3. apríl 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 • (■ ■ ■" " ... .. 81663 Engar upplýsingar til landsmanna um rafmagns- leysið í fyrrakvöld á meðan það stóð yfir: Lögreglan brást hlutverki sínu „Lögreglan hefur fengið skýr fyrirmœli um að nota okkar fjarskiptakerfi“, segir Guðjón Petersen í Almannavörnum band við lögregluna til að fá upp- lýsingar um rafmagnsbilunina. Lögreglan gat ekki veitt þær því símasamband rofnaði við Geitháls þar sem aðalstjórnstöð rafmagns á Suður- og Vesturlandi er. Pess vegna beið helmingur landsmanna í ofvæni eftir skýringu á rafmagns- leysinu en án árangurs. Guðjón Petersen sagði Þjóðvilj- anum í gær að samband Almanna- varna við Geitháls hefði verið virkt. Hann sagði að bein símalína væri frá útvarpi í lögreglu og þaðan beint á Geitháls. „Fjarskiptamið- stöð lögreglunnar vaktar okkar kerfi og þeir álitu stöðuna ekki nægilega alvarlega til þess að rétt- lætanlegt væri að fara inn á okkar kerfi. Nú hafa verið gefin skýr fyr- irmæli um að í svona tilfellum megi nota okkar fjarskiptakerfi". - jp „Lögreglan athugaði hreinlega ekki að hafa samband við Geitháls í gegnum okkar kerfi“, sagði Guðjón Petersen fram- kvæmdastjóri Almannavarna þegar Þjóðviljinn spurði hann um ástæðuna fyrir því að landsmenn fengu ekkert að vita um orsök rafmagnsbilunarinnar á Suðvesturlandi á meðan hún stóð yfir í fyrrakvöld. Vlktor Björnsson vélstjóri með hluta úr rofanum sem sprakk á Geithálsi í fyrrakvöld og olli rafmagnsleysi á Suðvesturlandi Einn af 6 rofum í spennistöðinni á Geithálsi sprakk um ellefuleytið í fyrrakvöld. Við það rofnaði straumur til spennistöðvar sem miðla rafmagni til alls Suðvestur- lands. Viðgerðin tók tæpan klukkutíma. Útvarpsdagskráin var rofin tvisvar á þeim tíma og sagt frá rafmagnsleysinu en jafnframt að ekki væri hægt að fá upplýsingar um hvað væri að. Útvarpið hafði í fyrrakvöld sam- Fundur starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins Felldu samningana í gær Töldu sig ekki ná því sama og starfsmenn í ISAL og á Grundartanga Starfsmenn í Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi felldu ný- gerðan kjarasamning á fundi sín- um í gær. Að sögn Óskars Ólafs- sonar aðaltrúnaðarmanns starfs- manna töldu þeir sem mæltu gcgn samkomulagi er gert var si, föstu- dag við vinnumáladeild ríkisins að það kvæði ekki á um kjarabætur sem hægt væri að j afna við þær sem starfsmenn álversins og járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga fengu. Oskar sagði að samningurinn fylgdi í meginatriðum nýgerðu Dagsbrúnarsamkomulagi. A fund- inum í gær voru atkvæði greidd innan hvers starfshóps og fóru at- kvæði sem hér segir: Dagsbrúnar- menn felldu samninginn með 44 at- kvæðum gegn 18, 6 seðlar voru ó- gpdir og 3 auðir. Járniðnaðarmenn felldu hann með 7 atkvæðum gegn 1 en 2 seðlar voru auðir.Rafiðnað- armenn felldu með 5 atkvæðum gegn 1. Trésmiðir, málarar, versl- unarmenn og félagar í Framsókn samþykktu samninginn á fá- mennum fundi Dagsbrúnarmanna í verksmiðjunni en þar gátu úrslit ekki breyst. Óskar Ólafsson sem átti sæti í samninganefnd starfsmanna kvað engan ágreining hafa verið uppi í nefndinni þegar skrifað var undir samninginn fyrir helgi. Eftir að af- staða starfsmanna væri ljós kvaðst hann búast við að nefndin tæki aft- ur upp viðræður við viðsemjendur innan tíðar. -v. Borgin sagði upp samningi við Heilsurcekiina: Forstjór- inn fór í SS flytur inn garnir - SÍS hendir görnum NeySumst til að flytja inn! segir Halldór Guðmundsson hjá SS sem árangurslaust hefur bankað uppá hjá SIS „Við notum allar okkar garnir og meira til en við höfum neyðst til að flytja inn garnir í stórum stíl frá útlöndum á háu verði undanfarin ár vegna þcss að við fáum þær ekki keyptar á innanlandsmarkaði. Sambandið segist ekki hafa fólk til að verka garnir en við höfum reynt að fá þær keyptar þar“, sagði Hall- dór Guðmundsson stöðvarstjóri hjá sláturhúsinu á Selfossi í samtali við Þjóðviljann. Þjóðviljinn sneri sér til Steinþórs Þorsteinssonar hjá Afurðadeild Sámbandsins og spurði hann álits á þessum ummælum. Hann sagði að Sambandið notaði gervigarnir við sína pylsugerð og væri innflutning- Stuttar fréttir Samningar hjá Sókn Samningar ríkisvaldsins og borgarinnar annars vegar og starfsmannafélagsins Sóknar liins vegar voru undirritaðir á laugardaginn. Formaður samn- inganefndar Sóknar varðist allra fregna af innihaldi samkomulagsins í viðtali við Þjóðviljann. Boðaður hefur verið félagsfundur í kvöld í Rúgbrauðsgerð- inni kl. 20.30. -óg Helgi hálfur stórmeistari Helgi Ólafsson vann skákmótið í Neskaupstað einsog vænta mátti með 7.5 vinningum og náði um leið öðrum áfanga í stórmeistaratitil. Lombardy varð í öðru sæti, Jóhann, Margeir og Wedberg voru í 3 til5. sæti. Nánar verðursagt frá þessum stórtíðind- um síðar. - óg Svanfríður á þing Svanfríður Jónasdóttir sem skipaði annað sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra við síðustu alþingiskosningar tók sæti á al- þingi í gær en Steingrímur aðalmaður er í útlöndum. Svanfríður er kennari á Dalvík og hefur ekki áður setið á þingi. - mhg ur á þeim í höndum einstakra slát- urhúsa. Hann sagðist ekki hafa fengið beiðni um garnir frá SS og enginn falast eftir görnum hjá sér, en yfirleitt væru þessi mál í hönd- um einstakra sláturhúsa sjálfra. Hjá sláturhúsinu á Borgarnesi fengum við þær upplýsingar að görnum væri hent hjá þeim og garnastöðin hafi verið lögð niður fyrir nokkrum árum. Hjá Vigfúsi Tómassyni hjá söludeild fengust þær upplýsingar að allar garnir hjá SS væru verkaðar og öll sláturhús á þeir'ra vegum búin tækjum til þess. Hinsvegar væru kaupfélagsslátur- húsin ekki öll í stakk búin til að verka garnir og því væri görnum hent hjáþeimflestum. Vigfússagði ennfremur að SS hafi flutt inn nátt- úrugarnir í einhverjum mæli vegna skorts á görnum en eftirspurn eftir náttúrugörnum hafi aukist mjög undanfarið enda betri en gervi- garnir. Raþ hungur- verkfall! „Ég hef ekki skipt mér af matar- æði fólks og hvort eða hvað það borðar er ekki í mínum verka- hring“, sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í gær, þegar Þjóðvilj- inn flutti honum fréttir af hungur- verkfalli Jóhönnu Tryggvadóttur, forstjóra Heilsuræktarinnar. Jó- hanna hefur svelt sig frá því á mið- vikudag í síðustu viku að henni barst tilkynning urn að borgin hefði ákveðið að segja upp endur- greiðslusamningi sínum við Heilsu- ræktina. Hún hyggst ekki bragða mat fyrr en þessi ákvörðun hefur verið afturkölluð, og að auki verið afmörkuð lóð fyrir nýja Heilsurækt á horni Sigtúna og Kringlumýrar- brautar. _______________-ÁI Sjá bls. 2 3. einkasýning ungrar konu: Seldi 65 myndir um helgina! ,Jú, ég er vissulega mjög ánægð og þetta er í raun alveg ótrúlegt“, sagði Erla B. Axelsdóttir í gær, en hún opnaði á laugardag málverka- sýningu í Norræna húsinu. Gífur- leg aðsókn var að sýningunni alla helgina og í gær var Erla búin að selja 65 verk af 80! Þetta er þriðja einkasýning Erlu 02 SÚ fvrsta sem hlín svnir nlínmáL verk. Erla lærði í Myndlistaskólan- um í Reykjavík og hefur Hringur Jóhannesson verið aðalleiðbein- andi hennar. Dýrustu myndirnar á sýningunni eru tvær olíumyndir á 30 þúsund krónur hvor en aðrar myndir eru ódýrari. Sýning Erlu er opin út þessa viku, á virkunt dögum kl. 16-22 og kl. 14-22 um helgar. - ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.