Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.04.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 NEPJAN Nepja uti og inni. Ráðherrarnir hraða sér af ríkisstjórnarfundi í gær án þess að nokkurt lát hafi orðið á fjárlagagatafarsanum. (Ljósm.: Atli). Svavar Gestsson og fleiri leggja til VinnumiSlun aldraðra Merkjasala Hj álparstofnunar kirkjunnar Eldra fólk hefur af ein- hverjum ástæðum orðið útundan í upptalningu I lögum um vinnumiðlun, sagði Svavar Gestsson á alþingi þegar hann mælti fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir að vinnumiðlun- in nái einnig til aldraðs fólks. Frumvarpið flytur Svavar ásamt Sighvati Björgvinssyni og Guð- mundi H. Garðarssyni. Svavar sagði að vandi eldra fólks sem hefði þurft að láta af störfum vegna aldurs á ein- hverjum vinnustað, væri oft mikill. Oft gæti fólk unnið ýmis störf sér og öðrum til mikils gagns. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir vinnumiðlun fyrir öryrkja og unglinga en rík ástæða væri til að gamla fólkið gæti notið þessarar þjónustu bæði vegna þess og þjóðfélags- ins. Ekki væri nein ástæða til að eldra fólkið væri sérstaklega undanþegið frá þjónustu vinnu- miðlunar. -óg- Porsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins Skatta- hækkanir, niður- skurður, erlend lán Þannig verður fyllt í fjárlagagatið „Það eru þrjár leiðir sem farnar verða til þess að fylla uppí fjárlaga- gatið, það er alveg ljóst. Það er nið- urskurður, eða lækkun útgjalda, ný tekjuöflun, sem er skatta- hækkun, og síðan erlendar lán- tökur, þar sem innlendi markaður- inn er uppurinn“, sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að enn hefði ekki verið ákveðið hve þungt hvert þess- ara þriggja atriða verður látið vega. Er full samstaða milli Framsókn- ar og Sjálfstæðisflokksins um að leysa málið nákvæmlega svona? „Þetta mál er ekki leyst ennþá, þaö er ekki kominn botn í rnálið, og fyrr er ekki hægt að tala um hvort það er samstaða eða ekki milli flokkanna. Hitt er ljóst að þessar þrjár leiðir sem ég nefndi verða farnar, það á aðeins eftir að leysa úr því hvernig útfærslan verð- ur.“ Þú vilt ekki segja hve miklar skattahækkanirnar verða, hve há erlendu lánin verða eða hve mikill og þá á hvaða sviðum niðurskurð- urinn verður? „Nei, á þessu stigi segi ég ekki meira en þetta“, sagði Þorsteinn Pálsson. - S.dór. Þyrlumál landhelgisgæslunnar: Þyrla tekin á leigu segir dómsmálaráðherra Jón Helgason- Kaupum á vél frestað í þágu fatlaðra Um hátíðirnar munu fermingar- börn knýja dyra hjá landsmönnum til að selja merki Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ágóðanum er varið til styrktar fötluðum. Tilgangur merkjasölunnar er þríþættur: 1) Til stuðnings heimilis fyrir munaðarlaus fötluð börn í Kalkútta á Indlandi. Þetta heimili er í umsjá systra Maríu Theresu. Þar dvelja nú 50 börn en mikil þörf er á meira rými. Samtengt heimil- inu er lítill skóli fyrir börnin, verk- stæði til kennslu, handiðnaðar og heilsugæsla. Þetta heimili er rekið á sjálfboðagrundvelli og fyrir frjáls framlög. 2) Til stuðnings fötluðum börn- um innanlands í samvinnu við landssamtökin Þroskahjálp. 3) Til stuðnings starfi í þágu fatl- aðra á Sólheimum í Grímsnesi en biskupi íslands hefur borist beiðni um aðstoð við heimilið. Arkitektar styðja „Níu líf4 Á félagsfundi í Arkitektafélagi íslands 11. apríl sl. var samþykkt að lýsa stuðningi sínum við ný- stofnuð samtök áhugamanna „Níu líP‘ sem berjast fyrir verndun Aðal- strætis 8, Fjalakattarins. - Hin mjög svo umræddu þyrlu- kaupamál landhelgisgæslunnar hafa nú verið leyst til bráðabirgða með þeim hætti að dómsmálaráðherra Jón Helgason hefur ákveðið að fresta kaupum á vél, en leigja þyrlu um óákveðinn tíma, eða þar til betur árar í fjár- Stjórn Jötuns lítur svo á að það sé aldeilis óviðunandi fyrir sjó- menn að Skipaskoðunin gefi undanþágur um öryggisbúnað skipa í trássi við gildandi lög og reglugerðir. Stjórnin lýsir allri ábyrgð á hendur stofnunum sem með öryggismál sjómanna fara og skorar á stjórnvöld og þá sérstak- lega þann ráðherra sem þessi mál heyra undir að gera nú gangskör að því að ekki verði endurnýjuð haffærnisskírteini skipa ef sjósetningarbúnaður gúmmíbjörg- unarbáta er ekki um borð, og allar undanþágur þar að lútandi aftur- kallaðar, segir í ályktun sem sjó- mannafélagið Jötunn í málum, eins og hann komst að orði í g*r. Valdimar Indriðason alþingis- maður, sem sæti á í Landhelgis- nefnd sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að hann vonaðist til þess að hægt yrði að kaupa þyrlu sem Vestmannaeyjum hefur sent frá sér. Sjómannafélagið Jötunn skorar allra fyrst. Að leigja vél væri bráða- birgðalausn. Þá sagðist hann telja rétt að tekin yrði á leigu vél af sömu gerð og síðan verður keypt, þannig að flugliðum þyrlunnar gefist kost- ur á því að æfa sig og kynnast vél- inni sem best. Jón Helgason sagði að yfirmenn á alla sjómenn að fyglgjast vel með öllum öryggisbúnaði um borð í skipi sínu og ráða sig ekki í skiprúm landhelgisgæslunnar myndu taka ákvörðun um það hvaða vélarteg- und yrði fyrir valinu. Þá hefur það komið fram að tæknimenn land- helgisgæslunnar telja franska þyrlutegund þá heppilegustu. -S.dór. nema sjálfvirkur sleppibúnaður gúmmíbjörgunarbáta sé til staðar um borð. Frysting grásleppuhrogna? Frysting grásleppuhrogna mun verða könnuð í Ncskaupsstað á næst- unni, en að minnsta kosti einn er- lendur aðili hefur sýnt áhuga á að kaupa slíka vöru. Undanfarin ár hef- ur reynst erfitt að afsetja grásleppu- hrogn sem unnin eru í landinu og því nauðsynlegt að freista nýrra vinnslu- leiða. Már Lárusson verkstjóri í Sfldar- vinnslunni í Neskaupsstað tjáði Þjóð- viljanum að japanskur kaupandi hefði sýnt áhuga á að kaupa fryst grásleppuhrogn, og í bígerð væri að kanna möguleika á frystingu þeirra í samvinnu við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Már tók fram að mál- ið væri enn á algeru frumstigi, og ails- endis óvíst hvernig tii tækist. Leiða þyrfti að leita til að koma í veg fyri? að hrognin springju við frystinguna, sem gæti eyðilagt gildi hrognanna. í Neskaupsstað berst ekki mikil grásleppa á land, en þó hafa þar bor- ist upp í 15 tonn af hrognum á umliðn- um árum og því meir en naujfsynlegt að kanna hvort ekki megi nýta þau betur, sagði Már. ________________________________ Ályktun frá sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum _ _____ Oviðunandi undanþágur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.