Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.05.1984, Blaðsíða 15
ts.ti 'ft( •’i-fftj.aiifiMrz írsií.jrt&yt’* - t/ “; »* Fimmtudagur 31. maí 1984 ÞJOÐVILJIIS'N — SÍÐA 15 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Luther Bllssett - kyrrsettur. Enskir án þriggja Enska landsliðið í knattspyrnu verður að öllum líkindum án þrig- gja sterkra sóknarmanna í vináttu- leik gegn Sovétmönnum á Wembley á laugardaginn. Tony Woodcock frá Arsenal meiddist í leiknum við Skota sl. laugardag og er líklega tábrotinn. Mark Chamberlain frá Stoke togn- aði í baki og Luther Blissett fær ekki leyfi frá hinu ítalska félagi sínu AC Mflanó til að leika. _VS Hannes aðstoðar Björgúlf Björgúlfur Jóhannsson þjálfari kvennalandsliðsins í blaki hefur fengið sér til aðstoðar Hannes Karlsson, þjálfara íslandsmeistara Völsungs í kvennaflokki. Hannes hefur aðsetur á Húsavík og er það heppilegt fyrir landsliðsstúlkurnar því 9 af 17 verða á Húsavík og Ak- ureyri í sumar. Ein stúlknanna hef- ur dregið sig útúr landsliðshópn- um, Guðrún Hreinsdóttir úr ÍS. -VS Vildís formaður Vildís K. Guðmundson var kjör- inn formaður Badmintonsambands Islands á ársþingi sambandsins sem haldið var um síðustu helgi. Hún tekur við af Gunnsteini Karlssyni sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs. Aðrir í stjórn eru Sigríður M. Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Sig- fús Ægir Árnason og Sif Friðl- eifsdóttir. í varastjóm voru kjörnir þeir Viðar Karlsson, Jón S. Karls- son og Nils Zimesen. Liverpool Evrópumeist- ari í fjórða skipti Liverpool varð í gærkvöldi Evróp- umeistari í knattspyrnu í fjórða skipti, vann AS Roma frá Ítalíu í vítaspyrnukeppni eftir lengdan leik á Ólympíuleikvanginum í Róm, heimaveUi Roma. Þetta er fjórði sigur Liverpool í þessari keppni, ensku meistararnir unnu áður árin 1977, 1978 og 1981. Aðeins Real Madrid frá Spáni hefur oftar hlotið þennan eftirsótta titil, sex sinnum, þar af fimm fyrstu árin sem keppn- in var haldin. Þetta þýðir að Eng- land á tvö lið í Evrópukeppni meistaraliða næsta vetur, auk Liv- erpool mun Southampton leika þar í fyrsta skipti þar sem Liverpool varð einnig Englandsmeistari en Southampton hafnaði í öðru sæti. Eins og við sáum í beinni sjón- varpsútsendingu í gærkvöldi var leikurinn í jaftivægi og úrslit gátu orðið á hvom veginn sem var. Li- verpool var betri aðilinn fyrsta korterið, pressaði mjög framarlega á breskan máta, og það gaf mark á 14. mínútu. ítölunum mistókst að hreinsa eftir fyrirgjöf og bakvörð- urinn gamalreyndi Phil stakk tánni á boltann við markteig og sendi hann í opið markið. Roma tók leikinn nokkuð í sínar hendur fljótlega eftir markið; eins og Kevin Keegan, sem aðstoðaði sjónvarpsþulinn, sagði, þá varð Roma að opna leikinn. Allt benti til þess, að Liverpool stæðist press- una framað hléi en á hinni frægu 43. mínútu skoraði Roberto Pmzzo fallegt skallamark eftir frá- bæran undirbúning og sendingu Bmnos Conti, útherjans leikna 1:1. Síðari hálfleikurinn var sveiflu- kenndur þar til Liverpool tók af skarið og sótti látlaust síðasta kort- erið. Það gaf þó ekki mark, og ekki heldur sviplítil framlenging. í vít- akeppninni sáum við svo ítalana Graziani og Conti klúðra sínum vítum, Steve Nicol sömuleiðis, og Liverpool vann vítakeppnina 4:2. Maður þessa leiks var tvímæla- laust írinn Mark Lawrenson í vöm Liverpool, hann átti stjörnuleik. Graeme Souness lék einnig mjög vel, sívinnandi og skipuleggjandi á miðjunni, þeir tveir stóðu uppúr hjá enska liðinu. Af ítölunum var Pruzzo frískastur þar til hann varð að fara útaf og Conti var ávallt hættulegur. Falcao var öflugur á miðjunni og vörn ítalska liðsins var ákaflega sterk. Gott lið Roma, en það vantaði herslumuninn til að Mark Lawrenson - bestl maður vall- arlns í gærkvöldi. geta nýtt sér heimavöllinn til sigurs á hinni óstöðvandi Liverpool- maskínu, sem bara getur ekki hætt að mala gull! -VS KR-Fram í kvöld Reykjavíkurfélögin KR og Frám hefja 4. umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Þau mætast þá í Laugardalnum og hefst leikurinn kl. 20. KR-liðið hefur valdið vonbrigð- Átta kvennaleikir í dag um í þremur fyrstu leikjunum sem allir hafa endað með jafntefli. Til að vera með í efri hluta deildarinn- ar í sumar þurfa KR-ingar nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Fram, sem vann 2. deildina í fyrra, hefur byrjað ögn betur, er með 4 stig úr þremur leikjum. Framarar unnu Breiðablik í Kópa- vogi á sunnudaginn og eru til alls líklegir í sumar. Keppni í 1. og 2. deild kvenna á íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í 1. deild og sex í 2. deild. í 1. deild verður leikið í A-riðli. KR mætir meisturum Breiðabliks á KR-vellinum kl. 14 og Víkingur og Reykjavíkurmeistarar Vals leika á Vflcingsvellinum kl. 20. Þriðji leikur 1. umferðar verður síðan á Akranesi annað kvöld. Þar leika ÍA og ÍBÍ kl. 20. Keppni í B-riðli hefst ekki fyrr en um miðjan júní. KA, Punktar frá Englandi: Coppell til Palace? Þar leika Þór Akureyri, Höttur og Súlan. Leikirnir í 2. deild eru eftirtaldir: A-riðill - Fylkir-Haukar á Árbæ- jarvelli kl. 20, Fram-Víðir á Fram- velli kl. 14 og Grindavík-FH á Grindavíkurvelli kl. 20. B-riðill - Hveragerði-ÍR og á Hveragerði- svelli kl. 14, Selfoss-ÍBK á Selfos- svelli kl. 20 og Stjarnan- Afturelding á Garðabæjarvelli kl. 20. Ensk knattspyrnufélög leita grimmt að leikmönnum og fram- kvæmdastjórum þessa dagana með næsta vetur í huga. Hér eru helstu fregnir af þeirri leit: Fjórir eru taldir koma til greina í stjórastöðuna hjá Newcastle sem vann sér 1. deildarsæti í vor. Þeir eru Jim Smith, Oxford, Mick Bux- ton, Huddersfield, Graham Turn- er, Shrewsbury, og Bryan Hamil- ton, Tranmerre. Stjómarformaður Newcastle hefur lýst því yfir að hann vilji ekki sjá fræga kappa á borð við Jack Charlton, Malcolm MacDonald og Lawrie McMenemy sem allir voru orðaðir við stöðuna. Alan Ball, sá eini sanni, hefur tekið við stjórn Portsmouth til bráðabirgða og fær líklega fast- ráðningu í embættið fljótlega. IFR ara íþróttafélag Fatlaðra í Reykja- vík er um þessar mundir að minn- ast 10 ára afmælis félagsins en fé- lagið var stofnað þann 30. mal 1974. í tilefni af því mun félagið gangast fyrir sérstakri afmælis- hátíð. Hátíðin hófst í gærkvöldi með aðalfundi félagsins og af- mælishófi, á laugardaginn verður seinni hluti aðalfundar sem hald- inn verður í Hátúni 12 auk þess sem félagið gengst fyrir dansleik um kvöldið á Hótel Esju. Alhr velunnarar félagsins eru vel- komnir á dansleikinn sem hefst kl. 21.30. Stærsta verkefni félagsins er bygging íþróttahúss í Hátúni og er vonast eftir að það verði tilbú- ið í byrjun árs 1986. Núverandi stjórn félagsins er: Form. Amór Pétursson, varaf- orm. Edda Bergmann Guð- 'O ! i/X. Arnór Pétursson formaður IFR. mundsdóttir, ritari Elsa Stefáns- dóttir, gjaldkeri Vigfús Gunnars- son, meðstj. Guðni Þór Arnórs- son ásamt 5 manna varastjóm. -Frosti Malcolm MacDonald kemur þó einnig til greina. Steve Coppell, enski landsliðs- maðurinn frá Man.Utd sem varð að hætta vegna meiðsla sl. vetur, tekur sennilega við 2. deildarliði Crystal Palace. Locu Macari, félagi hans frá Man.Utd verður þá að- stoðarmaður hans. Luton Town vill kaupa Phil Thompson, fyrrum landsliðsmið- vörð, frá Liverpool og hinn mark- sækna Bob Latchford sem nú leikur með Roda í Hollandi. John Chiedozie, Nígeruímaður- inn marksækni hjá Notts County, fer að öllum líkindum til Sheffield Wednesday. Tottenham er talið eiga besta möguleika á að ná í Danann unga Michael Laudrup frá ítalska fé- laginu Lazio Roma. Arsenal og Tottenham bítast um skoska landsliðsmanninn Richard Gough sem leikur með Dundee United. Arthur Cox, sem kom Newcastle í 1. deild sl. vetur, er tekinn við stöðu framkvæmdastjóra hjá Der- by County sem féll í 3. deild. -VS Annar hluti OL fatlaðra í Englandi Annar hluti Ólymípuleika fatl- aðra hefur verið fluttur frá Banda- ríkjunum til Stoke-Mandeville í Englandi. Áður stóð til að leikarnir færu fram í tveimur borgum í Bandaríkjunum. Fyrri hlutinn fer fram í New York og hefst þann 16. júní, og verða 10 íslenskir kepp- endur þar. Mótið í Stoke- Mandeville er fyrir mænuskaðaða og munu 8 íslendingar mæta þar til leiks en það hefst 21. júlí. -Frosti Isiandsmótiö I knattspyrnu kvenna hefst í dag. Mótaskráin tekin af stjórninni! Ársþing Blaksambands ís- lands sem haldið var á dögunum samþykkti að taka útgáfu móta- bókar sambandsins næsta haust úr höndum stjórnarinnar. Fram kom tillaga frá Þrótti Nes- kaupstað um að þeir austan- menn fengju að gefa út mótask- rána og var það samþykkt. í Neskaupstað hafa þeir alla að- stöðu tU prentunar og þá hafa Þróttarar verið iðnastir við að safna auglýsingum í mótaskrár BLÍ, flestar auglýsingar í síð- ustu skrá voru t.d. frá aðUum I Neskaupstað. Höfðu menn á þinginu lúmskt gaman að þess- ari „vantraustsyfirlýsingu“ á hendur stjórnarinnar en móta- skrá BLÍ hefur undanfarin ár verið ansi lengi að fæðast. -VS Norræna sundkeppn- in hefst í dag Ákveðið hefur verið að Nor- ræna sundkeppnin hefjist á morg- un föstudag. Eins og nafnið bend- ir tU er hér um að ræða keppni miUi Norðurlandanna, aUir geta gerst keppendur með því að synda 200 metra. Sérstök þátt- tökuspjöld hafa veríð prentuð og munu þau liggja fyrir á sundstöð- um landsin. Úrslit fást síðan í keppninni með því að finna hlut- fall sunda við höfðatölu. í Reykjavík hefst keppnin á 4 stöðum. Þeir eru: Laugardals- laugin, Vesturbæjarlaugin, Sundhöllin og Sundlaug Breiðholts. Ýmsir framámenn í þjóðfélaginu munu ásamt fasta- gestum lauganna hefja sundið kl. 7.45 í fyrramálið. Sundsambandið hefur látið framleiða barmmerki sem kosta 60 krónur stykkið og verða þau til sölu á sundstöðunum. Þeir sem synda 200 metran geta keypt sér bronsmerki, syndi menn 200 metrana 50 sinnum eiga þeir kost á að kaupa silfur og fyrir 100 sund gull. Norræna sundkeppnin hefur verið haldin níu sinnum og hafa íslendingar tekið átta sinnum þátt í keppninni, þeir hafa einu sinni sigrað það var árið 1951. Færeyingar taka nú í fyrsta sinn þátt í keppninni sem sjálfstæð þjóð en allar Norðurlandaþjóð- irnar eru aðilar að keppninni. Auk þess að vera keppni á milli landanna hefur þetta einnig verið keppni milii ýmissa kaupstaða og sýslna. Alls komu tvær og hálf milljón íslendinga á sundstaði í fyrra og er reiknað með að sú tala verði hærri á þessu ári, það hefur sýnt sig að sundáhugi landsmanna rýkur upp við keppnina. Nor- ræna sundkeppnin var síðast haldin 1972. Til að þessi keppni hefur gæti orðið að veruleika hafa ýmsir að- ilar styrkt sundsambandið, má þar nefna: Rauða Krossinn, Slysavarnarfélagið, Sól H.f., Radíóbúðina og Trimmsam- bandið. -Frosti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.