Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1984, Blaðsíða 8
sem þeim er boðið uppá verður ekki með réttu lýst, nema sem nútíma þrælahaldi. Fyrir algjör smánarlaun er stúlkubörnunum þrælað út myrkranna á milli. Og til að tryggja að þau leiti ekki annað er þeim haldið innan verksmiðjuveggjanna á nóttu sem degi þar sem aðbúnaður er allur hinn viðurstyggilegasti. Við heimkomuna skrifaði ann- ar þeirra félaga, Ed Harrisman, grein í tímaritið „New States- man“, um það sem þeir félagar urðu áskynja í þremur fataiðnað- arfyrirtækjum sem þeir heim- sóttu í Bangkok. Hér á eftir verð- ur stuðst við frásögn Ed Harris- man. Grimmileg meðferð á stúlkubörnum Verksmiðjan Fortune Gar- ment er staðsett í hjarta Kína- hverfisins í Bangkok. Þar starfa um 250 stúlkur. Fastur vinnutími er frá 8 á morgnana til 11 á kvöld- in, sjö daga vikunnar. Oft er þó unnin lengri vinnudagur, langt frameftir nóttu. Fyrir vinnu sína fá yngri saumakonurnar hjá Fortuna Garment, sem tæpast eru komn- ar af barnsaldri, minna en 40 kr. á dag, sem ekki nær hálfum lög- boðnum lágmarkslaunum eins og þau eru í Thailandi. Yfirvinnan er ekki greidd sérstaklega. Að sögn Mr. Bundit, annars eiganda og forstjóra fyrirtækisins, er það óskráð samkomulag milli verk- smiðjueigendanna í Bangkok, að laun eru ekki hækkuð nema með samráði milli eigendanna. Fæst fyrirtæki hafa samninga, því flest kjósa þau frekar að ráða stúlk- urnar á grundvelli gagnkvæms trausts, eins og Mr. Bundit orðar það. „Engir samningar, engin vandræði“, er viðkvæði Mr. Bundit. Barnaþrælkunin er ótrúlega útbreidd: Brasílsk börn viö tígulsteina- gerð... Við og þau Mikilvœgi alþjóðlegrar samstöðu verkafólks Á síðari árum hefur hin alþjóð- lega verkalýðshreyfing vaknað til stöðugt betri skilnings á nauðsyn þess, að reyna að hafa áhrif á þró- un mála í Austurlöndum fjær, sem ng annars staðar í þróunarl- öndunum, þar sem svipað ástand ríkir, með því að koma verkafólki í þessum löndum til aðstoðar með margvíslegum hætti. En betur má ef duga skal. Aukin afskipti verkalýðshreyf- ingarinnar af málefnum verka- fólks í þróunarlöndunum eiga sér tvær samofnar forsendur. í fyrsta lagi má rekja þau til hreinna mannúðarástæðna og skilnings á mikilvægi alþjóðahyggjunnar og alþjóðlegrar samstöðu verka- fólks um hagsmunamál sín. í öðru lagi er vaxandi skilningur á því, að launakjör og aðbúnaður verkafólks í einu landi getur og hefur oft veruleg áhrif á kjör og baráttustöðu verkafólks annars- staðar. Þessi staðreynd hefur ekki hvað síst orðið verkafólki í fataiðnaðinum á Vesturlöndum stöðugt ljósari nú hin síðari ár. Samkeppnin við innflutning frá þróunarlöndunum hefur leitt til mikillar hnignunar í þessari atvinnugrein víða á Vestur- löndum og í kjölfarið hefur fylgt fjöldaatvinnuleysi. Og hér á landi, þar sem við höfum að mestu sloppið við atvinnuleysi í þessari grein fram að þessu, hefur áróður atvinnurekenda, barlóm- ur þeirra og atvinnuleysisvofan verið óspart notuð til að halda niðri launum í fataiðnaðinum og réttlæta andstöðu við hverskonar lagfæringar á kjörum þess fólks sem í iðnaðinum starfar. En hvaða saumakona kannast ekki við viðkvæði atvinnurekenda, að aukist launakostnaðurinn neyðist þeir til að hætta starfseminni eða fara út í innflutning frá þróunarl- öndunum? Að vísu virðist þessa sömu atvinnurekendurekki alltaf skorta fé, eigi að nota það til ann- arra hluta. Og með þeirri ríkis- stjórn sem nú situr að völdum hafa þessir iðnrekendur öðlast dyggan bandamann, sem virðist sjá þá leið eina í baráttunni fyrir „endurreisn íslensks efnahags- lífs“ og „uppbyggingu atvinnu- lífsins“ í samkeppni við innflutt- an varning og fyrir aukinn út- flutning, að koma kjörum ís- lensks verkafólks, ekki aðeins í fataiðnaðinum, heldur almennt, og áhrifum verkalýðshreyfingar- innar sem næst því sem tíðkast í þróunarlöndunum. Eða eins og haft var eftir iðnaðarráðherran- um: að ísland væri Singapore norðursins. Gegn þessum fyrir- ætlunum verður íslensk verka- lýðshreyfing að bregðast af hörku og eindrægni. Og þar skiptir ár- angursríkt starf hennar innan al- þjóðlegrar verkalýðshreyfingar að málefnum þróunarlandanna ekki svo litlu máli fyrir baráttu- stöðu hennar hér. H.G. 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 22. júní 1984 HEIMURINN Fortuna Garment búa í húsnæði sem fyrirtækið lætur í té. Nánar tiltekið í þrem smáhýsum að baki verksmiðjunnar. Þægindi eru þar öll mjög af skornum skammti: Engin loftkæling og stúlkurnar verða að sofa á hörðu gólfinu í einni kös. Og jafnvel þótt starfs- degi ljúki kl. 11 að kveldi þurfa stúlkurnar oft að bíða tímunum saman eftir sturtubaði til að skola af sér svita dagsins. Mr. Bundit viðurkennir, að aðbúnaðurinn sé ekki éins og best verður á kosið, en bætir við að „þær kvarti ekki“. Eins og aðrir verksmiðju- eigendur í Bangkok forðast Mr. Bundit að ráða til starfa stúlkur sem fæddar eru og uppaldar í Bangkok af ótta við, að þær séu of sjálfstæðar og geti risið upp sér til varnar. Þeir sækjast þess í stað eftir snauðum og illa upplýstum sveitastúlkum frá fátækustu hlutum Thailands, í norðri og norð-austri. Þær leggja hart að sér, beygja sig undir algera drottnun atvinnurekendanna. Stúlkurnar hjá Thai Thon Knitting prjóna peysur sem náð hafa miklum vinsældum á Vest- urlöndum. Samkvæmt lýsingu forstjórans Mr. Sakchai eru þær aðstæður sem stúlkurnar búa við „harla góðar“, miðað við það sem almennt tíðkast. Stúlkurnar hafa flestar náð 17 ára aldri, þær búa í þægilegum vistarverum á þaki verksmiðjubyggingarinnar, á gólfinu „eins og þær eru vanar að heiman", og þær fara í bíó á sunnudögum. Að sögn Mr. Sakc- hai hafa stúlkurnar sem hjá hon- um vinna minnst 135 kr. á dag. En hvernig hefur hann efni á að sýna starfsfólki sínu slíka rausn? „Ef við gerðum það ekki væru þær ekki ánægðar og mundu leita eitthvert annað“. En hvernig skýrir hann þá tilvist varðmanns- ins við verksmiðjuhliðið, ef allt er í himna lagi? Það verður fátt um svör hjá Mr. Sakchai. í viðtölum við stúlkurnar hjá Thai Thon knitting kom fram nokkuð önnur mynd af ástandi mála. Vissulega útvegar fyrirtæk- ið þeim svefnstað, sjö herbergi, þar sem 250 stúlkum er gert að hýrast í einni bendu. Fyrirtækið sér starfsfólkinu fyrir skammti af hrísgrjónum, en annan mat verða stúlkurnar að kaupa sjálfar. Og þar kemur skýringin á tilvist varðmannsins. Hann fylgist með þeim stúlkum sem leyft er að versla á markaðinum þar skammt frá og rekur þær aftur inn í verks- miðjuna, þegar'honum þykir þær hafa tafið nóg. Það voru alveg nýjar fréttir fyrir stúlkurnar að þær færu í kvikmyndahús á sunnudögum. Ekki nóg með það. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að stúlkun- um, einkum þeim yngri, en þær eru margar á aldrinum 12 til 14 ára, andstætt því sem Mr. Sakc- hai heldur fram, er í reynd haldið föngnum í verksmiðjunni, og það er enginn möguleiki fyrir þær, að fara frjálsar ferða sinna utan vinnutíma. Botnlaus mannfyrirlitning Þær aðstæður sem saumakonur í fataiðnaðinum í Bangkok verða að búa við og hér hefur verið dregin mynd af í grófum dráttum, eru ekki ýkja frábrugðnar því sem almennt gerist í þessum iðn- aði í Austurlöndum fjær. Til að finna einhvern samjöfnuð hér á Vesturlöndum verður að fara allt aftur á síðustu öld. Aftur til þess tíma þegar verkalýðshreyfingin og stjórnmálasamtök launafólks höfðu ekki enn sett mark sitt á samfélagið og félagsmálalöggjöf var óþekkt fyrirbæri. Það þarf með öðrum orðum, að fara allt aftur til þess tíma, þegar atvinnu- rekendur gátu í skjóli ægivalds síns yfir verkafólki, þrælað börn- um sem fullorðnum út hömlu- laust fyrir kjör, sem þegar best lét gerðu verkafólki mögulegt að draga fram lffíð, en ekkert um- fram það. Það er einmitt þetta ástand, sem verksmiðjueigendurnir í Bangkok hafa tekið þátt í að skapa og viðhalda, og það er þeim þvert um geð að nokkur breyting til batnaðar verði þar á. í huga þessara manna er verka- lýðshreyfingin og vinnulöggjöf af hinu illa, sem berjast ber gegn með oddi og egg, þar sem öll meðöl eru leyfileg. Viðhorf Mr. Sandej, forstjóra Dynasty Fa- brics lýsa hugsunarhætti þessara nútímaþrælahaldara vel. Hann telur að ekkert atvinnuleysi ætti að vera á Vesturlöndum, enda auki það við hinn félagslega kostnað framleiðslunnar. Hann hefur líka skýringuna á öllu því sem hann telur hafa miður farið í efnahagslífi Vesturlanda. Verka- fólk hefur of há laun, fær alltof marga greidda frídaga. Það ætti ekki að leyfa starfsemi verka- lýðsfélaga og vinnulöggjöfin er til að brjóta hana. Og Mr. Sandej og kollegar hans liggja ekki á liði sínu þegar kemur að því að færa fram hugmyndir sínar í verki. Þótt ekki standist löggjöf um réttindi verkafólks í Thailandi neinn samjöfnuð við það sem tíðkast, þar sem verkalýðshreyf- ingin hefur komist til einhverra áhrifa, er hún engu að síður fyrir hendi. Þar er m.a. að finna ákvæði um, að stúlkum sem vinna í verksmiðjum skuli greitt fyrir yfirvinnu, ekki megi láta þær vinna alla nóttina, þær skuli fá frí reglulega og sé vinnustaðurinn nógu stór, hafi þær rétt til að skipuleggja sig í verkalýðsfélög. Jafnframt kveður löggjöfin á um, að því aðeins megi ráða stúlkur undir 15 ára aldri til starfa, að fyrir liggi skriflegt samþykkti for- eldra, læknisvottorð, vottorð um að viðkomandi hafi lokið grunn- námi og samþykki opinberra að- ila. Hvert einasta ákvæði þessarar vinnulöggjafar er, eins og fram hefur komið, þverbrotið. En hvemig getur slíkt skeð í landi eins og Thailandi, sem stjórnað er af herforingjastjórn, sem kveðst meta aga, röð og reglu og þjóðlega sjálfsvirðingu öllu ofar? Þar sem fátt væri auðveldara fyrir þær þúsundir hermanna, lög- reglumanna og annarra starfs- manna ríkisvaldsins, en að sjá til þess að vinnulöggjöfin sé virt og eftir henni farið. Skýringin er ein- föld. Ríkisstjórnin lítur á það sem helsta verkefni sitt, að vernda hagsmuni valda og forréttinda- stéttina í landinu og skapa sem ákjósanlegustu skilyrði fyrir áfr- amhaldandi drottnunarstöðu hennar og auðsöfnun, þar sem sérhver gagnrýnisrödd er þögguð niður án vægðar. Efnahagslífið er gegnumrotið af spillingu og hömlulaus rányrkja er stunduð, þar sem hinn ört vaxandi fólks- fjöldi er sú auðlind sem næst er gengið. Sé einhver í vafa um viðhorf stjórnvalda, þá lýsti iðnaðarráð- herra Thailands því yfir nú ný- lega, að engar breytingar væru fyrirhugaðar í þessum efnum á næstunni: „Verkalýður Thai- lands á enn langt í land með að öðlast skilning á þeirri ábyrgð sem hann ber og hvað felst í hug- takinu ábyrgt lýðræði. Ég tel að hugtakið lágmarkslaun eigi ekki við þessa stundina, því Thailand er enn þróunarland, fátækt land, sem þarfnast þess að öll þjóðin starfi saman og leggi hart að sér“. Og varla þarf ráðherrann að kvarta, hvað snertir fataiðnað- inn. Ábyrgð vestrœnna kauphéðna Það er ljóst, að það eru at- vinnurekendur og stjórnvöld í Thailandi sem bera höfuð ábyrgðina á þeim ómannúðlegu aðstæðum sem börnum og full- orðnum sem vinna í fataiðnaðin- um er gert að búa við. En ábyrgð vestrænna kauphéðna er einnig mikil. Þeir halda verðinu á fram- leiðslunni niðri eins og mögulegt er vitandi vits, að með því stuðla þeir beint og óbeint að lögbrotum verksmiðjueigendanna og eiga sinn þátt í að viðhalda þeim kverkatökum sem verkafólki þessara vinnustaða er haldið í. Það er ekkert leyndarmál að þessir kauphéðnar þekkja þá kúgun og þá ómannúðlegu með- . ferð sem fólkið býr við. Þeir heimsækja verksmiðjurnar og þeim er sýnt hvað þar fer fram. Mr. Sandej er stoltur af fyrirtæk- inu sínu og hefur gaman af að fylgja viðskiptavinum sínum um svæðið. Aðspurður um viðbrögð þeirra sagði hann: „Þeir segja ekkert. Þeir brosa og eru ánægðir“. Og ástæðan fyrir ánægju kauphéðnanna er auðsæ. Þeir kaupa inn eins ódýrt og mögulegt er og selja eins dýrt og þeim er fært. Og hagnaðurinn er oft með ólíkindum, ekki síst fyrir tilverknað barnaþrælkunarinnar í fataiðnaðinum í Bangkok. Sé á þá gengið er allt eins víst að kauphéðnarnir og stuðnings- menn þeirra úr röðum frjáls- hyggjumanna réttlæti aðild sína að óþverranum með því að segja, eins og oft hefur verið gert, að vel megi vera að þær barnungu stúlk- ur sem vinna hjá Fortuna Gar- met, Dynasty Fabrics, Thai Thon og öðrum hliðstæðum verksmiðj- um séu látnar vinna á nóttunni, fá lítið að borða annað er hrís- grjónaskál, búi við aðstæður sem vart sé svínum bjóðandi, allt fyrir fáeinar krónur á mánuði. En ólíkt hundruðum þúsunda kyn- systra þeirra hafi þær ekki verið neyddar til að selja kauphéðnun- um og fyrirtækjum þeirra meydóm sinn. Dæmi svo hver þessa réttlætingu á framferði þessara manna eins og hugur hans segir til um. -HG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.