Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Fólk vill æsi- fregnir Magnús Ólafsson ritstjóri NT sagði Þjóðviljanum að einhvers konar æsi- fréttir væru það sem fólk vildi lesa um í dagblöðunum. Hann sagði að fréttin í NT í gær og myndir með henni væru mjög ,vsterk viðvörun" til lesenda, „enda mjög sterkar fréttir sem eiga erindi til fólks“. Magnús svaraði ekki beinlínis hvort siðferði hinnar nýju blaða- mennsku væri annað nú en áður. Hann benti á að nafnbirtingar tíðkuð- ust ekki í NT „eins og gert er í bresk- um blöðumm meira að segja þegar um bíldekkjaþjófa er að ræða“! „Ég tel langt í frá að við séum að velta okkur upp úr fjölskylduharm- leikjum þótt við birtum fréttir og myndir af atburðum og fólki sem ekki er nafngreint. Það eru til margskonar leiðir til að koma við einstaklinga og það þarf ekki endilega að vera í gegn- um slys eða annað. Það er dæmi um blöð sem hafa ráðist harkalega á ein- staklinga t.d. pólitískt. Þá eru það nátturulega nafngreindir einstak- lingar sem hefur vitanlega verið jafn viðkvæmt fyrir fjölskylduna. Þetta er hægt að gera á marga vegu“. -jP Útbreiðsla á þjáningu „Það sem ég vil að mér sé gert það eitt vil ég gera öðrum. Þannig ættu blaðamenn að hugsa þegar þeir skrifa fréttir sínar“, sagði Agnes M. Sigurð- ardóttir œskulýðsprestur Þjóðkirkjunn- ar. „Maður getur ekki annað en for- dæmt fréttir af fjölskylduharm- leikjum þar sem ekki er verið að gera annað en að útbreiða þjáningu fólks. Það fer ekki vel í mig þegar komið er illa við tilfinningar fólks, sem á við erfiðleika að stríða“. - jp ' i'- Er þetta hin „nýja blaðamennska" og vilja lesendur fréttir af fjölskylduharmleikjum? Mynd - eik Fjölskylduharmleikir Hvernig á að segja fréttir af þeim? Pjóðviljinn leitar álits ritstjóra dagblaðanna, sálfrœðings og prests Eru íslensk blöð farin að birta ýtar- legar frásagnir af fjölskylduharm- leikjum til að styrkja stöðu sína á markaðinum? Samkeppnin um söiu dagblaðanna getur stefnt fréttamati í óefni. Nærmyndir af vinum ungs drengs sem ferst þegar sviplegt slys á sér stað segja engu minna en nafnbirt- ing. Slíkt hafa blöðin hingað til forð- ast þegar um fjölskylduharmleiki er að ræða. Hvað er frétt? Hvernig á að koma fréttum til neytenda? Hvernig fréttir vill fólk? Þetta eru spurningar sem að er auðvitað Ijóst að ritstjórar gulu pressunnar á Islandi og raunar hvar sem er í heiminum virð- ast ekki gera sér ljóst að aðgát skal höfð i nærveru sálar. Blaðamennska af því tagi sem hefur sést í DV og NT undanfarna daga er forkastanleg og sannarlega fyrir neðan virðingu blað- amanna að láta slikt frá sér fara, sagði Valþór Hlöðversson fréttastjóri Þjóð- viljans er hann var inntur álits á því hvort fjölskylduharmleikir ættu að vera mikið fréttaefni á síðum dag- blaða, fréttafólk þar einatt að hafa í huga. Á síðustu dögum og vikum hafa orðið mörg hörmuleg slys. Fjölmiðlar hafa sagt frá þeim. Þó er ákaflega ólíkt með hvaða hætti þeim eru gerð skil. Fram til þessa hefur verið leitast við að vernda þá sem um sárt eiga að binda. Á síðustu dögum hafa nokkur dag- blöð hér á landi fundið ástæðu til að birta myndir af vettvangi harmleikja. f fyrradag fjallaði DV um mann sem kveikti í sér á húsþaki og birti myndir af atvikinu. í gær fjallaði NT um Það hefur lengi verið aðalsmerki Þjóðviljans að velta sér ekki upp úr slysafréttum og allra síst ef þar er um að ræða dauðaslys eða annað það sem kann að snerta dýpstu tilfinningar að- standenda. Við reynum hins vegar að fjalla um slíka viðburði af nærfærni og tiliitssemi við þá sem í hlut eiga. Síð- degispressan hér á landi hefur því miður farið öðru vísi höndum um slík- ar fréttir og síðustu misserin hafa önnur íslensk dagblöð fylgt í kjölfar- ið. drukknum drengs í Elliðaánum með átakanlegum myndum af aðstand- endum og fyrirsögn sem var tilvitnun í ungan vin hins látna. Þjóðviljinn velt- ir því fyrir sér hvort þetta sé stefnan í fréttamennskunni. Við leituðum álits ritstjóra dag- blaðanna, sálfræðings og prests. Þau voru spurð um það hvort Islendingar vilji svona fréttir, hvort ekki væri ver- ið að velta sér upp úr fjölskylduharm- leikjum og hvort siðferði blaða- mennskunnar væri breytt. - jp Jú, sjálfsagt á hin ört vaxandi sam- keppni í blaðaheiminum hér hiut að máli en það er ömurlegt hlutskipti dagblaðs sem þykist vera vant að virðingu sinni að grípa til slíkra ör- þrifaráða til þess eins að halda sér á floti, sagði Valþór að síðustu. -JP Forkastanleg blaðamennska Brá þegar ég sá myndirnar Mér brá þegar ég sá myndirnar í NT í morgun. Sá atburður að drengur drukknar í Elliðaánum er þess eðlis að óhjákvæmilegt er að segja frá því. En ég held að það sé ekki stefnan hjá íslenskum dagblöðum að velta sér upp úr fjölskylduharm- leikjum enda hefur óspart verið tekið tillit til þess bæði í nafnbirtingum og myndbirtingum. Þetta er ekki spurning um hvaða fréttir menn vilja, heldur hvað er fréttnæmt og hvað ekki. Ég er ekki þar með að verja að birtar séu myndir af sorglegum atvikum, sagði Ellert B. Schram ritstjóri DV í gær. „Þróunin í blaðamennsku þegar til lengri tíma er litið virðist mér sú að blöðin eru að sækja fastar og segja meira frá heldur en þau gerðu áður, bæði í frásögn og myndum. Hins veg- ar vil ég taka skýrt fram að okkar stefna hjá DV er sú að birta ekki myndir sem eru fyrir neðan velsæmis- mörk og teljum okkur ekki hafa gert það. Myndirnar sem voru í DV í gær af manninum sem kveikti í sér eru að mínu mati innan þessara marka“. -jp Vil ekki tjá mig Það sem ég hef um fréttamennsku að segja geri ég á síðum Morgun- blaðsins, sagði Styrmir Gunnarsson ritstjóri. Hann sagði að þær fréttir sem hann telur að fólk vilji lesa væru í sínu blaði. Um siðferði „hinnar nýju blaðamennsku" vildi hann ekki tjá sig nánar. -jp Að láta mata Svona fréttir geta gengið í fóik sem ekki er virkt í að skapa sér sitt eigið líf sjálft, heldur lætur mata sig, sagði Sigtryggurjónsson sálfrœðingur við Þjóðviljann í gær. Hann gagnrýndi neikvæða frétta- mennsku og talaði um að framsetning fréttanna skipti höfuðmáli. „Síðdeg- isblöðin selja mikið út á langloku á stuttar fréttir". sig „Eilífðarspurningin er sú: Hvort kemur á undan hænan eða eggið? Móta blaðamenn vilja fólksins eða mótar fólkið fréttir blaðamanna?“ -JP /uósaskoðun\ LÝKUR 31. OKTÓBER jlajetOAn 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.