Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.07.1984, Blaðsíða 8
MANNLlF Ferðalög Nýstárlegt ferðalag Hringferð með BSRB Doktor Nýlega varði Snjólfur Ólafsson doktorsritgerð í stærðfraeði við Háskólann í Stokkhólmi. Heiti ritgerðarinnar var: „Rannsóknir á hraðvirkni hendingarkenndu Simples-aðferðarinnar“ (Studies of the Efficiency of the Stochastic Simplex Method). Sú stærðfræðiaðferð, sem mest hefur verið notuð við úrvinnslu í tölvum síðastliðna 3 áratugi, er nefnd Simplex-aðferðin. Aðferð- in er notuð til þess að finna „bestu lausn“ (t.d. lágmarks- kostnað eða minnstu tímanotk- un) fyrir línuleg stærðfræðilíkön. Hún er t.d. notuð við skipulagn- ingu á framleiðslu (hráefniskaup o.fl.) og flutningum. Rannsóknir dr. Snjólfs voru liður í að útskýra stærðfræðilega, hvers vegna þessi aðferð er jafn hraðvirk og raun ber vitni. Rannsakað var hvernig hending- arkennda Simplex-aðferðin reyn- ist við lausn á „transportat- ion“-vandamáli. Rannsóknirnar voru annars- vegar fólgnar í tilraunum með tölvu og hinsvegar fræðilegar. Niðurstöðurnar varpa nýju ljósi á suma þætti málsins og kollvarpa jafnframt ýmsum skýringum, sem fram hafa komið áður, m.a. hjá andmælanda við doktors- vörnina. Dr. Snjólfur er sonur hjónanna Ólafs E. Guðmundssonar, hús- gagnasmiðs, og Þorbjargar Þor- valdsdóttur, húsmóður. Hann er kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn. Snjólfur hefur verið ráðinn sérfræðingur við Reiknistofnun Háskóla íslands og mun hefja störf þar á næstunni. Landkynning, léttar göngu- ferðir og leikir ásamt kvöld- vökum verða einkenni hópferðar á vegum BSRB sem farin verður í 10 daga upp úr næstu mánaða- mótum. Ferðast verður um Borgar- fjörð, Strandasýslu, Norðurland, Sprengisandsleið, Landmanna- laugar og Suðurland. Ákveðið hefur verið að gista í svefnpokaplássum og snæða kvöldverð á veitingahúsum þar sem því verður við komið. Gjald- ið fyrir einstakling er 9,200 krón- ur en 6,200 fyrir börn. Er gisting og allur matur innifalinn, en þátt- takendur munu aðstoða við að útbúa morgunverð og hádegis- verð. í ferðina verður lagt af stað föstudaginn 3. ágúst og henni lýk- ur sunnudaginn 12. ágúst. Þannig að tvær helgar falla inn í ferðina og aðeins 5 vinnudagar. Hjá skrifstofu BSRB fengum við upp- lýsingar um að enn væri hægt að komast með. -JP- Skorpusteikur og salöt Steikt nautakjöt meðan beðið er „Við fáum vikulega nýslátrað svínakjöt af ungsvínum. Þeim er slátrað V/i mánuði fyrr en al- mennt er gert. Venjulega er svín- um slátrað 6 mánaða gömlum en þessurn fyrr til þess að fitan verði minni. Svínin eru frá Þórustöðum í Ölfusi og slátrað í sláturhúsinu þar á þriðjudögum. Við fáum kjötið á miðvikudögum.“ Þessi orð mælti Óskar Smith kjötiðn- aðarmaður hjá Kjötbæ við Þjóð- viljann. Kjötbær opnaði „sælkeraversl- un“ við Laugaveginn fyrir skömmu. Þar er hægt að kaupa átta tegundir af brauðsalati, kart- öflusalat og hrásalat, auk mat- arsalata. Svínakjöt er einnig í fermetravís í kjötborðinu. Þá er hægt að kaupa sér skorpusteik í hádeginu og snæða standandi við bar eða grípa með sér. Einnig er hægt að kaupa þarna grillaða kjúklinga og síðari hluta dags eru T-beins steikur matreiddar eftir pöntun. „Við sníðum hugmyndir okkar eftir þýskum fyrirmyndum. Finnst að verslanir eins og þessa hafi vantað í miðbæinn", sagði Gísli Halldórsson verslunarstjóri við Þjóðviljann. Sagði hann svínakjöt á hagstæðu verði miðað við lambakjöt, t.d. kostar kíló af svínalæri í Kjötbæ 201 krónu en lambalæri er á 211 krónur kílóið í verðskrá. Kflóið af nýslátruðum svínakótilettum kostar 311 krón- ur en 182 krónur af bógsteik. Þjóðviljinn leitaði til Einars Sigurðssonar kjötiðnaðarmanns hjá Sfld og fisk og spurði hann hvers vegna þeir slátruðu svínum 6 mánaða gömlum. „Kjötið er þá orðið þroskaðra og bragðbetra. Það er ekki feitt hjá okkur þrátt fyrir þennan aldur enda er Þor- valdur búinn að rækta upp stofn- inn hjá sér og er með fyrirmynd- arsvín, stór en ekki feit“. Svínin hans Þorvaldar í Sfld og fisk alast upp á Minni-Vatnsleysu á stóru tölvustýrðu svínabúi, þar sem einnig er sláturhús. -jP- Dr. Snjólfur Ólafsson. Elín Traustadóttir, Rúnar Björgvinsson og Vilborg Jónsdóttir, eigendur verslunarinnar Líf í tuskunum. Þau sögðust vel geta trúað að sál byggi í fatnaðinum á gínunni! mynd Loftur. Notað Sál í fötunum „Við erum að vonast til að sál sé í fötunum frá okkur“, sögðu þau Elín Traustadóttir, Rúnar Björg- vinsson og Vilborg Jónsdóttir sem opnuðu í vikunni verslunina Líf í tuskunum. „Við ætlum að miða við ’40-’60 stflinn í fötum á viðráðanlegu verði. Fáum m.a. föt úr dánarbú- um, líka héðan og þaðan úr geymslum og af háaloftum. Látum hreinsa og gera við. Þetta eru föt fyrir „óver-klass“ pönkara en það eru þeir kallaðir sem ganga í vönduðum og sérsaumuð- um fötum frá þessum tíma. Við erum með föt í stærðum allt upp í 48 og ætlum alls ekki að höfða einungis til unglinga. Hér eru t.d. flottustu dragtir og kjólar fyrir fínustu tækifæri auk skálda- frakka“, sögðu eigendur hinnar nýju verslunar. Þau eru öll rúmlega tvítug, Elín og Rúnar eru hjón, Vilborg býr í sama húsi og þau sem er verkamannabústaður í Vestur- bænum. Þau sögðust hafa fengið hugmyndina um stofnun verslun- arinnar fyrir um hálfu ári síðan og strax farið að safna að sér fatnaði. „Við höfum skoðað flóamarkaði í París og Amsterdam og finnst skemmtilegur fatnaður þar. Þeg- ar fram í sækir og við komin með veltufé ætlum við einnig að láta framleiða fatnað fyrir okkur.“ -jp Margir fermetrar af fersku svínakjöti, áleggi, og pylsum freista viðskiptavinanna. mynd-Loftur Hvolsvöllur Húsgögn fyrir fatlaða Þróuð í samvinnu við notendur Húsgagnaiðja KR á Hvolsvelli hefur nú byrjað framleiðslu á húsgögnum, sem ætluð eru til nota á einkaheimilum, dvalar- heimilum, sjúkrahúsum og öðr- um stofnunum. Þessi húsgögn - Seria 100 - eru hönnuð af danska húsgagnaarkitektinum Flemming Hvidt. í kynningarbæklingi segir að húsgögnin séu þróuð í samvinnu við sjúkra- og iðjuþjálfa og þó einkum notendur. Fjölbreytni er mjög mikil, allt frá grunnstólum, sem hægt er að laga að hverjum. einstaklingi, og til flókins, raf- stýrðs útbúnaðar. Ýmsum ein- ingum má bæta við grunnstólinn. Stóllinn á m.a. að gera þeim kleift, sem hann notar, að setjast í hann eða rísa úr honum hjálpar- laust. Verslunin Epal h.f. í Reykja- vík annast sölu á Seríu 100. -mhg. í vistlegum salarkynnum Hótel Hofs við Rauðarárstíg var margt gesta er Þjóðviljamenn litu þar við. Ljósm. Loftur. Hótel Hof Fyrir alla fjölskylduna í Reykjavík eru fáir staðir fyrir „alla fjölskylduna“. En ef grannt er leitað má eflaust finna fáeina, þar sem gert er ráð fyrir að börn og fullorðnir geti skemmt sér saman. Einn slíkur er tvímæla- laust Hótel Hof við Rauðarárstíg- inn. Fyrir tæpu ' ári var þar innréttaður nýr matsalur og var það gert með fjölskyldufólk í huga. Salurinn er rúmgóður og bjartur og innréttað hefur verið svokallað barnahorn. Þar er borð með leikföngum og bókum og litlum hægindastólum svo ekki ætti að væsa um börnin ef mömmu og pabba langar að fá sér vínglas að máltíð lokinni. En Hótel Hof hefur ekki látið staðar numið þar í umhyggjuseminni fyrir börnin. Böm innan 6 ára fá fría máltíð en börn eldri 12 ára aldri, borga aðeins hálft verð. Þess má einnig geta að verð er temmilegt, maturinn ágætur og matseðillinn á góðri íslensku. Þeim sem finnst gott að slappa af um helgar og fá sér helgarkaff- ið í notalegu umhverfi með sem minnstri fyrirhöfn geta skroppið á Hótel Hof og fengið sér af kaffi- hlaðborðinu og látið fara vel um sig. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 19. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.