Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 1
BSRB Tilboðið einskis virði Haraldur Steinþórsson hjá BSRB: „Gagntilboðu ráðherra inniheldur ekki neitt Það er hreint fráleitt að kalla þetta gagntilboð af hálfu fjár- málaráðuneytisins. í þessu felst ekkert nema töf, og rannsókn á hlutum sem þegar liggja fyrir. Þetta einfaldlega inniheldur ekki neitt sem ekki var búið að segja áður, þannig að þetta var alger- lega einskis virði. Þetta sagði Haraldur og er ekkert nema töf. YfirklórAlberts. Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB, þegar Þjóðviljinn innti hann álits á „tilboði" fjármála- ráðherra, sem var iagt fram hjá sáttasemjara í gær á fundi samn- inganefnda ríkisins og BSRB. „Tilboð" ráðherra fólst í þrem- ur þáttum: I fyrsta lagi skyldu samnings- aðilar kanna sameiginlega þróun verðlags og kaupmáttar á yfir- standandi ári. í öðru lagi var gefið vilyrði fyrir því, að kæmi í ljós umtalsverð frávik frá hinum upphaflegu for- sendum samningsins sem gerður var á síðasta vetri, þá væri ráð- herra reiðubúinn til að ræða hvort þær kauphækkanir sem gert var ráð fyrir, gætu komið með öðrum hætti til fram- kvæmda. í þriðja lagi skyldu samnings- aðilar leita sameiginlega að ráðum til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri með hugsan- lega endurskoðun launakerfis opinberra starfsmanna í huga. Að auki skyldi leitað leiða til að gera samninga um kjör til Iengri tíma en áður. Einsog sést af þessu er hér ekki um nein handföst tilboð að ræða, og ýmsir telja að þetta sé einungis yfirklór Alberts Guðmunds- sonar, en hann mun vera undir þrýstingi frá meðráðherrum sín- um um að standa ekki lengur að- gerðarlaus. _ös Sandsíli í beitu Þau tíndu sandsíli af kappi, krakkar, trillukarlar og fjölskyldur þeirra, á Akranesi í gær. Sandey var að dæla sandi inn á svæði Sementsverksmiðjunnar. Þegar honum er dælt upp kemur sjór með og fjöldi síla. Þau eru notuð til beitu. Safnaðist fljótt í fötur og poka. Krakkarriir sáu þarna möguleika á pening og sögðust selja fötuna á 60 krónur. Þeir sem ná mestu frysta til að nota síðar. Menn voru ánægðir með þennan feng í veiðibanninu og góða veðrinu í gær. (Mynd: eik). - jp. Samningarnir Á bónusránið að halda áfram? GuðmundurJ. Guðmundsson: Kröfur vestfirðinganna jafngilda 1.25 krónum ofan á tímakaup fiskverkunarfólks. Vilja menn þiggja það og láta bónusránið halda áfram? Mér er illa við að jafn ágætur maður og Pétur Sigurðsson vestfirðingur skuli vera gerður að allsherjar þjóðhetju í Morgun- blaðinu útá það að vera með undanslátt i sambandi við kjör fiskverkunarfólks. Staðreyndin er sú, að það sem vestfírðingarnir eru í rauninni að fara fram á, er ein króna tuttuguogfímm aurar ofan á tímakaup fískverkunar- fólks. Þetta er nokkuð furðulegt, þegar haft er í huga, að þeir gerðu ekki nokkra einustu athugasemd við kröfur Verkamannasam- bandsins. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar í gær, þegar Þjóðviljinn innti eftir viðhorfum hans til kröfugerðar Alþýðusambands Vestfjarða. En það hefur sett fram kröfur sem ganga mun skemmra en kröfur Verkamannasambandsins. „Það sem fiskverkunarfólk er fyrst og fremst ævareitt yfir í dag, það er tvöfalda kerfið sem við- gengst í atvinnugreininni, þar sem álag vegna bónuss og yfir- vinnu er miðað við taxta sem er langt undir dagvinnutekjutrygg- ingunni. Þetta veldur því til dæm- is að röskar tólf krónur tapast af bónusnum fyrir hverja unna klukkustund. Ef menn nenna, þá geta þeir reiknað út að miðað við 40 stunda vinnuviku jafngildir það að ríflega 25 þúsund krónur tapast á ári bara útaf því. Verkamannasambandið hefur því lagt höfuðáherslu á að af- nema þetta tvöfalda kerfi: Við viljum að taxtarnir undir dag- vinnutekjutryggingunni séu hreinlega kiipptir í burtu, 14 þús- und krónur verði lægsti taxtinn og við það verði bónus og yfír- vinnuálag miðað. Ráða þannig tvöfalda kerfið af dögum. Það sem vestfirðingarnir vilja hins vegar fyrir fiskverkunarfólk er að hækka það um einn flokk. Sko, þessi extra leiðrétting sem þeir vilja ná fram fyrir þetta hörkuduglega fólk jafngildir ekki nema 1.25 krónum á tímann! Auk þess vilja þeir svo 7 prósent kauphækkun yfir línuna, sem þeir verða þar að auki að slá eitthvað af. Með þessu hafa vestfirðingar í rauninni fallið frá því að afnema þetta hræðilega tvöfalda kerfi, en vilja í staðinn þiggja eina krónu tuttuguog- fimrn. Það er auðvitað þeirra mál. En það þýðir hins vegar að bónusránið verður áfram til stað- ar. Vilja vestfirðingar það?“ -ÖS Bókagerðarmenn Verkfall Á fundi sínum í gær samþykkti Félag bókagerðarmanna að fara í verkfall þann 10. september náist ekki samningar fyrir þann tíma, að því er varaformaður félagsins, Svanur Jóhannesson bókbindari, tjáði Þjóðviljanum í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.