Þjóðviljinn - 14.09.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1984, Blaðsíða 1
Frjálsar Carl Lewis-fjórfaldur Ólympíumeistari Lewis, Decker og Bud Leikunum lauk í fyrrinótt - nœstu verða í Seoul í S.Kóreu 1988 Carl Lewis, hinn snjalli banda- ríski hlaupari, Iék eftir afrek landa síns, Jesse Owens, frá 1936 að hljóta fern gullverðlaun I frjálsíþróttakeppni Ólympíuieik- anna. Aður hafði Lewis sigrað glæsilega í 100 og 200 m hlaupum og langstökki og fernan var fullkomnuð um helgina er hann hljóp lokasprettinn fyrir Banda- ríkin í 4x100 m boðhlaupinu og tryggði henni sigur og heimsmet í leiðinni. En atvikið margsýnda í 3000 m hlaupi kvenna þar sem Mary Decker hin bandaríska, féll eftir árekstur við Zolu Budd hina suður-afrísk-bresku skyggði á allt annað þessa lokahelgi leikanna. Af sjónvarpsmyndunum er erfitt að ráða svo óyggjandi sé hvort Zola brá Mary eða hvort Mary rakst aftaná Zolu. En Zola var hreinsuð af öllum ákærum, Mary Decker situr eftir með grátbólgið andlit og Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 er lokið. Úrslit helgarinnar eru í opnunni. - VS. Nú gekk Kristjáni betur Knattspyrna KA Akur- eyrar- meistari KA varð Akureyrarmeistari i knattspyrnu á laugardaginn, sigraði Þór 1-0 i slökum leik. Mik- ill hasar var i viðureign liðanna, Sigurbjörn Viðarsson úr Þór var rekinn af leikvelli fyrir að labba í rólegheitunum yfir liggjandi KA- mann og sjö aðrir fengu að lita gula spjaldið. Erlingur Kristjánsson skoraði eina markið, beint úr aukaspyrnu frá miðlínu vallarins. Boltinn sigldi framhjá öllum og í netið. Þór átti tvö skot í tréverkið í fyrri hálfleik, Kristján Kristjánsson skaut í stöngina efst uppi og Hall- dór Áskelsson þrumaði í þverslá. Loks þegar átta mínútur voru eftir fékk Þór vítaspymu en Þor- valdur Jónsson gerði sér lítið fyrir og varði skot Árna Stefánssonar. KA er því Akureyrarmeistari - fékk veglegan bikar og að auki 2/3 hluta aðgangseyrisins í sigur- laun. -K& H/Akurey ri Zola Budd og Mary Deckar stálu senunni Ólympíuleikarnir islandsmeistarar Fram í 5. flokki. Mynd: GSv. 5. flokkur Fram meistari Kristjáni Harðarsyni langstökkvara úr Ármanni gekk öllu betur á Norðurlandameist- aramóti unglinga í frjálsum íþróttum nú um helgina en á Ól- ympíuleikunum á dögunum. Hann varð Norðurlandameistari unglinga, stökk 7,45 metra, og var eini íslendingurinn til að fagna sigri í keppninni sem fram fór í Svíþjóð. ísland og Danmörk sendu sameiginlegt lið í keppnina að vanda og hafnaði það í neðsta sæti. Finnar sigruðu í kvenna- keppninni en Svíar í karlakeppn- inni. Storleikir í kvöld Keppnin í 1. og 2. deild á íslands- mótinu í knattspyrnu hefst að nýju í kvöld eftir sumarfríið. f 1. deild eru tvær athyglisverðar viðureignir á dagskrá. Þór og Fram eigast við á Akureyrarvelli en þessi lið verma nú botnsæti deildarinnar, eru með 12 stig hvort eftir 13 umferð- ir. Á Valsvöllinn koma meistaraefni Akurnesinga í heimsókn og mæta þar vaxandi liði Valsmanna sem er til alls líklegt í baráttunni um verðlaunasæti. f 2. deildinni mætast Njarðvík og Einherji á Njarðvíkurvelli. Njarðvík- ingar eiga möguleika á sæti í 1. deild en Einherjar þurfa á miklu krafta- verki að halda til að forðast fall í 3. deild. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19. Framarar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í 5. flokki i knatt- spyrnu á sunnudaginn en þá lauk úrsl- itakeppninni á Akureyri. f úrslitaleik mættu þeir Fylki og sigruðu 3-1. Dag- ur Ingason kom Fram yfir en Þórhall- ur G. Jóhannsson jafnaði fyrir Fylki úr vítaspyrnu. Þá tók Pétur Bjama- son sig tÚ og skoraði frá miðjuboga yfir lágvaxinn Fylkismarkvörð, 2-1, og Sævar Guðmundsson innsigiaði sigurinn, 3-1. „Ég átti svo sannarlega von á þessu, við emm búnir að æfa vel í sumar og vinna flesta okkar leiki“, sagði markaskorarinn Sævar f sam- tali við Þjóðviljann eftir leikinn. Breiðablik vann ÍBK 3-0 í úrslita- leik um 3. sætið og skoraði Halldór Kjartansson öll þrjú mörkin. ÍA vann Grindavík 9-0 og hreppti 5. sæti. Arn- ar Gunnlaugsson skoraði 4 mark- anna, Bjarki Gunnlaugsson, Stefán Þórðarson, Jón Þ. Þórðarson, Þórður Guðjónsson og Einar Viðarsson eitt hver. KA vann Austra 10-0 í úrslitum um 7. sætið. Kristján Hreinsson skoraði 4 mörk, Karl Karlsson 3, Halldór Guðmundsson 2 og Jón Egill Gíslason eitt. Engu munaði þó að Breiðablik léki til úrslita í stað Framara. f leik lið- anna á laugardaginn leiddi Breiðablik 1-0 með marki Halldórs Kjartans- sonar uns komið var framyfir venju- legan leiktíma að Friðrik Sigurðsson jafnaði fyrir Fram og tryggði liðinu sigur í B-riðli. Úrslit í riðlakeppninni á laugardag og lokastaða riðlanna varð þessi: A-riðill: ÍBK-Austri 7-0 Fylkir-Grindavfk...................84) Fylklr...............3 2 1 0 20-2 5 IBK..................3 2 1 0 16-2 5 Austri ....3 0 0 3 2-23 0 B-riðill: Fram-Brei&abllk.... 1-1 lA-KA 6-2 Fram Breiðabllk 3 1 2 0 6-4 4 (A 3 1 0 2 9-8 2 KA 3 0 1 2 4-10 1 Kristinn Tómasson skoraði 4 mörk í stórsigri Fylkismanna á Grindvík- ingum, Margeir Vilhjálmsson skoraði þrennu fyrir ÍBK gegn Austra og sömuleiðis Jón Þór Þórðarson fyrir ÍA gegn KA. -K&H/Akureyri. UMSJÓN: VfÐIR SIGURÐSSON Þriðjudagur 14. ágúst 1984 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.