Þjóðviljinn - 01.12.1984, Síða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1984, Síða 3
FRÉTTIR 1918 Sambandslögin á Þjóðskjalasafn Jón og Baldur bjarga fullveldinu frá drukknun í skjalamergð dómsmálaráðuneytisins Igær brugðu þeir Bjarni Vil- hjálmsson þjóðskjalavörður og Aðalgeir skjalavörður Kristjáns- son sér yfir bflastæðið milli Safn- ahússins og Arnarhvols og komu aftur í vinnuna með merkisplögg: sambandslagasamninginn frá 18. júlí 1918, staðfestingu konungs á lögunum sem undirrituð var 30. nóvember 1918, og konungsúr- skurð um íslenska fánann frá sama tíma. Jón Helgason dómsmálaráð- herra afhenti þjóðskjalaverði þessi skjöl með viðhöfn í skrif- stofu sinni. Jón sagði að ekki þætti hlýða að skjöl sem svo mikla þýðingu hefðu fyrir ís- lensku þjóðina væru geymd áfram í ráðuneytinu með öðrum skjölum ómerkari; þau gætu gleymst eða horfið í skjalamergð- inni. Hafa menn því ákveðið að afhenda þau Þjóðskjalasafni til Rás tvö Afmælisútsending Þorgeir útvarpsstjóri: um áramót verðum við rás allra landsmanna Idag verður útvarpað úr Hvassaleitinu frá tvö til sex, fyrsta regluleg laugar- dagssending rásar tvö í tiiefni árs- afmælis stöðvarinnar. „Við höld- um uppá afmælið með hóflegum hætti“ sagði Þorgeir Ástvaidsson rásarleiðtogi við Þjóðviljann, og lofar þeim endurbótum á dreifí- kerfí að rásin heyrist á öllum helstu þéttbýlisstöðum um ára- mótin. Hóflega; en ýmislegt verður þó Alþingi Alsamn- ingurinn Samningur ríkisstjórnarinnar við Alusuisse var endanlega stað- festur í atkvæðagreiðslu í Neðri deild Alþingis í gær, eftir að út- varpsumræður höfðu farið fram. Samþykkir voru 23 liðsmenn stjórnarinnar og Bandalags jafn- aðarmanna. Andvígir voru 12 þingmenn Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista. Einn þingmaður, Magðalena Sig- urðardóttir úr Framsóknarflokki sat hjá og fjórir voru fjarverandi. Meðal þeirra var Jón Baldvin Hannibalsson, sem áður hafði lýst stuðningi sínum við samning- inn, þvert ofan í stefnu Alþýðu- flokksins. ólg til hátíðabrigða: góðir gestir koma í heimsókn og tjá sig um rásina, Guðmundur Ingólfs mætir með djassbræður sína í beina útsendingu, „og hingað kemur stjörnuspekingur sem ætl- ar að smella okkur á vogarskál- arnar“ sagði Þorgeir. -Ég get ekki verið annað en ánægður, sagði Þorgeir um fyrsta starfsárið, ég vissi hvað ég hafði í handraðanum þegar útí þetta var lagt, en undirbúningstíminn var lítill og óvissuþættirnir margir. Ég gerði alls ekki ráð fyrir að allir hrópuðu húrra, og gagnrýnin hef- ur ekki komið á óvart. Hún hefur sumpart verið reist á rökum, en annað verið byggt á misskilningi og vanþekkingu. -Við höfum stundum verið hart dæmdir, til dæmis í málfars- efnum, en ég er feginn að sú gagnrýni kom fram. Þetta er ís- lensk stöð og verður það áfram, þótt auðvitað fljóti hér alþjóðlegt efni útí loftið. Menn gagnrýndu rás tvö fyrir málfar, en gagnrýnin er ekki bundin við hana, og skapaði umræður um málfar í fjölmiðlum yfirleitt. -Á næsta starfsári verður dag- skráin lengd. Á afmælinu hefjum við reglulegar laugardagssend- ingar og bráðlega verður útvarp- að á fimmtudagskvöldum frá átta til tólf, sagði útvarpsstjórinn, og við óskum honum og hans liði til hamingju með afmælið! vörslu, og hefur safnið látið búa til sérstaka geymslumöppu utan- um fullveldispappírana. Við- staddur afhendinguna var Baldur Möller ráðuneytisstjóri. Sambandslagasamningunum lauk í júlí 1918. í september var kvatt saman aukaþing um samn- inginn og hann samþykktur þar með 37 atkvæðum gegn tveimur. Danska þingið samþykkti einnig samninginn, og í allsherjarat- kvæðagreiðslu 19. október fögnuðu íslendingar fullveldi: 12411 með, 999 á móti. Um hádegisbil hinn 1. desemb- er var Eldgamla ísafold leikin á Stjórnarráðsblettinum og síðan hlustuðu þeir Reykvíkingar sem ekki lágu í spánsku veikinni á Sig- urð Eggerz lýsa yfir fullveldi: „í dag eru tímamót. í dag byrjar ný saga, saga hins viðurkennda ís- lenska ríkis...“ Þjóðskjalavörður lítur á sambandslaaasamninginn, undirritaðan af sambands- laganefndum ríkjanna og ríkisstjórn íslands: Jóni Magnússyni, Sigurði Eggerz, Sigurði Jónssyni. Dómsmálaráðherra flettir lögunum sjálfum staðfestum af konungi. Landbúnaðarvörur 15% hækkun á mánudag Niðurgreiðslur látnar standa í stað. Aðeins 40% hœkkunarinnar vegna launaliðs bóndans. Milliliðir taka annað eins. Verð á landbúnaðarvörum mun hækka að meðaltali um 15% á mánudaginn kemur. 6 manna nefndin fundaði í allan gærdag um nýja verðskrá en ekki er talið að útreikningar liggi að fullu fyrir fyrr en síðdegis í dag. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans verða niðurgreiðslur ekki hækkaðar í samræmi við þá stór- hækkun sem nú er verið að á- kveða. Þetta mun þýða meiri hækkun á mjólkurvörum en öðr- um landbúnaðarvörum. Þá er Gerðuberg List á laugardegi ■ ist Lme ist á laugardegi er yfírskrift nenningarsamkomu sem ABR Breiðholt stendur fyrir í Gerðu- bergi í dag. Tilefnið er auðvitað afmæli fullveldisins, 1. desember. Dagskráin hefst kl. 14.30. Ifrétt frá félaginu segir að þar muni fiðlukvartett nemenda úr Tónskóla Sigursveins leika, Edda Andrésdóttir mun lesa úr bók sinni og Auðar Laxness, Á Gljúfrasteini, Árni Bergmann les úr skáldsögu sinni Með kveðju frá Dublin og Gunnar Guttorms- son og Sigrún Jóhannesdóttir munu syngja erlend og innlend sönglög. Vernharður Linnet ætlar að kynna dagskráratriðin. Kaffistof- an í Gerðubergi verður auðvitað opin. Kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að hlýða á vandað menningarefni um leið og haldið er upp á fullveldisafmælið. -v. einnig athyglisvert að áf þessari 15% hækkun sem nú á að hleypa út í verðlagið er einungis 40% kostnaðarhækkunarinnar til- komin vegna launaliðs bóndans og 20% vegna hækkunar kjarfóð- urs eftir nýliðna gengisfellingu að sögn Gunnars Guðbjartssonar formanns framleiðsluráðs land- búnaðarins. Afgangurinn eða um 40% kostnaðarhækkunarinnar liggur í smásöluálagningunni og ýmsum milliliðum í landbúnað- arkerfinu. -Ig. Þjóðviljinn Frá og með 1. desember hækk- ar áskriftarverð Þjóðviljans upp í 300 kr. á mánuði. Blaðið kostar 30 kr. í lausasölu virka daga en 35 kr. um helgar. Auglýsingaverðið hækkar í 180 kr. dálksentimetr- inn. ASÍ þing Vígstaðan undirbyggð Ásmundur Stefánsson: Við getum breyttþessu þjóðfélagi. Áherslumunur, ekki ágreiningur. Gerumst virkara afl í pólitískri umræðu. Gagnmerk mál afgreidd. Pó að skoðanir séu að sjálfsögðu misjafnar, þá er Ijóst, að það er vaxandi óánægja með þá mis- skiptingu, sem við búum við í okkar þjóðfélagi. Ég er sannfærður að með sameiginlegu átaki og öfíugu starfi í verkalýðs- hreyfíngunni, starfi sem ekki er bara starf forystu, heldur allrar hreyfíngarinnar. þá getum við breytt þessu þjóðfélagi, þá getum við þokað því áfram og við skulum vinna að því að bæta lífskjörin, ná auknum jöfnuði og réttlátara þjóðfélagi. Þetta voru lokaorð Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, þegar hann sleit 35. þingi ASÍ í gær. Þar með var lokið fjölmennasta þing- haldi sem háð hefur verið á ís- landi. Á blaðamannafundi sagði Ás- mundur Stefánsson að hann væri ánægður með þetta þing. Auðvit- aö hefðu á stundum verið um að ræða áherslumun en ágreining og nefndi í því sambandi kjaramála- ályktun þingsins. Ásmundur var inntur efitr því hvað honum hefðu þótt merkustu mál þingsins. Hann taldi erfitt að taka út eitt ákveðið mál í þessu sambandi, þó benti hann á að menn stæðu með í höndunum merka ályktun í kjaramálum, sömuleiðis væru merkir áfangar í skipulagsmálunum, merkar sam- þykktir í fræðsiumálum, áfanga í málefnum aldraðra og fleira Hlinilllill— mætti nefna. Þá benti Ásmundur á að ljóst væri að verkalýðshreyf- ingin yrði að skipuleggja sig betur og gerast virkara afl í almennri pólitískri umræðu og marka sér traustari málefnaforsendu, í ein- stökum málaflokkum. Þetta væri nauðsynlegt ekki síst í ljósi þess hve vel VSÍ hefði skipulagt sig með her manns á mörgum víg- stöðvum. Ásmundur sagði að su nkis- miklu ósvífnari og yfirgangs- samari en nokkur önnur rikis- stjórn til margra ára, í að berja niður kjörin og auka misrétti í þjóðfélaginu. Forsetamir voru sammála um að verkalýðshreyf- ingin væri slíkt afl að frarn hjá henni yrði ekki gengið ef hún beitti sér og enda þótt ekki hefði komið til allsherjar verkfalls á síðustu árum, skyldi enginn van- meta afl hreyfingarínnar. stjórn sem nú sæti. -a.dor

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.