Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.01.1985, Blaðsíða 6
MENNING Guðsbarnið Agnes Leikfélag Reykjavíkur sýnir Agnes - barn guðs eftir John Pielmeyer Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Þýðing: Úlfur Hjörvar Ung nunna fæöir barn og það finnst kæft í herbergi hennar. Hún er send í geðrannsókn og það er sálfræðingurinn sem rann- sakar hana sem segir sögu hennar og hvernig rannsóknin hafði áhrif álífþeirra tveggja, svoog annarr- ar nunnu, móður Mirjam. Fyrst beinist rannsóknin að dauða barnsins, en um leið kemurýmis- legt miður hugnanlegt í ljós um móður Agnesar og uppeldi. Eftir að niðurstaða er fengin um dauðsfallið - og þar tekur langan tíma að komast að frekar lítilli niðurstöðu-er tekið til aðgrafast fyrir um getnaðinn. Mirjam trúir því að Agnes hafi getað orðið þunguð án atbeina karlmanns, sálfræðingurinn afneitar krafta- verkum. Agnes sjálf lýsir getnað- inum fyrst einsog guð hafi verið að verki, en síðar gefur hún aðra lýsingu sem bendir til þess að ósköp venjulegur karlmaður hafi komið innum gluggann. Þessi vísbending gerir það að verkum að hinn óflekkaði getn- aður verður tæplega að alvarlegu umræðuefni í leikritinu, heldur snýst umræðan um átök milli tvenns konar lífsskoðana - hins trúarlega og hins skynsemis- hyggjulega, þar sem Mirjam og sálfræðingurinn takast á, en Agn- es er tilefni þessara átaka. Mirj- am heldur því fram að hún njóti sérstakrar náðar guðs, sé í beinu sambandi við hann, og því til staðfestingar syngur hún með engilsrödd, fær blæðandi sár í lóf- ana og talar við engla. Sálfræðingurinn lítur hins veg- ar á hana sem geðsjúkling og veitir henni meðferð sem slíkri með þeim afleiðingum að henni tekst að rjúfa þetta beina sam- band við guð, og eftir það veslast Agnes upp og deyr. Sálfræðing- urinn situr eftir með ótryggari heimsmynd en áður og efast um að hún hafi breytt rétt - finnst að minnsta kosti að Agnes hafi á ein- hvern sérstakan hátt verið „bless- uð“. í þessari byggingu og mála- tilbúnaði finnst mér þetta leikrit minna óþægilega mikið á Equus eftir Schaffer. Sýningunni lánaðist ekki að sannfæra mig um að hér sé um merkilegt leikrit að ræða. Það er orðmargt og eyðir miklum tíma í frekar ómerkilegar og marg- tuggnar ræður um fyrrgreind tvö lífsviðhorf. Til þeirrar umræðu finnst mér það ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Og ég gat heldur ekki sannfærst um að Agnes væri sérstaklega yndisleg og heilög manneskja sem sálvís- indi nútímans hefðu svipt sér- stöku sambandi við guð. Og það þó Guðrún Gísladóttir léki hana af miklum sannfæringarkrafti og sterkri útgeislun. Jafnvel engla- söngur Guðbjargar Thoroddsen, sem unun var á að hlýða, megn- aði ekki að sannfæra mig. Og ger- ist það ekki er ósköp lítið púður í þessu stykki. Það veikti mjög sýninguna að hin hlutverkin tvö eru í fremur óstyrkum höndum. Einkum á þetta við um Sigríði Hagalín, sem náði engum verulegum tökum á sálfræðingnum; henni tókst ekki að sýna okkur konu sem hugsar, greina menntaða manneskju sem á í innri baráttu. Það vantaði skarpa hugsun og djúpa íhygli í þennan leik. Guðrún Ásmunds- dóttir þótti mér óþarflega köld og óvirk sem móðir Mirjam. Trúar- hitann og ofstækið vantaði, þetta varð hálfástríðulaus manneskja. Átökin milli þessara tveggja skorti því tilfinnanlega snerpu. Það er eitthvað einkennilega blóðlaust við leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, og á maður öðru að venjast frá hennar hendi. Leikurinn fer að mestu fram á mjög skáhöllum, hringlaga palli (það er mikil tíska að leika í halla jjessa dagana), og leikstjóri gerir sér allan tímann mjög far um að stilla leikkonunum upp á þann hátt að það gleðji augað. Það tekst henni auðvitað mætavel og sýningin er afar falleg á að horfa - hér kemur leikmynd Steinþórs og bráðfalleg lýsing einnig til sög- unnar - en hún verður um leið stirð og vantar hreyfiafl. Ég á erfitt með að skilja af hverju þetta annarsflokksverk var tekið til sýningar og fann ekki að það ætti á nokkurn hátt brýnt erindi til okkar. Móðir Mirjam (Guðrún Ásmundsdóttir), Agnes (Guðrún Gísladóttir) og sáltræðingurinn (Sigríður Hagalín). Ljósm.: eik. Ur sýningu Skagstrendinga Leikfélag Skagastrandar Saumastofan í Bœjarbíói Laugardaginn 12. janúar kl. 21 mun Leikklúbbur Skagastrandar sýna Leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í Bæjar- bíói í Hafnarfirði. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Leikendur í sýningunni eru 9, en alls koma um 20 manns við sögu í sýning- unni. Saumastofan er9. verkefni Leikklúbbsins, en hann verður 10 ára á þessu ári. Sýningin í Hafn- arfirði er 7. sýningin á leikritinu en það hefur verið sýnt undanfar- ið á Skagaströnd og nágranna- byggðum við góðar undirtektir. Miðapantanir á sýninguna í Bæjarbíói eru í síma 50184 frá kl. 18 sýningardaginn. Ljóðakver að norðan Leiklist Lifandi sagnaskemmtun . Víkurblaðið hefur gefið út Hraungróður, ljóðabók eftir Brynhildi Lilju Bjarnadóttur. Hún er fædd í Reykjavík, ólst upp að Hvoli í Aðaldal og starfar nú sem Ijósmóðir á Húsavík. Brynhildur kemst svo að orði um kveðskap sinn í formála: „Bókin er ekki skáldverk. Hún geymir stemmingar, tækifær- isljóð og stökur sem orðið hafa til á ýmsum stundum á um það bil 35 ára tímabili, svo hér hlýtur að skorta heildarsvip. En það geta ekki og þurfa ekki allir að vera stórir. Og ef einhver, sem þykir jafnvænt um lágvaxna gróðurinn eins og hávöxnu trén, finnur eitthvað í þessari bók, eitthvað sem höfðar til hans, þá er vel.“ Mikið er ort í bók þessari um heimahagana, þann „blessaða Aðaldal" sem kveðið er um strax í fyrsta kvæðinu í bókinni - og undir lokin er birt þessi staka hér: Týnast úrin tvenn og þrenn tímans lindir streyma. Pað er gott að eiga enn einhvers staðar heima. Taliesin Theatre í boði Alþýð- uleikhússins sýnir A Word in the Stargazer’s Eye. Leikstjóri: Stuart Cox. Það endurvekur trú manns á lífskraft leiklistarinnar, sem á það til að dofna á stundum, að horfa hugfanginn á einn mann á auðu sviði í hálfan annan tíma fremja leiklist sem heldur athygli áhorfandans fanginni hverja ein- ustu sekúndu. Þetta tókst Nigel Watson á Kjarvalsstöðum á þrettándanum. Hann kemur inn á sviðið klæddur á vestræna vísu, með skjalatösku í hendi og kynn- ir sig sem dr. Bidpai og segist ætla að flytja fyrirlestur um siðferði stjórnvalda. Hann hefur fyrirlest- urinn, en sér brátt að athygli áhorfenda vaknar ekki. Þá af- klæðist hann vestrænum fötum og er innan undir í austurlenskum búningi, og tekur nú til við að segja okkur söguna af dr. Bidpai sem fór að heimsækja Dabchelim konung til að segja honum til syndanna. Konungur lét varpa honum í fangelsi, en fyrir flókna atburði fékk konungur þau skila- boð frá löngu látnum forvera sín- um að dr. Bidpai byggi yfir maka- lausu sagnasafni sem konungi væri hollt að hlýða. Bidpai er nú dreginn uppúr dyflissunni og við fáum að heyra og sjá fjórar af sögum hans, sem reyndar eru bæði bráðfyndnar og fullar af djúpsærri speki. Sýningin verður reyndar öll sá fyrirlestur um sið- ferði stjórnvalda sem boðaður var í upphafi, aðeins í skemmti- legra formi. Nigel Watson bregður sér í allra kvikinda líki í þessari sýn- ingu, leikur alls um 35 persónur, þar á meðal veggjalús og krabba. Hann ræður yfir ótrúlega agaðri líkams- og raddbeitingartækni, sem hann notar viðstöðulaust til að gæða frásögnina lífi, en þessi tækni tekur aldrei völdin, heldur er hún ævinlega hófstillt og notuð í þágu frásagnarinnar. Hér er um að ræða sagnaskemmtun á há- stigi, Nigel Watson færir okkur þessar eldgömlu sögur úr Panc- hatantra í ferskum og spennandi búningi og gerir þær jafnlifandi og þær hefðu verið sagðar í gær í fyrsta skipti. Panchatantra er sagnabálkur sem skrifaður var á sanskrít fyrir hartnær 2000 árum, og kom sú bók út í íslenskri þýð- ingu Sörens Sörenssonar árið 1963. Sagnaskemmtun nýtur reyndar aukinnar virðingar og vinsælda í heiminum þessa dagana. Fleiri og fleiri einstaklingar leggja hana fyrir sig og menn hafa kannað frá- sagnartækni og söguaðferðir víða um lönd og aflað þar fanga. Þeir félagar Nigel og Stuart nota hér ýmislegt úr líkamstækni framúr- stefnuleikhúss, ásamt með sígild- um látbragðsleik og indverskri danslist til þess að endurlífga þá listgrein sem líklega er elst allra, listina að segja sögu. Árangurinn er stórkostlegur og heillandi, og enginn áhugamaður um leiklist ætti að láta sýninguna frmhjá sér fara, en hún verður flutt í dag og næstu fjóra daga að Kjarvalsstöð- um. Ég get ekki stillt mig um að bera saman í huganum þessa heimsókn breskra Iistamanna og þá sem British Council stóð fyrir á dögunum, þegar sjö manna leikarahópur var sendur hingað til þess að sýna skælingjunum Makbeð. Það var einhver leiðin- legasta stund sem ég hef lifað í leikhúsi, steindauð niðursuðu- menning. Nigel Watson hefur með heimsókn sinni fært okkur lifandi leiklist einsog hún gerist einna best. En hann er auðvitað ekki fjármagnaður af British Co- uncil. Sverrir Hólmarsson. Nigel Watson hefur með heimsókn sinni faert okkur lifandi leiklist eins og hún gerist einna best. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. janúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.