Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1985, Blaðsíða 2
_______________________________FRETTIR________________ Kjaradómur Óljóst, óvíst, ósköp lítið Liðsoddar fámálir um aðalkjarasamning BHM Kristján Thorlacius: Hefur ekki áhrif á uppsagnir kennara Iúrskurði Kjaradóms um aðal- kjarasamning Bandalags há- skólamanna og ríkisins voru launaflokkar stokkaðir upp og laun skömmtuð frá 18.500 til 59.329 króna á mánuði. Laun hækka mest í efstu flokkum, minnst í þeim neðstu. Hver er hvar og hvað er hvers í nýju launaflokkunum bíður hinsvegar sérkjarasamninga félaganna í BHM, - og oddvitar fylkinga voru fámálir um Kjaradómsúrskurð- inn þegar Þjóðviljinn ræddi við þá í gær. Forseti ASÍ telur dóm- inn hinsvegar auka ójöfnuð í samfélaginu. Ég hef varla neina skoðun á þessum úrskurði Kjaradóms aðra en þá að nú er hægt að fara að tala skýrt um hlutina, sagði Kristján Thorlacius, formaður Hins ísl. kennarafélags við Þjóðviljann í gær. Við vitum núna hvernig þessi svokallaði aðalkjarasamningur lítur út, sagði Kristj án, - en vitum hinsvegar ekkert hvar hver lendir í þessum nýju flokkum, - og við í launamálaráðinu erum þar öll í sömu aðstöðu. Nú er ekkert ann- að en að semja. Hefur úrskurðurinn einhver áhrif á uppsagnarmál kennara? - Nei, ég sé ekki að hann hafi þar nein áhrif. Við erum í sjálfu sér litlu nær um það hver útkom- an verður úr samningunum. Ég trúi þó ekki öðru en að sá velvilji sem stjórnvöld hafa sýnt okkur kennurum, að minnsta kosti í orði kveðnu, komi í ljós í þessum samningaviðræðum. - m Ja, það sem ég hef að segja um þennan Kjaradómsúrskurð er að það er ekkert um hann að segja, voru orð Stefáns Ólafssonar, lekt- ors, formanns Launamálaráðs BHM þegar Þjóðviljinn leitaði álits í gær. - Það er að hluta komið til móts við kröfur okkar um kerfis- breytingar, kröfur sem við byggðum á rannsóknum á launum á einkamarkaði. Kjara- dómur hefur viðurkennt að sá launamunur er fyrir hendi, - milli ríkisstarfsmanna og launþega á almennum vinnumarkaði, - en að öðru leyti er algerlega óvíst hvað verður. Menn sjá það hinsvegar í hendi sér, sagði Stefán, að kennararnir sem nú hafa sagt upp þurfa að fá verulega hækkun eigi þeir að halda áfram störfum. Menn hafa talað um nýja stefnu í launamálum, - að bilið sé enn að breikka? - Um það geta menn nákvæm- lega ekkert sagt fyrren háskóla- mönnum hefur verið raðað í launaflokkana. - m Ósköp lítið, svaraði Indriði H. Þorláksson formaður samninga- nefndar ríkisins þegar Þjóðvilj- inn spurði hann hvað hann hefði að segja um úrskurð Kjaradóms. Hann sagði að í úrskurðinum fæl- ust litlar forsendur til að byggja á. Þó væri hér að finna grundvöll að nýrri röðun í launaflokka. í dómnum væri hinsvegar engin af- staða tekin um breytingar á launum. Hefur kjaradómur þá fœrst undan því að svara þeim spurn- ingum sem fyrir hann voru lagðar? - Nei, það er ekki hægt að segja það, hlutverk hans er að móta aðalkjarasamning um al- menn atriði; það er svo í sérkjar- asamningum sem raðað er í launaflokka. Nei, hann hefur ekkert færst undan, enda kæmi það honum sjálfum um koll. Ef ekki næst samkomulag í sérkjar- asamningum fara þeir í Kjara- dóm. Samninganefnd ríkisins hefur átt í viðræðum við Læknafélagið og kennara, en viðræður við önnur af 35 BHM-félögum eru ekki hafnar. Indriði sagðist halda að viðræður færu af stað nú í vik- unni eða eftir helgi, „þegar fé- lögin eru tilbúin að hefja við- ræður. Við erum reiðubúnir hve- nær sem er.“ - m Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, og Ásgeir Bjarnason, formaður stjórnar Búnaðarfélagsins, heilsast við þingsetninguna í gær. A myndinni eru einnig Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri og Sigurveig Erlingsdóttir, kona hans. Mynd: - eik. Búnaðarþing Búnaðarþing, hið 67. í röðinni var sett í Bændahöllinni kl. 10 í gærmorgun. Að venju var fjöldi gesta við þingsetninguna og þeirra á meðal forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Formaður stjórnar Búnaðarfé- lags íslands, Asgeir Bjarnason, Tugir mála bóndi í Ásgarði, setti þingið með ræðu. í upphafi máls síns minntist hann þriggja manna, sem Iátist hafa frá því um síðasta Búnaðar- þing var haldið og allir voru ná- tengdir Búnaðarfélagi íslands og Búnaðarþingi, þeirra dr. Hall- dórs Pálssonar, fyrrverandi ráðu- nautar og búnaðarmálastjóra, í gær til meðferðar Helga Haraldssonar, bónda á Hrafnkelsstöðum og Sveins Ein- arssonar, veiðistjóra. Ásgeir Bjarnason kom víða við í ræðu sinni og verður nánar vikið að henni hér í blaðinu síðar. Þá ávarpaði Jón Helgason landbúnaðarráðherra þingið. í ræðu hans kom m.a. fram, að at- hugandi væri, að bændur semdu beint við ríkisvaldið um fullt verð fyrir ákveðið framleiðslumagn, sem miðaðist við innanlands- neyslu. - Þjóðin mun enn sem fyrr hafa þörf fyrir þann horn- stein, sem íslenskur landbúnaður er, sagði ráðherrann. - mhg Hafi Kjaradómur sagt eitthvað hef ég ekkert um það að segja enda mjög óljóst hvað Kjara- dómur sagði og ég heid að það hafi verið ósköp lítið ef eitthvað var. Hinsvegar hefur það örugglega verið í öfuga átt. Banaslys UncT stúlka lést Annað banaslysið á Grindavíkurvegi á 2 mánuðum Banaslys varð á Grindavíkur- vegi aðfaranótt síðastliðins laugardags. Bíll valt út af vegin- um í hálku með þeim afleiðingum að 16 ára gömul stúlka, Hafdís Halldórsdóttir, beið bana. Þetta er annað banaslysið sem verður af völdum hálku á Grindavíkur- vegi á 2 máuðum. I bflnum voru 2 farþegar auk ökumanns, og er talið að stúlkan sem lést hafi kastast út úr bílnum. Að sögn lögreglunnar var farið með hin á sjúkrahús, en jseim síð- an leyft að fara heim og virtist svo sem að þau hefðu ekki slasast mikið. Aðspurð sagði lögreglan í Grindavík að banaslysið sem varð á Grindavíkurvegi í desemb- er síðastliðinn hafi borið að með svipuðum hætti, þar sem 16 ára drengur ók útaf í hálku. Sagði lögreglan að Grindavíkurvegur- inn væri að því leyti varasamur að hann hreinsaðist ekki eins vel og Keflavíkurvegurinn þar sem þar væri minni umferð, en auk þess mætti ekki saltbera Grindvíkur- veginn þar sem hann er með olíu- borið slitlag. Hins vegar er salti ausið miskunnarlaust á Keflavík- urveginn. Lögreglan sagði að Grindavíkurvegurinn væri af og til sandborinn en það hefði þó ekki verið í þessu tilfelli þar sem um nýfallinn snjó var að ræða. ólg. Myndbönd Rassía í gær 67 ofbeldismyndir á svörtum lista Um fjögurleytið í gær flykktust lögreglumenn inná myndbanda- leigur víða um land og gerðu upptæk bönd samkvæmt bann- lista frá Kvikmyndaeftirlitinu. A honum voru 67 ofbeldismyndir sem samkvæmt nýlegum lögum eru bannvara. Kvikmyndaeftirlitsmenn höfðu ekki látið forstöðumenn á leigunum vita af úrskurði sínum um myndirnar 67, en framvegis. mun ætlunin að senda þeim lista yfir bannaðar ofbeldismyndir. - m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. febrúar 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.