Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1985, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur norðlenskum áhrifum Ég held aö allir geti orðið á einu máli um það að sá Þjóðflokkur sem býr norðan heiða á íslandi, stundum kallaðir einu nafni „norðiendingar" séu vænsta fólk. Þeir una glaðir við sitt, eru tiltölulega meinlausir og ekki til teljandi vandræða í heimahögunum, en geta orðið til dálítilla óþæginda, þegar þeir fljúga suður heiðar, ekki vegna þess að þeir séu verra fólk en við hérna fyrir sunnan, heldur vegna þess að þeir eru öðruvísi. Ég ætla nú að reyna að vera eins hógvær og ég get í þessum hugleiðingum, því mér er hlýtt til norð- lendinga og hef aldrei reynt þá nema af góðu einu. Það hefur löngum verið sagt að meiri vindur sé í norðlendingum en sunnlendingum, þeir viti meira af sér, séu sjálfsánægðari og drýldnari. Ef að þetta er rétt, þá er slíkt háttarlag sjálfsagt vel við hæfi fyrir norðan, en passar illa hér, þar sem hógværðin situr í fyrirrúmi. Nú er ég ekkert að segja að sunnlendingar megi ekki vera borubrattari en þeir eru, en það er á sumum sviðum sem við verðum að gæta okkar fyrir norðlenskum áhrifum. Þetta á einkum við þegar á- hrifa norðlenskra stórmennsku er farið að gæta í ýmsum nafngiftum hér sunnanlands. Hér heita höf- uðbólin Lágafell og Hvammur. Sjálfur er ég ættaður frá NeðraHundagerði. Hvað um það. Norðlensk ör- nefni og eiginnöfn verða eitthvað svo einkennilega belgingsleg hérna fyrir sunnan, eða það finnst mér að minnsta kosti. Þessi undarlega tilhneiging að belgja alla hluti upp. Hafa menn til dæmis veitt því athygli að það sem kallað er dalur hér syðra, heitir ekki minna en Að- bláber. Ef frá því þyrfti að skýra norður í Húnavatns- sýslu að Björn væri í bólinu, þá dygði ekki minna til en það væri Aðalbjörn á Aðalbóli. Fjallaskarð með lítilli tjörn í miðjunni héti væntanlega hér syðra Tjarn- arlág eða í mesta lagi Vatnsskarð en fyrir norðan má ekki minna vera en Stóra-Vatnsskarð. Nef verður Hánef og þaðan er ekki kominn venjulegur ættbogi, heldur stórættarbogi. Hérna fyrir sunnan er sveita- bær kallaður bær, en fyrir norðan dugir ekkert minna en Miklibær. í Húnvatnssýslu rennur lítil lækjarspræna í gil- skorningi í áttina til sjávar. Ekki má bærinn sem við hana er kenndur heita minna en Stóra Giljá. Á Akur- eyri er baríton kallaður hábassi já og talandi um söngvara á Akureyri. Ef söngvari frá Akureyri fær hlutverk og syngur uppá „c“, þá er það strax orðinn stórsöngvari, búinn að fá aðalhlutverk og syngur uppá „háaC“. Venjulegir hólar geta þar ekki heitið minna en Sigurhæðir. Svona væri hægt að halda endalaust áfram. Einn góður vinur minn, sem hætti að drekka, fluttist norður á Akureyri var orðinn Stór- templar áður en hann gat snúið sér við. Og nú er sagt að Akureyringar uni því ekki lengur að hafa bara skóla, þeir heimta háskóla. Og það vita þeir sem þekkja til, að á Akureyri getur slíkt mál ekki orðið minna en stórmál. Það að norðlendingar kalla foss Dettifoss, er sennilega af öðrum toga spunnið. Síðari tíma vís- indamenn telja að fossinum hafi verið gefið þetta nafn til að auðvelda Þingeyingum að skilja að foss- inn rennur ekki uppímóti. Því er ég nú að staglast á þessu að ég óttast að meira en lítilla áhrifa sé farið að gæta að norðan, þegar verið er að gefa einu og öðru hérna í gamla bænum mínum nafn. Nú er ég ekki að segja það að það sé norðlendingum að kenna að Bankastrætið fékk ekki að heita Bakarabrekka áfram og Austur- stræti Langastétt. Helst hefði ég nú viljað að Tryggvagatan héti Fjörukambur og Ægissíðan Mar- tröð. En það eru áhrif að norðan, þegar farið er að skreyta „mikli" og „stóri" framan við allt milli himins og jarðar. Ekki er Sambandið, sem upprunnið er úr Þing- eyjasýslu, fyrr búið að koma hér upp markaði en hann er orðinn að stórmarkaði, og gefið nafnið Mikllgarður. Og nú er ég loksins kominn að því sem á að vera mergurinn alls þessa máls og mér rennur einna mest til rifja af öllum nafngiftum hérna í henni Reykjavík. Það var þegar gamall bær og gamalt tún inn við Rauðará fengu ekki að halda nafni sínu fyrir kostu- legum rembingi misviturra manna, sem ekki virðast hafa minnstu tilfinningu fyrir Reykjavík sem heima- högum. Þeir fleygðu Klambratúninu fyrir jafn belg- ingslega lágkúru og Miklatún! MIKLATÚN! Satt að segja veit ég varla hvort þeir menn sem þarna áttu hlut að máli geta afsakað sig með því að þeir séu að norðan. Kannske eru þetta bara venjulegir sveitamenn, sem skilja ekki að gamla Reykjavík er okkur, sem hér erum borin og barnfædd, sama og túnfótur, hlað- varpi og bæjarhella þeim. Fyrir nú utan það að aðeins norðan heiða gæti Lágafell heitið Háalágafell, Hvammur Háihvammur og Neðra-Hundagerði Mikla Neðra-Hundagerði eða Ásbyrgi. ’isgst Lenda- og lærafita 1 "J""'11 8 Lamaðir forstjórar Fötin skapa manninn Einsog önnur bókmenntaverk bera lögregluskýslur hugar- fari og viðhorfum höfunda sinna skýrt vitni. Hér er kafli úr lögregluskýrslu um ástand á unglingastaðnum Traffic við Hiemm í Reykjavík: „Snyrtilegur klæðnaður og 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUIMN Sunnudagur 10. mars 1985 Heilbrigðismál heitir ágætt tímarit og fróðlegt. í nýjasta heftinu er til dæmis merk grein um heilsufarsvanda miðaldra kvenna og má þar hirða upp þetta fróðleikskorn: „Kvenleg fitudreifing. Fitan safnast gjarnan á lendar og læri, en minna á handleggi eða búk. Lenda- og lærafita er hugsanlega talin gegna veigamiklu hlutverki sem forðafita fyrir brjóstmylkinga. Erfitt er að ná þessari fitu af með megrun." Karlpeningurinn þarf hins- vegar að gæta enn betur að sér: „Karlmenn hafa tilhneigingu til þess að fá ístru, þ.e. fitu- söfnun í formi mörs í garna- hengi, en minni fitusöfnun verður t.d. á útlimum. Þessi staðsetning fitusöfnunar er talin heilsufarlegslega áhættusöm." Og hananú! ■ prúðmannleg framkoma ung- linganna einkenndi þá skemmtun sem þar fór fram. Ölvun var í lágmarki en þó mátti sjá ölvunareinkenni á nokkrum unglingum en ekki þó svo að væri til vandræða. Dyraverðir hússins voru áber- andi kurteisir og þolinmóðir en þeir voru klæddir í smók- ingföt. Töluverður hópur af unglingum safnaðist þar fyrir utan og var stór hluti þeirra illa klæddur." ■ Af sér hrista alla krata Eftir að Jón Baldvin hafði með málgleði sinni einangrað ís- lenska krata frá samskonar fyrirbærum á öðrum Norður- löndum varð þessi vísa til: Málgladur hann metið setti, mun það eflaust lengi standa: Afsér hrista á einu bretti alla krata Norðurlanda. ■ Ekki batnaði líðan SÍS forkólf- anna við það að kaffibauna- málið var sent í lögreglurann- sókn. Þetta mál hefur lagst svo þungt á forráðamenn SÍS að fróðir menn segja þá sitja lamaða eftir. Nú er svo komið að enginn þorir að taka ákvörðun í stórum málum, svo sem togarakaupum svo dæmi séu nefnd. Er það með- al annars ástæðan fyrir því að fyrirtæki SÍS í Þorlákshöfn missti af lestinni í kapph- laupinu um kaupin á togaran- um Bjarna Herjólfssyni á dögum og ÚÍA bar sigur úr býtum. ■ Taugatitringur í Sjálfstæðis flokknum Mikill taugatitringur er kominn upp meðal framámanna í Sjálfstæðisflokknúm vegna yfirlýsinga Geirs Hallgríms- sonar um að hann muni gefa kost á sér í prófkjör í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Gagnrýnendur Geirs segja að með þessu sé hann að koma í veg fyrir að nokkur geti náð tökum á flokknum sem for- maður. En auðvitað er annað sem býr að baki þessari óá- nægju heldur en áhyggjur af heill flokksins. Mikil eftirspurn er nefnilega eftir fram- boðssætum, en framboðið er talið verða mun rýrara en áður vegna væntanlegs fylgis- hruns Sjálfstæðisflokksins Drátthög kennaraforysta J samningaþófinu gera menn sér ýmislegt til dundurs, tefla, spila, spjalla, drekka, bíða, tefla meira... Drátthagir teikna; myndin er af Indriða H. Þorlákssyni formanni samn- inganefndar ríkisins. Höfund- ur óskar að sögn nafnleyndar en böndin berast að manni með ættarnafn úrforystu Hins íslenska kennarafélags. ■ vegna frammistöðuna í ríkis- stjórn. Hins vegar er Geir tal- inn vera öruggur um að verða í 1. til 3. sæti í prófkjöri vegna samúðar sem hann nýtur innan flokksins. Það þýddi að aðrir þingmenn Reykjavíkur í Sjálfstæðisflokknum væru í fallhættu: Albert, Friðrik, Pét- ur, Ragnhildur, Birgir ísleifur, Ellert Schram, Guömundur H. Garðarsson ? Amk. þrír þess- ara manna eru taldir detta af þingi vegna gengisleysis flokksins. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.