Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN skóláæskan! Hertakafjármálaráðuneytisins. Orð menntamálaráðherra marklaus. Einkaskólará döfinni. Ragnhildur skólaspillir. Nauðsyn samstöðunnar Sannarlega er vorið komið í loftið, rauðmaginn genginn á grunnin og í sundlaugunum eru gæjar og píur farnar að glenna sig framan í glaðbeitta sól, í þeirri von að geta sníkt af henni pínku- litla brúnku á holdið. En þó nátt- úran sé þannig farin að búa sig undir að klæðast vorskrúðanum hefur sjaldan ríkt meiri kuldi og biturð í því litla mannfélagi sem um meir en þúsund ára skeið hef- ur hafst við á þessum nyrstu nesjum úthjarans. Æskutöggur Um þessar mundir ættu ung- lingarnir að vera farnir að hlakka til loka framhaldsskólanna, lúkn- ingar prófa, sumarstarfa og ævintýranna sem ef til vill bíða með nýju hausti. Þess í stað velkjast þau nú í áhyggjum um hvort nám þessa vetrar hverfi er- indislaust í glatkistuna, hvort þau nái yfirleitt að útskrifast í vor, hvort það taki því að pæla í þessu fjandans skólakerfi öllu lengur. Óbilgirni ríkisstjórnar - eink- um Alberts og Ragnhildar - hef- ur séð til þess að í stétt þeirra kennara sem starfa við fram- haldsskóla blasir við landauðn. Kennsla hefur fallið niður í hátt á þriðju viku, og ekki útséð hvaðan fæst bitvopn til að höggva á Gordíonshnútinn sem svik stjórnvalda hafa bundið á kenn- aradeiluna. Nemendum blæðir - og þess vegna gripu þeir til þess hressilega gamalkunna ráðs að hertaka fjármálaráðuneytið fyrr í vikunni til að leggja áherslu á kröfur sínar um að ríkisstjórnin komi til móts við lærimeistara þeirra. Auðvitað hlutu þeir fyrir pústra og hrindingar hjá hand- löngurum valdsins og allt í lagi með það. Þegar til lengdar lætur hefur nefnilega fátt jafn holl upp- eldisleg áhrif á kynslóðirnar og vera lamdar af löggunni að til- efnislausu. Aðgerðirnar í fjármálaráðu- neytinu sýndu að íslensk skóla- æska lætur ekki bjóða sér það sem úti frýs, hún hræðist ekki hótanir valdsins, hún lætur ekki þungavigtardrjóla úr Hverfis- steini hræða sig. Það er töggur í henni! Kennara- deilan En um hvað snýst þá kennara- deilan? Upphaflega snerist hún um það, að kennarar í framhalds- skólum vildu minnka þann mun sem þeir töldu vera orðinn á sér og fólki með sambærilega menntun í einkageiranum. Könnun Hagstofunnar sýndi, að sá munur hefur aukist á seinni árum og er nú um 60 til 80 pró- sent. Ríkisstjórnin ansaði litlu og til að leggja áherslu á kröfur sínar sögðu 455 framhaldsskóla- kennarar - eða um 70 prósent stéttarinnar - upp störfum frá og með 1. mars. Áður en uppsagnirnar tóku gildi var málinu skotið til kjara- dóms með samþykki beggja að- ila. Margir kennarar væntu sér góðs af niðurstöðu hans, því í lögum um kjaradóm er án tví- mæla tekið fram, að við kvaðn- ingu dóma skuli tekið tillit til kjara sambærilegra starfshópa á almennum vinnumarkaði. Mörgum finnast kröfurnar um 60 til 80 prósent hækkun afskap- lega háar og það er vissulega rétt. Þær eru háar. Hitt er staðreynd, að þeir hafa dregist afturúr og lögin um kjaradóm kveða skýrt á um, að taka skuli tillit til þeirra launa sem fólk með svipaða menntun hefur á almennum vinnumarkaði. Með hliðsjón af því fannst kennurum þeir geta vænst allríflegra kauphækkana frá kjaradómi. Sú von var ekki síst reist á þeirri staðreynd, að kjaradómur hafði fyrir skömmu síðan úthlutað þingmönnum nærfellt 40 prósent kauphækkun! Var fráleitt að vænta þess að kennurum yrði boðið eitthvað svipað? Nei - að sjálfsögðu ekki! Þingmenn eiga ekki að njóta neinna sérstakra fríðinda frá kjaradómi. Nóg hafa þeir samt. Marklaus orð Kjaradómur hins vegar skaut sér undan að taka afstöðu með því að koma með tilboð sem í raun réttri fól í sér að kjaradeilu kennara mætti leysa með sérkjarasamningum. Aður en til þeirra kom, lýsti Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra því yfir án tvímæla að tekið yrði „tillit til sérstöðu kennara”. Skömmu síðar voru niðurstöður sérstaks endurmats á störfum kennara birtar með pompi og pragt, ásamt viðeigandi mynda- tökum af Ragnhildi í Morgun- blaðinu. Þar kom skýrt í ljós að kennarar hafa ótvírætt dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir á síðustu árum. Auk þess var bent á ýmislegt sem þeir inna af hönd- um án sérstakrar greiðslu. Þegar til samningannu kom varð hins vegar ljóst að orð Ragn- hildar voru einskis virði. Kennur- um voru ekki birt nein tilboð sem hefðu rétt hlut þeirra gagnvart viðmiðunarhópum. í ljós kom að Ragnhildur segir eitt í dag og annað á morgun. Orðum hennar er ekki að treysta. Framkoma hennar gegn kennurum minnir einna helst á fyrirbæri sem menn- setja stundum efst á kirkjuturna og snýst án afláts. Það heitir vind- hani. Hvort sem mönnum nú finnast kröfur kennara réttlátar eða ekki, þá getur enginn mælt því í mót með réttum rökum, að lög- unum um kjaradóm var ekki framfylgt og að Ragnhildur gekk á bak orða sinna. Einkaskólar Kennaradeilan snýst hins veg- ar ekki lengur um laun fram- haldsskólakennara einvörðungu. Hún snýst einnig um það, hvort Sjálfstæðisflokknum á að takast að nota vinnustöðvunina til að mola núverandi skólakerfi, þar sem allir njóta sömu menntunar án sérstaks endurgjalds, til að ryðja einkaskólum braut. Þess vegna er deilan ekki lengur fyrst og fremst mál framhaldsskóla- kennara, - héðan í frá varðar hún alla þá sem vilja viðhalda ókeypis skólum og jafnrétti til náms, námsfólk, en ekki síst foreldra með börn á öllum aldri, sem vilja eiga þess kost að geta sett þau til mennta án þess að gjalda fyrir stórfé. Því einkaskólinn er það sem býr að baki stífni Sjálfstæðis- ráðherranna. Hugmyndin um einkaskólana er gamall draumur ofstækis- manna úr frjálshyggjuarmi Sjálf- stæðisflokksins, sem aldrei átti neinn hljómgrunn með forystu flokksins. Eftir að Ragnhildur gleypti við hugmyndinni tók hún hins vegar að skjóta rótum í menntamálaráðuneytinu. Rétt fyrir upphaf kennaradeilunnar var svo hugmyndinni fyrst komið opinberlega á flot af aðstoðar- ráðherra Ragnhildar, Ingu Jónu Þórðardóttur. Síðan hefur vaxið stuðningur við einkaskólahugmyndina innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta _ endurspeglast ljóslega í skrifum Morgunblaðsins sem fyrir röskri viku lagði hina flokkslegu bless- un yfir hugmyndina í leiðara. Þar var vegið þunglega að skólakerfi ríkisins og spurt blákalt „hvort ekki sé unnt að veita nemendum haldgóða menntun utan þessa kerfis”. „Eru ekki aðrir betur hæfír til að halda uppi snurðu- lausu skólastarfí en ríkið?” Það sem hér er á ferðinni er það eitt, að nú ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn að notfæra sér kennaradeiluna á blygðunar- lausan hátt til að mola ríkis- skólana og koma á menntakerfi markaðarins, þar sem einka- skólar verða burðarstoðir og efnahagur foreldra mun ráða úr- slitum um hversu mikla og góða menntun börnin fá. Þetta er undirrót hinnar vax- andi hörku sem gætir í við- skiptum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, við kennara. Ragnhildur skólaspillir Flestum foreldrum finnst það hálf nöturlegt, að meðan vofir yfir að námsvetur þúsunda ung- menna lamist, þá sitji æðsti yfir- maður menntamála með hendur í skauti. Þetta er hins vegar í stíl við fyrri afrek Ragnhildar Helga- dóttur í skólamálum þjóðarinn- ar. Við upphaf ferils hennar hlaut hún það flokkslega vegarnesti að koma sem flestum sauðtryggum íhaldsmönnum á garðann. Það hefur hún gert dyggilega. Og staðreyndirnar votta, að frum- kvæði hennar í menntamálum hefur því miður einungis orðið til að hnika skólastarfinu aftur á bak. Staðreyndirnar tala: • Á síðasta ári kom hún í kring niðurskurði sem svaraði til 2.5 prósentum á kennslukostnaði í grunnskólum og framhalds- skólum. • Á síðasta ári beitti hún sér fyrir 4 prósent „sparnaði” í rekstri grunnskóla. • Hún skar niður endur- menntunarnámskeið Kennara- háskólans að mjög verulegu leyti. • Hún skar niður prófanefnd, sem sá um samræmdu prófin. • Hún rak alla námsstjórana á síðasta ári og réði svo einungis þá, sem voru að hennar eigin höfði. Fjölmörg atriði mætti tína til viðbótar. Staðreyndin er einfald- lega sú, að Ragnhildur hefur reynst álíka vel fyrir íslenska skólakerfið og dágóður slurkur af DDT fyrir heilbrigt og skapandi býflugnabú. Stöndum saman Það er ljóst, að ríkisstjórnin hefur einsett sér að brjóta kenn- ara á bak aftur. Takist henni það, kynni sú dáð að reynast afdrifarík fyrir verkalýðshreyfinguna alla. Gleymum ekki að í sumar og haust eru samningar framundan. Þá verða menn einfaldlega að setja hnefann í borðið og segja: hingað og ekki lengra! Það verður að snúa við þróun síðustu ára, stöðva kaupmáttarskerðinguna og freista þess að endurvinna það sem stolið hefur verið á síðustu árum. Gleymum ekki heldur, að það hefur verið logið að verkalýðs- hreyfingunni, hún hefur verið hlunnfarin og svikin. í febrúar- samningunum í fyrra voru gerðir samningar sem leiddu til þess að kaupmáttur hrapaði í fyrra um átta prósent. Forsenda þeirra voru af ríkisins hálfu samdráttur í þjóðarframleiðslu, sem í janúar fyrir samningana var spáð að yrði 4.4 prósent. Á síðustu dögum hefur hins vegar komið í ljós, þegar dæmið var endurreiknað, að þjóðarframleiðslan jókst eftir allt saman á síðasta ári! Forsend- ur þeirra kjarasamninga voru með öðrum orðum rangar. Þetta þarf að endurheimta aft- ur. Takist kennurum að beygja ríkisstjórnina núna verður flótt- inn rekinn með samningum verkalýðshreyfingarinnar í sum- ar. Þess vegna fara saman hags- munir fiskverkunarfólksins og kennaranna í þessu máli. Þau eiga í höggi við sameiginlegan fjandmann: óvinveitta ríkis- stjórn. Allt sem annar getur kvarnað úr undirstöðum hennar kemur hinum til góða. Á það er að vísu bent að kröfur kennara eru háar. En til að endurheimta einungis kaupmáttarhrun síðustu ára þarf hvorki meira né minna en 44 prósent kauphækkun. Svipaðar kröfur þarf því að setja fram fyrir verkafólk síðar á árinu. En aðalatriðið nú er að hinir háskólamenntuðu kennarar sem eiga í höggi við stjórnina eru að berjast við sama óvin og verkafólk mun stríða við síðar á árinu. Sá verður einungis beygður með röskleika og snarpri baráttu, aðgerðum, og þess vegna kom ráðuneytistaka skóla- æskunnar á réttum tíma. Hún hristir upp í okkur, svefngöngum vanans, og minnir okkur á að bar- átta felst í öðru en því að sitja á rassinum heima. Sá andstæðingur sem kennarar berjast við nú mun verkafólk tak- ast á við síðar á árinu. Takist kennurum sóknin vel núna, þeim mun auðveldar mun reynast að reka flóttann síðar á árinu. Þess vegna er þörf samstöð- unnar! Össur Skarphéðinsson Laugardagur 23. mars 1985 bJÖÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.