Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.04.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR FH-ingar Fimm stig á ný Góð vörn FHlagði grunninn að sigri á Víkingi, 28-23. Valur í annað sætið. FH-ingar viðhalda fjarlægð- inni og eru aftur komnir með fimm stiga forystu í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Þeir náðu sér vel á strik gegn Víkingum í Hafnarfirði í gærkvöldi og sigruðu 28-23, Kristján Arason lék mjög vel í vörn og sókn gegn Víkingi í gærkvöldi og er markahæstur í úrslitakeppninni. Karate Góður árangur gegn Svíum Staðan í úrslitakeppni 1. deildar karla i handknattleik eftir leikina i gær- kvöldi:. FH......... 11 7 3 1 282-257 17 Valur.......11 4 4 3 215-220 12 Víkingur....11 5 1 5 234-230 11 KR......... 11 1 2 8 226-250 4 Markahæstir Kristján Arason, FH............72 HansGuðmundsson, FH............66 Þorbergur Aðalsteinss, Víkingi.61 ViggóSigurðsson, Víkingi.......60 JakobJónsson, KR...............54 f kvöld verður áfram leikið f Hafn- arfirði. Valur og Vfkingur mætast kl. 20 og kl. 21.30 leika KR og FH. Þetta eru síðustu leikir annarrar úrslita- umferðarinnar. iryög sannfærandi. Þar með er Valur í öðru sætinu. FH-ingar léku mjög góða vörn í fyrri hálfleik og tóku Þorberg Aðalsteinsson og Viggó Sigurðs- son gersamlega úr sambandi. Það hafði líka greinilega slæm áhrif á Þorberg að Guðmundur Guð- mundsson skyldi ekki leika með vegna meiðsla, það losnaði ekki eins um hann fyrir vikið. FH náði strax forystu, eitt til þrjú mörk, en Einar Jóhannesson náði að jafna 7-7 rétt eftir miðjan fyrri hálfleik. Það var í eina skiptið. FH gerði tvö næstu mörk, Víkingar svöruðu, 9-8, en þá kom kaflinn sem gerði útslag- ið. FH skoraði fimm mörk gegn einu og leiddi 14-9 í hálfleik. Þessa forystu létu Hafnfirðingar ekki af hendi. Þeir komust í 16-10 en þá tóku Víking- ar kipp og löguðu stöðuna í 16- 13. Þeir reyndu síðan að taka Kristján Arason og Hans Guð- mundsson úr umferð en það hreif ekki - bæði tókst FH-ingum að losa sig úr gæslunni og svo fékk Þorgils Óttar Mathiesen aukið Handbolti Svíar sigruðu íslendinga í landskeppni í karate fyrir pá- Helgar- sportið Karate Fyrsta Islandsmótið á vegum hins nýstofnaða Karatesambands innan ÍSÍ verður haldið á morg- un, laugardaginn 13. apríl, í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Mótið hefst kl. 13 og keppt verður í Kata og Kumite. Úrslit hefjast kl. 15 og opnar húsið þá fyrir áhorfendur. Fatlaðir Norðurlandameistaramót í bogfimi verður haldið í fþrótta- húsi Seljaskóla á morgun, laúgar- dag. Mótið hefst kl. 10. Þetta er í fyrsta skipti sem ísland heldur Norðurlandamót í bogfimi og verða þátttakendur um 30 frá öllum Norðurlandanna, nema Færeyjum. Keppendur fslands verða Einar Helgason, Jón Eiríksson, Óskar Konráðsson og Elísabet Vilhjálmsson frá ÍFR og Rúnar Björnsson og Pálmi Þ. Jónsson frá ÍFA. Badminton Meistaramót íslands fer fram í íþróttahúsinu á Akranesi um helgina. Mótið hefst kl. 11.30, bæði laugardag og sunnudag. Á laugardag verður spilað framað undanúrslitum, nema í einliða- leik, þar verður spilað framað úrslitum. Á sunnudag verða und- anúrslit í tvíliða- og tvenndarleik og úrslit síðan í öllum greinum og flokkum. Keppendur verða frá TBR, ÍA, KR, Víkingi, BH og TBA. Glíma Sveitaglíma íslands 1985 verð- ur háð á morgun, laugardag, í íþróttahúsi Melaskóla. Glíman hefst kl. 14 og eru tvær sveitir skráðar til leiks, frá HSÞ og KR. Knattspyrna Tveir leikir í Reykjavíkurmót- inu fara fram á gervigrasinu í Laugardal á sunnudagskvöldið. Kl. 19 leika ÍR og KR í meistara- flokki kvenna og kl. 20.30 hefst leikur KR og Fram í meistara- flokki karla. skana. Keppt var í Gautaborg og fóru fram þrjár lotur. ísland vann þá fyrstu 3-2, Svíar aðra 2-3 og þá þriðju 1-4. Þar var þreytu farið að gæta hjá íslenska liðinu. Úrslit urðu því 9-6, Svíum í hag. Atli Erlendsson og Ævar Þor- steinsson náðu bestum árangri, unnu tvær glímur af þremur hvor. Ámi Einarsson og Gísli Klem- enzson unnu eina glímu hvor og töpuðu tveimur. Svanur Eyþórs- son, 15 ára gamall, glímdu einu sinni og tapaði en stóð sig vel. Þá tapaði Jóhannes sínum tveimur" glímum. í sænska liðinu var m.a. Olaf Potgorni, silfurverðlauna- hafi frá síðasta heimsmeistara- móti. - VS. Létt hjá Val Vann lélega KR-inga 25-17 Valsmenn unnu auðveldan sigur á KR í úrslitakeppni 1. deildar í gærkvöldi. Leikið var í Hafnarfirði, og sigruðu Vals- menn með 25 mörkum gegn 17, eftir að staðan hafði verið 12-4 i hálfleik. Valsarar hófu leikinn með 3 mörkum, en KR-ingar minnkuðu muninn í 3-2. Eftir það var nánast um einstefnu að ræða og þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 12-4. Akureyri ÍBA 40 ára íþróttabandalag Akureyrar heldur hátíðlegt 40 ára afmæli sitt í íþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi. Höllin verður opin frá kl. 13.30 til 19, bæði laugardag og sunnu- dag. Þar verður hvert aðildarfé- lag ÍBA, en þau eru 17 talsins, með kynningu á starfsemi sinni og einnig verður sýning á íþrótta- vörum. Á sunnudaginn verður íþrótta- hátíð í höllinni frá kl. 13.30 til 18. Þar verður fjölbreytt dagskrá, hin ýmsu aðildarfélög leika Iistir sínar, í handknattleik, knatt- spyrnu, lyftingum, blaki o.s.frv. - K&H/Akureyri. Pressuleikur svigrúm til að snúa á Víkings- vörnina. FH komst aftur fimm mörkum yfir, 21-16, Víkingur minnkaði það í 24-21, en FH gerði næstu tvö mörk og þar með voru úrslitin endnanlega ráðin. Úrslitin í mótinu líka?? Það var varnarleikurinn sem mestu réði hjá FH. Kristján og Hans léku þar geysilega vel og náðu að klippa alveg á horna- menn Vfkings. Þeir voru síðan báðir atkvæðamiklir í sókninni, Kristján sérstaklega í fyrri hálf- leik og Hans í þeim síðari. Þorgils Óttar var einnig drjúgur - þrí- eykið var í formi. Sverrir Krist- insson tók fljótlega við af Haraldi Ragnarssyni í markinu og stóð sig mjög vel. Víkingar náðu ekki að leika sama leikinn og síðast þegar þeir unnu FH með 11 mörkum, FH-ingar sáu til þess. Þorbergur og Viggó áttu erfitt uppdráttar og þar með var mesta bitið úr sókninni. Hilmar Sigurgísiason stóð sig best, Iék mjög vel í seinni hálfleiknum. Steinar Birgisson náði sér ekki á strik og ekki heldur Krist- ján Sigmundsson í markinu fyrr en talsvert var liðið á leikinn. Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson áttu ekki góðan dag í dómgæslunni. Mörk FH: Kristján 7, Hans 6, Þorgils Óttar 6, Guðjón Árnason 3, Jón Erling Ragnarsson 3, Valgarður Valgarðsson 2 og Guðjón Guðmundsson 1. Mörk Víkings: Viggó 7(3v), Hilmar 6, Þorbergurö (1v), Steinar 3(1 v) og Einar2. -hs/VS Munurinn hélst svipaður fram eftir síðari hálfleik, en þegar 10 mín. voru eftir var staðan 23-13. KR-ingar náðu aðeins að minnka muninn undir lokin, enda fóru Valsarar að slappa af og lokatöl- urnar urðu 25-17. Leikurinn var leiðinlegur, en hafði sína ljósu punkta, sem voru mjög góð markvarsla hjá Einari Þorvarðarsyni og margar skemmtilegar sóknir hjá Val. Valsliðið lék oft mjög vel og var jafnt. KR-ingar voru allir ein- staklega daufir og náðu sér aldrei á strik. Var þar sama hver átti í hlut. Dómarar voru þeir Guðmund- ur Kolbeinsson og Þorgeir Páls- son og dæmdu þeir vel. Mörkin: Valur: Geir Sveinsson 5, Þorbjörn Guð- mundsson 5/4, Júlíus Jónasson 4, Jakob Sigurðsson 4, Þorbjörn Jensson 3, Ingvar Guðmundsson, Theódór Guðfinnsson, Valdimar Grímsson og Þórður Sigurðsson 1. KR: Ólafur Lárusson 5/3, HaukurOttes- en 3, Haukur Geirmundsson, Hörður Harð- arson og Jóhannes Stefánsson 2, Friðrik Þorbjörnsson, Jakob Jónsson og Páll Björgvinsson 1 hver. - GSM Reykjavíkurmótið Ármann vann Víking! Ármenningar komu hressilega á óvart í gærkvöldi með því að sigra Víkinga 1-0 í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu. Bryiyar Jóhannesson skoraði sigurmark- ið snemma leiks með gullfallegu skoti í bláhornið. Víkingsliðið, sem aðeins var með þrjá fasta- menn frá í fyrra, sótti talsvert en grimmir Ármenningarnir gáfu ekki þumlung eftir og hefðu með smá heppni getað bætt við mörk- um. í B-riðli er þá Valur með 2 stig eftir 1 leik, Ármann með 2 eftir 2 leiki, Fylkir með 1 eftir 1 leik og Víkingur neðstur með 1 stig eftir 2 leiki. - VS. Pétur gegn Ivari! Landslið gegn Pressu í Keflavík í kvöld Pétur Guðmundsson gegn ívari Webster í Keflavík I kvöld! Þessir tveir risar eigast við þegar lands- liðið mætir liði sem íþróttafrétta- menn hafa valið, pressuliði, í íþróttahúsinu í Keflavík kl. 20. Pressuliðið er mjög öflugt en íþróttafréttamenn völdu þessa tíu leikmenn: Pétur Guðmundsson, Sunderland Jónas Jóhannesson, UMFN Þorsteinn Gunnarsson, KR Jón Steingrímsson, Val Árni Lárusson, UMFN (sak Tómasson, UMFN Kristján Ágústsson, Val Leifur Gústafsson, Val Hreiðar Hreiðarsson, UFMN Hálfdán Markússon, Haukum. Til vara eru Björn Steffensen, ÍR, Jón Sigurðsson, KR, Henn- ing Henningsson, Haukum og Ólafur Rafnsson, Haukum. Landsliðið er skipað þeim tíu leikmönnum sem leika á Polar Cup síðar í þessum mánuði. Þeir eru eftirtaldir: Ivar Webster, Haukum Torfi Magnússon, Val Birgir Mikaelsson, KR Valur Ingimundarson, UMFN Hreinn Þorkelsson, |R Gylfi Þorkelsson, |R Guðni Guðnason, KR Tómas Holton, Val Pálmar Sigurðsson, Haukum Jón Kr. Gíslason, IBK Þarna verða því flestir af bestu körfuknattleiksmönnum landsins samankomnir og Keflvíkingar og aðrir sem áhuga hafa eiga von á fjörugum og skemmtilegum leik. - VS. Föstudagur 12. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.