Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.04.1985, Blaðsíða 16
Laugardagur 27. apríl 1985 94. tölublað 50. órgangur Sigurður Björnsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson í hlutverkum sínum í Leðurblökunni. Þessi mynd og aðrar hér á síðunni eru teknar á æfingu. íslenska óperan Leður- blakan Ein vinsœlasta óperetta Johanns Strauss yngri frumsýnd í kvöld Stofustúlkur gegna oft mikilvægum hlutverkum í leikfléttum hefðarfólks- ins og hór er það Ásrún Davíðsdóttir í hlutverki Adele. Fjær sést Guðmund- ur Jónasson sem leikur Falke. í kvöld, laugardag, frumsýnir (slenska óperan Leðurblökuna, óperettu f þremur þöttum eftir Henry Meilhac og Ludovic Hal- évy með tónlist eftir Johann Strauss yngra. Þessi óperetta er samin veturinn 1973-74 og er þekktust og vinsœlust þeirra óperetta sem kenndar eru við Vínarborg. Söguþráðurinn er svo sem ekki ýkja háreistur fremur en í öðrum gamanleikjum. í honum greinir frá gagnkvæmum hrekkjum vin- anna Gabríel von Eisenstein og Benjamíns Falke sem auk annars eiga sér sameiginlega fortíð sem vonbiðlar söngkonunnar Rósa- lindu. Þeirri keppni lauk með sigri Gabríels en Falke á eftir að hefna ófaranna og um það fjallar leikurinn. Höfundurinn textans, Meilhac og Halévy, höfðu áður samið texta við ýmsar óperettur Offen- bachs en það sem þeirra er helst minnst fyrir er textinn við Carm- en. Textinn er soðinn upp úr farsa eftir þýskan höfund sem nefndist dr. Roderich Julius Ben- Pjóðleikhúsið Menningar- verðlaun afhent Að lokinni frumsýningu Þjóð- leikhússins á íslandsklukku Hall- dórs Laxness voru afhent verð- laun úr Menningarsjóði Þjóð- leikhússins. Verðlaunin, sem eru 15 þúsund krónur, hlutu leikar- arniríinna Gunnlaugsdóttir, Slg- urður Sigurjónsson, Arnar Jóns- son og Helgi Skúlason og Sveinn Einarsson leikstjóri. Menningarsjóðurinn er jafn- gamall leikhúsinu, stofnaður á vígsludegi Þjóðleikhússins 20. apríl 1950. Tilgangur hans er að veita einhverjum starfsmönnum hússins viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu leikhússins. Á þeim 35 árum sem liðin eru frá stofnun sjóðsins hafa 48 leikarar og aðrir starfsmenn hússins hlotið verðlaun úr honum, þar af fjórir tvisvar, og einu sinni fékk kór Þjóðleikhússins verðlaunin. Verðlaunin eru mishá frá ári til árs og fer upphæðin eftir fjárhag sjóðsins hverju sinni en fastur tekjustofn hans er hluti af aðgöngumiðasölu á aðlaæfingar auk annarra framlaga. Á meðfylgjandi mynd E. Ól. sést Þuríður Pálsdóttir formaður Þjóðleikhúsráðs afhenda Tinnu Gunnlaugsdóttur menningar- verðlaunin. -ÞH. Eggert Þorleifsson stígur nú sín fyrstu spor á óperusviðinu undir stjórn systur sinnar Þórhildar. Hér sést hann í hlutverki Frosch fangavarðar. fimmtán óperettur, þám. Leður- blakan, og tvær gamanóperur, Sígaunabaróninn og Pázmán riddari. Það eru einkum tvö fyrr- nefndu verkin sem halda munu nafni Johanns Strauss yngri á lofti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Leðurblakan er flutt hér á landi, það eru td. ekki ýkjamörg ár síð- an það gerðist í Þjóðleikhúsinu. í sýningu íslensku óperunnar er eins og áður notast við þýðingu Jakobs Jóhannessonar Smára. Til að stjórna hljómsveitinni á fyrstu sýningunum hefur verið fenginn austurrískur hljómsveit- arstjóri, Gerhard Decckert að nafni. Hann verður við stjórnvöl- inn fyrstu þrjár sýningarnar en þá tekur Garðar Cortes við sprotan- um. Leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir en Una Collins hefur gert leikmynd og búninga. í sýn- ingunni kemur fram 30 manna hljómsveit og 40 manna kór óper- unnar. Með hlutverk hinnar umsetnu söngkonu, Rósalindu von Eisen- stein, fer Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir en maður hennar, Gabríel, er leikinn af Sigurði Björnssyni. Ásrún Davíðsdóttir leikur stof- ustúlkuna Adelu sem kemur mikið við sögu en Guðmundur Jónsson leikur vonbiðilinn Falke. Með önnur hlutverk fara John Speight, Júlíus Vífill Ingvarsson, Elísabet Waage, Sigríður Gröndal, Guðmundur Ólafsson og Eggert Þorleifsson sem stígur hér sín fyrstu skref á óperusviði, án þess þó að reka upp bofs. Eins og áður segir er frumsýn- ing Leðurblökunnar í kvöld, en næstu sýningar eru á sunnudag og þriðjudag og hefjast þær allar kl. 20. -ÞH edix og samdi fjöldaleikritaeinna helst til þess að berjast gegn því sem hann taldi vera ofmat á verkum Shakespeares. Það er þó sennilega frekar tón- list Johanns Strauss yngri að þakka hve vinsæl óperettan varð. Tónskáldið lærði tónlist á laun og í trássi við föður sinn, Jóhann eldri, en sá var mikill valsakóng- ur í Vín á fyrri hluta nítjándu aldar og sá í syni sínum ógnun við veldi sitt. Sá ótti rættist því þeir feðgar háðu grimmilega baráttu um hylli samtíðar sinnar sem lauk ekki fyrr en faðirinn lést árið 1849. Að föður sínum látnum réð Jo- hann yngri lögum og lofum í skemmtanalífi Vínarborgar og næstu árin samdi hann marga af sínum frægustu Vínarvölsum, svo sem Dónárvalsinn. En þá birtist nýr keppinautur, Offenbach með óperetturnar sínar. Þær náðu miklum vinsældum og Strauss neyddist til að aðlaga sig breyttum tímum, hætta við vals- ana og leggja fyrir sig söng- leikjasmíðar. Úr því urðu til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.