Þjóðviljinn - 04.05.1985, Page 16

Þjóðviljinn - 04.05.1985, Page 16
MENNING Fugl sem flaug á snúru NemendaleikhúsiðfrumsýnirnýttleikriteftirNínu Björk Árnadóttur Alltfrástofnun Nemenda- leikhúss Leiklistarskóla ís- lands hefur sá siður haldist að fenginn sé leikritahöfundurtil að skrifa leikrit fyrir þá sem eru að útskrifast hverju sinni úrskólanum. Svpereinnig íár og á þriðjudaginn frumsýnir Nemendaleikhúsið nýtt leikrit eftir Nínu BjörkÁrnadóttur sem nefnist Fugl sem flaug á snúru. Að sögn höfundar fjallar þetta leikrit um ástina, þörfina fyrir hana og óttann við að rækta hana auk þess sem ýmsar samlífsflækj- ur koma við sögu. Þetta er í fyrsta sinn sem Nína Björk skrifar fyrir Nemendaleikhúsið en verk eftir hana hafa verið sýnd hjá Þjóð- leikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. Helga Hjörvar skólastjóri LÍ sagði að þessi siður að panta ís- lensk leikrit helgaðist af tvennu. Annars vegar vildi skóiinn nýta sér þá grósku sem er í íslenskri leikritun þessi árin, hins vegar væri erfitt að finna verk sem hæfir útskriftarhópnum hverju sinni. Það þyrfti að vera þess eðlis að allir fengju nokkuð svipuð tæki- færi, þe. hlutverkin þyrftu að vera nokkuð jöfn. Átta verðandi leikarar eru í Nemendaleikhúsinu í ár og er þetta þriðja verkefni þeirra í vet- ur. Fyrst sýndu þau Græn- fjöðrung í haust en undanfarið hafa þau leikið í sýningu Leikfé- lags Reykjavíkur á Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespe- are. í hópnum eru Alda Arnar- dóttir, Barði Guðmundsson, Einar Jón Briem, Jakob Þór Ein- arsson, Kolbrún Erna Péturs- dóttir, Rósa Þórsdóttir, Þór H. Tulinius og Þröstur Leó Gunn- arsson. Leikstjóri í þessari sýningu er Hallmar Sigurðsson, leikmynd er eftir Grétar Reynisson og Ólafur Örn Thoroddsen sér um lýsingu. sem flaug á snúru frumsýnt á fram í Lindarbæ sem hefur verið Eins og áður segir verður Fugl þriðjudaginn og fara sýningar hellulagður af þessu tilefni.-ÞH. Rjómatertur Marsipantertur Marsipantertur Valhnetutertur „Bolero' Kiwitertur Bananatertur Brauðtertur Snittur Kransakökur Kransakörfur Pantið tímanlega ísíma 77060

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.