Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1985, Blaðsíða 7
Vestrar undir (smásjá) Ha? John Wayne-myndir á kvikmyndahátíð? Einn af gestum hátíðarinnar, Gerald Peary, kom með tvær í töskunni og sýndi í gærkvöldi og fyrrakvöld. Þótt Jón væni leiki bæði í „The Man who shot Liberty Valence" og „Stage Coach“ væri sönnu nær að kalla þær John Ford-myndir eftir leikstjóranum; en Peary þessi ræddi um kappana báða spaklega undan og eftir sýning- unum í Menningarstofnun Bandaríkjanna á Neshaga og á vett- vangi hátíðar í Austurbæjarbíó. Gerald Peary er skriffinnur um kvikmyndir og prófessor í fræðunum við Massachusetts-háskóla, aðdáandi Ford og Wayne, til vinstri í pólitík og leggur í vestrana dýpri skilning en flestir gláparar. í spjalli Kanans voru rakin átök siðmenningar og villimennsku í bestu vestrun- um, félagsleg og sálræn; goðsagnirnar sem verða til og brotna niður, samtímaathugasemdir vestrasmiðarins Ford um þjóðmál, siðferði og menningu. Mættir til að sjá og hlusta: ákafir vestraunnendur og rjóminn úr kvikmyndaliðinu íslenska. Þjóðviljinn mætti í Menningarstofnun Bandaríkjanna, smellti af nokkrum myndum, - og við gátum ekki stillt okkur um að beita síðan skærunum. -m Davíð Oddsson borgarstjóri afhendir Gunnari Smára Helgasyni hljóðmanni viðurkenningu hátíðarnefndar. Kvikmyndahátíð 1985 Gestagangur við setningu Kvikmyndahátíð rennur nú sitt skeið á góðri fart og kvik- myndafríkin sjást hvorki heima hjá sér né í vinnunni. í Austurbæjarbíói eru allt upp í 15 sýningar á dag í þremur sölum og þeir albrjáluðustu geta setið í bíó frá því um há- degi og fram yfir miðnætti þegarbestlætur. Settning hátíðarinnar fór fram í stóra salnum á laugardaginn kl. 14 að viðstöddu ýmsu stórmenni. Hrafn Gunnlaugsson formaður hátíðarnefndarinnar steig fyrstur upp á svið en bauð síðan fornvini sínum, Davíð Oddssyni að setja hátíðina og afhenda sérstaka viðurkenningu sem nefndin út- hlutar nú í fyrsta sinn til einhvers einstaklings sem þykir hafa skarað fram úr í kvikmyndagerð hér á landi. Fyrir valinu varð Gunnar Smári Helgason sem á stóran þátt í að styrkja þann hlekk sem löngum hefur verið hvað veikastur í íslenskum kvik- myndum: Hljóðrásina. Auk viðurkenningarinnar hlaut Gunnar Smári 25 þúsund krónur. Hann hefur hljóðsett ýmsar myndir sem borið hefur hátt í ís- lenska kvikmyndaævintýrinu og nægir að nefna tvær þær nýjustu: Gullsand og Hrafninn flýgur. Næst kallaði Hrafn gesti hátíð- arinnar upp á svið og fór þar fremst í flokki Astrid Lindgren höfundur ýmissa vinsælla barna- bóka, þar á meðal Ronju ræn- ingjadóttur sem var opnunar- mynd hátíðarinnar. Leikstjóri þeirrar myndar var einnig mættur á svæðið: Tage Danielsson. Loks ávarpaði þýski kvikmyndaleik- stjórinn Hark Bohm bíógesti. Og svo slökknuðu sljósin og bíógestir hurfu á vit einhverrar óskilgreindrar sænskrar fortíðar þar sem þau Ronja og Birkir koma skikk á óstýrláta feður sína. -ÞH ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 I forgrunni mynd úr „Stage Coach“, sígildum John Ford frá 1939. Aftar kvikmundar að éta ost og drekka hvítvín í hlói hjá Könunum á Neshaga: Gerald Peary, Þráinn Bertelsson, Friðrik Þór Friðriksson, Guðlaugur Bergmundsson, Gísli Gestsson, Viðar Víkingsson. Yfir vötnunum: Hrafn Gunnlaugsson. (Mynd Valdís og félagar) Sænsku heiðursgestirnir, Astrid Lindgren og Tage Danielsson. Astrid fór hlýlegum oröum um ís- land og íslenska kvikmyndagerð en nærvera hennar ein nægði til að hræra hjörtun í ungum og gömlum aðdáendum þessarar snjöllu skáldkonu. Myndir: Valdís. Þýski kvikmyndaleikstjórinn Hark Bohm vitnaði í íslendinga- sögurnarog Hrafn þýddi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.