Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.06.1985, Blaðsíða 9
Þorvaldur Axelsson: Við höfum ekki efni á að fara svona ósparlega með blóma íslensku þjóðarinnar. Mynd -E.ÓI. Þorvaldur Axelsson erindreki hjd Slysavarnafélaginu Þetta eru hroðalegar tölur Hátt í400 sjómenn hafa farist við íslandsstrendur á síðustu tveimur áratugum. Á fimmta hundrað bótaskyld slys á sl. ári. Slys hér helmingi tíðari en hjá nágrannaþjóðum „Á síðastliðnu ári urðu 437 bótaskyld slys á ís- lenskum sjómönnum þar af 17 dauðsföll. Þar til við- bótar er fjöldi slysa sem aldrei er skráður. A síðustu tveimur áratugum hafa hátt í 400 íslenskir sjómenn far- ist við störf sín. Þetta eru nær allt ungir menn í blóma lífsins. Þetta eru hroðalegar tölur og við skulum gæta að því að þeir eru enn fleiri sjó- mennirnir sem eru örkumla eftir slys“. Það er Þorvaldur Axelsson erindreki hjá Slysavamafélaginu sem þylur upp þennan ógnvekjandi sannleik um ótrú- lega mikla slysatíðni í íslenskum sjávarútvegi. Þorvaldur hefur undanfarna mánuði ferðast vítt og breitt um landið á vegum Slysavarnafélagsins og rætt þessi alvarlegu mál við sjómenn og þá sem vinna að slysavarnarmálum. Hann hefur talað tæpitungulaust um þann alvarlega vanda sem hér er á ferð og erindi hans hafa vakið menn til umhugsunar. Þjóðvilj- inn bað Þorvald að lýsa nokkrum staðreyndum varðandi hina miklu slysatíðni hjá sjómönnum. Hœttulegra en hermennska „Til að lýsa á einfaldan máta því ástandi sem við höfum búið við, þá er það staðreynd að það er helmingi hættulegra að stunda sjómennsku á íslandi en að vera t.d. bandarískur hermaður í Víet- nam-stríðinu á sínum tíma, og þóttust menn þó hólpnir að kom- ast lifandi frá vígvöllunum. Ef bornar eru saman tölur yfir fallna og særða Bandaríkjamenn í Víet- nam miðað við fjölda hermanna og bótaskyld slys á sjómönnum hér við strendur miðað við fjölda í sjómannastétt þá er þetta því miður staðreynd. Það er nú liðin tæp öld síðan Oddur V. Gíslason byrjaði að vekja sjómenn til alvarlegrar um- hugsunar um sín öryggismál. Þá var ekki mikið meiri slysatíðni hér en hjá sjómönnum í ná- grannalöndum. Því miður hefur þróunin öll verið á hinn verri veg. Norðmönnum finnst nóg um á- standið hjá sér og hafa unnið mikið fyrirbyggjandi starf og ætla að auka við það mjög verulega á næstu árum. Við erum hér á ís- landi með helmingi hærri slysa- tíðni í sjávarútvegi en Norð- menn. A sama tíma og skipa- flotinn okkar hefur tekið stórum framförum og allur öryggisbún- aður orðinn margfalt betri en áður, þá hefur slysatíðnin hér stóraukist miðað við aðrar þjóð- ir. Ströndum stórfjölgað Bara til að nefna dæmi um þró- unina þá má nefna að á árunum 1964-1973 urðu 34 strönd við fs- landsstrendur. Þetta er frekar há tala miðað við þann tækjabúnað sem var um borð í skipum á þess- um árum. Ef næstu 10 ár eru tekin til samanburðar, árin 1974- 1983, þegar tækjabúnaður hefur stórbatnað frá því sem áður var og varla til sú trilla sem ekki hefur fullkominn radar og lóranbúnað, hvað hefur þá gerst? Jú, strönd- um hefur fjölgað úr 34 í 86. Skipa fjöldinn er nær sá sami, tækja- búnaðurinn margfalt betri, en ströndin nær þrefalt fleiri. Til við- bótar má geta þess að á þessum sama tíma fjölgaði eldsvoðum um borð í fiskiskipum til mikilla muna og orsakir langflestra þeirra má rekja hreint og klárt til trassaskapar. Skynsemin á hakanum Já, hvað er að, hvað hefur farið úrskeiðis? spyrja menn. Ég veit ekki hverju skal svara. Getur ver- ið að í öllu tækjaflóðinu hafi al- menn skynsemi skipstjórnar- manna og sjómanna setið á hak- anum eða hreinlega týnst? Það er spurning. Við skulum bara gera okkur fulla grein fyrir því að mannfall íslendinga við fisk- veiðar er hlutfallslega það sama ef ekki meira en þegar stórþjóðir standa í styrjöldum með fullkomnustu drápstækjum. Ádrepa Laxness í fullu gildi Þetta er engin nýr sannleikur sem ég er að benda mönnum á. Ég rakst á merkilega grein á dög- unum eftir Halldór Kiljan Lax- ness sem er skrifuð árið 1934. „Hvert á að senda reikninginn?" Heitir þessi merka grein skáld- sins þar sem hann er að nefna nákvæmlega sömu hluti og við höfum verið að fjalla um hér. Þessi grein Halldórs á jafn vel við Annað dæmi. Ef farþegi í bfl eða flugvél dytti í hug að biðja um undanþágu til að fá að stjórna bflnum eða flugvélinni bara spottakorn, þá yrði hann sjálfsagt álitinn eitthvað skrítinn. En hvað er að gerast? Það er einungis á þessu ári búið að veita hátt í 900 undanþágur til handa mönnum til að stjórna fiskiskipum. Þetta ger- ist þrátt fyrir að mjög hafi verið hert á öllum undanþáguveiting- um. Og jafnvel þó undanþágun- efndin fallist ekki á einhverjar beiðnir þá tekur samgönguráð- herra að ser að veita þærundan þágur eins og nýleg dæmi eru um. Menn skyldu íhuga þessa stöðu mála þegar rætt er um sjó- slys á íslandi. Jú, vissulega verða sjómenn undrandi þegar þeir gera sér ljós- ar þessar staðreyndir sem við höf- um rætt. Hitt vekur samt furðu að við auglýstum rækilega á dögunum námskeið um örygg- ismál fyrir sjómenn og farmenn sem við stöndum að í samvinnu við Landssamband slökkviliðs- manna. Það sóttu fleiri um á námskeiðið en hægt var að koma fyrir en þeir sem sóttu um voru nánast allir yfirmenn á kaup- skipum eða togurum. Menn sem flestir eru með yfir 40 ára reynslu til sjós og þekkja vel til öryggis- mála en ekki ein einasta umsókn kom frá sjómönnum með litla starfsreynslu eða verðandi sjó- möunum. Það kom engin um- sókn frá þeim sem hafa enga reynslu í því að bjarga sér og öðr- um. Feimnismál eða náttúrulögmál Vissulega skiptir öflug fræðsla í þessum málum og fyrirbyggjandi starf miklu en þetta er líka spurn- ing um hugarfarsbreytingu. Sjó- menn hafa því miður unnið störf sín oft meira af kappi en forsjá, menn verða að horfa til þeirrar staðreyndar. Hitt erlíka, að þessi slys hafa verið mikið feimnismál og menn jafnvel sumir litið á þetta sem eitthvert náttúru- lögmál. Menn hafa verið feimnir að skoða þessi mál af fullri alvöru og þá helst þeir sem minnsta þekkingu hafa og þurfa sannar- lega að kynnast hlutunum. Ég hef þá trú og von og er reyndar fullviss um að það út- hlaup Slysavarnafélagsins og fleiri aðila sem nú er hafið muni skila árangri. Það er mín bjarg fasta skoðun að svo verði að vera. Við höfum ekki efni á að fara svona ósparlega með blóma íslensku þjóðarinnar," sagði Þor- valdur Axelsson erindreki hjá Slysavarnafélaginu. -Ig- Frá námskeiði Slysavarnafélagsins og Landssambands slökkviliðsmanna fyrir sjómenn um öryggismál og slysavarnir sem haldið var í nýliðinni viku. Þorvald- ur leiðbeinir með hjartahnoð og blástursaðferðina. í dag og fyrir hálfri öld. Ég hafði samband við hann og fékk góð- fúslega leyfi hans til að lesa upp úr þessari merku grein og vitna til hennar á fundum mínum um landið. Við stöndum nákvæm- lega frammi fyrir sömu spurningu í dag og Halldór varpaði fram fyrir 50 árum. Hvert á að senda reikninginn fyrir öllum þessum slysum og mannfalli? Þú spyrð enn um skýringar á þessu ástandi. Það er erfitt að svara á einn einfaldan máta. Það er umhugsunarvert að ef tveir bfl- ar rekast á þá er kallaður til fjöldi sérfróðra manna til að meta að- stæður, t j ón og slys j afn vel þó um fáar rispur sé að ræða. Ef skip siglir í strand, skip sigla hvort á annað, fjöldi sjómanna slasast eða ferst þá líða kannski fleiri vikur jafnvel mánuðir þar til farið er að kanna málin af einhverri alvöru. Vettvangsrannsókn í sjóslysum fer oft á tíðum aldrei fram. Nœr 900 undanþágur Sunnudagur 2. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.