Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.06.1985, Blaðsíða 7
Erindi Finnboga Jónssonar framkvœmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins 15. maísl. Á síðustu mánuðum hafa orkumál verið allofarlega á dagskrá í íslenskri þjóðmála- umræðu. Það er út af fyrir sig ekki nýtt af nálinni að sá mála- flokkur valdi deilum hér á landi. Allt frá því að hafinn var undirbúningur að samningum um orkusölu og byggingu ál- versins í Straumsvík hafa orkumálin verið eitt heitasta deilumáls íslenskra stjórn- mála. Reyndar má rekja ágreining um stefnu í orkumál- um miklu lengra aftur í tímann eða alveg til „Fossamálsins“ svokaliaða, þegar fram komu hugmyndir um að selja útlend- ingum afnotaréttinn af íslensk- um fallvötnum, til allt að 99 ára. Kjarni orkumálaumræðunnar á liðnum áratugum hefur jafn- an snúist um þjóðfrelsismál annars vegar og fjárhagslegan ávinning þjóðarbúsins hins vegar. Stefna Alþýðu- bandalagsins Alþýðubandalagið og íslenskir sósíalistar hafa alla tíð haft skýra stefnu í orkumálum. í hnotskurn má segja að hún hafi alla tíð mót- ast af eftirfarandi meginsjónar- miðum: 1) Við höfnum forræði útlend- inga yfir auðlindum landsins og leiðum sem fela í sér að nær allur arður af nýtingu þeirra er fluttur úr landi. 2) Við erum fylgjandi hvers konar stóriðjurekstri sem fellur að umhverfislegum og félags- legum aðstæðum og sem verða má til að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins og bæta lífskjör al- mennings í landinu. í ljósti þessara meginsjónar- miða börðust íslenskir sósíalistar í upphafi þessarar aldar fyrir tog- araútgerð á vegum landsmanna sjálfra, þeir börðust fyrir áburð- arverksmiðju, þeir börðust fyrir sementsverksmiðju, þeir börðust fyrir stóreflinu frystiiðnaðarins, þeir börðust fyrir brottrekstri út- lendinga af fiskimiðum íslands. Þetta eru aðeins nokkur dæmi, þar sem stefna sósíalista hefur sigrað. En við höfum líka beðið ósigra og þar er álver Alusuisse í Straumsvík nærtækasta dæmið. En víkjum nú nánar að orku- málaumræðunni á síðustu mánuðum og verkefnum líðandi stundar. Segja má að bakgrunnur um- ræðunnar um orkumál á síðustu misserum sé eftirfarandi: Erlendar skuldir stærsti vandinn 1. Eitt af stærstu efnahags- vandmálum þjóðarinnar um þessar mundi eru erlendar skuldir. í árslok 1984 námu er- lendar skuldir um 52 milljörðum króna sem jafngilti um 62% af vergri þjóðarframleiðslu. Til samanburðar má nefna að í árs- lok 1974 námu erlendar skuldir um 30% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Greiðslubyrðin hefur aukist mjög verulega á þessum 10 árum og er nú stundum haft á orði að annar hver þorskur sem veiddur er við íslandsstrendur fari til greiðslu vaxta og afborg- ana af erlendum lánum. 2. Um það bil helming erlendra skulda má rekja til framkvæmda í orkumálum, þar af er þáttur Landsvirkjunar um 60%. 3. Umframorkugeta Lands- virkjunar, þ.e.a.s. virkjuð orka sem enginn markaður er fyrir, er nú um 750 Gmst eða sem nemur 50% af heildarorkuþörf Lands- virkjunar vegna almennings- veitna. Fjárfestingarkostnáður vegna þessarar umframorku nemur um 4lÁ milljarði króna eða sem svarar til vátrygginga- verðs allt að 50 skuttogara eða helmings alls togaraflotans. 4. Raforkuverð, sem íslensk- um fyrirtækjum og heimilum í landi „hinna ódýru orkulinda" er gert að greiða, er nú hærra en víðast hvar í okkar nágrannaríkj- um og jafnvel hærra en hjá löndum sem byggja orkubúskap sinn nær alfarið á innfluttum ork- ugjöfum, svo sem kolum og olíu. Orkuverð til stóriðju er hins veg- ar lægra hér á landi en víðast hvar annars staðar í heiminum. Hvað fór úrskeiðis? Þau 4 atriði sem hér hafa verið nefnd, lýsa að mínu mati allvel stöðu orkumála í dag og þeim þversögnum sem við blasa á þessu sviði. Með þá mynd í huga sem hér hefur verið dregin upp er eðlilegt að við spyrjum hvað hafi farið úrskeiðis og hvar sé þörf breyttra áherslna í orkumálum. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í þessu sambandi er þáttur Landsvirkjunar og spurn- ingin um hvernig henni hafi til- tekist á sínum 20 ára starfstíma að útvega atvinnulífinu og íslensk- um heimilum ódýra orku. Hefur stórvirkjanastefna Sjálfstæðis- flokksins sem Landsvirkjun hef- ur fylgt frá upphafi í raun verið almenningi og innlendum fyrir- tækjum til fjárhagslegs ávinn- ings. Til þess að svara þessari spurn- ingu er rétt að líta á útreikning Landsvirkjunar fyrir síðastliðið ár. Þar kemur fram að forgangs- orkuþörf Landsvirkjunar vegna almenningsveitna á árinu 1984 var um 1250 Gwst. Fyrir þessa orku þurfti Landsvirkjun að fá að Er nokkurt vit í að eyða 8V2 miljarð króna í virkjanir til að veita 150 mönnum atvinnu í Straumsvík? Nei, við eigum að nýta fjármagnið í arðbærar fram- kvæmdir og velja úr þær greinar sem skila mestum gjaldeyristekjum, segir Finnbogi Jónsson m.a. í erindi sínu. meðaltali um 37 mills á kílówatt- stund til að ná endum saman. Um það bil 20% af þessari upphæð eða 7 mills/kmh má rekja til kostnaðar vegna dreifikerfis. Þetta þýðir að kostnaðarverð á seldri raforku til almennings- veitna var um 30 mills/kmh, ef miðað er við stöðvarvegg. Þessa upphæð þurfti Landsvirkjun að meðaltali fyrir áðurnefndar 1250 Gwst. til að standa undir stofnkostnaði við virkjanirnar og rekstri þeirra. En lítum nú nánar á skiptingu orkuframleiðslunnar, þ.e.a.s. annars vegar hversu stór hluti af þessum 1250 Gwst. kemur frá virkjunum sem Landsvirkjun hefur fengið í arf og hvað Lands- virkjun þarf í tekjur þeirra vegna og hins vegar hversu stór hluti kemur frá virkjunum, sem Landsvirkjun sjálf hefur ráðist í og hvað hún þarf hátt raforku- verð þeirra vegna. Þetta reikningsdæmi er í raun- inni sára einfalt. Við vitum að helmingur af orkunni kemur frá Sogsvirkjununum og Laxárvirk- jununum. Við vitum að fram- leiðslukostnaður í þessum virkj- unum, sem geta framleitt um 625 Gwst, er tæp 7 mills/kwst. Þetta hefur Landsvirkjun sjálf gefið upp. Hvað þarf þá að greiða fyrir hinar 625 Gigawattstundirnar til að Landsvirkjun skili halla- lausum rekstri? Svarið er einfalt. Fyrst hún þarf 30 mills/kwh að meðaltali og 7 mills/kwh fyrir helminginn sem kemur frá smá- virkjunum í Sogi og Laxá, þarf hún greinilega hvorki meira né minna en 53 mills/kwh fyrir hinn hlutann. Þetta er verðið, sem al- menningsveitur þurfa að greiða fyrir þeirra hlut í orkuframleiðslu Búrfells-, Sigöldu- og Hraun- eyjafossvirkjunar. Svo geta menn spurt. Er þetta góður ár- angur, svo góður að það sé ástæða til að óska Landsvirkjun til hamingju með þennan árangur nú á 20 ára afmælinu? Áður en menn taka afstöðu til þess er rétt að upplýsa að þetta er um það bil tvöfalt hærra verð en nemur áætl- uðum framleiðslukostnaði frá ýmsum smávirkjunum sem enn eru óvirkjaðar. Hvernig er hægt að ná slíkum árangri? Búrfell er m.a. inni í þessari meðaltalstölu og sú virkj- un var tiltölulega ódýr, enda tal- inn einn hagstæðasti virkjunar- kostur landsins. Að vísu fleytir álverið nær allan þann rjóma, yfir 90% af. orkugetu Búrfells er bundin vegna álversins. Framhald á bls. 8 Fimmtudagur 6. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.