Þjóðviljinn - 17.09.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Heilsugœsluskýrslan: „Er ekkert leyndarmár Skil ekki afhverju heilbrigðisráði er neitað um upplýsingar Eg skil það ekki. Þessi skýrsla sem er reyndar heil bók, er ekkert leyndarmál, sagði Davíð A. Gunnarsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra í gær, en hann var formaður nefndar sem fyrir rúmum mánuði skilaði ráð- herra tillögum um nýtt fyrir- komulag heilsugæslu á höfuð- borgarsvæðinu. Davíð sagði skýrsluna enn til athugunar í ráðuneytinu og ráðherra hefði enga ákvörðun tekið um hvort hann legði fram frumvarp í sam- ræmi við hana á næsta þingi. Eins og skýrt var frá í Þjóðvilj- anum á laugardag neitaði Kartín Fjeldsted borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins að skýra heilbrigðisráði frá niðurstöðum skýrslunnar s.l. fimmtudag. Auk hennar og Davíðs Á. Gunnars- sonar voru í nefndinni bæjar- stjórinn í Kópavogi, settur borg- arlæknir í Reykjavík og deildar- stjóri í Tryggingstofnun ríkisins. „í stórum dráttum ganga til- lögurnar út á það,“ sagði Davíð, „að sveitarfélög sem þess óska geti falið sérstakri stjórn rekstur heilsugæslunnar og fengið til hennar fast framlag frá ríkinu. Stjórn heilsugæslu fengi þá svip- að vald og sjúkrahússtjórnir nú hafa og yrði að gera áætlun um þjónustuna og reksturinn eins og hjá sjúkrahúsum sem eru inni á fjárlögum. Stjórnin hefði þá bæði með heilsugæslu og sérfræðiþjón- ustu að gera og að því leyti yrði kerfið sveigjanlegra en nú er.“ -ÁI Læknarnir voru víst að fá ein- hverja smáhækkun á bónusnum ■ Reykjavíkur hljómplata Gunnar Þórðarson samdi lögin en Olafur Haukur Símonarson textana „Þemað í textunum er Reykja- vík í nútíð og fortíð. Tónlistin er mjög fjölbreytileg, það eru ball- öður, rokk, dálítið funk og einn vals, sagði Gunnar Þórðarson tónlistarmaður um plötu sem kemur út um mánaðamótin okt.- nóv. Tónlistin er eftir Gunnar en textarnir eru eftir Olaf Hauk Símonarson. „Ég á líklega svona 240-250 lög á plötum en ég hef ekki komið í stúdíó í tvö ár svo það er voða gaman að vinna að þessari plötu. Kominn tími til. Lögin eru samin svona undanfarna 3 mánuði. Við Ólafur Haukur unnum þetta í mikilli samvinnu, hentum þessu á milli okkar. Hverjir eru með þér í flutning- num? „Egill Olafsson, Eiríkur Hauksson, Björgvin Halldórsson og Guðmundur Hermannsson syngja. Sigurður Karlsson er á trommunum, Jón Kjell á hljóm- borði og ég spila á gítar.“ Er þetta skemmtileg plata? „Já, það held ég. Ég reyndi að hafa melódíurnar góðar og tex- tarnir eru sniðugir. Eitt lagið heitir Gaggó Vest og er rokklag um hvernig var í gaggó. Annað heitir Gull og er um það þegar gull fannst í Vatnsmýrinni 1905. Margar fjölskyldur æddu út til að verða ríkar. Annars borgar sig ekki að segja meira um plötuna i bili. Fólk verður bara að bíða spennt,“ sagði Gunnar Þórðar- son. SA Gunnar Þórðarson tónlistamaður: Ég reyndi að hafa melódíurnar góðar. Ljósm. Sig. Grunnskólar Sveitarfélögin sligast 40-50% tekna smœrrisveitarfélaga til rekstursins 8-12% hjáþeim stœrri Jafnrétti Dagskrá í skólum Jafnréttisráð og Námsgagna- stofnun mun í samvinnu við ýmsa aðila gangast fyrir dagskrá um jafnréttismál í skólum, dagana. 21.-27. september nk. Dagskrá- in heitir: Stelpa- strákur, skiptir það máli? í tengslum við dagsk- rána verður unnið að námsefnis- gerð um jafnréttismál fyrir barna- og framhaldsskólastig dagana. 26.-27. september. Fjórðungsþing Norðlendinga undirstrikaði sterklega það álit sitt að öll börn skuli hafa jafn- an rétt til skólagöngu, án tillits til búsetu og efnahags foreldra. Þingið taldi, að þessu markmiði væri nú stefnt í voða, með því að rekstur grunnskóla í dreifbýli yrði sveitarfélögum æ erfiðari og sífellt stærri hluti tekna þeirra renni til reksturs skólanna. Kostnaður við rekstur skóla, akstur á skólabörnum og viðhald húsnæðis er að sliga mörg sveitarfélög. Algengt er að smærri sveitarfélög greiða 40- 50% af tekjum sínum til reksturs grunnskóla meðan sama verkefni tekur aðeins 8-12% af tekjum bæja og stærri sveitarfélaga. Þingið lagði á það þunga áherslu að þessi mismunur milli sveitarfélaga verði jafnaður. Einnig að allargreiðslur til starfs- fólks grunnskóla, þar með til skólabílstjóra, berist beint frá ríki til viðkomandi aðila. Það er alger óhæfa, að mistök við fjár- lagagerð skuli sí og æ leiða til ómældra óþæginda og útgjalda fyrir dreifbýlissveitarfélög og fræðsluskrifstofur. Tillaga þingsins er sú, að fræðslustjórum verði falin full ábyrgð og umsjón með fjárhags- viðskiptum ríkis og sveitarfélaga svo að sem fyrst fáist lausn á þessu brýna hagsmunamáli skólahalds dreifbýlisins. -mhg ASÍ/BSRB Forsendur samninga að bresta Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands og stjórn BSRB fjölluðu í gær um brostnar forsendur síð- ustu kjarasamninga, en eins og kunnugt er var gert ráð fyrir því í júní þegar samningar voru gerð- ir, að vöruverði yrði haldið innan ákveðinna marka. Þetta hefur ekki staðist og í gær gcrðu ASI og BSRB svohljóðandi ályktun: „Síðustu mánuði hefur verðlag hækkað umfram það sem gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninga á liðnu sumri. Forsendur samn- inga virðast vera að bresta, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að verðlagi yrði haldið í skefjum. Miklar verðhækkanir síðustu mánuði virðast ekki valda stjórnvöldum áhyggjum og engar fregnir berast af þeim bæ um að- gerðir til þess að sporna gegn vandanum. Þvert á móti eru nú opinberuð áform um að álagn- ingu söluskatts á brýnustu nauðsynjar og þar með stórfellda hækkun framfærslubyrðar. Sölu- skattur er nú 25%. Oþarft er að rökræða í hvert óefni bágri af- komu láglaunafólks væri stefnt ef söluskatti yrði skellt á matvörur, sem nú eru undanþegnar skattin- um. Miðstjórn Alþýðusambands íslands krefst þess, að hætt verði við öll áform um innheimtu sölu- skatts af matvælum og varar ríkis- stjórnina við því að skera með þeim hætti upp herör gegn fólk- inu í landinu. Launafólki hefur þegar verið gert að axla of þungar byrðar og aukin skattheimta af almenningi kemur ekki til greina. Fari ríkisstjórnin sínu fram í þessu efni hlýtur verkalýðshreyf- ingin að bregðast við af fyllsta þunga.“ „„ Skákeinvígið Kasparov tapaði Garry Kasparov tefldi 5. skákina á móti Karpov mjög illa og gafst upp án þess að tefla áfram eftir að skákin hafði farið í bið. Karpov hefur því unnið tvær skákir : röð og breytt stöðunni í einvíginu úr 2-1 fyrir Kasparov í 3-2 sér í vil. Kasparov verður því að halda rétt á spöðunum í dag ef hann ætlar sér að veita heimsmeistaranum einhverja keppni. En lítum á skákina: Hvítt: Garry Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur. 1. e4 e5 9. h3 Bb7 2. Rf3 Rcó 10. d4 He8 3. Bb5 a6 11. Rbd2 Bf8 4. Ba4 Rf6 12. a4 Dd7 5. 0-0 Be7 13. axb5 axb5 6. Hel b5 14. Hxa8 Bxa8 7. Bb3 d6 15. d5 Ra5 8. c3 0-0 Endurbót. Karpov lék Rd8 í 46. skák maraþoneinvígisins í vetur. 16. Ba2 c6 19. dxc6 Dxc6 17. b4 Rb7 20. c5? 18. c4 Hc8 Býður upp á ýmsar gildrur eins og t.d. 20. - dxc5 21. Bxf7+!, en er slæmur að öðru leyti. Betra hefði verið að leika 20. Bb2. T.d. 20. - Rd7 21. cxb5 Dc2 22. Rg5 Dxb2 23. Dh5, eða 20. - Rd8 21. De2 bxc4 22. Bxc4 Da4 23. Hbl Rc6 24. Bb3: 20. - Rd8 23. BxeS Rd7 21. Bb2 dxc5 24. Bb2? Db4! 22. bxc5 Dxc5 Hvítur hefði frekar átt að leika 24. Bal svo hann hefði getað svarað 24. - Db4 með 25. Rb3 Rc5 26. Rxc5. 25. Rb3 Rc5 31. Hdl Bg6 26. Bal Bxe4 32. Df4 Db4 27. Rfd4 Rdb7 33. Dcl Be4 28. De2 Rd6 34. Hcl Da5 29. Rxc5 Dxc5 35. Bb3 Da8 30. Dg4 He8 36. Db2 b4 En ekki 36. - Bxg2 vegna 37. Hxe8 Rxe8 38. Rf5 með hótun- inni Rh6+. 37. He3 Bg6 38. Hxe8 Dxe8 39. Dcl Re4 40. Bd5 Rc5 41. Rb3 Rd3 Og Kasparov gafst upp. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. september 1985 Flugstöðin Samkeppni um listskreytingu Byggingarnefnd hinnar nýja flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli fyrir hönd varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuncytisins, efn- ir til samkeppni um listaverk, sem koma á fyrir utan nýju flugstöðv- arbygginguna. Umfang listaverksins þarf að vera nokkuð stórt þannig að það lyfti sér upp úr umhverfinu, segir í fréttatilkynningu frá byggingar- nefnd. Listaverkið þarf að þola það veðurálag sem vænta má af svo opinni staðsetningu. Því þarf til- lagan að listaverkinu að vera úr veðurþolnu efni. Stefnt er að því að listaverkið verði upplýst á kvöldin. Allir íslenskir listamenn hafa heimild til þátttöku. Verðlaunaupphæð er kr. 400.000.00 og fyrstu verðlaun verða kr. 200.000.00. Auk þess er dómnefnd heimilt að verja allt að kr. 150.000.00 til innkaupa. Tillögur skal afhenda trúnað- armanni eigi síðar en 12. febrúar 1986 kl. 18.00 að íslenskum tíma. - SA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.