Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.11.1985, Blaðsíða 13
Þessi svarti högni er af dýrustu minkategundinni og „(sland gæti orðið eina sjúkdómslausa minkaræktarlandið i heiminum." eftir því góður með sig. ________ „Minkurinn er stöðugt í vörn“ - litið heim að Hömrum í Reykjadal, sem er eitt yngsta minkabú fyrir norðan. Loðdýrarækt er ein þeirra bú- greina sem menn binda miklar vonir við hér á landi, enda ætti landið að vera sérlega vel til fallið til slíkrar ræktunar, með nóg af fiskúrgangi, hreinu vatni og ó- mengað loft. Á Hömrum í Reykja- dal í S-Þingeyjarsýslu var sett á stofn minkabú fyrir rúmu ári og nú eftir tæpar tvær vikur verður byrj- að að lóga dýrum í fyrsta sinn eða „felda" eins og það er kallað. Blaðamaður heimsótti þá bræður Jón og Hörð og föður þeirra Be- nóný, en þeir þrír eiga minkabúið ísameiningu. „Við erum með 2000 dýr og stefnum að því að fjölga þeim. Læðurnar eru núna 600, en helst þyrfti maður að vera með 1500- 2000 læður til að þetta borgi sig. Þetta fyrsta ár hefur gengið von- um framar og án stórra áfalla, þótt ennþá sé auðvitað ekki hægt að tala um hagnað,“ sagði Jón, þegar hann sýndi okkur minka- búið. Það vakti athygli okkar að dýrin kipptust við, - að því er virtist öll tvö þúsund, - í fyrsta sinn sem smellt var af þeim mynd, en eftir nokkrar myndir hreyfðu þau sig ekki. „Þau eru stöðugt í vörn,“ sagði Hörður. „Maður þarf að gæta beirra sérlega vel yfir gottímann, því þá eiga læðurnar það til að éta hvolpana, ef þær verða hræddar. En þetta eru skemmtileg dýr, þó einstaka dýr séu hálfgerðir óvinir manns og verði snarvitlaus í hvert sinn sem maður nálgast." Við gerðum nokkrar tilraunir til að mynda minkana, en þeir voru ekki sérlega hrifnir af því og bitu illilega í hanskana sem Hörð- ur setti upp til að verjast þeim. Auk þess sprændu þau á okkur illþefjandi vökva svo að vart var líft fyrir ólykt. Það var greinilegt að þau voru ekki hrifin af þessari heimsókn. Á hverjum kassa er spjald fyrir dýrin með ættartölu viðkomandi og tilheyrandi upp- lýsingum. Skráning dýranna er mikilvæg þegar reynt er að koma upp góðum stofnum. Frjósemi er mjög þýðingarmikil og einnig er skoðað hversu vel læðurnar hugsa um hvolpana. „Ennþá hefur lítið farið út á markað frá íslandi af bestu feld- unum, því þetta er ný atvinnu- grein og menn setja dýrin á til undaneldis. Það er því ekki hægt að segja annað en að íslensku skinnin hafi selst á góðu verði ef við þetta er miðað. Ef okkur tekst að halda búunum hreinum gæti ísland orðið eina sjúkdóms- lausa minkaræktarlandið í heiminum og þá getur sala á lif- andi dýrum úr landi orðið mjög arðvænleg," sagði Jón ennfrem- ur. Minkurin er þrifið dýr og sem dæmi má nefna að hann hefur „salerni“ í horninu á búrinu og yfirleitt skítur hann ekki annars staðar. Sálfvirkt brynningarkerfi sér um að dýrin hafi nóg vatn, þeim er gefin fæða einu sinni á dag með sérstakri vél og þar með er hin daglega umönnun upptal- in. Vor og haust er hins vegar miklu meira að gera á minkabú- inu ekki síst við „feldunina.“ í framtíðinni er ætlunin að verka öll skinn heimavið á Hömrum. Þeir bræður eru með 6 tegundir af mink; - nöfnin eru öll erlend; Pearl, (Perla), reglular white, pastel, wild type standard (svart- ur) og demi buff, en sá svarti er yfirleitt dýrastur. Það er Hudson Bay og Saga Mink sem sjá um að koma feld- unum í verð erlendis og eru menn bjartsýnir á að gott verð fáist í haust. „Okkur líkar ágætlega við minkana, en rótgrónir sveita- Þessi bæði beit og sprændi þegar Hörður sýndi okkur hann. Nauðsynlegt er að vera með góða hanska þegar tekið er á dýrunum, ef maður ætlar að halda öllum fingrunum. menn segja að þetta séu villidýr og finnst sauðkindin ólíkt merki- legri. Við teljum hins vegar að meiri framtíð séu í svona búskap en hefðbundnum sauðfjárbúskap og það er langt frá því að offram- boð sé fyrirsjáanlegt á minka- skinnunum. Við íslendingar framleiðum aðeins örlítið brot af heimsframleiðslunni,“ sögðu þeir bræður að lokum. Og við þökkum kærlega fyrir spjallið og kaffisopann og meðlætið heima á Hömrum. Þs Jón Loftsson hf. rTFritPyWHBHtr Hringbraut 121 Simi 10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.