Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.01.1986, Blaðsíða 11
Ingólfur Davíðsson Risar, öldungar og tré lítils vaxtar Ameríka er auðug af eikarteg- undum. Hér skal aðeins ein nefnd. það er Hookereikin fræga í Kaliforníu. Hún er 30 m há og ótrúlega umfangsmikil. Hefur verið reiknað út að 7-800 manns geti staðið í einu undir laufhvelí- ingu hennar. Hvílíkur samkomu- salur! Háskólabíó tekur 987 manns í sæti, Austurbæjarbíó 800! Korkeikin (Q. suber) erlang mesti korkframleiðandi veraldar. Hún verður 20-30 m há og er sí- græn. Berkinum er flett af 8.-10. hvert ár, en vex svo aftur. Kork- eikin á heima í vestanverðum Miðjarðarhafslöndum, t.d. Portúgal, en er ræktuð víðar. Til eru margar tegundir lang- Iífra trjáa. Sumir telja Kýprusvid- artegund eina í útjaðri Sahara keppa við risafuruna og brodd- furuna að aldri, og hafi kannski vaxið úr grasi áður en stórir hlutar Sahara urðu að eyðimörk. Mexíkanar státa af „hinu mikla tré“, \).e. fcnjakýprus (Taxodium mucronata), og telja það 4-5 þús- und ára. Olíuviðartréð í Miðjarð- arhafslöndunum getur orðið 800- 1000 ára eöa meir. Fræg í sögunni eru olíuviðartrén í Getsemane- garði í Jerúsalem. Linditré (Tilia) geta náð háum aldri, og talið er að í Evrópu séu til 700-800 ára gömul linditré. Hér hafa linditré náð litlum vexti. Flestar langlífar tegundir munu vaxa fremur hægt. Beyki (Fagus) er frægt lauftré í Mið-Evrópu og víðar. Nær litlum vexti hér. Hef þó heyrt um allvænt beykitré í Birtingaholti á sínum tíma. Beyki geturorðið 30- 40 m hátt, en lifir ekki sérlega lengi að jafnaði. Til er afbrigði af beyki, með brúnrauðum blöðum, kallað blóðbeyki. Sumarið 1983 skoðaðið ég tvö tignarleg, um 20 m há blóðbeykitré í Kongens Have í Kaupmannahöfn. Hvílíkt umfang laufkrónunnar! Hún nær nærri niður að jörð og myndar aarmikla hvelfingu. Eg gekk í '..íngimi tréð, til að áætla um- fangið, og mér nægðu ekk rninna en 160 skref. Þúsund manns ættu að geta leitað skjóls undir þeirri lauflivelfingu. Hvað margir geta staðið undir vænu reynitré? íslensk tré eru heldur lítil vaxt- ar og fremur skammlíf. Birkið og reynirinn verða sjaldan nema 8- 12 m há og 60-100 ára gömul. Til eru þó undantekningar. I Skriðu og Fornhaga í Hörgárdal lifa nokkur tré, sem gróðursett voru á árunum 1820-1830, og í Laufási 2 reyniviðir, gróðursettir 1849 og 1853. Elstu tré í Reykjavík nú munu vera gljávíðir og silfurreyn- ir í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti, og áltnur og hlynur á Laufásvegi 5. Þau eru 8-9 m há, öll gróðursett á árunum 1884- 1890. Það er sannarlega ómaks- ins vert að skoða þessa gömlu, gildvöxnu aldursforseta íslenskr- ar trjátæktar. Sennilega eiga hlynur, álmur, gráreynir, silfur- reynir og ýmsi barrtré eftir að ná miklu hærri aldri og meiri hæð þegar tímar líða, ef þau þá þola íslensk stormviðri og umhleyp- inga. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Þessi grein birtist í Garðyrkju- ritinu 1985oggaf höfundurog ritstjóri góðfúslega leyfi til að húnyrði birthér. Skógar geta verið næsta ólíkir. Birkiskógurinn er bjartur og skógarsvörðurinn vel gróinn, oft fullurafgrasi, berjalyngiog fögrumblómum. Þyngraeryfir barrskógunum og heldur skuggalegt, einkum í þéttum greniskógum. Víða í barrskóga- beltunum á norðurhveli jarðar er hægt að ferðast dögum saman og sjá ekki annað en skóg, og skógarbotninn þakinn barrnál- um. Greni-, furu- og lerkistofn- arnir rísa eins og geysimiklar súl- ur, furustofnarniroftrauðleitir. Lítiðerþetta þó hjáfrumskógum hitabeltisins. Þarsérmaðurekk- ert frá sér, allt er ein græn flækju- bendaog breiða. í norrænum skógum er ein eða fáar trjáteg- undirríkjandi, en ífrumskógun- um vex allt í hrærigraut, það birl- ist ný trjátegund við nær hvert fótmál. Víkjum nú að nokkrum hrað- vaxta tegundum, risum og öld- ungum í ríki skógarins. Oll þekkjum við bambussteng- ur, léttar og sveiganlegar, holar með þverskilrúmum, líkt og væru risavaxin puntstrá, enda sömu ættar. En hvílíkt gras! Sumar bambustegundir geta orðið 30-40 m á hæð, þær mynda lundi og jafnvel stóra skóga. Landakots- kirkjan í Reykjavík og Matthías- arkirkjan á Akureyri gætu vel fal- ist undir laufhvelfingum bamb- ussins. Vöxturinn er oft hraður. Nýsprottinn bambus er meyr og gott grænmeti. Seinna trénar hann og er þá góður smíðaviður, mjög mikið hagnýttur í heitum löndum til margs konar nota, m.a. til húsa- og brúabygginga. Risafururnar í Kaliforníu eru heimsfrægar, bæði sem risar og öldungar. Þær eru skýjaklúfarnir í ríki skóganna og ná sumar allt að 112 m hæð, allavega 90-100 m. Turn Sjómannaskólans í Reykja- vík nær þesum furum svona um það bil í hné! Stofnarnir geta orð- ið 12-18 m að ummáli. Þið getið borið það saman við herbergis- stærð heima hjá ykkur. Lagður var bílvegur gegnum einn stofn- inn! Nokkrar risafurur eru taldar um tvö þúsund ára gamlar, eða öllu meir. Hafa verið orðnar allvænar hríslur á Krists dögum, og stór tré á landnámsöld. Hugsið ykkur 112 m háa risa- furu. Hún mundi gnæfa um 40 m yfir Hallgrímskirkjuturn. Akur- eyrarkirkja er 24 m há og stendur uppi á 40-50 m hárri Akureyrar- brekku. Ef risafuran stæði undir brekkunni á hlaði Hótel K.E.A. mundi hún samt gnæfa hátt yfir kirkjuturnana. Dansgólf var gert úr þversneið risafurubpls og komust þar fyrir 16 pör! I grasa- fræðideild ríkissafnsins í Stokk- hólmi er sneið af risafuru með 2410 árhringum. Risafurutegundirnar eru raun- ar tvær, þ.e. risafura (S. gigant- ea) og rauðviðartré (S. semper- virens). Þær teljast til sérstakrar ættkvíslar, Sequoia, en það er nafn málfróðs indíánahöfðingja. Risafuran þrífst sæmilega í vest- anverðri Evrópu í fremur mildu lofslagi, t.d. á Bretlandseyjum. Rauðviðartré er viðkvæmara. Báðar tegundirnar eru friðaðar í Kaliforníu og bera sum trén nöfn frægra manna. Elsta trjátegund í heitni, eldri en risafuran, er sennilega brodd- furan (Pinus aristata), fundin sem 4200 ára gömul tré uppi í Hvítfjöllum í Kaliforníu í um 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Hefur þú nálgast happanúmerið þitt ? 3000 m hæð yfir sjó. Hugsið ykk- ur fjallið Esju sett upp á Vatna- jökul, og sígrænan furuskóg þar í efstu hlíðum! Þarna hátt uppi í Klettafjöllunum er sumarið stutt og kalt svo að furan vex hægt. Þær hæstu aðeins um 10 m en margar 3-4 m og mjög gildvaxn- ar. Toppar hinna elstu löngu dauðir en nokkrar greinar lifa. Elstu broddfururnar hafa verið vaxnar úr grasi á dögum ísraels- konunganna Davíðs og Saló- mons, og hafa lifað bæði Grikkja- og Rómverjatíð. Flestir munu vita að broddfuran þrífst sæmi- lega á íslandi, vex hægt en hefur varla nokkurn tíma kalið. Til er um 8 m hár broddfurulundur í Hallormsstaðaskógi og allvænar hríslur á Akureyri. Eikur (Quercus) eru fræg skógartré að fornu og nýju. Eikin var talin eldtré, helguð þrumu- guðinum Þór. Fyrrum héldu menn ráðstefnur og dóma undir stórum, aldurhnignum eikartr- jám og fórnuðu kjöti og öli til þeirra. Eik var skipskenning í fornu skáldamáli og sennilega hafa landnámsmennirnir siglt á eikarskipum til íslands. Öldum saman var eik kjörin herskipavið- ur og heilum eikarskógum eytt þess vegna, t.d. á Bretlands- eyjum. Til eru yfir 200 eikarteg- undir, flestar í N.-Ameríku og Asíu. í vestanverðri Evrópu vaxa tvær tegundir, sumareik (Q. ro- bur) og vetrareik (Q. petraea). Sumareikin er algengust. Hún er mikið tré og virðulegt, gild og mjög greinamikil, oft 20-30 m há, en til eru allt að 45 m háar eikur í Mið-Evrópu. í Svíþjóð er talið að til séu um 40 eikartré, sem eru 6 m eða meira að ummáli bols í brjósthæð, gildasti stofninn 12,75 m. Eikartré verða oft 400-500 ára gömul, en til eru miklu eldri ein- staklingar, 800 ára eða meira. Þó er mjög erfitt að ákvarða aldur þeirra nákvæmlega, því eikarbol- ir verða oft holir að innan með aldrinum. Ýmis eikartré eru fræg, t.d. Konungseikin danska, sem sumir telja yfir þúsund ára. Hún er 17 m há og bolurinn 14 m að ummáli í brjósthæð. Bolurinn er holur og hermir þjóðsagan að konungur einn hafi staðið við inni í eikinni við sjöunda mann - allir á hest- baki! Árið 1954 var tekin myndaf 18 mönnum inni í holum eikar- bolnum, og talið rúm fyrir 10 í viðbót. Skammt frá Hjartarkers- húsum við Klampenborg, rétt utan við Kaupmannahöfn, stend- ur Skógarvarðareikin, sem talin er álíka gömul og Kaupmanna- höfn eða um 800 ára. Beið glufa er í hinn gilda bol neðantil og not- aði kaþólskur skógarvörður hana sem bænahús á dögum Fjölnis- manna. Það varíHjartarkershús- um sem ljóð Jónasar Hallgríms- sonar: „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur...“ var sungið í fyrsta sinn á vordögum 1835. í Noregi eru hæstu eikur um 30 m. 15 manns áttu að geta staðið inni í bol hinnar frægu 21 m háu Landaeikar í Sœtesdal. Eikin vex hægt. Sá sem gróður- setur eikartré alheimtir sannar- lega ekki daglaun að kvöldi. Son- arsonur hans fellir kannski eikina og hefur not af viðnum. Haft er eftirfrægum skógarræktarmanni, þegar dáðst var að eikarlundi hans: „Það er auðvelt að rækta góðan eikarskóg. Grundvallarat- riðið er gott fræ, og síðan verður að veita trjánum umhyggju í svo sem 150 ár“. Eik þrífst illa á ís- landi og verður varla mikið ann- að en runni. 600-700 ára gömul eik með holum bol (Skógarvarðareikin).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.