Þjóðviljinn - 17.01.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.01.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Afvopnun Vandræðaleg viðbrögð Nató Reaganfagnar tillögum Gorbatsjofs, stefna Nató er háð kjarnorkuvopnum Brussel — Tillögur Gorbatsjofs viðtökur flestra leiðtoga á leiðtoga Sovétríkjanna um af- Vesturlöndum. Blaðafulltrúi nám allra kjarnorkuvopna fyrir Reagans forseta Bandaríkj- aldamót hefur hlotið góðar anna fagnaði tillögunum og Bretland Westland málið klýfur evrópska íhaldsmenn London — Stífni Margaretar Thatcher forsætisráðherra Bretlands og stjórnar hennar í Westland málinu hefur valdið pólitískum stormi í London og rofið skarð í samstöðu evr- ópskra íhaldsflokka. Krafan um afsögn Leons Brittan iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur enn mikinn hljómgrunn og fylgi íhaldsflokksins hrapar í skoðanakönnunum. Það hefur ýtt undir kröfurnar um afsögn Brittans að nú er hann orðinn uppvís um að hafa reynt að fá breska fyrirtækið British Aerospace til að hætta aðild sinni að tilboði evrópskra fyrirtækja í 30% hlutafjár Westland þyrlufyr- irtækisins. Skrifaði hann forráða- mönnum fyrirtækisins bréf og kvað það ekki í þágu breskra þjóðarhagsmuna að taka þátt í evrópska tilboðinu. Þingmenn á Evrópuþinginu í Strasbourg héldu með sér fund um Westland málið í gær og þar gerðist það ótrúlega að þingmenn úr öllum flokkum, íhaldsmenn, kommúnistar, frjálslyndir og sós- íalistar, sameinuðust um ályktun þar sem eindregið er hvatt til þess að Westland taki evrópska til- boðinu. Margir íhaldsþingmenn höfðu uppi harða gagnrýni á stjórn Thatchers sem þeir sökuðu um að ætla að afhenda bandaríkja- mönnum tæknileyndarmál Evr- ópu á silfurfati. Einn þeirra sagði: „Tryggð við Nató þýðir Ónœmistœring Sérstök deild á vegum WHO Genf — Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, WHO, hefur ákveð- ið að koma á fót sérstakri deild sem fær það verkefni að vinna gegn útbreiðslu ónæmistær- ingar. Þeir sem tekið hafa veikina og eru skráðir hjá WHO eru nú orðnir yfir 20 þúsund. Langstærstur hluti þeirra sem fengið hafa veikina eru banda- ríkjamenn og þar af eru yfir 70% hommar. Að sögn WHO skiptir kynhneigðin ekki máli heldur allt samræði við sýkt fólk svo og snerting við blóð sem inniheldur veiruna sem veldur sjúkdómn- um. í gær var tilkynnt um fyrstu sjúklingana sem tekið hafa veikina í löndum múslima. Tveir sjúklingar hafa tekið veikina í Saudi-Arabíu eftir að þeir fengu sýkt blóð frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Afríku vilja ekki viður- kenna ónæmistæringu og hafa mótmælt þeirri kenningu að veikin sé upprunnin hjá græn- öpum í Mið-Afríku. Aðeins tvö ríki, Kenýa og Suður-Afríka, hafa tilkynnt að veikinnar hafi orðið vart hjá sér. ekki að við gerum okkur ánægða með að vera undirverktakar Bandaríkjanna." ítrekuðu þing- mennirnir þær yfirlýsingar að Westland yrði útilokað frá evróp- skri samvinnu og að öllum við- skiptum við fyrirtækið yrði hætt ef bandaríska tilboðinu verður tekið. Breska íhaldsblaðið Daily Tele- graph birti í gær niðurstöður skoðanakönnunar sem voru á þá leið að íhaldsflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Bretlandi með 29,5% atkvæða. Hefur fylgi flokksins ekki verið minna í könnunum blaðsins í 5 ár. Breska blaðið Times sem oftast fylgir stjórninni að málum sagði um ræðu Thatcher á þingi í fyrradag að hún „benti ekki til þess að hún hefði skilið alvöru málsins“. sagði að í þeim væri margt sem vert væri að ræða um. En í höfuðstöðvum Nató hafa viðbrögðin orðið hálf vandræða- leg. Þar er sagt sem svo að ef kjarnorkuvopnum verði útrýmt standi Vestur-Evrópa varnarlaus frammi fyrir yfirburðum Varsjár- bandalagsins í hefðbundnum vopnum og herstyrk. Fréttamaður Reuters bendir á að röksemdir sérfræðinga Nató séu mjög svipaðar þeim sem and- stæðingar geimvarnaráætlunar Reagans beita gegn Stjörnu- stríðinu. Að áliti Nató er það markmiðið með Stjörnustríðinu að gera öll kjarnorkuvopn „úrelt og ónothæf" en tillögum sovét- manna er mætt með þeirri rök- semd að útrýming kjarnorku- vopna geri heiminn ekki örugg- ari. „Við munum áfram verða háð- ir ógnarjafnvæginu meðan Var- sjárbandalagið hefur yfir að ráða fleiri hermönnum, skriðdrekum, flugvélum og byssum í Evrópu en við. Meðan viðræðum um niður- skurð herafla í Evrópu miðar ekkert þurfum við á ógnar- jafnvæginu að halda“, sagði einn embættismanna Nató. Vestur- þýskur sendiráðsmaður í Belgíu bætti því við að jafnvel þótt hefð- bundinn herstyrkur bandalag- anna væri jafn hefði Nató þörf fyrir einhver kjarnorkuvopn í því skyni að koma í veg fyrir að stríð hefjist. Þessi málflutningur er ekki tal- inn mjög æskilegur í höfuðstöðv- um Nató þótt hann sé í samræmi við stefnu bandalagsins. Þar á bæ eru menn lítt hrifnir af því að þurfa að viðurkenna hve mjög stefna bandalagsins er háð kjarn- orkuvopnum, á meðan kjarn- orkuvopn eru svo óvinsæl meðal almennings sem raun ber vitni. Kjarnorka Norðmenn mót- mæla áformum Osló — Norsk stjórnvöld hafa mótmælt þeim áformum bresku stjórnarinnar að reisa endurvinnslustöð fyrir kjarn- orkuúrgang á strönd Norður- Skotlands. Segir í orðsend- ingu stjórnarinnar að stöðin muni stórauka hættuna á geislamengun í Norðursjó. í orðsendingu norska umhverf- isráðuneytisins segir að þær þjóð- ir Vestur-Evrópu sem munu losa sig við kjarnorkuúrgang sinn í verksmiðjuna ættu að velja henni stað nærri sínum eigin landamær- um en ekki skapa mengunar- hættu sem bitnar á þjóðum sem engan hlut eiga að máli. Suður-Jemen Friðarviðræður eru að hefjast í Aden Bahrain — Fréttir frá Suður- Jemen hermdu í gær að við- ræður stjórnar og uppreisnar- manna væru að hefjast en þeim er ætlað að binda endi á bardagana sem geisað hafa í landinu. Þótt stjórnin hafi náð undir- tökunum í höfuðborginni Aden í fyrradag var áfram barist hér og þar úti um land. Hinir ýmsu ætt- bálkar tóku afstöðu með eða móti stjórn og uppreisnar- mönnum eftir því hvaða ættbálki leiðtogarnir tilheyrðu. Sagt var að viðræðurnar ættu að fara fram í sendiráði Sovét- ríkjanna í Aden. Sovétríkin hafa áður borið klæði á vopnin þegar upp úr hefur soðið milli and- stæðra fylkinga innan stjórnar- flokksins en því er haldið fram að bardagarnir hafi að þessu sinni komið sovétmönnum á óvart. Fréttir herma að fjórmenning- arnir sem útvarpið í Aden sagði á mánudag að hefðu verið teknir af lífi taki þátt í friðarviðræðunum fyrir hönd uppreisnarmanna. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 El Salvador Pyndingar á föngum aukast aftur Öryggissveitir stjórnarinnar beita nú nýjum aðferðum, sálrœnarpyndingar hafa leyst barsmíðar og nagldrátt afhólmi San Salvador — Mannréttinda- samtök, kirkjunnar menn, lög- fræðingar og pólitískir fangar í El Salvador í Mið-Ameríku hafa greint frá því að öryggissveitir stjórnarinnar beiti nú pynding- um í auknum mæli í stríði sínu gegn róttækum uppreisnar- mönnum. Einnig segja þeir að pyndingaraðferðirnar séu orðnar „þróaðri" en áður. Eftir að Jose Napoleon Duarte forseti kom til valda fyrir rúmlega hálfu öðru ári lýsti hann sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir mannréttindum. Hét hann því að binda endi á pyndingar og misbeitingu valds sem her lands- ins og öryggissveitir voru orðnar heimsþekktar fyrir. Að sögn mannréttindasamtaka dró heldur úr ofbeldisverkum hermanna fyrstu tíu mánuðina á ferli Duart- es en síðan fór allt í sama farið. Skýringarnar á þessari lægð eru tvíþættar. Annars vegar er sagt að nauðsynlegt hafi verið að draga úr pyndingum meðan her- menn voru þjálfaðir í nýjum að- ferðum. Hins vegar er skýringin sögð sú að herinn hafi þurft að fegra ásjónu sína frammi fyrir bandarískum þingmönnum með- an þeir voru að fjalla um aukna hernaðar- og efnahagsaðstoð við stjórn Duartes. Nú er búið að auka aðstoðina og allt í lagi að taka til höndunum á nýjan leik. Breyttar aðferðir Að sögn mannréttindasamtaka og pólitískra fanga hafa öryggis- sveitirnar dregið verulega úr beinu líkamlegu ofbeldi, bar- smíðum, nagldrætti oþh.. Þess í stað er beitt sálrænu ofbeldi. Fangar eru beittir rafmagnslosti, þeim er meinað að sofa, aftökur eru sviðssettar, fangar eru baðað- ir í ísvatni og þeim er hótað með öryggissveitir í El Salvador hafa dregið úr beinum líkamsmeiðingum en tekiö „þróaðri" aðferðir í notkun. því að fjölskyldur þeirra verði teknar af lífi ef þeir játa ekki upp á sig stuðning við skæruliða. Að sögn lögfræðings sem ann- ast hefur mál margra pólitískra fanga eru pyndingaraðferðir nokkuð mismunandi eftir því hversu mikilvægir fangar eru taldir og hvort þeir veita mót- spyrnu. Hann sagði líka að kon- um sem teknar eru höndum væri næstum undantekningarlaust nauðgað við yfirheyrslur. í kvennafangelsinu Ilopango í ná- grenni höfuðborgarinnar eru margar kvennanna með börn sem þær hafa orðið þungaðar af við yfirheyrslur. Margir fangar segja frá því að þeir hafi verið sviptir mat og svefni auk annars ofbeldis. Sant- os Martinez Garcia var bílstjóri bandaríska sendiráðsins í San Salvador áður en hann var hand- tekinn grunaður um ótilhlýðilega samúð með uppreisnaröflunum. Hann segist hafa verið barinn, bundið hafi verið fyrir augu hans og haldin fyrir honum vaka í 12 daga samfleytt. „Ég var næstum orðinn geggjaður“, segir hann. Hann kvaðst hafa fengið raf- magnslost og voru skautin tengd við eyrun, nefið og kynfærin. „En verst af öllu var „capucha“,“ segirhann. Sú aðferð eríþvífólg- in að poki er settur yfir höfuð fangans og bundið fyrir við háls- inn þannig að pokinn verður loft- þéttur. í pokann er sett límduft sem brennir .lhngun þegar fang- inn dregur andann. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R ELll E R Garcia sagðist hafa verið á mörkum þess að missa vitið. Læknir sem ekki vill láta nafns síns getið en hefur fengið til með- ferðar fanga sem beittir hafa ver- ið pyndingum segir að svefnleysi geti á endanum valdið varan- legum geðtruflunum. Bandarísk mannréttindasamtök hafa skýrt frá því að amk. tveir fangar sem grunaðir voru um að vera skæru- liðar hafi stytt sér aldur eftir að þeir voru rændir svefni. 500 pólitískir fangar Stríðið í E1 Salvador hefur nú staðið í sex ár og að sögn yfir- valda eru pólitískir fangar í landinu um 500 þessa stundina. Starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins virðast alveg loka augun- um fyrir þeim mannréttindabrot- um sem eiga sér stað í landinu. Þeir segjast hafa ástæðu til að trúa því að herinn og öryggis- sveitirnar hafi verulega dregið úr mannréttindabrotum og að sú breyting sé varanleg. Aðrir erlendir sendimenn í E1 Salvador segja hins vegar að sá samdráttur, ef einhver er, hafi þann eina tilgang að blíðka bandaríska þingmenn. Starfs- maður mannréttindasamtaka í landinu segir hins vegar að nú þurfi herinn ekki að hafa neinar áhyggjur lengur, hernaðarað- stoðin hafi verið ákveðin tvö ár fram í tímann. Og eins og svo algengt er í Rómönsku Ameríku þá er það kaþólska kirkjan sem ein þorir að segja upphátt það sem aðrir hvísla hver að öðrum. Fyrir skömmu sagði biskupinn Gregor- io Rosa Chavez við söfnuð sinn að „því miður virtust ómannlegar yfirheyrsluaðferðir sem pólitískir fangar eru beittir vera að aukast“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.