Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Æskulýðsfylkingin Ofsóknir gegn æskunni Aðför að Lánasjóði íslenskra námsmanna harðlega mótmœlt á fundiÆskulýðs- fylkingarinnar. Nýjum meirihluta í SHÍ fagnað Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins hélt stjórnar- fund á Akureyri um liðna helgi og var þar m.a. ályktað um aðför menntamálaráðherra að Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Einnig var fagnað hugmyndum sovéskra yfirvalda um eyðingu kjarnorkuvopna á næstu 15 árum og hvetur ÆFAB ríkisstjórn Is- lands til að gangast fyrir við- ræðum meðal bandamanna sinna um þessi mál. Alyktun ÆFAB varðandi námsmenn er á þessa leið: „Stjórn ÆFAB mótmælir þeirri stórfeildu skerðingu náms- lána, sem Sverrir Hermannsson stefnir að á næsta ári. Stjórnin minnir á að með þessu er stórlega verið að gera atlögu að jöfnum rétti til náms, sem getur aldrei annað en bitnaö verst á þeint sem efnaminnstir eru. Fað hlýtur að vera markmið menntamálaráð- ÆFAB Félagsmála- námskeið í kvöld í kvöld hefst félagsmálanám- skeið á vegum Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins og mun það standa næstu þrjár vikur. Prír kunnir félagar í flokknum munu leiðbeina ungliðunum og má búast við að þar feti stjórnmálamenn framtíðar sín fyrstu skref. Kristín Ágústa Ól- afsdóttir mun leiðbeina um fram- sögn, Ólafur Ragnar Grímsson um ræðumennsku og Tryggvi Þór Aðalsteinsson um fundarsköp og félagastjórn. Námskeiðið er að Hverfisgötu 105 og hefst það kl. 19.30. herra að standa vörð um þennan hornstein íslensks þjóðfélags, þ.e. menntunina. Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að fólk geti stundað nám óháð efnahag og undir því nafni verður LÍN að standa. Stjórn ÆFAB krefst þess að menntamálaráðherra láti nú þeg- ar af ofsóknum sínum gegn æsku landsins og snúi í þessu máli sem og fleirum frá villu síns vegar, með stórauknu átaki í menntunarmálum. Ennfremur fagnar stjórnin nýj- um meirihluta í stúdentaráði Há- skóla íslands." - v. Sátum yfir þessu um jolin lf ið sátum yfir þessu fjölskyldan um jólin og V hjálpuðumst að við að leysa myndagátuna,“ sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir er hún leit við á ritstjórn Þjóðviljans ásamt syni sínum Halldóri Úlfssyni til að veita móttöku 5000 kr. verð- Ílaunum fyrir rétta lausn á áramótamyndagátu Þjóðviljans. ■ - Nei, ég hef aldrei áður sent frá mér lausn á svona gátum, en núna ákvað ég að senda inn lausnina og það dugði. Það er alveg öruggt að ég sendi inn lausn á næstu getraun. Sigríður sagðist hafa gaman af myndagátum en henni fyndist Hjartargáturnar í Sunnudags- blaðinu nokkuð erfiðar. „Við hjálpumst samt oft að um helgar að leysa þær gátur. Eg held að það mæfti gjarnan birta oftar myndagátur í blaðinu. Fók hefur örugglega gaman af þessu,“ sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir. -Ig. Er ekki orðið tímabært að senda Albert út í sjoppu? Icy-Vodka Uppselt í Ríkinu GustafNíelsson skrif- stofustjóriÁTVR: Verð- um að feta okkur varlega með nýjar tegundir Mikil sala hefur verið af hinni nýju íslensku vodkategund, Icy- Vodka, og hefur hún verið ófáan- leg í verslunum ÁTVR frá því fyrir áramót. „Það kemur lítið og þetta selst vel,“ sagði einn afgreiðslumanna Ríkisins í samtali í gær. Vínið er átappað og framleitt í Skotlandi og hafa tvær sendingar kornið til landsins og báðar selst fljótlega upp. „Það er rétt við höfum flutt lítið inn af þessari nýju tegund, en það er ný sending á leiðinni og ætti að vera komin í útsölurnar nú í vikunni. Við verðum að feta okkur varlega áfram þegar við tökum upp nýjar tegundir," sagði Gústaf Níelsson skrifstofustjóri hjá ÁTVR í samtali við Þjóðvilj- ann. Hann sagði ekkert hæft í þeim sögusögnum að Ríkið tak- markaði innflutning á þessu víni. „Það sem skiptir mestu hjá okkur er að halda birgðum í lágmarki og því förum við rólega af stað.“ -'g- Námslán Skipt á frystingu og lagabreytingum Tillögur menntamálaráðherra um breytingar á lögum um LÍN komnarfrá formanni stjórnar LÍN. Óljóst h vað þessar breytingar muniþýða. Hringlandaháttur Sverris að verða til vandrœða í LÍN Tilboð Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra um að draga frystingu námslána í krónutölu til baka verði gengið að tillögum hans um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna hafa valdið mönnum nokkrum heilabrotum og fáum er með öllu Ijóst hvað tillögur hans um lagabreytingar muni í raun þýða fyrir námsmenn. Það er rétt að rifja upp atburði síðustu vikna og aðgerðir Sverris til að uppræta þá óráðsíu sem að hans sögn einkennir þennan lána- sjóð. Daginn sem hann rak Sigur- jón Valdimarsson úr starfi fram- kvæmdastjóra sjóðsins gaf hann út reglugerðarbreytingu sem fól það í sér að námsíán voru fryst í þeirri krónutölu sem gilti við út- hlutun námslána í nóvember. Frystingin hefur það í för með sér að námslán skerðast allt að 35%, en það er mjög mismunandi eftir námslöndum. Þessi ákvörðun Sverris kom mjög flatt upp á þáverandi stjórn stúdentaráðs, sem skipuð var fulltrúum Vöku, félags íhalds- manna í HÍ, og Félags umbóta- sinna. Stjórnin sá ekki ástæðu til að bregðast mjög harkalega við þessum niðurskurði og varð að- gerðarleysi hennar til þess að hún var felld. Nú á sunnudaginn var kosin ný stjórn vinstri manna og umbótasinna. En sama dag til- kynnti Sverrir um stórfelldar breytingar á lögum um lánasjóð- inn og býðst í ríkisstjórninni. Þar með er málið orðið all flókið og ekki séð fyrir endann á því næstu vikur. Uppruni hugmynda Sverris En hvaðan koma Sverri allar þessar hugmyndir? Hér í Þjóð- viljanum hefur áður verið skýrt frá því að starfandi er nefnd sem hefur það hlutverk að gera til- lögur um breytingar á lögum og starfsemi LÍN. I nefndinni situr stjórn LÍN á ásamt tveimur full- trúum menntamálaráðherra. Formaður stjórnar LÍN Árdís Þórðardóttir itefur samkvæmt heimildum Þjóðviljans reifað hugmyndir í þessari nefnd sem eru mjög í sama dúr og Sverrir hefur nú verið að boða sem sínar. Heimildir Þjóðviljans herma að Árdís hafi lagt til í nefndinni að innheimtir verði 4- 6% vextir af námslánum og kjör- in þannig samræmd kjörum á öðrum lánum sem í boði eru í GARÐAR GUÐJÓNSSON FRÉTTASKÝRING þjóðfélaginu. Meðþvímunieftir- spurn eftir Iánum úr sjóðnum minnka, enda telur hún að eftir- spurnin sé of mikil, vegna hag- stæðra kjara á námslánum. Tillaga um 1% lántökugjald af lánum til námsmanna er einnig runnin undan rifjum Árdísar og sömu sögu er að segja um styrki til námsmanna. Árdísi hefur ver- ið tíðrætt um aðgreiningu milli styrkja og lána og telur að styrkir til námsmanna, sumra náms- manna, yrði þjóðarhag mjög til hagsbóta. Þessar tillögur hefur Sverrir semsé gert að sínum, án þess að útfæra þær nánar eða útskýra fyrir námsmönnum hvaða afleið- ingar þetta muni hafa fyrir þá. Hringlanda- háttur Sverris Sverrir hefur gjarna komið mönnum á óvart og nú vill hann skipta á þessum hugmyndum stjórnarformanns LÍN og fryst- ingu námslána. Hann hefur getið sér fræðgarorð fyrir að vilja hreinsa til í þessum umdeilda sjóði, lánasjóði námsmanna. Hann hefur haft stór orð um ó- hóflega yfirvinnu hjá starfsmönn- um og hvers kyns sukk þar innan húss. En öll þessi orð skjóta mjög skökku við það sem síðan hefur orðið reyndin. Honum er nú að takast að hrekja frá stofnuninni reynda starfsmenn með mikla þekkingu á málefnum sjóðsins. Og með hringlandahætti sínurn með úthlutunarreglur virðist hann ætla að stuðla að stór- aukinni yfirvinnu starfsmanna, þeirra sem eftir verða. Viðbrögð námsmanna Nú þegar vinstri menn og um- bótasinnar hafa gengið til sam- starfs í stúdentaráði og tekist hef- ur að koma á samstöðu náms- mannahreyfinga í hagsmunabar- áttu námsmanna má búast við harðari viðbrögðum en oft áður, ef gengið verður á rétt náms- manna. Staðreyndin er hins veg- ar sú að tilkynning Sverris um breytingar á lögurn er svo ný af nálinni að afstaða námsmanna til þeirra hefur vart verið mótuð. Þetta hlýtur þó að skýrast á næstu dögum og framhaldið verður að ráðast af því. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.