Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Húsnœðismál Búsetablokkinni bjargað? Búseti eygirglufu í húsnœðislöggjöfinni. Lánaflokkur úr félagsmálaráðherratíð Svavars Gestssonar getur kannski bjargað Búsetablokkinni Búseti er ekki af baki dottinn þó félagið hafi bara fengið lán fyrir 15 af 46 íbúðum í fjölbýlis- húsi því sem fyrirhugað er að rísi í Grafarvogi, en öll framkvæmda- áætlun við húsið miðast við að það sé reist í einum áfanga á mjög skömmum tíma. Félagsmenn í húsnæðissam- vinnufélaginu þykjast nú eygja glufu á húsnæðislöggjöfinni til að verða sér úti um lán til þeirra íbúða sem þeir fengu ekki lán út á úr Byggingarsjóði verkamanna. Þegar Svavar Gestsson var fé- lagsmálaráðherra var opnaður nýr lánaflokkur F-lána úr Bygg- ingarsjóði ríkisins, en samkvæmt honum er heimilt að veita lán til byggingar leiguíbúða og hafa ýmsir aðilar notfært sér þennan lánaflokk. Hefur Búseti nú sótt um þessi lán. Alexander Stefánsson, fé- lagsmálaráðherra, er nú að fá úr því skorið hvort Búseti eigi laga- lega heimild á þessum lánum og hvort félagið getið fengið meira en 29% af byggingarkostnaði þar sem félagið getur ekki nýtt sér réttindi félagsmanna til lífeyris- sjóðslána. Verði útkoman já- kvæð getur Búseti hafið fram- kvæmdir í vor og ætti þá fjölbýlis- húsið að verða fullfrágengið vor- ið 1987. -Sáf Framsóknarflokkurinn Framsóknarmaður morgundagsins Frálshyggjutónar í Framsókn Ég er framsóknarmaður morg- undagsins. Páll Pétursson og Ing- var Gíslason eru hins vegar fram- sóknarmenn gærdagsins. Pessi gleðilegu tíðindi flutti upprennandi áhrifamaður úr samtökum ungra framsóknar- manna, Þórður Ingvi Guðmunds- son, í makalausri ræðu sem hann flutti á stjórnmálakynningu í Fjölbrautaskóla Garðabæjar fyrir helgi. Á kynningunni voru sömuleiðis fulltrúar úr öðrum flokkum. Fyrir utan árásir á nafngreinda forystumenn í Framsóknar- flokknum vakti ræða Pórðar Ing- va sömuieiðis athygli fyrir þá stríðu frjálshyggjutóna sem í henni voru. En samkvæmt heim- iidum Pjóðviljans af fundinum bryddaði hann upp á hugmynd- um sem breskir frjálshyggju- menn, yst á hægri kanti Ihalds- flokksins breska, hafa til dæmis haft uppi um heilsugæslukerfið. Þórður var á sama máli og bresku öfgamennirnir að því leyti að hann taldi að minnsta kosti íhugunarvert að leggja af heilsu- gæslukerfið í þeirri mynd sem við þekkjum það, en láta menn hins vegar kaupa tryggingu hjá sér- stökum tryggingafélögum í einkaeigu. Parmeð væri þeirri voðalegu áþján létt af þjóðfé- laginu að þurfa að sjá fyrir þeim sem minna mega sín. Erlendis hefur þetta mætt mikilli mót- spyrnu, vegna þess meðal annars að umönnun sjúkra er þá orðin háð því hversu há iðgjöld menn geta greitt. Öfgamenn í breska íhalds- flokknum urðu að láta í minni pokann með þetta, en virðast nú hafa fundið bandamann meðal framsóknarmanna á íslandi. -ÖS Riðuveikin Þingeyingar safna undirskriftum Sauðfé fargað jafnótt og riðu verður vart. Yfir hefur staðið hjá Þingeying- um undirskriftasöfnun þar sem menn skuldbinda sig til þess að farga sauðfé sínu, komi riðu- veiki upp í hjörðinni. Er hér um að ræða svæðið milli Jökulár á Fjöllum og Skjálfandafljóts. Talið er að riðuveiki hafi borist inn á þetta svæði fyrir einum 15 árum. Síðan hefur hún stungið sér þar niður hér og hvar, en út- breiðslan nú örari en áður. Einna mest mun bera á veikinni í Keldu- hverfi en vitað er um hana á ein- um 18 bæjum á svæðinu og á þeim eru rúmlega 4600 fjár. Náist samstaða um þessar að- gerðir, sem allir horfur eru á, verður fénu á þessum 18 bæjum lógað í haust, sem og öðrum þar sem veikinnar kann að verða vart fyrir þann tíma. Ef til vill verður farið með aðgerðir út fyrir þetta svæði, til beggja handa, komi veikin þar upp. -mhg Brugðið á leik gæti þessi mynd heitið en hana tók E.ÓI í góða veðrinu í gær þar sem pollar i Kópavogi léku sér. Ljósm. E.ÓI. íslenskur málmiðnaður Langt á eftir samkeppnislöntlunum Munar 20-25 árum. Tölvustýrðar vélar einar sér duga ekki A IMálmsíðu, sem er fylgirit ITI- frétta, (Iðntæknistofnun ís- lands), skýrir Sturla R. Guð- mundsson frá niðurstöðum könnunar, sem Málmtæknideild Iðntæknistofnunar gerði sl. sum- ar og bar yfirskriftina „Notagildi tölvustýrðra málmvinnsluvéla á Reykjavíkursvæðinu“. Heimsóttar voru 20 verksmiðj- ur og innflutningsfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu. Kannað var magn framleiddra hluta og hvaða vinnsluaðferðir voru not- aðar við framleiðsluna. Að sögn Sturlu R. Guðmunds- sonar, leiddi könnunin í ljós „að mest öll vinna í smiðjum þeim, sem heimsóttar voru, er í formi eins einhæfrar sérsmíði og hefur það leitt til stöðnunar í vinnu- brögðum og efnisvali. Skortur er á sérhæfðu starfsfólki, bæði vegna lágra launa og vegna þess að iðnfræðslustarfið hefur dregist aftur úr þeirri þróun, sem orðið hefur á undanförnum árum." Sturla segir könnun þessa ekki hafa verið mjög ítarlega, enda ekki ætlunin. Hún gefi samt sem áður vísbendingu um það, að ís- lenskur málmiðnaður sé 20-25 árum á eftir iðnaði samkeppnis- landa okkar svo til á öllum svið- um framleiðslunnar. Úr því verði ekki bætt með því einu, að kaupa tölvustýrðar vélar. Taka verði á öllum þáttum framleiðslunnar: efnisvali, efnismeðferð, ferlis- hönnun o.s.frv. Það verði hins- vegar ekki gert nema með aukinni menntun þeirra manna, sem að málmiðnaði starfa. Könnun þá, sem hér um ræðir, gerði Jónas G. Jónasson renni- smiður. Hann er nú við nám í vélaverkfræði í Bandaríkjunum. -mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 19. febrúar 1986 j—TOP'IIÐ^^ A Okkur Framsóknarmönnum morgundagsins finnst mjólk ekki góð. __________ I Úr byggða- blöðunum Suðurnes Gellur og kinnar Nokkur fiskvinnslutæki á Suðurnesjum eru farin að kljúfa þorskhausa og taka kinnar og gellur, salta, pækla og pakka til útflutnings. Eitt fyrirtæki, ísver h.f. afkastar 6 tonnum af hausum á dag, sem gefur af sér 2 tonn til útflutnings. Eru kinnarnar og gellurnar í viku verkun og síðan er afurðin send á Portúgalsmark- að. (Víkurfréttir) Norðfjörður Dansað í halftíma Fyrir skömmu var haldinn stofnfundur Danshóps í Norð- firði. Fundurinn hófst kl. 21 með því að fólk dansaði til kl. 21.30, þá var húsinu lokað og stofnfund- ur var haldinn með tilheyrandi formsatriðum. (Austurland) Húsavík Djassað af krafti Öruggar heimildir segja að í bí- gerð sé að stofnaður verði innan tíðar djassklúbbur á Húsavík. Ætla djass-áhugamenn að auðga menningarlíf bæjarins með því að fá góða djassleikara norður til tónleikahalds. (Víkurblaðið) Höfn Leynileg leigubíla- stöð Á Höfn í Hornafirði er rekin leynileg leigubílastöð. Sjást leigubflar skjótast milli húsa, en enginn veit hvar hægt er að ná í þá ef leigubfls er þörf. Er skorað á leigubflstjóra þessa að koma úr felum eins og Samtökin ’78. (Eystrahorn)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.